Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur FÁLKINN með unga sína en verkaskipting er milli kynja hjá fálkum og sér kvenfuglinn um að liggja á og gæta unganna í hreiðrinu eins og kemur fram í Fuglum íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson. TÍGULEGT flug fálkans í leit að æti. Fálkar á hreiðri FÁLKAPAR með þrjá bragglega unga hefur komið sér fyrir í hreiðri á Austurlandi. Áð sögn heimamanna er þetta ekki í fyrsta sinn sem parið leitar á þessar slóðir og hefur sést til þeirra rífa til sín rjúpur og færa ungunum, en rjúpan er mikil- vægasta fæða fálkans. Rétt er að taka fram að um- hverfisráðuneytið veitti heimiid til myndatöku. Fjallað um virkjunaráform norðan Vatnajökuls f Aftenposten WWF telur málið vekja athygli norsks almennings Margir gefa blóð NEYÐARKALLI Blóðbankans hefur verið vel svarað af almenningi og fólk hefur flykkst í bankann til að gefa blóð. Við það hefur staðan batnað verulega en að sögn Bjargar Ólafsson hjá Blóðbankanum eru þau ekki enn sloppin, svo að þau vonast eftir að fleira fólk komi á næstu dögum. Björg segir að síðustu þrír dagar hafi verið alveg frábærir og í gær komu 154. Par af gáfu 110 blóð í poka en hinir 44 voru skráðir sem nýir blóðgjafar. Hún vildi ítreka að enn vantaði meira blóð þrátt fyrir góð viðbrögð fólks og minnti á að Blóðbankinn væri opinn frá 8-14 á föstudaginn. ------------- Sláttur haf- inn undir Eyjafjöllum ÓLAFUR Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, hóf slátt í gær og sló fimm hektara. Ólaf- ur sagði að það hefði áður komið fyr- ir að sláttur hæfist um miðjan júní á þessu svæði en þetta sýndist kannski óvenjusnemmt vegna kuldans sem hafi ríkt að undanfómu. Að sögn Ólafs lá orðið á að slá þetta tún en nú yrði gert hlé í þrjá til fjóra daga en svo hæfist sláttur á ný. Ólafur sagði að útlit væri fyrir að sláttur hæfist almennt eftir viku eða tíu daga á bæjum undir Eyjafjöllum. Ekki var nóg með að Ólafur hæfí slátt í dag heldur hirti hann af tún- inu líka. Hann heyjar í súrhey og seint í gærkvöld sagði hann að allt heyið væri komið í tuminn. Að sögn Ólafs lítur ágætlega út fyrir sprettu. Morgunblaðið/Þorkell Fengu kort fyrir för í Dimmugljúfur Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature hafa opnað fyrir opinbera umræðu í Nor- egi um fyrirhuguð virkjunaráform norðan Vatnajökuls með því að upp- lýsa norska fjölmiðla um hvað sé í húfi hérlendis. Peter Prokosch, framkvæmdastjóri WWF Arctic Programme, sagðist telja að málefnið myndi vekja athygli almennings í Noregi sem væri mjög meðvitaður um umhverfismál og byggingu vatnsaflsvirkjana. ,Aðilar í ríkisstjóm íslands, sem ég get ekki gefið upp hverjir em, sögðu okkur að ef við vildum hjálpa til við að bjarga hálendi íslands yrðum við að tala við Norsk Hydro og sannfæra þá um að hætta við sín áform um að eiga hlut í álverinu. Ef við gerðum það myndi það marka stór skref fram á við við að bjarga hálendinu," sagði Peter Pro- kosch, en fulltrúar samtakanna hafa þegar átt slíkan fund með fulltrúum Norsk Hydro. Opinber umræða er greinilega hafin í Noregi en í dagblaðinu Aften- posten í dag er fjallað um málið und- ir fyrirsögninni „Stærstu ósnortnu víðemi Vestur-Evrópu í hættu“. í greininni er sagt frá baráttu nátt- úruverndarsinna, „með fyrrverandi forseta lýðveldisins, Vigdísi Finn- bogadóttur, í fararbroddi“, fyrir frið- un hálendisins. Er meðal annars sagt frá því að virkjunaráætlanimar muni hafa áhrif á stórbrotin gljúfur og votlendissvæði með þrjú árkerfi. Alta-virkjunin smámunir í samanburði við þetta Vitnað er í Prokosch í greininni þar sem hann segir fórnimar sem færðar vom við byggingu Alta- og 0vre Otta-virkjananna í Noregi séu smámunir í samanburði við það sem verði fórnað á íslandi nái áætlanim- ar fram að ganga, en Alta-virkjunin vakti upp heiftug mótmæli í Noregi á sínum tíma. Þá staðfestir Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro, í greininni það sem Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins um umhverfismál, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef íslendingar vilji byggja virkjunina sem sjái álver- inu fyrir orku, þá muni fyrirtækið ekki blanda sér í þau mál. „Island hef- ur akveðið að virkjunin verði reist og ef Islandi er sama um náttúruspjöllin getum við einnig lifað með þeim,“ er haft eftir Knutzen í greininni. Prokosch sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að WWF myndi fylgja þessari kynningu á málinu eft- ir í fleiri fjölmiðlum í Noregi. Sagði hann að samtökin væru einnig í sam- bandi við fjölmiðla á alþjóðavísu og til dæmis hefði evrópsk sjónvarps- stöð lýst yfir áhuga á að gera sjón- varpsþátt um efnið. Prokosch sagði að almenningur í Noregi væri mjög meðvitaður um umhverfismál og byggingu vatns- aflsvirkjana, sérstaklega vegna deilna um Alta-virkjunina sem hefðu verið mestu deilur um umhverfismál sem komið hefðu upp í Noregi. Sagði hann jafnframt að norskir skatt- greiðendur ættu rétt á að fá upplýs- ingar um áform Norsk Hydro þar sem fyrirtækið væri í meirihlutaeigu (51%) norska ríkisins. Prokosch sagði einnig að Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro um umhverfismál, hefði sagt við sig fyrir nokkrum dögum að ástæða þess að hann væri nú að fara til íslands væri afleiðing af fundi WWF með Norsk Hydro. Sagði hann að fyrirtækið sæktist eftir því að fá meiri upplýsingar og sagðist Prokosch túlka þessi orð Stiksrud á eftirfarandi hátt: „Norsk Hydro er á þunnum ís og vill finna út af eigin raun hvaða áhrif verkefnið sem þeir eru að fara út í muni hafa á almenn- ingsálitið. En eins og stendur eru þeir sannfærðir um að Islendingar séu hlynntir þessu verkefni," sagði Prokosch. ÓLAFUR Örn Haraldsson, al- þingismaður og formaður um- hverfisnefndar Alþingis, færði leiðangursmönnum, sem ætla að fara niður Dimmugljúfur á gúmbátum, kort af gljúfrunum er þeir voru að leggja af stað í leiðangurinn í gærkvöld. Ólafur Örn Haraldsson afhenti kortið leiðangursmönnunum Skúla Hauki Skúlasyni, Hauki Parelíus og Hauki Hhðkvist Ómarssyni. Ólafur Öm sagði við afhendinguna að hann fagnaði þessu einkaframtaki áhugasam- taka að fara niður gljúfrin og opna almenningi sýn í þau, en ætl- unin er að taka kvikmynd af ferð- inni. Fylgjast má með henni á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Sérblöð í dag fW o X'iöitnlilab ib Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/'atvinnulíf Viðskiptablað Morgunblaðsins Fram og Leiftur úr leik í bikarkeppninni C/1 Maurice Greene bætti heims metið í 100 m hlaupi C/1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.