Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
NOVA Media - Nýmiðlun ehf. hefur gangsett nýja leitarvél á Netinu,
en hún sérhæfir sig í að leita að orðum á íslenskum heimasíðum. Frá
vinstri: Hermann Auðunsson, sölu- og markaðsstjóri Nova Media og
Guðmann Bragi Birgisson, frá Símanum - Interneti.
Islensk leitarvél
á Netinu gangsett
Framkvæmdastjóri fbúðalánasjóðs
Oviðunandi að afgreiðsla
taki meira en mánuð
GUÐMUNDUR Bjaniason, fram-
kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, segir
að það sé óviðunandi að það taki
meira en mánuð að fá afgreitt hús-
bréfalán frá sjóðnum. Unnið sé að
því - og hafi raunar verið gert allt
þetta ár - að slípa það form á lán-
veitingum sem sett hafi verið upp
um áramótin og fá það til þess að
virka betur en það hafi gert, en for-
maður Félags fasteignasala segir í
Morgunblaðinu í gær að afgreiðslu-
tími umsókna um húsbréfalán sé
5-6 vikur.
Guðmundur sagði að að hluta til
væri verið að vinna lánsumsóknir í
bankakerfinu og að hluta til hjá
sjóðnum og það ylli erfiðleikum.
Meiningin væri að þetta færi enn
frekar inn í bankakerfið þannig að
viðskiptavinurinn gæti leyst sín mál
að sem stærstum hluta í viðskipta-
banka sínum og á sem skemmstum
tíma.
„Pað sem stendur á í því efni er
að klára hér forritunarvinnu og
tölvusamskiptin við bankakerfið,
þannig að bankamir geti gefið út
fasteignaveðbréfin og skipt á fast-
eignaveðbréfum og húsbréfum, sem
ekki er enn komið í gagnið, en er
hluti af þeim samningi sem gerður
var við bankana um áramótin,"
sagði Guðmundur.
Fundur með bönkunum
Hann sagði að þeir hefðu átt fund
með bönkunum fyrir tæpum hálfum
mánuði þar sem farið hefði verið yf-
ir þessi mál og það væri fullur vilji
af hálfu beggja aðila að reyna að
leysa þetta og koma þessum sam-
skiptum í það form sem samningur-
inn gerði ráð fyrir hið allra fyrsta.
Væntanlega yrði það þó ekki fyrr en
með haustinu.
Hann hefði síðan boðað fund með
fasteignasölunum þar sem farið yrði
yfir málin með þeim og hlustað á
ábendingar þeirra um hvernig kerf-
ið gæti virkað sem best.
Aðspurður hvort þetta væri ekki
áfellisdómur yfir þeirri breytingu
sem gerð var á fyrirkomulagi þessar
hluta um áramót sagðist Guðmund-
ur enn þeirrar skoðunar að rétt væri
að reyna að koma þessum viðskipt-
um sem mest út í bankakerfið. Þá
þyrfti viðskiptavinurinn ekki að
sækja þjónustuna á marga staði.
Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Árnadóttir
INDRIÐI Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, með refinn sem hann skaut á bæjarhlaðinu.
Skjaldfönn við ísafjarðardjúp
Refur náðist á hlaðinu
NY íslensk leitarvél á Netinu var
formlega gangsett af Bimi Bjama-
syni menntamálaráðherra á Hótel
Holti í gær. Vélin, sem rekin er af ís-
lenska tölvufyrirtækinu Nova Media
- Nýmiðlun ehf., sérhæfir sig í að
leita að ákveðnum orðum á íslensk-
um heimasíðum, en slóð leitarvélar-
innar er: http://www.leit.is. Pó ber
að geta þess að með því að smella á
einn hnapp er hægt að leita að sama
orði í stærri gagnagrunni, sem við-
haldið er af Infoseek.
