Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Alþingi staðfestir stjórnskipunarlög um breytingar á kjördæmaskipan landsins STJORNSKIPUNARLÖG þau sem Alþingi íslendinga staðfesti í lok 124. löggjafarþings í gær marka upphafíð að nýrri kjördæmaskipan landsins og endurbótum á lögum um kosning- ar til Alþingis. í nýju stjórnskipunarlögunum er kveðið á um að kjördæmi landsins skulu fæst vera sex og flest sjö en eins og kunnugt er hefur landinu verið skipt í átta kjördæmi í samtals fjörutíu ár eða allt frá því að grund- vallarbreytingar voru gerðar á íslenskri kjör- dæmaskipan árið 1959. A þeim tíma hefur stjórnarskráin haft að geyma rækileg ákvæði um kjördæmamörk og úthlutun þingsæta en með nýju stjórnskipunarlögunum er almenna löggjafanum falið það hlutverk að draga mörk- in milli kjördæma og landskjörstjórn að auki heimilt að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni. Hin nýju stjórnskipunarlög sem nú hafa verið staðfest útheimta þannig ákveðnar lág- marksbreytingar á lögum um kosningar til Al- þingis og verða tillögur um slíkar breytingar væntanlega lagðar fram á næsta löggjafar- þingi. f drögum að frumvarpi tfl laga um breytingar á kosningalögunum, sem kynnt voru á 123. löggjafarþingi, er tillaga um að landinu verði skipt í sex kjördæmi; þrjú stór landsbyggðarkjördæmi og þrjú kjördæmi á suðvesturhomi landsins. Búist er við því að sú skip- an verði samþykkt nánast óbreytt á næsta þingi. Samkvæmt henni mun svokallað Norðvesturkjördæmi samanstanda af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, án Siglufjarðar. Svokallað Norðausturkjördæmi mun samanstanda af Norðurlandi eystra, Austurlandi og Siglufirði. Svokallað Suðurkjördæmi af Suður- landi og Suðumesjum. Svokallað Suðvesturkjördæmi af Reykjanesi án Suðumesja og að lokum er stefnt að því að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi; Reykjavík vestur og Reykjavík austur. Ágreiningur er reyndar um hvemig skipta beri Reykjavík í tvö kjördæmi þ.e. hvar draga eigi kjördæmamörkin en lauslega verður vikið að þeim deil- um síðar í þessari grein. Að því er fram kom í framsögu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, er hann mælti fyrir fram- varpi umræddra stjórnarskrár- breytinga í upphafí þingsins nú í sumar, fer því fjarri að nýskipan kjördæma hafi víðtæk áhrif á skipu- lag stjómsýslu og umdæmabundna þjónustu af hálfu hins opinbera úti um land. Hins vegar er ljóst að stjórnmálaflokkar og flestir þingmenn, alltént þeir sem hyggjast bjóða sig fram að fjóram árum liðnum, þurfa og em jafnvel þegar famir að velta því fyrir sér hvernig þeir geti lagað sig að breyttum að- stæðum. Þingmenn vinna bæði í fortíð og framtíð „Ég held að þingmenn fari fljótlega að huga að því að kynna sig í þeim hluta hins nýja kjör- dæmis sem þeir hafa ekki verið í áður; reyna að koma sér þar á framfæri og afla sér upplýs- inga um bæði staðhætti og viðhorf fólksins þar,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokks í Vestfjarðakjördæmi. Inntur eftir því hvort þeir þingmenn Fram- sóknarflokksins sem tflheyra sama kjördæm- inu, Norðvesturkjördæmi, eftir næstu kosning- ar, eigi eftir að vinna frekar saman á því kjör- tímabili sem nú er að hefjast, segist Kristinn telja að það muni ekki gerast í bráð. „Kannski þróast samvinnan í þá átt eftir því sem líður á kjörtímabflið, en það er ekkert sem mun gerast strax, held ég.