Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 134. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gore hefur kosn- ingabaráttu sína Carthage. Rcuters. AL GORE, varaforseti Bandaríkj- anna, lýsti því yfir í gær, í ræðu sem hann hélt í fæðingarborg sinni, Carthage í Tennessee, að hann sæktist eftir útnefningu Demókrata- flokksins vegna forsetakosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Hóf Gore þar með form- lega kosningabaráttu sína. Hljóti hann útnefningu er talið líklegt að hann muni etja kappi við George Bush yngri sem fyrr í þessari viku lýsti því yfir að hann sæktist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins. „Með ykkar aðstoð mun ég fara með lífsgildi mín og guðsótta í Hvíta húsið með það að markmiði að skapa samfélag sem ekki aðeins einkennist af meiri velmegun heldur er einfald- lega betra samfélag. Af þessum sök- um lýsi ég því yfir í dag að ég er frambjóðandi til forsetakosninga í Bandaríkjunum," sagði Gore við mikinn fógnuð stuðningsmanna sinna, sem komið höfðu saman til að hlýða á mál hans. Þótt sennilegt sé að Gore takist að tryggja sér útnefningu demókrata sýna skoðanakannanir að varafor- setinn stendur langt- að baki þeim Bush og Elizabeth Dole, sem þykja einna líklegust til að hljóta útnefn- ingu repúblikana, í vinsældum með- al þjóðarinnar. Hyggst Gore því á næstu vikum og mánuðum reyna að styrkja ímynd sína meðal kjósenda og vonast hann þannig til að auka vinsældir sínar. ■ Þykja líklegir/33 • • Ongþveiti við landamærin að Kosovo BÖRN úr þremur leikskólum tóku smáforskot á sæluna er þau hittust við leikskólann Hálsakot í Breiðholti í gærdag til að fagna komu þjóðhátíðar- dagsins. Tugir þús- unda halda heimleiðis Pristina, Bonn, London, Prizren. AP, AFP, Reuters. FJÖLDI flóttafólks er haldið hefur heim á leið til Kosovo-héraðs hefur margfaldast undanfarna daga, og hefur skapast umferðaröngþveiti við suðurlandamæri héraðsins, að því er talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær. Kvað hann 11.600 manns hafa farið yfir landamærin í gær. Fréttamenn töldu þetta þó van- áætlað og sögðu tugi þúsunda í endalausum röðum Albaníumegin landamæranna bíða þess að fá að fara inn í Kosovo. Þokast í Helsinki Evrópuríki í Atlantshafsbanda- laginu (NATO) hafa lagt til að stofn- uð verði sameiginleg friðargæslu- sveit Þjóðverja og Rússa til þess að leysa ágreining Vesturveldanna og rússneskra stjórnvalda um hlut Rússa í friðargæslunni í Kosovo. Þýska ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær. Varnarmálaráðherrar Bandaríkj- anna og Rússlands áttu fund í Helsinki í gær og fengu þar tillög- una í hendur. Samkvæmt henni yrðu um eitt þúsund rússneskir gæslulið- ar í Prizren, og lytu þeir ekki form- lega forráðum alþjóðlega gæsluliðs- ins, KFOR, heldur yfirmanni þýsku gæsluliðanna. Þá yrði rússneskur tengslafulltrúi í beinum samskiptum við yfirmann KFOR, Sir Mike Jackson. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði eftir fundinn í gær að hann væri „ákaf- lega ánægður'* með þann árangur sem náðst hefði, en frekari funda- höld væru nauðsynleg. NATO og Rússar hafa ekki náð sátt um hlut hinna síðarnefndu í friðargæslunni, og hefur m.a. strandað á þeirri kröfu Rússa að sveitir þeirra lúti ekki for- ráðum KFOR. Búist var við að Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kæmi til fundar í Helsinki í dag. