Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 48
I 48 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Starf hjá Reykjavíkurborg Laust er til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Verkefnið er hluti af samstarfi ríkis og sveitarfélaga um reynslusveitarfélög. . /þrótta- og tómstundafulltrúi er verkefnis- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) með adsetur í Midgardi, sem eru höfuðstödvar verkefnisins. Störf: Störf íþrótta- og tómstundafulltrúa beinast aö frítímanum með áherslu á þjónustu viö börn og ungt fólk. Starfssviðið er fyrst og fremst eftirlits- og ráðgjafahlutverk, auk skil- greindra sérverkefna af hálfu ÍTR og Miðgarðs. I Grafarvogi er unnið markvisst að því að efla samráð og samstarf þeirra aðila, sem starfa með ungu fólki frá 0 til 25 ára. Almenn þjón- usta við hverfisbúa á öllum aldri er hluti af samstarfinu. Sem dæmi um verkefni má nefna: Grafarvog í góðum málum, leitar- og vett- "vangsstarf, hverfishátíðir, tómstundastarf sér- hópa, s.s. aldraðra og fatlaðra, ungmenna- og íbúalýðræði. í starfinu leitast íþrótta- og tómstundafulltrúi við á hlutlausan hátt að benda á lausnir og möguleika, þar sem mi- smunandi þarfir og skyldur mætast. Hann get- ur í einstaka tilfellum tekið að sér sérverkefni til skemmri tíma fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög í hverfinu. Næsti yfirmaður er aðstoðarfram- kvæmdastjóri ÍTR, en yfirumsjón með störfum hans í Miðgarði hefurframkvæmdastjóri Mið- -garðs. Starfssvid Miðgarðs í hverfunum: Miðgarð- ur vinnur að því að samræma opinbera þjón- ustu í anda íbúalýðræðis sem hluti af tilrauna- verkefni um reynslusveitarfélög. Helstu verk- efni Miðgarðs eru sérfræðiþjónusta við grunn- og leikskóla, upplýsingamiðlun og félagsleg ráðgjöf, heimaþjónusta og stuðningur við börn og unglinga í vanda. Sjá nánari upplýsingar um Miðgarð á heimasíðunni www.midgardur.is. Starfssvið ÍTR í hverfunum: ÍTR rekur barna-, unglinga- og ungmennastarf, sem stýrt er frá félags- og tómstundamiðstöðinni Gufunesbæ. Starfsvettvangur er fyrst og fremst skólar og >félagsmiðstöðvar í hverfinu. Einnig rekur ÍTR íþróttamiðstöð og sundlaug í hverfinu og hefur formleg tengsl við íþróttafélagið. Aðrir þættir eru m.a. smíðavellir og sumarstörf fyrir börn. Menntunarkröfur eru háskólapróf eða sam- bærileg menntun á sviði uppeldis- eða félags- mála. Hæfniskröfur eru í samræmi við þær lýsingar á starfi og starfsumhverfi sem að ofan greinir. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborg- ar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila á skrifstofu ÍTR, Frí- kirkjuvegi 11, fyrir 26. júní. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri ÍTR, sími 510 6600. ÆR A MIÐGARÐUR <! Nú er rétti tíminn... Alþjóðlegt stórfyrirtæki hefur opnað vöruhús á íslandi. Vörurnar hafa snarlækkað í verði. Ætlum að margfalda veltuna. Bráðvantar ■Ætarfsfólk. Hlutastarf — fullt starf. Upplýsingar veitir Stefán í síma 899 9192 og 586 1850. Grunnskólakennarar Við Borgarhólsskóla á Húsavík eru laus störf grunnskólakennara. Tvo kennara vantar að unglingastigi. Kennslugreinar: M.a. danska, eðlis- og efnafræði ásamt líffræði. Áyngsta og miðstig vantartvo bekkjarkennara til almennrar kennslu. Borgarhólsskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli að hluta til í nýju og rúmgóðu húsnæði, m.a. vel búin stofa til efna-, eðlis- og líffræðikennslu. Samið hefur verið um sérkjör við húsvíska kennara, styrkur til búslóða- flutninga greiddur og reynt að útvega kennurum niðurgreitt húsnæði. Á Húsavík er unnið metnaðarfullt starf í leikskólum, grunnskóla, heilsdagsskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, sem