Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Draugasaga verð- ur að gamansögu Bók með norrænum karla- smásögum á spænsku FRÁ paUborðsumræðumim í menningarmiðstöðinni Círculo de Bellas Artes í Madríd. F.v. norski rithöfundurinn Tore Renberg, Rúnar Helgi Vignisson, spænski höfundurinn Jesús Ferrero og Kristinn R. Ólafsson. ERLEIVDAR RÆKLR Sakamálasaga HANNIBAL Hannibai, skáldsaga eftir Thomas Harris. Delacorte Press gefur út, 486 síður innbundin. SJÖ ár eru liðin síðan Lömbin þagna, skáldsaga Thomas Harris, kom út og þann tíma hafa flestir þeir sem lásu bókina eða sáu myndina vísast velt því fyrir sér hvað hafi orðið af mannæt- unni geðþekku og lög- reglukonunni geð- flæktu. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar Harris sendi ffá sér framhald af bókinni og varla nema von að það framhald, sem heit- ir Hannibal, seljist met- sölu um allan heim og að rétturinn til að gera kvikmynd eftir henni hafi farið fyrir metfé. Hannibal gerir ráð fyrir nokkurri þekkingu á fyrri bókinni, en Harris skrifar hana svo lipurlega að smám saman koma helstu þættir hennar í ljós í framvindu framhaldsins. Hon- um tekst og víða vel upp í bókinni, aukapersónur eru sumar skemmti- legar en aðalpersónur allar með ólíkindum óvenjulegar, eins konar teiknimyndapersónur sem á reynd- ar vel í annarri eins draugasögu. Eins og þeir muna sem lásu fyrri bókina eða sáu myndina, komst Hannibal Lechter undan réttvísinni og Clarice Starling sat eftir með sálarflækjurnar þó hún hafi náð takmarki sínu þegar hún hremmdi fjöldamorðingjann Jame Gumb. Þar sem þessi bók hefst er Lechter enn á flótta undan réttvísinni og Starl- ing enn í sömu sálarkreppunni og forðum. Af tillitssemi við væntan- lega lesendur er söguþráðurinn ekki rakinn ffekar hér, en þess þó getið að leikurinn berst meðal ann- ars til Feneyja og Argentínu, þó mesta fjörið sé í Bandaríkjunum. Lömbin þagna gerði Hannibal Lechter að stjörnu og bókin Hanni- bal snýst eðlilega mjög um hann og tilraunir lögregluyfirvalda að hafa hendur í hári hans. Lechter er því í sviðsljósinu, en hann er merkilega ómerkilegur þegar grannt er skoð- að og myndin sem dregin er upp af lífsnautnamanni, smekkmanni á vín og kvenfólk og frábærum fræði- manni er innantóm og hol; Lecther er með höfuðið fyllt af hálmi og smekkur hans ræðst af því hvað hlutirnir kosta en ekki hvers virði þeir eru. Meira að segja tónlistarval hans er smáborgaralegt, þar sem hann situr og ráðgerir illvirki sín og leikur Goldberg-tilbrigðin; annar eins yfirburðamaður og mannætu- morðingi hefði vísast valið myrkari tónlist og safaríkari. Veikburða til- raunir Harris til að dýpka persónu Lechters og leggja gnmn að ill- menninu með atburðum úr æsku hans eru broslegar. Einnig eru sál- arflækjur Clarice Starling dæmi- gert glæpasögusull, yf- irborðskennd glans- tímaritasálfræði og les- andinn fær aldrei sam- úð með henni þó vissu- lega sé hún beitt órétti, misskilin og smáð. Framvinda bókai'- innar er mátulega spennandi og atburðir æsilegir. Þegar Harris tekst best upp er fram- vindan hröð og dríf- andi, en þess á milli fellur hann í þá gryfju að útskýra of mikið, gefur lesandanum ekki færi á að taka þátt í sögunni sem er