Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 15
AKUREYRI
Nýr Apple-tölvubúnaður í
Gagnfræðaskólann á Ólafsfírði
Talið fullkomnasta
tölvukerfí í íslensk-
um grunnsköla
GAGNFRÆÐASKÓLINN á Ólafs-
firði, Aco hf. í Reykjavík og Haf-
tækni hf. á Akureyri hafa gert með
sér samning um kaup/rekstrarleigu
til þriggja ára og þjónustu á Apple-
tölvubúnaði. Samningurinn felur í
sér að Aco selur Gagnfræðaskólan-
um tölvubúnað og Haftækni sér um
uppsetningu og þjónustu á tölvu-
kerfinu.
Samningurinn er upp á tæpar 4
milljónir króna en með þessari leið
getur skólinn skipt út tölvbúnaðin-
um eftir ákveðinn tíma og því alltaf
verið með nýjan búnað í notkun.
Tölvukerfið samanstendur af um 20
tölvum, prenturum og nettenging-
um og mun vera það fullkomnasta
sem íslenskur grunnskóli hefur sett
upp hingað til.
Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði
hefur undanfarin ár notað Apple
Macintosh-tölvur við kennslu og
hefur reynslan af því verið það góð
að skólinn hefur ákveðið að halda
því áfram.
Mikilvægt að geta
lært á íslensku
Ólafur William Hand, sölustjóri
Apple, sagði þetta tímamótasamn-
ing fyrir bæði Aco og Haftækni og
undir það tók Óskar Þór Sigur-
björnsson, skólastjóri GÓ. Ólafur
sagði að GÓ væri eini skólinn á
landinu sem uppfyllti þær kröfur
sem gerðar væru í þessum efnum,
þ.e. að nota búnað með íslensku við-
móti og hann vonaðist til að aðrir
skólar tækju hann til fyrirmyndar.
Enda væri það mjög mikilvægt fyr-
ir börnin að geta lært á tölvu á ís-
lensku.
Óskar Þór sagði að þegar ákveð-
ið hafi verið að skipta um búnað,
hafi Apple Macintosh ekki síst orð-
ið fyrir valinu vegna íslenska not-
endaviðmótsins. Þá hefur rekstrar-
kostnaður á Apple Mcintosh-tölvu-
kerfi skólans verið langt undir því
sem þekkist í Windows-kerfum.
Allur búnaðurinn með
íslensku viðmóti
Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði
kaupir einnig allan hugbúnað til
kennslu af Aco og Haftækni og er
hann allur með íslensku viðmóti.
Má þar nefna; Apple Works, sem
inniheldur ritvinnslu, tölvureikni og
gagnagrunn, Claris Works, sem er
samkonar hugbúnaður og Apple
Works en er sérstaklega hannaður
fyrir yngstu nemendurna, Clarins
Homepace, sem er heimasíðugerð-
ar-forrit og VirtualPC, hugbúnaður
sem gerir notendum mögulegt að
nota Windows-hugbúnað, t.d.
kennslubúnað frá Námsgagna-
stofnun.
Morgunblaðið/Kristján
FRÁ undirritun samningsins í húsnæði Haftækni, f.v. Þórir Jónsson, netsljóri GÓ, Ólafur William Hand, sölu-
stjóri Apple, Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri GÓ, og Sævar Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Haftækni.
Skipateikningar sýndar á Grenivík
í TILEFNI af aldarminningu
Gunnars Jónssonar skipasmíða-
meistara verður sýning á skipa-
teikningum eftir hann í félagsheim-
ilinu á Grenivík sunnudaginn 20.
júní frá kl. 14 til 18.
Gunnar Jónsson fæddist 1. apríl
1899 í Hléskógum í Höfðahverfi,
Grýtubakkahreppi. Foreldrar hans
voru Jón Þórarinsson búfræðingur
frá Litlu-Sigluvík á Svalbarðs-
strönd og Helga Kristjánsdóttir
húsmóðir frá Végeirsstöðum í
Fnjóskadal. Ólst hann upp með for-
eldrum sínum í Hvammi við Dýra-
fjörð fram yfn- fenningu og lærði
skipasmíðar í Reykjavík hjá Magn-
úsi Guðmundssyni á árunum 1916
til 1919. Starfaði síðan hjá Magnúsi
fram til ársins 1921.