“ Kristinn álítur sömuleiðis að þingmenn fari ekki að huga að stöðu sinni í hinu nýja kjördæmi, til dæmis hugsanlegu sæti á framboðslista flokksins, af neinni alvöru íyrr en líða tekur á kjörtímabilið. „Þá fara menn væntanlega að undirbúa flokkinn skipulagslega fyrir hin nýju kjördæmi og þingmenn um leið að fínna sér stöðu í breyttu kjördæmi og koma ár sinni þar sem best fyrir borð.“ Alþingismenn þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru almennt á því að þingmenn hljóti fljótlega að fara að kynna sér málefni nýrra svæða og tala til væntanlegra kjósenda en hitt komi svo síðar þ.e. samvinnan við önnur flokkssystkin hins nýja kjördæmis og vanga- veltur og síðan barátta um hugsanleg sæti á framboðslistum flokkanna. „Ég held að þing- menn séu ekki endflega famir að velta fyrir sér persónulegri stöðu sinni í hinum nýju kjör- dæmum heldur séu þeir fyrst og fremst farair að velta fyrir sér hlutum á borð við uppbygg- ingu kjördæmanna og málefni þeiiTa," segir Hjálmar Amason, þingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Hjálmar talar reyndar um, eins og fleiri, að Hagsmunir hinna nýju kjördæma knýja brátt dyra Stjórnskipunarlögin sem Alþingi staðfesti í gær marka upphafíð að afgerandi breytingum á kjördæmaskipan landsins. Arna Schram kann- aði hvaða áhrif þessar breytingar hafa á störf stjórnmálaflokka og þingmanna á næstu mánuðum eða misserum. Tillaga að nýrri kjördæmaskipan i_|f W— Núverandi I v~"\ kjördæmamörk Norðausturkjördæmi (Síglufjörður, Norðurland eystra og Austurland) 28.754 kjós., 9+1 þingm, >turkjördæmi (Vesturland, Vesttirðir og Norðuriand vestra án Siglufjarðar) 21.502 kíós., 9+1 þingm. Reykjavík v 39.517 kjós., 9+2 þingmenn Reykjavík a 39.516 kjós., 9+2 þingmenn Suðvesturkjördæmi (Reykjanes án Suðurnesja) 40.312 kjós., 9+2 þingm. ákveðið millibilsástand eigi eftir að skapast fram að næstu alþingiskosningum vegna þess- ara breytinga. „Já, það má segja að ákveðið millibilsástand verði við lýði, vegna þess að fyrir utan heildarhagsmuni, verða þingmenn að þjóna hagsmunum síns gamla kjördæmis en um leið fara hagsmunir hins nýja kjör- dæmis að knýja dyra,“ segir hann og útskýrir þetta millibilsástand ennfrekar með því að taka fram að þingmenn vinni þannig bæði í fortíð og í framtíð. Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi, talar á svipuðum nótum. „Fyrst og fremst mun maður náttúrlega sinna þing- mennsku fyrir landið allt og fyrir það kjör- dæmi sem maður var kosinn fyrir en smám saman hlýtur meiri áhersla að verða lögð á nýja kjördæmið,“ segir hann. Þeir elstu hætti þingmennsku I máli margra viðmælenda Morgunblaðsins kom fram að „eldri“ þingmenn, þ.e.a.s. þeir þingmenn sem hvað lengsta þingsetu hefðu að baki, myndu nota tækifærið og hætta þing- mennsku þegar kosið yrði eftir nýjum reglum í næstu alþingiskosningum. „Væntanlega hætta einhverjir þingmenn þegar þessu kjör- tímabili lýkur bara vegna kjördæmabreyting- anna. Þeir vilja ekki fara inn í ný kjördæmi og takast á við nýtt og breytt umhverfi. Sérstak- lega held ég að þetti eigi við um þá sem eiga langa þingsetu að baki,“ segir Siv Friðleifs- dóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs í Norður- landskjördæmi eystra, tekur í sama streng. „Mér þykir ekki ólíklegt að ein af afleiðingum kjördæmabreytinganna verði þær að allmarg- ir af eldri þingmönnunum hætti eftir þetta kjörtímabil. Þeir ósköp einfaldlega standi ekki í því að fara að baxa áfram í nýju og miklu stærra kjördæmi komnir