annars aðal góðra rithöfunda. í uppgjörshluta bókarinnar er hann svo upptekinn af því að hnýta lausa enda að hann lætur aðpersónurnar skipta um eðli og fatast fyrir vikið flugið; draugasagan verður að gam- ansögu. Þannig er síðasta kvöldmál- tíðin farsi, sneyddur öllum óhug og allri spennu. Helsti galli bókarinnar er hversu fyrirsjáanleg hún er, allar persónur sem eiga framundan ill örlög koma til leiks með mark dauðans á enn- inu. Ýmist er það vegna kynningar á persónunni sem lesandinn veit ná- kvæmlega hvernig hún á eftir að líta Hel, eða eitthvað í fari hennar, til að mynda ef viðkomandi er vond- ur við böm eða dýr eða ágjarn eða ómenntaður ruddi. Gott dæmi um það er lögreglumaður í Feneyjum, ótrúverðug leikbrúða hvers dauða er lýst í fyrstu setningunum sem hún er kynnt til sögunnar. Lesand- inn þarf síðan að bíða í 100 síður eft- ir hinu fyrirsjáanlega og þó aðfar- irnar séu voðalegar vekja þær ekki aðrar tilfinningar en andvarpið: Loksins... Þannig hljóta allir sem eru í raun og veru vondir makleg málagjöld en Hannibal Lechter, sem er mannæta bara af því hann er svo mikill sælkeri og morðingi bara af því hann átti svo erfiða æsku, er greinilega ekki nógu vondur. Svo er hann líka góður við böm og nærgætinn við konur. Árni Matthíasson BÓKIN Rakaði víkingurinn (E1 vik- ingo afeitado) er komin út á spænsku hjá forlaginu Ediciones de la Torre í Madríd. Hún hefur að geyma 33 smásögur um karlmenn eftir 27 karlrithöfunda frá hinum fimm norrænu ríkjum. Þrjár íslenskar sögur eru 1 bók- inni: Norður og niður eftir Böðvar Guðmundsson úr bókinni „Kynja- sögum“, Systralag úr „Strand- höggi" eftir Rúnar Helga Vignisson og stÉfræn.ást eftir Kristin R. Ólafsson. Sex þýðendur unnu að bókinni síðustu tvö ár: Eva Liébana frá Danmörku, Ursula Ojanen frá Finnlandi, Kristinn R. Ólafsson frá íslandi, Kirsti Baggethun frá Nor- egi, Martin Lexell frá Svíþjóð og Jesús Pardo frá Spáni. Hún er ní- unda verkið í bókaröðinni Biblioteca Nórdica sem hóf göngu sína vorið 1995 þegar norræn menningarhátíð var haldin á Spáni. Rakaði víkingurinn var kynntur í Madríd dagana 3.-6. júní. Kynning- una sóttu sex hinna norrænu rithöf- unda sem eiga sögur í bókinni: Jan Sonnergaard frá Danmörku, Johan Bargum frá Finnlandi, Rúnar Helgi Vignisson og Kristinn R. Ólafsson frá íslandi, Tore Renberg frá Nor- egi og Peter Kihlgárd frá Svíþjóð. Fimmtudagskvöldið 3. júní tóku þeir sexmenningar og spænski rit- höfundurinn Jesús Ferrero þátt í pallborðsumræðum sem báru titil- inn Norrænir karlmenn í bók- menntum sínum. Umræðurnar fóru fram í E1 Círculo de Bellas Ai-tes, einni rótgrónustu menning- arstofnun Madrídar, og voru mjög vel sóttar. Föstudagskvöldið 4. júní kynntu höfundar sjálfa sig og verk sín í SALUR Kaffileikhússins hefur ver- ið gerður upp og verður nú opnaður á ný eftir breytingar. Mikil vinna hefur staðið yfir undanfama mánuði við að lagfæra salinn og einangra. Að sögn Sigríðar Erlu Jónsdótt- ur, framkvæmdastjóra Kaffileik- hússins, hefur salurinn verið færður í sparifötin í samráði við húsafriðun- amefnd. í sumar standa síðan yfir utanhússframkvæmdir við Hlað- varpann og segir Sigríður húsið á góðri leið með að verða eitt þessara fallegu