Á árunum 1921 til 1923 vann
hann við smíðar og sjómennsku við
Dýrafjörð og skipasmíðar og skipa-
viðgerðir á Akureyri frá 1923 til
1939, að frátöldum tveimur árum
sem hann starfaði á Siglufirði.
Gunnar varð yfirsmiður á skipa-
smíðastöð KEA árið 1939 til starfs-
loka árið 1952. Smíðaði hann á
þriðja tug skipa yfir 12 smálestir
að stærð og er Snæfell þeirra
stærst, 166 smálestir, smíðað á ár-
unum 1940-1943. Snæfell var á
þeim tíma stærsta skip smíðað á
Islandi. Af stærri skipum Gunnars
má nefna Hilmi, sem var 87 smá-
lestir, og varðskipið Óðin, 73 smá-
lestir. Auk þess smíðaði hann
fjölda trillu- og snurpunótabáta.
Eftir Gunnar liggja fjölmargar
teikningar af bátum og skipum
sem hann smíðaði.
Á sýningunni á Grenivík verða
einnig til sýnis líkön af Snæfelli og
varðskipinu Óðni ásamt teikningum
eftir son hans, Tryggva Gunnars-
son, skipasmið, sem tók við starfi
föður síns hjá skipasmíðastöð KEA.
Minjasafnið opnað á ný
eftir miklar breytingar
Morgunblaðið/Kristján
RÓSA Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson kynna
söngvökurnar í Minjasafnskirkjunni.
Söngvökur í
Minj asafnskirkj unni
SÖNGVAKA verður haldin í
Minjasafnskirkjunni á Akur-
eyri tvö kvöld í viku í júlí og
ágúst í sumar, eins og undan-
farin ár. Það eru Rósa Kristín
Baldursdóttir og Hjörleifur
Hjartarson úr Tjarnarkvar-
tettinum sem syngja og leika,
og kynna um leið söguna.
„Hugmyndin að baki söngvök-
unum er að kynna íslenska
tónlistarsögu, sem er fyrst og
fremst söngsaga," sagði Rósa
Kristín í vikunni þegar þau
Hjörleifur tóku lagið í kynn-
ingarskyni fyrir blaðamenn og
fleiri kirkjugesti.
Þetta er sjötta sumarið sem
boðið er upp á söngvöku af
þessu tagi. „Svona dagskrá er
einsdæmi. Hún varð til hér og
er hvergi annars staðar til,“
sagði Rósa. Sýnishornin sem
þau bjóða upp á eru ekki alltaf
þau sömu en I þessari sögu-
legu söngferð, sem þau kalla
svo, er komið víða við. Nefna
rná dróttkvæði, veraldleg þjóð-
lög og danskvæði, trúarlegan
söng úr kaþólskum og lúth-
erskum við, tvísöng, rímnalög
- stemmur og söngva frá nítj-
ándu og tuttugustu öld.
Söngvökurnar verða á
þriðjudags- og fimmtudags-
kvöldum, kl. 21 til 22, og þá
daga verður Minjasafnið opið
til kl. 22.
MINJASAFNIÐ á Akureyri verður
opnað almenningi á ný eftir gagn-
gerar endurbætur á sunnudaginn
kemur, 20. júní, kl. 11, með tveimur
sýningum. Sú fyrri ber heitið Eyja-
fjörður frá öndverðu en eins og
nafnið ber með sér verður þar rakin
saga byggðar í Eyjafirði allt frá
landnámsöld. Gersemar er heiti
hinnar sýningarinnar, en þar eru til
sýnis fornir kirkjugripir úr Eyja-
firði í vörslu Þjóðminjasafns Is-
lands. