Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 37 Sérsniðin dönskunámskeið N orrænt samstarf í brennidepli DANSKA fyrir þátttakendur í norrænu samstarfi og við- skiptum í umsjá Ágústu P. Ágústsdóttur, Berthu Sigurðardótt- ur og Brynhildar Ragnarsdóttur fyrir Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands og Norrænu tungu- málaráðgjöfina fékk Evrópumerkið 1999 í menntamálaráðuneytinu 4. júní síðastliðinn. Verkefnið tekur til 8 vikna nám- skeiðs íyrir starfsmenn í stjóm- sýslu, einkafyrirtækjum og félaga- samtökum. Áhersla er lögð á þjálfun munnlegrar fæmi þátttakenda til að þeir geti orðið virkir í samskiptum við norrænar þjóðir með sértöku til- liti til þátttöku á fundum. Notað er m.a. efni af Netinu, blaðagreinar og fi*éttaefni af hljóð- og myndböndum. Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í að skilja talað mál, taka þátt í umræðum á fundum og að flytja erindi og kynna íslenska hagsmuni á norrænum vettvangi. Það hentar því vel fólki sem þarf að sitja og vera virkt á fundum á Norð- urlöndum. „Það líður langur tími frá því að tungumálanámi lýkur í framhalds- skóla þar til þarf að nota það t.d. í norrænu samstarfi,“ segir Brynhild- ur og einnig að talþjálfun sé stund- um af skomum skammti. Á nám- skeiðinu er annars vegar lögð áhersla á hlustun og lestur og hins vegar ritun og tal. Námskeiðin era sérsniðin íyrir hópa, annars vegar blandaða og hins vegar eftir fögum. Má nefna að Félag íslenskra íslenskra hjúkrun- arfræðinga bað um svona námskeið haustið 1995 áður en það tók við for- mennsku í norræna samstarfinu. „Það gengur ekki að ætla að nota enskuna," segir Brynhildur. Hópar læra til dæmis málsnið á fundum, orðaforða og hvernig svara eigi af kurteisi en Islendingar þurfa að gæta sín þar vegna þess að aðrar þjóðir era formlegri í samskiptum en þeir. Islenskan er ber en hjá öðr- um era orðin í umbúðum. Fjöldi þátttakenda á námskeiði er takmarkaður við 14 og era kenn- aramir tveir til að tryggja að hver og einni fái næga talþjálfun og að umræðuhópar séu hvorki of margir né of fjölmennir. Allt námið fer fram á dönsku og er þátttakandinn ævinlega í fyrir- rúmi og áhersla lögð á að hann sé virkur frá upphafi til enda hverrar kennslustundar. Meðal verkefna sem reyna á beitingu málsins má nefna að þátttakendur kynna sig, flytja stutt erindi um menntun, fag og starf. Hlutverkaleikir á nám- skeiðinu era sérsniðir eftir þörfum hópsins og nemendur látnir í þeim leysa ákveðin vandamál og komast að samkomulagi eða niðurstöðu. Onnur verkefni reyna á skilning, hlustun og lestur, það er m.a. gert með lestri blaðagreina, skoðun á mynd- og hljómböndum og einnig er leitast við að fá danska fyrirles- ara, t.d. frá Sendiráði Danmerkur, til að fjalla um efni tengt Danmörku og Evrópumálefum. Fagtengdir hlutverkaleikir Ágústa segir að hér sé um tvö námskeið að ræða, byrjunamám- skeið sem stendur í 8 vikur og er 3 klukkustundur í hvert skipti og framhaldsnámskeið sem haldið er vegna mikillar eftirspurnar. Það er hraðnámskeið og stendur skemur. Hún og Bertha hjálpa nemend- um að sigrast á óttanum að tala er- lent tungumál í hópum, m.a. með því að benda á að eðlilegt sé að gera villur. (Þátttakendur eru nefnilega vanir að vera metnir í tungumálum eftir fjölda villna.) „Nemendur kynnast vel á þessu námskeiði og kennslan er í raun persónulegri en gengur og gerist,“ segir Ágústa, „vegna þess að við segjum eitthvað frá okkur sjálfum eins og aðrir á námskeiðinu og gagnrýnum hvert annað til uppbyggingar. Allir tímar og allt efni fer fram á dönsku og danskan er jafnvel töluð í frímínút- um.“ Einstaklingar fá þjálfun, einir sér, tveir saman og svo í hópum. Heimanámið getur t.d. verið texta- lestur úr fagblöðum. „Undirbúning- ur kennara er mjög mildll, segir Tungumálamiðstöðin Skapandi þáttur tungumálanáms Morgunblaðið/KrÍ8tinn TUNGUMÁLAKENNSLA með nýjum miðlum og kennsluaðferðum. Eyjólfur tekur við Evrópumerkinu. EYJÓLFUR Már Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamið- stöðvar Háskóla Islands, hef- ur umsjón með stýrðu sjálfsnámi í tungumálum sem fékk Evrópumerk- ið 1999. Um er að ræða einstaklings- miðað tungumálanám fyrir alla nem- endur Háskóla íslands þar sem áhersla er lögð á sjálfstæði í námi og notkun nýrra miðla. Jafnframt era aðstæður til skapandi málnotkunar undir leiðsögn kennara, s.s. með samtalstímum sem byggja á fjöl- miðlaefni, ferlisritun með notkun tölva og gagnvirkri ritun í tölvupósti og á spjallrásum. Miðstöðin er stað- sett á jarðhæð í Nýja Garði. „Nemendur vinna sjálfstætt undir handleiðslu kennara og hafa frelsi til að velja um efni eftir áhugasviði," segir Eyjólfur, „frelsi til að læra þegar þeim hentar og ákveða hversu miklum tíma þeir verja í námið. Þetta er ekki fjamám heldur koma nemendur í Tungumálamiðstöðina og vinna með efni sem er til hér, t.d. á geisladiskum, bókum, myndbands- spólum og auðvitað líka á vefsíðum á Netinu.