gömlu húsa. Hlaðvarpinn bókaversluninni Tierra de Fuego. Þeir mæltu allir á eigin tungu og lásu úr smásögum sínum. Þýðend- urnir túlkuðu orð þeima og lásu upp úr spænskri gerð sagnanna. Peter Kihgárd og sænsk-spænsk leikkona fluttu auk þess leikgerða útfærslu á smásögu hanns Serenata sem birt- ist í Rakaða víkingnum. Á laugardag og sunnudag árituðu síðan höfundarnir bókina í Norður- landabásnum á hinni árlegu bóka- kaupstefnu sem haldin er þessa dagana í Madríd. Þetta er fimmta árið í röð sem norrænu sendiráðin í Madríd standa að þvi að hafa sér- stakan Norðurlandabás á þessari bókakaupstefnu. Þar er boðið upg á norræn verk þýdd á spænsku. ís- fagnar 15 ára afmæli sínu á næsta ári. Fyrsti viðburður Kaffileikhússins í nýuppgerðum sal er dansleikur með Möggu Stínu og sýrupolka- sveitinni Hringjum. Sumardagskrá leikhússins einkennist af stökum tónlistarviðburðum, en í byrjun ágúst verður frumsýnt barnaleikrit- ið Ævintýri um ástina eftir Þorvald Þorsteinsson. Hinn 20. september verður síðan framsýndur söngleikurinn Land- vættir eftir Karl Ágúst Úlfsson. land hefur tekið þátt í þessu fram- taki í fjögur ár. Bókakaupstefna þessi stendur rúmar tvær vikur hvert vor í Ret- iro-garði; stærsta skrúðgarði Ma- drídar. I fyrra sóttu 2,5 milljónir gesta hana og allt stefnir í að enn fleiri komi á hana í ár. Rakaði víkingurinn er eins konar eðlilegt framhald af bók sem kom út hjá Ediciones de la Torre í hitti- fyrra og nefndist Kuldans dætur (Hijas del frío). í henni birtust smá- sögur eftir norrænar konur, fjórar frá hverju landi og af fjóram kyn- slóðum. Islenskir höfundar í þeirri bók voru Arnrún frá Felli, Ásta Sig- urðardóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir og Kristín Omarsdóttir. Píanótón- leikar á Seyðisfirði Á ÖÐRUM tónleikum Bláu kirkj- unnar, sumartónleikar á Seyðisfírði, verða píanótónleikar með Tryggva Ragnarssyni miðvikudaginn 16. júní kl. 20.30. Á efnisskránni era verk eftir Chopin, Mozart, Beethoven og Liszt. Tryggi hóf ungur píanónám og lauk 7. stigs prófi frá Tónlistarskóla Reykjavikur. Tónleikaröðin „Bláa kirkjan sum- artónleikar" era öll miðvikudags- kvöld í sumar kl. 20.30. Kaffíleikhúsið opnaðá ný TðNLIST III júmdiskar KISUM OG ÞRÍR KVARTETTAR eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Kisum (1970), flytjendur: Gunnar Egilsson (klarinet), Ingvar Jónasson (viola), Þorkell Sigurbjörnsson (píanó). Híis- selbykvartettinn (1968), flytjendur: Saulesco-kvartettinn (Mirexa Saulesco, Claes Nilsson, Holger Han- son, Ake Olofsson). Kaupmannahafn- arkvartettinn (1978), flytjendur: Strengjakvartett Kaupmannahafnar (Tutter Givskov, Mogens Durhoim, Mogens Bruun, Asger Lund Christi- ansen. Heimsókn (1993), flytjendur: Óslóarkvartettinn (Geir Inge Lots- berg, Per Kristian Skalstad, Are Sandbakken, Oystein Sonstad). Hljóð- ritun: Studio 4, SR (1971), Studio 2, SR (1968), DR (1979), Lindemann Hall, Oslo (1993). Hljóðmaður: Vigfús Ingvarsson. 