Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 13 FRETTIR Menntun sjúkraflutningamanna SAMSTARFSAÐILARNIR undirrita áframhaldandi samning. Morgunblaðið/Jim Smart Samstarfssamningur framlengdur SJÚKRAHÚS ReykjaUkur, Slökkvilið Reykjavíkur, Rauði kross Islands og fagdeild Landssambands sjúkraflutningamanna hafa undirrit- að samstarfssamning sín á milli um áframhaldandi samstarf um mennt- unarmál sjúkraflutningamanna til ársins 2000. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossi Islands. Árið 1996 var settur á stofn skóli er annast skyldi menntun og fræðslu sjúkraflutningamanna. Að skólanum standa aðilar sem hafa mikla reynslu á sviði sjúkraflutninga, Sjúkrahús Reykjavfloir, Slökkvilið Reykjavikur, Rauði kross íslands og Landssam- band sjúkraflutningamanna. Mark- miðið með stofhun skólans var að leggja sterkari grunn að menntunar- málum sjúkraflutningamanna á ís- landi, hafa umsjón með og halda námskeið fyrir sjúkraflutningamenn og aðra sem tengjast sjúkraflutning- um á faglegan og árangursríkan hátt. Undanfarin þijú ár hefur starf- semi skólans farið vaxandi og fjöldi þátttakenda aukist. Á síðastliðnu skólaári voru haldin 20 námskeið og var fjöldi nemenda um 240. Nám- skeiðin eru haldin víða um land svo og í Reykjavík. í boði eru meðal ann- ars almennt sjúkraflutninganám- skeið, neyðarflutninganámskeið, meðferð, meðhöndlun og flutningur slasaðra og sérhæfð endurlífgun. Ný reglugerð um tóbaksvarnir á vinnustöðum Vinnuveitandi má takmarka reyking- ar á vinnustað í REGLUGERÐ heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um tó- baksvamir á vinnustöðum, sem gekk í gildi 15. júní síðastliðinn, er þrengt enn frekar að reykinga- mönnum og atvinnurekendum veitt umtalsvert vald varðandi takmark- anir á reykingum á vinnustað. Reykingum úthýst úr skólum Með reglugerðinni er reykingum nánast með öllu úthýst úr skólum frá leikskólastigi upp að framhalds- skólastigi og úr hvers kyns heil- brigðisstofnunum. Eina undanþág- an sem veitt er frá þessu reykinga- banni varðar sjúklinga, sem er heimilað að reykja „í sérstökum til- vikum í sérstöku vel loftræstu af- drepi“, eins og það er orðað í reglu- gerðinni. Starfsfólki heilbrigðis- stofnana er þó óheimilt að reykja í þessum afdrepum. í öðrum opin- berum stofnunum skulu forstöðu- menn, í samráði við starfsfólk, gera áætlun um bann við reykingum fyr- ir árslok árið 2000 og skal þá vera búið að takmarka reykingar við sérstök afdrep eða banna þær al- gerlega. Reglugerðin kveður einnig á um að reykingar séu með öllu óheimilar á svæðum innan stofnana og fyrir- tækja þar sem almenningur leitar eftir afgreiðslu eða þjónustu. í öðru atvinnuhúsnæði eru reykingar óheimilar í vinnurými, nema í þar til gerðu afdrepi, að uppfylltum þeim skilyrðum að loftræsting þar sé full- Athugasemd frá Flutningsjöfnunarsjóði VEGNA þeirrar athugasemdar Skeljungs hf. sem Morgunblað- ið birti í gær hefur Jón Og- mundur Þormóðsson, stjórnar- maður í Flutningsjöfnunarsjóði olíufélaga, sent Morgunblaðinu til birtingar tillögu þá sem sjóðurinn samþykkti 8. febrúar síðastliðinn, en þar koma fram viðhorf fjögurra af fimm stjórn- armönnum sjóðsins. Tillagan er svo hljóðandi: „Stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs dregur hér með til baka