Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Friðlýsing-
ar Islands
krafist
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Samtökum
herstöðvaandstæðinga vegna her-
æfmganna Norðurvíkings 99:
„Samtök herstöðvaandstæðinga
lýsa undrun sinni og vanþóknun á
þeim heræfingum sem fara fram
hér á landi hvað eftir annað undir
nafninu Norðurvíkingur. Það er
forkastanlegt hvemig hersveitir
eru látnar vaða hér út um allt, í
byggð og óbyggð og jafnvel inn í
Reykjavík, og furðulegt að sveitar-
stjórnir og borgarstjórn Reykja-
víkur skuli láta slíkt óátalið. Þá er
það líka fyrir neðan allar hellur að
Almannavamir ríkisins, Rauði
krossinn og björgunarsveitir skuli
láta hafa sig í slíkt samkmll við
vígamenn, eins og gerðist fyrir
tveimur ámm, sem og að lögreglan
og Landhelgisgæslan skuli dregn-
ar inn í þetta hernaðarbrölt nú
undir því yfirskini að verið sé að
æfa vamir gegn hryðjuverkamönn-
um. i?að er vandséð hvað lágflug
ormstuflugvéla yfir afréttum og
fiskimiðum kemur störfum ís-
lenskra lögreglumanna við. Nægar
em ferðir ormstuflugvéla NATO
orðnar á þessu vori og við frábiðj-
um okkur ferðir þeirra innan lög-
sögu Islands. Við krefjumst friðlýs-
ingar Islands, við krefjumst þess
að allar herstöðvar hér verði lagðar
niður og Island segi sig úr NATO.“
&
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartúni 33
flfaar
i^jyæða parket
^jyóð verð
^jyóð þjónusta
Styrkþegar árið 1999 ásamt dómnefnd.
Málningarstyrkir Hörpu 1999
Fimmtán hlutu styrk
MALNIN GARVE RKSMIÐ JAN
Harpa afhenti málningarstyrki á
Hótel Sögu þriðjudaginn 8. júní í
boði fyrir styrkþega. Þetta er í ann-
að sinn sem Harpa veitir málningar-
styrki af þessu tagi, en það var fyrst
gert á síðasta ári.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hörpu er styrkurinn hugsaður til að
hvetja landsmenn til að mála og fegra
umhverfi sitt. Jafnframt viil Harpa
styðja við bakið á einstaklingum, fé-
lögum og samtökum sem hafa forystu
um góð málefni af þessu tagi. Alls
fara um 2.500 lítrar af Hörpumáln-
ingu í þessi verkefni og er verðmæti
þeirra rúm ein milljón króna.
Fimmtán aðilar fengu styrk að
þessu sinni en þeir voru þrettán á
síðasta ári og að sögn Vigfúsar Gísla-
sonar, sölustjóra Hörpu, barst þeim
fjöldi umsókna sem þeim var vandi á
höndum að velja úr. Dómnefndina
skipuðu, auk Vigfúsar, þeir Helgi
Magnússon, framkvæmdastjóri
Hörpu, og Ólafur Jónsson, fyrrver-
andi formaður Málarameistarafélags
Reykjavíkur.
Styrkina hlutu: Félag áhugamanna
um minjasafn fyrir Síldarminjasafnið
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 35. útdráttur
1. ftokki 1990 - 32. útdráttur
2. flokki 1990 - 31. útdráttur
2. flokki 1991 - 29. útdráttur
3. flokki 1992 - 24. útdráttur
2. flokki 1993 - 20. útdráttur
2. ftokki 1994 - 17. útdráttur
3. flokki 1994 - 16. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1999.
Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan
birtí dagblaðinu Degi þriðjudaginn 15. júni. Upplýsingar
um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum.
Ibúðalánasjóður
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800
á Siglufirði, Skátafélagið Hraunbúar,
Hafnarfirði íyrir Skátaskála,
Blindrafélagið í Reykjavík fyrir fé-
lagsmiðstöð, Brunavarnir Arnessýslu
fyrir slökkvistöð, Thorvaldsensfélag-
ið fyrir Austurstræti 4 í Reykjavík,
Græni herinn fyrir ýmis verkefni á
íslandi í sumar, KFUM og K á Akra-
nesi fyrir sumarbúðir í Ölveri í Mela-
sveit, Hússtjórnarskólinn í Reykja-
vík fyrir Sólvallagötu 12, Styrktarfé-
lag vangefinna fyrir Dagheimilin
Lyngás, Lækjarás og Bjarkarás,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir í Bolung-
arvík íyrir tvö aldamótahús á Hest-
eyri, Hjálpræðisherinn í Reykjavík
íýrir Herkastalann, Björgunarsveitin
Albert á Seltjamarnesi fyrir nýbygg-
ingu, Skálafélagið Tryggvaskáli á
Selfossi fyrir endurbyggingu
Tryggvaskála, Siglingaklúbburinn
Siglunes í Reykjavík fyrir húsnæði í
Nauthólsvík og að lokum Ingibjörg
Sigurðardóttir o.fl. fyrir Jósafatshús
í Stykkishólmi, en það var byggt árið
1900.
Harpa hefur ákveðið að koma til
móts við þá sem ekki hlutu styrk, og
jafnframt önnur félög, með því að
veita þeim sérstök kjör á málningu
sé hún keypt vegna góðgerðarfélaga,
menningarfélaga, íþrótta- og ung-
mennafélaga eða sambærilegrar
starfsemi.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn trommuleikara
I umfjöllun um hljómplötu hljóm-
sveitarinnar Sigur Rósar misritað-
ist nafn trommuleikara hennar.