kannski á seinni- hluta síns pólitíska lífaldurs," segir hann. Þingmenn landsbyggðarinnar, þ.e. þeir sem ætla að gefa kost á sér að nýju eftir fjögur ár, tala aðallega um það að þeir þurfi á næstunni að kynna sér málefni nýrra svæða í kjördæm- inu og funda með nýjum kjósendum en þing- menn af suðvesturhomi landsins standa frammi fyrir öðrum vanda. Þeirra kjördæmi, Reykjavíkur- eða Reykjaneskjördæmi, verður skipt upp í tvo hluta og þurfa þeir að ákveða hvorum hlutanum þeir ætla að fylgja. „Menn geta nánast valið hvoram hlutanum þeir vflja fylgja," segir Kristján Pálsson, þingmaður Sjáífstæðisflokks í Reykjaneskjördæmi. Sjálf- ur kveðst hann eini þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem býr á Suðurnesjum og því hafí alltaf legið fyrir að hann fari með þeim yfír í Suðurkjördæmið. „En það þýðir náttúrlega um leið að ég fer að velta fyrir mér hinu nýja kjördæmi, Suðurkjördæmi," segir hann. Líkur eru á því að það kjördæmi verði stærra en upphaflega var gert ráð fyrir þar sem íbúar Austur-Skaftafellssýslu hafa gefið í skyn að þeir vilji frekar fylgja Suðurkjördæmi en Norðausturkjördæmi. Óvissa um mörkin í Reykjavík Fyrir þingmönnum Reykvíkinga liggur einnig að ákveða hvorum hluta kjördæmisins þeir ætli að fylgja. Einstaka þingmenn virðast reyndar hafa gert upp hug sinn en aðrir segj- ast lítið hafa leitt hugann að þessum málum, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir enn sem komið er hvemig Reykjavík verður skipt. Samkvæmt drögum að framvarpi til laga um kosningar til Alþingis, sem áður var minnst á, og lögð vora til kynningar fram á Al- þingi í vetur er hins vegar gert ráð fyrir því að Reykjavík skiptist í Reykjavíkurkjördæmi austur annars vegar og Reykjavíkurkjördæmi vestur hins vegar. I drögunum er ekki kveðið nánar á um það hvar kjördæmamörkin eigi að liggja en miða skal við það að kjósendur í hvora kjördæmi um sig séu nokkurn veginn jafnmargir. Þannig verða kjördæmamörkin fljótandi ef svo má segja, þ.e. þau færast til eftir því sem íbúum fjölgar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að landskjörstjórn ákveði mörk kjördæma í Reykjavík í lok hvers árs og er tal- að um að mörkin verði fyrst í stað einhvers staðar í námunda við Grensásveginn þ.e. mið- að við þá hugmynd að Reykjavík skiptist í austur- og vesturkjördæmi. Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, er einn þeirra þingmanna Reykvíkinga sem þegar hefur gert upp hug sinn um það hvoram hlutanum hann ætli að fylgja. „Ég geri ráð fyrir því að Reykjavík verði sldpt í austur- og vesturkjördæmi og mun sækjast eftir fyrsta sæti framboðslista framsóknarmanna í síðarnefnda kjördæminu,“ segir hann. Samkvæmt öðrum heimildum Morgunblaðsins era allar líkur taldar á því að Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, sækist eftir fyrsta sæti framboðs- lista flokksins í austurkjördæmi Reykjavíkur. Hins vegar virðist algengara meðal þing- manna í Reykjavík að þeir hafi lítið sem ekk- ert velt vöngum yfir þessum kostum. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, segist til að mynda ekkert vera farinn að velta þessu fyrir sér og í sama streng tekur Ásta R. Jóhannes-. dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ástæðan, segir hún, er aðallega sú að ekki er endanlega búið að ganga frá því hvernig skiptingu Reykjavíkurkjördæmis skuli háttað. Eins og fyrr greindi fi'á er ágreiningur um hvernig skipta eigi Reykjavíkurkjördæmi í tvo hluta og ljóst að lausn þeirrar deilu fæst ekki fyrr en gengið hefur verið frá breytingum á lögum um kosningar tfl Alþingis. Að sögn forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, verða þau lög endur- skoðuð á næsta þingi en hann hefur að sögn boðið öllum þingflokkunum á Alþingi að koma að því starfi. Þær hugmyndir sem helst hafa verið nefndar varðandi skiptingu Reykja- víkur í tvö kjördæmi era annars vegar skipting borgarinnar í austur og vestur eins og áður var getið um, en hins vegar skipting hennar í norður ög suður, þar sem kjör- dæmamörkin lægju langsum yfir borgina. Kjördæmisráð sameinuð Að síðustu skal vikið að því hvern- ig stjórnmálaflokkar þeir sem eiga fulltrúa á Alþingi hyggjast bregð- ast við fækkun kjördæma úr átta í sex. I því sambandi bendir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, á að lands- fundur flokksins sem haldinn var í mars sl. hafi samþykkt að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða skipulag og reglur flokksins m.a. með tilliti til væntanlegra breyt- inga á kjördæmaskipan landsins og ber nefndinni að leggja fram tilllögur fyrir næsta landsfund sem væntanlega verður haldinn árið 2001. „Ég geri ráð fyrir því að nefndin verði skipuð í sumar og að þá muni hún hefja sitt verk,“ segir hann. Kjartan tekur fram að sá háttur sé hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum að í hverju kjör- dæmi sé kjördæmisráð sem beri ábyrgð á flokksstarfinu í viðkomandi kjördæmi. Ein- faldasta breytingin á skipulagi flokksins sé því sú að láta hvert kjördæmisráð ná yfír stærra svæði, þ.e. á þeim stöðum þar sem kjördæmi verða sameinuð. I Reykjavík sé þetta á hinn bóginn flóknara þar sem skipta eigi borginni, einu sveitarfélagi, í tvö kjör- dæmi fyrir alþingiskosningar. Þannig verði að taka mið að því að Reykjavík verði eitt kjördæmi í sveitarstjórnarkosningum en tvö kjördæmi í alþingiskosningum. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Egill Heiðar Gíslason, segir að innan flokks- ins séu menn aðeins farnir að velta því fyrir sér hvernig laga eigi skipulag flokksins að breyttri kjördæmaskipan en engin formleg vinna sé enn þá farin af stað í því augnamiði. „Menn eru auðvitað byrjaðir að velta þessu framtíðarskipulagi fyrir sér,“ segir hann, „en það liggur ekkert fyrir í þeim efnurn." Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir aðspurður að flokkurinn eigi að sjálfsögðu eftir að laga sig að breyttum aðstæðum en tekur jafnframt fram að flokkur- inn hafi hingað til vart fengist við nokkuð ann- að en framboðið til Alþingis í vor og þá auðvit- að farið eftir þágildandi kjördæmaskipan. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs, segir sömu- leiðis að sinn flokkur sé ekki farinn að skipu- leggja flokksstarfið út frá nýjum kjördæmum. Þessa dagana sé aðallega unnið að því að skipuleggja flokksstarfið almennt á grandvelli úrslita nýafstaðinna alþingiskosninga en að sjálfsögðu standi til að byggja upp flokksstarf í öllum kjördæmum landsins miðað við skipan nýrra kjördæma. Svipaða sögu er að segja af Samfylkingunni og hinum stjórnmálaöflunum sem buðu fram í fyrsta sinn til Alþingis í vor. Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur hefur lítið sem ekkert verið unnið að því að laga starfið að breyttri kjördæmaskipan enda sé næsta skref að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Sam- fylkinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.