Bjöm sagði í tilefni af gangsetn-
ingu vélarinnar að þar sem nýjustu
kannanir sýndu að um 82% Islend-
inga hefðu aðgang að Netinu myndi
hún vafalaust koma mörgum til
nota. Björn ritaði síðan m.a. orðið
Leifur Eiríksson í leitarvélina og
fékk hann um 2.400 svör við þeirri
fyrirspum. Vélin raðar svöram eftir
því hvort leitarorðið kemur fyrir í
fyrirsögn, merktu svæði eða í meg-
inmáli. Pá er einnig hægt að raða
svörum eftir aldri.
Hermann Auðunsson, sölu- og
markaðsstjóri Nova Media, sagði að
vegna þess hversu Netið hefði þanist
út síðustu ár hefði verið mikil nauð-
syn á íslenskri leitarvél, þar sem
stóra erlendu leitarvélamar færa æ
sjaldnar á jaðarsvæði, eins og ís-
land, til að leita að orðum á síðum.
Notast við hugbúnað
frá Infoseek
Islenska leitarvélin byggir á hug-
búnaði bandaríska tölvufyrirtækis-
ins Infoseek, en að sögn Hermanns
hefur það mikla reynslu á þessu
sviði, þar sem það hefur rekið leitar-
vél á Netinu í nokkur ár.
Að sögn Halldórs Axelssonar,
framkvæmdastjóra Nova Media, var
ekki einungis samið við Infoseek
vegna þess að þeir buðu góðan hug-
búnað, heldur voru þeir tilbúnir til
að vinna áfram með fyrirtækinu í að
þróa leitarvélina. Hann sagði að fyr-
irtækin myndu vinna saman að því
að þróa leitarvélina á tungumála-
sviðinu, með því að hanna einhvers
konar þýðingarforrit. Þá sagði hann
að í bígerð væri að þróa sérhæfðar
leitarvélar, þar sem t.d. væri hægt
að leita að ákveðnu orði innan
ákveðins sviðs.
Unnið hefur verið að því síðan um
áramót að koma vélinni af stað, en
áætlaður rekstrarkostnaður er um
10 til 20 milljónir á ári að sögn Her-
manns. Nova Media hefur fengið
styi'ki frá Símanum - Intemeti og
EJS vegna leitarvélarinnar.
REFUR gerði sig heimakominn í
garðinum við bæinn Skjaldfónn
við ísafjarðardjúp sunnan við
Kaldalón fyrir skömmu. Þar var
hann að atast utan í lömbum þeg-
ar Indriði Aðalsteinsson bóndi
kom að og skaut hann. Er þetta
sjöundi refurinn sem hann nær
frá sumarmálum.
Indriði sagðist hafa átt leið
fyrir húshomið þegar hann kom
auga á ref rétt við tijágarðinn
við húsið. „Þar stendur þá refur
og virðir mig fyrir sér kannski
ekki af minni undrun en ég
hann,“ sagði Indriði. „Ég hörfaði
í hvarf og fór inn um bakdymar
til að ná í byssu og þegar ég kem
út aftur og fyrir homið þá er ref-
urinn kominn út úr garðinum og
er að hoppa og snúast í kring um
lömb sem voru í hlaðvarpanum.
Þar skaut ég hann á 25 metra
færi. Þetta var stór og frískur
steggur."
Indriði sagði að þetta væri sjö-
undi refurinn sem hann næði síð-
an á sumarmálum á og við túnið.
