Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913
134. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gore hefur kosn-
ingabaráttu sína
Carthage. Rcuters.
AL GORE, varaforseti Bandaríkj-
anna, lýsti því yfir í gær, í ræðu sem
hann hélt í fæðingarborg sinni,
Carthage í Tennessee, að hann
sæktist eftir útnefningu Demókrata-
flokksins vegna forsetakosninganna
sem fram fara í Bandaríkjunum á
næsta ári. Hóf Gore þar með form-
lega kosningabaráttu sína. Hljóti
hann útnefningu er talið líklegt að
hann muni etja kappi við George
Bush yngri sem fyrr í þessari viku
lýsti því yfir að hann sæktist eftir
útnefningu Repúblikanaflokksins.
„Með ykkar aðstoð mun ég fara
með lífsgildi mín og guðsótta í Hvíta
húsið með það að markmiði að skapa
samfélag sem ekki aðeins einkennist
af meiri velmegun heldur er einfald-
lega betra samfélag. Af þessum sök-
um lýsi ég því yfir í dag að ég er
frambjóðandi til forsetakosninga í
Bandaríkjunum," sagði Gore við
mikinn fógnuð stuðningsmanna
sinna, sem komið höfðu saman til að
hlýða á mál hans.
Þótt sennilegt sé að Gore takist að
tryggja sér útnefningu demókrata
sýna skoðanakannanir að varafor-
setinn stendur langt- að baki þeim
Bush og Elizabeth Dole, sem þykja
einna líklegust til að hljóta útnefn-
ingu repúblikana, í vinsældum með-
al þjóðarinnar. Hyggst Gore því á
næstu vikum og mánuðum reyna að
styrkja ímynd sína meðal kjósenda
og vonast hann þannig til að auka
vinsældir sínar.
■ Þykja líklegir/33
• •
Ongþveiti við landamærin að Kosovo
BÖRN úr þremur leikskólum
tóku smáforskot á sæluna er
þau hittust við leikskólann
Hálsakot í Breiðholti í gærdag
til að fagna komu þjóðhátíðar-
dagsins.
Tugir þús-
unda halda
heimleiðis
Pristina, Bonn, London, Prizren. AP, AFP, Reuters.
FJÖLDI flóttafólks er haldið hefur
heim á leið til Kosovo-héraðs hefur
margfaldast undanfarna daga, og
hefur skapast umferðaröngþveiti við
suðurlandamæri héraðsins, að því er
talsmaður Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í
gær. Kvað hann 11.600 manns hafa
farið yfir landamærin í gær.
Fréttamenn töldu þetta þó van-
áætlað og sögðu tugi þúsunda í
endalausum röðum Albaníumegin
landamæranna bíða þess að fá að
fara inn í Kosovo.
Þokast í Helsinki
Evrópuríki í Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) hafa lagt til að stofn-
uð verði sameiginleg friðargæslu-
sveit Þjóðverja og Rússa til þess að
leysa ágreining Vesturveldanna og
rússneskra stjórnvalda um hlut
Rússa í friðargæslunni í Kosovo.
Þýska ríkisútvarpið greindi frá
þessu í gær.
Varnarmálaráðherrar Bandaríkj-
anna og Rússlands áttu fund í
Helsinki í gær og fengu þar tillög-
una í hendur. Samkvæmt henni yrðu
um eitt þúsund rússneskir gæslulið-
ar í Prizren, og lytu þeir ekki form-
lega forráðum alþjóðlega gæsluliðs-
ins, KFOR, heldur yfirmanni þýsku
gæsluliðanna. Þá yrði rússneskur
tengslafulltrúi í beinum samskiptum
við yfirmann KFOR, Sir Mike
Jackson.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði eftir
fundinn í gær að hann væri „ákaf-
lega ánægður'* með þann árangur
sem náðst hefði, en frekari funda-
höld væru nauðsynleg. NATO og
Rússar hafa ekki náð sátt um hlut
hinna síðarnefndu í friðargæslunni,
og hefur m.a. strandað á þeirri kröfu
Rússa að sveitir þeirra lúti ekki for-
ráðum KFOR.
Búist var við að Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kæmi til fundar í Helsinki í
dag. Igor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússlands, hitti Martti Ahtisaari,
forseta Finnlands, í gær.
