Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Tungumálakennsla I júní var Evrópumerkið 1999 veitt þremur framúrskarandi tungumálaverkefnum í Menntaskólanum í Kópavogi, h.já Endurmenntunarstofnun og Tungumálamiðstöð Háskólans. Gunnar Hersveinn hitti umsjónarmenn þessara verkefna sem eru afar hagnýt enda nátengd starfi og fagi nemenda. Tungumál í starfi og faggreinum •Hagnýtt fag- og starfstengt tungu málanám fellur í kramið •Nemendur tala tungumálið um leið og veislan er matreidd VRÓPUMERKIÐ (European Label) er viðurkenning fyrir ný- breytniverkefni á sviði tungumálanáms og -kennslu, og tekur menntamálaráðuneytið þátt í samstarfi um það á vegum fram- kvæmdanefndar Evrópusam- bandsins. Veiting Evrópumerkis- ins er í samræmi við stefnumörk- un Hvítbókar Evrópusambandsins um menntamál þar sem áhersla er m.a. lög á mikilvægi tungumála- kunnáttu fyrir íbúa í löndum Evr- ópusambandsins og færni í þrem- ur tungumálum sett fram sem markmið. (Hátt skrifuð tungu- málakennsla/A42, Mbl 5/6 1999) Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að góðum verkefnum í kennslu og námi erlendra tungu- mála og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt nýtist sem flest- um. I menntamálaráðuneytinu var Evrópumerkið veitt þremur fram- úrskarandi tungumálaverkefnum og er þeim heimilt að nota merkið sem gæðastimpil. Verkefnin voru 1) Stýrt sjálfs- nám í tungumálum. 2) Tungumál iðngreina í Hótel og matvælaskól- anum. 3) Danska fyrir þátttakend- ur í norrænu samstarfi og við- skiptum. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessum verkefnum. http://www.rit.cc enskar þýðingar og textagerð Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 Utan á hús Heldur þú að E-vítamm sé nóg ? NATEN ■ er nóg! .U) c <y fO c i 5 5 Hrauntunga — Hf. Glæsilegt 170 fm timbur einbýlishús á tveimur hæðum. Bíl- skúrsplata. Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. íbúð í Norður- bænum í Hafnarfirði. Verð 17,8 millj. Bæjarhraun — Hf. Gott ca 450 fm skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum. Laust um áramót. Verð 35 millj. Láland — Fossvogi Glæsilegt einbýlishús, ca 160 m2 auk bílskúrs, fæst í skipt- um fyrir raðhús/parhús eða sérhæð í Fossvogi eða ná- grenni. Áhvílandi eru ca 4—5 millj. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar eða í síma 897 4788 (Stefán). Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 Netfang: stefanbj@centrum.is Morgunblaðið/Kristinn GUÐRÍÐUR Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri afhendir Samúel, Valfríði, Þórhildi og Þórdísi Evrópumerkið fyrir nýbreytni í tungumálakennslu í faggreinum. Hótel- og matvælaskólinn í MK Kennsla í tungu- málum iðngreina TUNGUMÁL iðngreina í Hótel- og matvælaskólanum í umsjá Samúels Lefever, Val- fríðar Gísladóttur, Þórdísar Magnús- dóttur og Þórhildar Oddsdóttur í Menntaskólanum í Kópavogi fékk Evrópumerkið (European Label) ár- ið 1999. Verkefnið nær til dönsku, ensku og frönsku og er um að ræða starfstengt tungumálanám til að auka fæmi nemenda í starfi á innlendum og er- lendum vettvangi. Áhersla er m.a. lögð á virka talþjálfun við raunveru- legar faglegar aðstæður. Nemendur og kennarar vinna m.a. með efni af Netinu, margmiðlunardiskum og kynningarmyndböndum. Markmið námsins er að nemand- inn geti notað hið erlenda tungumál í atvinnu og hversdagslífi. Þessir nemendur eru í starfsnámi til loka- prófs í matreiðslu og framleiðslu, bakara- og kjötiðn og einnig nem- endur í meistaranámi. „Nemendur byrja á því að fara í grunnáfanga í málunum og fara svo í starfstengt tungumálanám,“ segir Þórdís Magnúsdóttir. „Hlutverk kennarans er því að mæta nemand- anum í hans eigin fagi og er það mjög spennandi. Útkoman hefur verið mjög góð og fallprósentan lág, enda eru nemendur mun áhugasam- ari í þessum áföngum en almennum því gagnsemin blasir við.