ákvörðun sína frá 9. nóvember 1998 á grundvelli erindis Skelj- ungs hf. I ákvörðuninni fólst að Krossanes við Akureyri yrði innflutningshöfn á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutning- ur á gasolíu væri kominn í tanka stöðvarinnar. Jafnframt var það ákveðið að sjóflutning- ur á gasolíu tæki mið af fram- angreindu og taxtar sjóflutn- inga á gasolíu miðist sem hing- að til við skemmstu flutnings- leið á sjó frá næstu innflutn- ingshöfn á gasolíu. Við töku ákvörðunarinnar var byggt á þeirri forsendu að innflutningur á heilum förmum yrði hafinn fyrir alvöru en ekki í slöttum úr förmum. Annað kom ekki fram á fundi sjóðs- stjórnar þótt sérstaklega væri spurst fyrir um það. Þegar Skeljungur hf. tilkynnti innlfutning 4. desember 1998 var tilkynnt að farmi hefði ver- ið landað. Ekki kom í ljós fyrr en við eftirgrennslan sjóðsins í janúar að á Akureyri var land- að einungis um 500 tonnum af gasolíu úr Kyndli hf. sem flutt getur rösk 2000 tonn, þ.e. um innflutning í mjög litlum mæli var að ræða. Skilyrðin fyrir því að Akureyri yrði innflutnings- höfn og um leið umskipunar- höfn hafa því ekki verið upp- fyllt og ekki liggur fyrir að úr því verði bætt á næstunni. Er ákvörðunin því afturkölluð vegna forsendubrests og þar með sá þáttur ákvörðunarinnar sem laut að breytingu á töxtum vegna sjóflutninga á gasolíu. Komi ný erindi um að stjórn sjóðsins lýsi einstakar hafnir innflutningshafnir verða þau er- indi tekin fyrir er þau berast.“ Verð gæti hækkað á einstökum stöðum Jón Ögmundur vill jafnframt skýra nánar fyrri ummæli sín um að verð til notenda hækki um nokkur prósent verði flutn- ingsjöfnunarsjóðurinn lagður niður. „Möguleiki er á hækkun á einstökum oh'uvörum á ein- stökum stöðum. Þetta byggi ég á ummælum fulltrúa Olíufé- lagsins hf. í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis vorið 1998. Þar nefndi hann Þórshöfn sem dæmi, þar sem verð á olí- um öðrum en bensíni mundi hækka um 1-2 krónur, en verð á bensíni um margar krónur. Aðspurður sagðist hann álíta að þetta færi út í verðlagið væri sjóðurinn lagður niður og að ol- íuverð til Þórshafnarbúa gæti hækkað um 10% en bensínverð um 3-10%. Þess má líka geta að hækkunin getur verið mismikil eftir stöðum og sums staðar getur hreinlega verið um lækk- un að ræða,“ sagði Jón Ög- mundur. Samræmd próf í 10. bekk Meðaleinkunnir skóla 1998 ..þar sem 11 nemendur eða tleiri tóku próf Nágrannasveitarfélög R< Hvaleyrarskóli Stærðfræði Meðal- einkunn Islenska Meðal- einkunn Enska Meðal- einkunn Danska Meðal- einkunn 5,62 5,23 5,38 5,34 Öldutúnsskóli 4,40 4,27 4,80 4,12 Lækjarskóli 4,68 4,92 5,13 4,67 Setbergsskóli 4,91 4,88 5,25 4,86 Víðistaðaskóli 5,21 5,34 5,21 5,16 Garðaskóli 5,94 5,55 5,41 5,41 Þinghólsskóli 4,46 5,02 5,30 4,98 Kópavogsskóli 5,87 5,26 6,16 6,19 Digranesskóli 4,75 4,71 5,06 4,67 Snælandsskóli 5,76 5,34 5,13 4,81 Hjallaskóli 4,64 4,80 5,08 5,10 Valhúsaskóli 5,26 5,89 5,43 5,50 Gagnfræðssk. í Mosfellsbæ 5,19 5,70 5,09 5,56 Meðaltal 5,20 5,20 5,20 5,10 Gmnnskólinn á Hvammstanga 5,23 4,23 4,62 4,77 Laugarbakkaskóli 4,36 - 4,73 - Húnavallaskóli 5,27 5,33 4,47 4,53 Gmnnskólinn á Blönduósi 4,44 4,69 4,81 4,75 Höfðaskóli 6,15 5,14 6,31 5,21 Gmnnskólinn á Sauðárkróki 5,15 5,24 4,59 4,85 Varmahlíðarskóli 5,88 5,81 5,25 