NATO og Frelsisher Kosovo
(UCK) hafa komist að samkomulagi
um drög að áætlun um afvopnun
hersins, að því er bresk stjórnvöld
greindu frá í gær. Enn ætti eftir að
ganga frá samkomulaginu.
Bandarískir landgönguliðar af-
vopnuðu um 200 liðsmenn UCK og
handtóku foringja þeirra skammt
frá þorpinu Zegra í suðausturhluta
Kosovo í gær. Höfðu UCK-mennirn-
ir neitað að láta vopn sín af hendi.
Serbar yfírgefa Prizren
Síðustu Serbarnir, um 200 talsins,
sem yfirgáfu næststærstu borg
Kosovo, Prizren, biðu í gær eftir að
bílalest kæmi og tæki þá með áleiðis
til Serbíu, undir vernd þýskra frið-
argæsluliða. Meðal Serbanna sem
biðu var rétttrúnaðarbiskup þeirra í
héraðinu, Artemije Radosavljevic.
Þýsku gæsluliðarnir og liðsmenn
frelsishers Kosovo reyndu hvorir
um sig að ná tökum á ástandinu í
borginni og voru samskipti þeirra
sögð friðsamleg. Hæst setti UCK-
maðurinn í borginni sagði hana al-
gerlega undir stjórn UCK og
KFOR.
Biskupinn sagði í viðtali við
Reuters að þýsku gæsluliðarnir
gætu ekki ábyrgst öryggi hans sök-
um nærveru UCK. Hann sagði enn-
fremur að um 95% þeirra Serba sem
bjuggu í borginni, um 10% af 100
þúsund íbúum, væru farin.
„Eg er ekki farinn fyrir fullt og
allt,“ sagði biskupinn. Hann sagði að
Serbar mjmdu snúa aftur til borgar-
innar þegar KFOR hefði komið á
röð og reglu og afvopnað UCK.
■ Draugabær/26
Reuters
Forsetaskipti
NELSON Mandela, fyrrverandi
forseti Suður-Afríku, faðmaði
eftirmann sinn, Thabo Mbeki,
eftir að hann tók við embætti í
gær. Mbeki er annar forseti
landsins síðan kynþáttaaðskiln-
aður var afnuminn. Rúmlega
fjögur þúsund boðsgestir voru
viðstaddir embættistökuna og
um 30 þúsund heimamenn höfðu
safnast saman í Pretóríu til þess
að fagna hinum nýja forseta og
kveðja Mandela.
I ræðu sinni í gær hvatti
Mbeki til umhyggju fyrir fátæk-
um og eindrægni meðal fbúa
landsins. Hann hrósaði frelsis-
baráttu kynslóðar forvera síns,
sem hefði lyft S-Afríku upp úr
hyldýpi kynþáttaaðskilnaðarins
og sett Iandið á „stall vonarinn-
ar“.
Forsetinn mun tilkynna skipan
ráðherra í ríkisstjórn í dag.
■ Heitir því/26
17. júní
Hátiðahöld verða víðsvegar
um land í tilefni dagsins, en
skynsamlegt væri fyrir fólk á
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
höfuðborgarsvæðinu að hefa
regnhlíf meðferðis þegar lagj er
af stað í skrúðgöngu, því búast
má við rigningu í dag.
■ Fjölbreytt/12
Stórkostlegt
heimsmet
BANDARÍKJAMAÐURINN
Maurice Greene bætti í gær
heimsmetið í 100 metra hlaupi
karla um fimm sekúndubrot,
hljóp á 9,79 sekúndum á al-
þjóðlegu fijálsíþróttamóti í
Aþenu. Fyrra metið átti
Donovan Bailey frá Kanada,
9,84 sekúndur og setti hann
það á Ólympíuleikunum í Atl-
anta sumarið 1996. Greene,
sem er á 25. aldursári, bætti
um leið eigin árangur í grein-
inni um 7 sekúndubrot og
landsmet Bandaríkjanna um 6
sekúndubrot. Frá því að raf-
magnstímataka var tekin upp
í spretthlaupum fyrir rúmum
30 árum hefur heimsmetið í
100 metra hlaupi ekki verið
slegið jafn hressilega og að
þessu sinni.