“ Á vorönn 1999 voru 70 nemendur skráðir í fagfrönsku, 42 í fagdönsku, 34 í fagensku og 9 í fagensku fyrir meistara. Frá haustinu 1996 hafa um það bil 450 iðnnemar og 30 meistara- nemar lokið áföngum í fagtungumál- um. Áherslan er á „verklegt" tungu- málanám sem felst m.a. í því að t.d. kokkar matreiða og lýsa á sama tíma því sem þeir eru að gera á t.d. ensku. „Það er í raun mjög erfitt," segir Samúel, „að standa sig bæði í mat- reiðslunni og málinu á sama tíma. Einnig bætist þriðji þátturinn við, því þetta er tekið upp á myndband." Nemendum í þessum faggreinum er öllum gert að beita tungumálinu í vinnuumhverfinu, t.d. við afgreiðslu á barnum, í bakaríinu og við fram- reiðsluna. „Þeir læra málið á meðan þeir vinna,“ segir Þórhildur en mikil áhersla er lögð á virka talþjálfun í para- og hópvinnu við raunveruleg- ar, faglegar aðstæður, og auk þess aðstæður í daglega lífinu sem heyra undir almenn samskipti, t.d. að panta vörur, versla á mörkuðum og að tala saman á veitingastað. Kennslubækur til þessa náms eru ekki fyrir hendi heldur er stuðst við hljómbönd, geisladiska, myndbönd og margmiðlunardiska, fagtexta úr kennslubókum greina, fagtímarit, t Netið, auglýsingar og ýmiskonar æf- ingar eftir því hvort áherslan er á I hlustun, lestur eða ritun. Námsefnið ® er sérhannað af tungumálakennur- um Menntaskólans í Kópavogi í sam- vinnu við faggreinakennara skólans. „Þetta er í raun linnulaus leit að efni, en faglega mjög spennandi," segir Þórdís, „því við verðum ávallt að vera í fararbroddi og með það nýjasta í fógunum. Einnig notum við raunverulegan texta en ekki tilbúinn , til kennslu. T.d. getum við farið á heimasíður hótela sem nemendur I hafa sjálfir gist á.“ Matreiðslubækur eru margar á Netinu og er margmiðlunartölva í kennslustofu. Einnig eru til bækur á margmiðlunardiskum, s.s. eftir danska kokkinn Mayers þar sem hann talar, sýnir og stingur upp á víni með gómsætum matnum. Nemendur vinna síðan ýmiskonar verkefni sem tungumálakennararnir , hafa þróað. Dæmi um það er ferm- ingarveisla þar sem sett er á fót j| veisluþjónusta og framleiðsla undú’- r búin með því að velja hráefni og upp- skriftir. Einnig þarf að Ieika að- standendur fermingarbarns og t.d. útbúa boðskort. „Við höfum kallað þetta þverfaglega fermingarveislu og fara þættir hennar allir fram á er- lendu tungumáli,“ segir Þórdís. Þetta nám er afar hagnýtt og segja kennarar að bakgrunnsþekk- ing nemenda í fögunum veiti þeim I sjálfstraust og dragi þá langt í nám- | inu. „Þau hafa fagþekkingu og við j þekkinguna á tungumálinu og kennsluaðferðunum," segir Þórdís og bætir því við að mörg dæmi séu um að nemendur, sem hafi verið nei- kvæðir í byrjun vegna slaks gengis í tungumálanámi í grunnskóla eða hefðbundnum áföngum í íramhalds- skóla, hafi blómstrað í þessari tal- þjálfun og öðlast vilja og áhuga á að nýta sér tungumálið í starfi. „Þessu I fylgir gjaman aukin málvitund og óttaleysi við að spreyta sig á málinu við vinnu að hverjum þeim verkefn- um sem fyrir þá eru lögð,“ segir Þór- hildur. Nýjar bækur • NÁM erlendis, 5. útgáfa end- urskoðuð, er komin út. I bókinni er að finna upplýsingar er varða þá er hyggjast stunda nám í út- löndum. Bókin skiptist í þrennt. Fyrsti hlutinn inniheldur almenna kafla þar sem fram koma upplýsingar er varða íslenska námsmenn í útlöndum almennt. Annar hlut- inn inniheldur kafla um þau námsiönd sem algengast er að íslendingar fari til í nám. Þriðji hlutinn inniheldur skrár yfir þau fóg og þá skóia í útlöndum þar sem lánþegar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna hafa stund- að nám, frá haustönn 1990 fram á vorönn 1999 og sem enn teljast lánshæfar skv. skilgreiningu lánasjóðsins. Við endurútgáfuna hefur fyr- irkomulagi útgáfu bókarinnar verið breytt að nokkru og aukið hefur verið við innihald hennar. M.a. hafa bæst við kaflarnir: Mikilvæg atriði varðandi LÍN í hverju landi fyrir sig. Trygg- ingamál námsmanna erlendis. Skattamál námsmanna eriendis og skattalega heimilisfesti og Fulbright-stofnunina í Reykja- vík. Bókina er hægt að nálgast endurgjaldslaust á Netinu í gegn um heimasíðu SÍNE sem hefur slóðina http://www.sine.is. Að auki er bókin gefin út í prentuðu formi í takmörkuðu upplagi. Útgefandi er Samband ís- lenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Bókin er í stærðinni AB, 160 bls., ritstjóri er Bergþóra Njála Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.