5,47 Gmnnskóli Siglufjarðar 4,48 4,36 4,24 4,50 Meðaltal 5,10 5,00 4,80 4,80 Hvolsskóli 5,38 4,63 4,94 5,38 Gmnnskólinn Hellu 4,44 4,20 3,88 4,13 Laugalandsskóli Holtum 5,00 3,88 4,44 4,44 Sandvíkurskóli 5,13 4,52 5,03 5,29 Sólvallaskóli 5,09 5,05 4,11 4,77 Flúðaskóli 4,65 5,68 4,56 5,06 Reykholtsskóli 6,73 V 6,27 6,09 6,36 Gmnnskólinn í Hveragerði 5,23 4,17 4,60 4,23 Gmnnskólinn í Þorlákshöfn 5,67 4,72 4,83 5,06 Barnaskóli Vestmannaeyja 4,24 4,56 4,78 4,17 Hamraskóli 4,58 4,41 3,93 3,63 Meðaltal 4,90 4,70 4,50 4,60 Leiðrétting nægjandi og tóbaksreykur berist ekki til annarra svæða á vinnu- staðnum. Þá er starfsfólki heimilt að reykja í vinnurými sem það er eitt um og tengist öðni vinnurými einungis með lokuðum dyrum, auk þess sem reykja má í vinnurými sem deilt er með öðrum ef allir sem hlut eiga að máli reykja og eru samþykkir slíkri tilhögun. Auk þess að þrengja kost reyk- ingamanna með ofangreindum hætti veitir hin nýja reglugerð at- vinnurekendum vald til að tak- marka reykingar enn frekar á vinnustöðum sínum og mega þeir raunar banna reykingar með öllu á þeim stöðum þar sem sjálf reglu- gerðin heimilar reykingar í sérstök- um afdrepum. Nær þetta vald at- vinnurekenda bæði til þess húsnæð- is og þeirrar lóðar sem tilheyra vinnustaðnum. NOKKRAR misfærslur voru í töfiu yfir árangur í samræmdum prófum í tíunda bekk grunnskóla, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær. Ekki voru réttar tölur í einkunnum Set- bergsskóla. Þá voru ekki allir dálk- ar réttir í einkunnum á Norður- landi vestra og Suðurlandi. Þreytti sjúkrapró fið í Genf ÍSLENSK fjölskylda varð að breyta ferðatilhögun í sumar- fríi sínu á Ítalíu í byrjun mán- aðarins til þess að dóttirin, sem stundar nám í Mennta- skólanum í Reykjavík, kæm- ist í sjúkrapróf í enskum stíl. Fjölskyldufaðirinn, Sigurður Pétursson, ók samtals í átta klukkustundir frá sumarleyf- isstaðnum á Norður-Italíu til Genfar, þar sem stúlkan þreytti prófið hjá fastanefnd Islands í Genf, og að prófi loknu, aftur til baka. Hann segir að stjórnendur MR hafi sýnt ósveigjanleika í þessu máli sem hafi valdið sér og fjölskyldu sinni óhagræði og kostnaði. Átti á hættu að verða vísað úr skólanum Sigurður segir að dóttir sín hafi fengið meðaleinkunn upp á 6,70 á öðru ári í MR en hafi ekki náð tilskildri einkunn í enskum stíl. Henni var gefinn kostur á því að þreyta sjúkra- próf 4. júní, en fjölskyldan hélt til Italíu daginn áður í sumar- frí sem hafði verið skipulagt með löngum fyrirvara. Segir Sigurður að hefði hún alls ekki mætt í sjúkraprófið hefði hún átt á hættu að vera vísað úr skóla eða verið skikkuð til að taka annað árið upp á nýtt. Þótt hún hefði ekki náð tilskil- inni einkunn í sjúkraprófinu átti hún enn kost á því að taka prófið upp að hausti. „Ég talaði við konrektor skólans og spurði hvort hægt væri, í ljósi kringumstæðna, að færa prófið fram fyrír þann tíma sem við áætluðum að fara í sumarfrí. Hann sagði mér að við þessu væri ekki hægt að bregðast. Skólinn bauð upp á það að ég fyndi næsta sendiráð við sumarleyf- isstað okkar. Ég yrði að gjöra svo vel að koma henni þangað á prófdag og sjá til þess að ábyrgur aðili, sem skólinn gæti samþykkt, annaðist framkvæmd prófsins," sagði Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.