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, í gær. NATO og Frelsisher Kosovo (UCK) hafa komist að samkomulagi um drög að áætlun um afvopnun hersins, að því er bresk stjórnvöld greindu frá í gær. Enn ætti eftir að ganga frá samkomulaginu. Bandarískir landgönguliðar af- vopnuðu um 200 liðsmenn UCK og handtóku foringja þeirra skammt frá þorpinu Zegra í suðausturhluta Kosovo í gær. Höfðu UCK-mennirn- ir neitað að láta vopn sín af hendi. Serbar yfírgefa Prizren Síðustu Serbarnir, um 200 talsins, sem yfirgáfu næststærstu borg Kosovo, Prizren, biðu í gær eftir að bílalest kæmi og tæki þá með áleiðis til Serbíu, undir vernd þýskra frið- argæsluliða. Meðal Serbanna sem biðu var rétttrúnaðarbiskup þeirra í héraðinu, Artemije Radosavljevic. Þýsku gæsluliðarnir og liðsmenn frelsishers Kosovo reyndu hvorir um sig að ná tökum á ástandinu í borginni og voru samskipti þeirra sögð friðsamleg. Hæst setti UCK- maðurinn í borginni sagði hana al- gerlega undir stjórn UCK og KFOR. Biskupinn sagði í viðtali við Reuters að þýsku gæsluliðarnir gætu ekki ábyrgst öryggi hans sök- um nærveru UCK. Hann sagði enn- fremur að um 95% þeirra Serba sem bjuggu í borginni, um 10% af 100 þúsund íbúum, væru farin. „Eg er ekki farinn fyrir fullt og allt,“ sagði biskupinn. Hann sagði að Serbar mjmdu snúa aftur til borgar- innar þegar KFOR hefði komið á röð og reglu og afvopnað UCK. ■ Draugabær/26 Reuters Forsetaskipti NELSON Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, faðmaði eftirmann sinn, Thabo Mbeki, eftir að hann tók við embætti í gær. Mbeki er annar forseti landsins síðan kynþáttaaðskiln- aður var afnuminn. Rúmlega fjögur þúsund boðsgestir voru viðstaddir embættistökuna og um 30 þúsund heimamenn höfðu safnast saman í Pretóríu til þess að fagna hinum nýja forseta og kveðja Mandela. I ræðu sinni í gær hvatti Mbeki til umhyggju fyrir fátæk- um og eindrægni meðal fbúa landsins. Hann hrósaði frelsis- baráttu kynslóðar forvera síns, sem hefði lyft S-Afríku upp úr hyldýpi kynþáttaaðskilnaðarins og sett Iandið á „stall vonarinn- ar“. Forsetinn mun tilkynna skipan ráðherra í ríkisstjórn í dag. ■ Heitir því/26 17. júní Hátiðahöld verða víðsvegar um land í tilefni dagsins, en skynsamlegt væri fyrir fólk á Morgunblaðið/Jón Svavarsson höfuðborgarsvæðinu að hefa regnhlíf meðferðis þegar lagj er af stað í skrúðgöngu, því búast má við rigningu í dag. ■ Fjölbreytt/12 Stórkostlegt heimsmet BANDARÍKJAMAÐURINN Maurice Greene bætti í gær heimsmetið í 100 metra hlaupi karla um fimm sekúndubrot, hljóp á 9,79 sekúndum á al- þjóðlegu fijálsíþróttamóti í Aþenu. Fyrra metið átti Donovan Bailey frá Kanada, 9,84 sekúndur og setti hann það á Ólympíuleikunum í Atl- anta sumarið 1996. Greene, sem er á 25. aldursári, bætti um leið eigin árangur í grein- inni um 7 sekúndubrot og landsmet Bandaríkjanna um 6 sekúndubrot. Frá því að raf- magnstímataka var tekin upp í spretthlaupum fyrir rúmum 30 árum hefur heimsmetið í 100 metra hlaupi ekki verið slegið jafn hressilega og að þessu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.