„Þingmenn okkar Vestfirðinga
hafa allir sem einn á síðustu
tveimur þingum lagt fram þings-
ályktunartillögu um að leyfa aft-
ur veiðar í friðlandinu á Horn-
ströndum en þeir hafa ekki verið
vaskari en það að þeim hefur
ekki tekist að koma því í gegn,“
sagði hann. „Ég er hér á byggð-
aijaðri með sauðfjárbú og nytja
einnig ijúpu sem hefur náttúr-
lega snarminnkað. Allt fuglalíf er
í stór voða vegna þessarar plágu
sem hellist yfir okkur af þessu
friðaða svæði.“
Benti hann á að Isafjarðarbær
sem Snæíjallaströndin sameinað-
ist sinnti engu um að fara á greni
þrátt fyrir að bænum bæri skylda
til þess. „Þá streymir þessi
ófögnuður út úr friðlandinu og
út úr þessu landi Isaíjarðar, þar
sem ekki eru unnin greni og yfir
okkur,“ sagði Indriði. „Það er
ekki eingöngu í Hólmavíkur-
hreppi heldur einnig í Arnes-
hreppi á Ströndum sem þessi
plága er. Það hafa náttúrlega
verið þessir friðunarsinnar sem
allt vilja friða og eru algerlega
dottnir úr sambandi við eðlilegt
líf sem hafa rekið upp ramakvein
yfir þessum óskum þingmanna,
sem hafa fylgt óskum okkar kjós-
enda bæði hér um slóðir og fyrir
norðan um að stemma stigu við
þessu. Þeir átta sig náttúrlega
ekki á því að það eru ekki ein-
göngu iömbin sem við erum að
reyna að vernda og veija heldur
Iifríkið eins og það leggur sig,
mófugl og annað. Að þetta skuli
vera orðið svona mikið að maður
geti næstum ekki þverfótað fyrir
því hlaupandi innan um fé á tún-
inu um miðjan dag sýnir í hvað
stefnir."
Island í
miðjum hópi
á EM í brids
Góð byrjun hjá
kvennaliðinu
ÍSLAND er í 21. sæti af 37
þátttökuþjóðum eftir tíu umferðir í
opnum flokki á Evrópumótinu í
brids, en íslenska liðið vann m.a.
Dani í gær og gerði jafntefli við
Breta. Islenska kvennaliðið hóf
keppni í gær og vann Grikki í fyrsta
leiknum, 21-9.
I opna flokknum tapaði íslenska
liðið fyrsta leiknum í gær, 10-20,
fyrir Iram, en vann síðan Dani 19-11
og gerði jafntefli, 15-15, við Breta.
Eftir 10 umferðir er Island með 152
stig. Pólverjar eru efstir með 194
stig, Norðmenn hafa 192 stig, Italir
og Svíar 191, Frakkar 188, Búlgarar
185, Spánverjar 183 og Belgar 182.
Þrír leikir era í opna flokknum í
dag og þá spilar ísland við Noreg,
Austurríki og Holland. I
kvennaflokknum spilaði Island við
Svía í 2. umferð í gærkvöld en spilar
í dag við Hollendinga, Frakka og
Austurríkismenn. Mótinu lýkur 26.
júní.
----------------
Færð á vegum
GREIÐFÆRT er um helstu þjóð-
vegi landsins, en víða er ófærð á
fjallvegum, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.
Lágheiði er ófær vegna aurbleytu
og á Þorskafjarðarheiði takmarkast
öxulþungi við 2 tonn. Uxahryggir og
Kaldidalur eru jeppafærir og Kjal-
vegur að norðan í Hveravelli.
Búið er að opna um Skaftártungu í
Eldgjá, í Lónsöræfi, um Hólssand og
í Lakagíga. Aðrir hálendisvegir eru
lokaðir vegna snjóa og aurbleytu.
------♦-♦■♦-----
Réttindalaus
á stolnum bil
LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í
gær afskipti af réttindalausum öku-
manni er hafði einnig tekið bílinn
ófrjálsri hendi. Hafði ökumaðurinn
ekki aldur til að aka bifreið. Einnig
tók lögreglan á annan tug ökumanna
fyrir of hraðan akstur í gær.
------♦-♦♦------
Mikið um
árekstra
ÓVENJUMIKIÐ var um árekstra í
Reykjavík í gærdag en engin slys
urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar
var þetta óvenjumikið miðað við að
um miðvikudag var að ræða en það
gæti hafa spilað inn í að í dag er frí-
dagur hjá flestum.
heimilisbankinn
www.bi.is
áhyggjulausífríi
Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn
fzefcmfíK
tutiorytitonir IM 2000
®BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
S k í m a