1999, Islensk tónverka- miðstöð STEFITM 7-11. ÞESSI nýjasti hljómdiskur frá Tónverkamiðstöðinni hefur að geyma fjögur kammerverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Fyrsta Kammertónlist Þorkels verkið nefnist „Kis- um“, fyrir klarinettu, víólu og píanó. Langt verk, skrýtið og skemmtilegt - og leiðir það af tilurð verksins, sem samið var að beiðni Sænsku Ríkis- konsertanna til flutn- ings í sænskum fram- haldsskólum um landið vítt og breitt. Tón- skáldið hafði frjálsar hendur og eins og það segir í mf. innslagi „fjallar“ verkið „um“ músik frá ýmsum hefð- bundnum sjónarhom- um: músik sem eftirlík- ingu náttúrahljóða (vinds, fugla- hljóða, hverahljóða etc.), músik í goðsögnum (óhlutbundnir tónar, sem í mesta lagi herma eftir sjálf- um sér), og músik í mannheimum, (íslensk þjóðlög og dansar, ærsl og einmanaleiki, sorg og gleði). Allt hélt þetta eftirtektinni og áhuganum vel vak- andi, með óvæntum (og oft mjög fallegum) hljómum og töktum og fullt af ferskum hug- myndum, í framúr- skarandi flutningi tón- skáldsins, Gunnars Egilssonar og Ingvars Jónassonar. Einna skemmtilegust þótti mér „manneskju- músikin" - einkum seinni parturinn. Kvartettarnir þrír era sem slíkir fremur stutt verk (öll platan tekur rúma klukku- stund), en þetta er hágæðamúsik, þétt og innihaldsrík - þar sem hver hugmyndin þróast af annarri, stundum með óvæntum og ögrandi hætti. „Hasselbykvartettinn" hefur allt það sem góð kammermúsik þarf að hafa, lyríska æð - sem birtist gjarnan sem hugleiðing eða jafnvel tregi; hreyfingu og „óvæntar" og stundum flóknar úrvinnslur; brött og fersk (og stundum blíð) hljóma- sambönd, en allt „rétt“ (og jafnvel rökrétt) í strúktúr verksins. Allt gengur upp í fremur knöppu formi. Engar málalengingar hér. Og enda þótt kvartettarnir séu samtengdir (engin hlé) er að finna kaflaskipti, svo sem lög gera ráð fyrir. Tón- skáldið með annan fótinn í arfleifð Bartóks & félaga (sem vora með sinn annan í arfleifð Beethovens); setur þó saman sínar „strófur" og „mótstrófur“ á mjög sannfærandi og oft persónulegan hátt. Þetta gildir einnig um Kaupmannahafnar- kvartettinn, sem hefur „lengri lín- ur“, ef til vill enn öflugra og „per- sónulegra" verk - kannski það sem mest er spunnið í á þessum hljóm- diski. Um síðasta verkið, Heimsókn, segir tónskáldið m.a.: „Árið 1993 var þess minnst að 150 ár vora liðin Þorkell Sigurbjömsson frá fæðingu Edvards Griegs. Af því tilefni leitaði hátíðamefndin til átta tónskálda frá fimm löndum, og bað þau um að semja tónkveðju. Það féll í minn hlut að semja stuttan kvar- tett. Þar ímyndaði ég mér m.a. að fjórir íslendingar kæmu í heimsókn til gamla mannsins... þegar hér er komið sögu, situr Grieg fjörgamall í raggustólnum sínum á Troll- haugen“. Islensku gestina ber óvænt að garði. „Þeir fara að spila og dansa fyrir hann, m.a. þjóðlagið „Góða jómfrú gráttu ei“. Þetta á að gleðja gamla manninn. Um leið og þeir fara að tygja sig til heimferðar, réttir hann þeim (feginn, að ég held) hjálparhönd. Hann stendur á fætur, vísar þeim til dyra, umlar eigið stef- brot (sem hann er ánægður með) og skellir á eftir þeim.“ Skemmtileg hugmynd að fínum strengjakvar- tett, sem endar diskinn „á léttu nót- unum“. Hinir skandinavísku hljóðfæra- leikarar leika allir eins og grimmir englar, ekki síst þeir dönsku, og ekki undan neinu að kvarta. Upp- tökur fínar, með þeim „presens" sem kammermúsik þarf. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.