Hann heitir Agúst Ævar Gunnars-
son. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Loftþurrkarar
Allar stærðir
og gerðir
af þurrkurum.
Hagstætt verð.
Hreint og þurrt loft
sparar bæði vinnu
og fjárútlát.
PAÐ LIGGUR I LOFTINU
AVSHAGt/iKI Hf=
Garösenda 21,108 R.vík.
Sími 568 6925.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úrskurðar-
nefnd al-
mannatrygg-
inga skipuð
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
hefur skipað úrskurðarnefnd al-
mannatrygginga. í nefndinni sitja
þrír fulltrúar, þar af tveir tilnefndir
af Hæstarétti.
„Þetta er sjálfstæð, óháð úr-
skurðarnefnd, sem hefur það hlut-
verk að skera úr í ágreiningsmálum
sem upp koma á milli Trygginga-
stofnunar ríkisins og þeirra sem
hafa samskipti við TR um grund-
völl, skilyrði og upphæð bóta frá
stofnuninni. Tilgangurinn er að
færa stjórnkerfi Tryggingastofnun-
ar ríkisins nær nútímaviðhorfum
stjómsýsluréttar og með því
tryggja betur rétt almennings.
Tryggingaráð sinnti áður þessu
hlutverki, en eftir lagabreytingu 11.
mars síðastliðinn verður hlutverk
þess að stjórna og hafa eftirlit með
Tryggingastofnun, eins og nánar er
mælt fyrir um í lögum um almanna-
tryggingar.
Tryggingaráð hefur úrskurðað
árlega í hátt á fjórða hundrað mál-
um og þykir ástæða til að sérstök
nefnd fari með þetta mikilvæga
hlutverk á sviði almannatrygginga.
Samkvæmt lögunum skipar heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
þrjá menn og jafn marga til vara í
úrskurðarnefndina til sex ára í
senn. Formaður og varamaður
hans skulu uppíylla skilyrði sem
sett eru um embættisgengi héraðs-
dómara. Varaformaður og vara-
maður hans skulu vera læknar.
Þeir sem skipa úrskurðarnefnd
almannatrygginga eru:
Friðjón Örn Friðjónsson, hrl.,
formaður,
Guðmundur Sigurðsson, læknir,
varaformaður,
Þuríður Arnadóttir, lögfr.
Framkvæmdastjóri nefndarinnar
er Steinunn M. Lárusdóttir, lög-
fræðingur.
Úrskurðarnefnd almannatrygg-
inga verður til húsa að Laugavegi
103, 105 Reykjavík," segir í frétta-
tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyt-
Sögukennarar
mótmæla nýrri
námsskrá
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ákyktun frá Félagi
sögukennara:
„Með gildistöku nýrrar námskrár
1. júní sl. hefur skipulag sögu-
kennslu gjörbreyst. Sögukennarar
telja óhugsandi að hefja kennslu
samkvæmt þeirri skipan nema til
komi algerlega nýjar námsbækur.
Fundurinn leggur áherslu á að vel
verði staðið að námsefnisgerð svo
að kennarar geti valið úr góðum
bókum. Það er á ábyrgð mennta-
málaráðuneytisins að svo verði.
Vegna smæðar markaðarins hér
er þetta vart mögulegt nema til
komi rausnarlegt framlag ráðuneyt-
isins, bæði til námsefnisgerðarinnar
og endurmenntunar kennara.
Fundurinn ítrekar því fyrri ályktun
fundar sögukennara í janúar sl. um
nauðsyn þessa.“
Vinningshafi
fékk handunna
leðurvöru
„SÍÐUSTU vikuna í maí gafst út-
skriftarnemum tækifæri til að skrá
sig í leik hjá Valdísi Gunnarsdóttur
á útvarpsstöðinni Matthildi. I vinn-
ing var handunnin leðurvara frá
Leðuriðjunni ehf. Tilefni leiksins var
það að verslun Leðuriðjunnar á
Laugavegi 15 var að fá nýtt nafn,
Leðurbúðin," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Leðurbúðinni.
„Hinn 31. maí síðastliðinn var nafn
hins heppna dregið út. Vinningurinn,
Fundamappa úr kálfaskinni og hlýra-
roði, er framleiddur hjá Leðuriðjunm
ehf. Hverfisgötu 52. Leðuriðjan, sem
framleiðir Atson-Ieðurvörurnar, var
stofnuð árið 1936 og hefur verið í
eigu sömu fjölskyldunnar frá upp-
hafi. Einungis er notað fyrsta flokks
hráefni og eru allar vörurnar hand-
unnar, enda er gott handverk aðals-
merki íyrirtækisins.
Hér sést vinningshafinn, Helena
Sif Kristjánsdóttir, sem útskrifaðist
úr leikskólaskor í Kennaraháskóla
Islands laugardaginn 5. júní, taka á
móti vinningnum af Söndru Grétars-
dóttur, verslunarstjóra Leðurbúðar-
innar," segir þar jafnframt.
/TIGFk
SLATTUVELAR
Útsölustaðir um allt land
Notendavænar
Margar gerðir
Landsþekkt
varahlutaþjónusta
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864