miðar að því að bjóða íbúum upp á góða samfellda þjónustu, m.a. í samstarfi við æskulýðs- og íþróttafélag. Nánari upplýsingar gefa: Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 23. júní nk. og skulu umsóknir sendar til Halldórs Valdi- marssonar, Borgarhólsskóla, Skólagarði 1, 640 Húsavík. Fræðslunefnd Húsavíkur. ÓLAFSFjðRÐUR Leikskólakennarar Leikskólakennara vantar á leikskólann Leik- hóla, Ólafsfirði. Leikhólar er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 2 — 6 ára. Ráðningartími erfrá 1. september 1999. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskólakennara og Starfsmannafélags Ólafs- fjarðar. Umsóknarfrestur er til 25. júní 1999. Allar nánari upplýsingar veitir Svandís Júlíus- dóttir, leikskólastjóri, í símum 466 2397 og 466 2392. Húnaþing vestra framlengir umsóknarfrest um starf skólastjóra Skólabúðanna Reykjum, Hrútafirði til 21. júní nk. Heildarlaun skólastjóra Skólabúðanna eru um 300 þúsund á mánuði á ársgrunni. Skólabúðirnar hafa verið starfræktar frá upp- hafi skólaárs 1998. Um 2.000 grunnskólanemar koma í búðirnar á hverju skólaári frá um 70 skólum. Við skólabúðirnar starfa skólastjóri og 3—4 kennarar. Umsóknir berist sveitarskrif- stofu Húnaþings vestra. Nánari upplýsingar veita Brynjólfur Gíslason, sveitarstjóri í síma 451 2353 og Heimir Ágústs- son, formaður fræðsluráðs í síma 451 2547. Sveitarstjóri. Kennarar — íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla til að kenna íþróttir og almenna, bóklega kennslu. Skólinn er fámennur og þægilegur og vel í sveit settur, 40 km frá Akureyri. Gott húsnæði. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skólastjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. Ibúð óskasttil leigu eða kaups Góð 4ra—5 herb. íbúð í Hlíðunum óskast til leigu eða kaups. Upplýsingar gefur Ingibjörg Sigurjóns- dóttir á skrifstofutíma. AsP LÖGMENN Borgartúni 24, sími 540 0300. Organisti óskast á Kirkjubæjarklaustur Prestbakkasókn óskar eftir að ráða organista með menntun og/eða reynslu af kórstjórn. í Prestbakkakirkju er mjög gott 8 radda pípu- orgel sem organisti hefurtil afnota. Möguleiki er á stundakennslu eða öðru starfi við grunnskóla/tónlistarskóla Skaftárhrepps. Umsóknarfrestur er til 20. júní og skal umsókn- um skilaðtil sóknarprests, Klausturvegi 11, 880 Kirkjubæjarklaustri, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar í síma 487 4618. Laust starf á Hrafnseyri Starf húsfreyju, sem sér um kaffiveitingar í burstabæ Jóns Sigurðssonar í sumar, er laust til umsóknar. Hér er um að ræða skemmtilegt og áhugavert starf. Til greina kemur að ráða hjón eða sambýlisfólk. Réttur hússins er kaffi og nýbakaðar vöfflur með þeyttum rjóma. Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Sveinsson í síma 456 8260. Netfang: jons@snerpa.is Laust starf Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslu- mannsins á Selfossi er laus til umsóknar nú þegar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðuneytisins og BHMR. Um tímabundna ráðningu er að ræða eða til 11. júní 2001. Umsóknir um starfið skulu berast til sýslu- mannsins á Selfossi, Hörðuvöllum 1, Selfossi, fyrir 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir stað- gengill sýslumanns í síma 482 2211. Sýslumaðurinn á Selfossi. QevÖaskólí Kennara vantar Okkur vantar kennara fyrir 1. bekk og miðstig. Einnig vantar íþróttakennara í afleysingartil áramóta. Frekari upplýsingar um kaup og kjör veita Einar ValgeirÁrason og Jón Ögmunds- son í síma 422 7020. Sjá heimasíðuna okkar á íslenska menntanetinu. Umsóknarfrestur er til 23. júní. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.