“ Nemendur hafa svo aðgang að kennara og hitta hann þrisvar í viku. Hann aðstoðar nemendur í sjálfs- náminu, fer yfir verkefnin og æfir talmálið, sem mikil áhersla er lögð á. ,Á námskeiðunum eiga nemendur að skrifa og tala um sama efnið," segh- Eyjólfur. „Námskeiðin byggja á tjá- skiptahæfni og skilningi." Hann segir að sambandið við kennarann eigi að koma í veg fyrir að nemandinn verði óvirkur, eins og oft er hætta á í sjálfsnámi. Þrátt fyr- ir það rekst ástundun tungumála- náms í Tungumálamiðstöðinni ekki á tímasetningar annarra námskeiða, vegna þess að einstaklingar og að- standendur miðstöðvarinnar koma sér saman um tímasetningar. Dæmi Verkfræðinemandi í Háskólanum hefur áhuga á framhaldsnámi í Dan- mörku og vill halda dönskunni sinni við eða finnst hún fremur léleg hjá sér. Hann getur nú samhliða námi sínu tekið tvö námskeið í hagnýtri dönsku og fengið markvissa þjálfim í að auka orðaforða sinn. Hann fær hámskeiðin metin til eininga og fer það eftir deildum í HÍ hvort þær verða hluti af aðalnámi eða fiokkaðar sem aukaeiningar. Nemandinn þarf annaðhvort að hafa stúdentspróf í málinu eða hafa stundað það í tvö ár í framhalds- skóla. Tvö hagnýt tungumálanám- skeið era einnig í frönsku, spænsku og þýsku. Eyjólfur segir að nýir kennslu- hættir og nýir miðlar í Tungumála- miðstöðinni geri það kleift að laga námið að þörfum einstaklinga, áhugamálum og sérsviði. Tækja- kostur og kennsluefni, sem er t.d. margmiðlunartölvur sérstaklega búnar til tungumálanáms með nettengingu, hljóðkorti, stórum skjáum, heyrnartólum og hljóðnem- um, og sjónvarpstæki, gervihnatta- diskur, myndbönd, tölvuforrit og margmiðlunarefni á diskum, var meðal annars keypt fyrir öfluga styrki frá franska sendiráðinu og danska sendiráðinu. „Nemendum gefst nú kostur á að lesa og heyi'a erlend mál á hverjum degi og þannig batnar sambandið við erlenda menningu. Ef rétt er haldið á spöðunum ætti að vera hægt að skapa aðstæður fyrir skilvirkt tungumálanám og auka gagnkvæm- an skilning milli ólíkra menningar- svæða,“ segir Eyjólfur Már. Morgunblaðið/Kristinn ÁGÚSTA P. Ágústsdóttir og Brynhildur A. Ragnarsdóttir fá Evrópumerkið hjá Guðríði í menntamálaráðuneytinu. Ágústa því það þarf bæði að fylgjast vel með og laða efnið að faghópum og hjálpa nemendum að safna orð- um og byggja upp orðaforða. „Við byrjum tímana á efni dags- ins sem er flutt af kassettum, getur t.d. verið myndband með sjónvarps- þætti eða fréttum," segir Ágústa, „þá fer talþjálfun fram og farið er í fagtengda hlutverkaleiki sem geta t.d. verið samnorrænir fundir sem fjalla um kjaramál, skattamál eða starfsmannamál. Aðrir leikir era t.d. um almennar aðstæður, m.a. ferðamenn að segja frá landi sínu, þjóð og náttúra.“ Sérsniðnu dönskunámskeiðin hafa verið fastur liður á dagskrá Endurmenntunarstofnunar síðan 1996. Tilboð lil Costa del Sol 6. og13. júlí frá kr. 39.720 , Aðeins 10 Nú getur þú tryggt þér glæsi- legt tilboð til vinsælasta1— ------— * "Ooi áfangastaðar íslendinga í sólinni, Costa del Sol. Heimsferðir bjóða nú sértilboð á íbúðarhótelinu E1 Pinar þar sem þú finnur frábæran aðbúnað, rúmgóð stúdíó eða íbúðir, glæsilegan garð með sundlaugum, íþróttaaðstöðu, loftkældar íbúðir með sjónvarpi og síma. Hvergi finnur þú þvílíkt úrval veitinga- og skemmtistaða og fyrir hina ferðaglöðu er einstakt tækifæri að kynnast Granada, Afríku, Gíbraltar eða spænsku sveitinni með fararstjórum Heimsferða á staðnum. Verð kr. 39.720 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 1 vika, íbúð m/1, með sköttum, 13. júlí. Verð kr. 45.755 M.v. 2 í stúdíó, 1 vika, E1 Pinar, 6. og 13. júlí. 45.825 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur, íbúð m/1, með sköttum, 6. júlí. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.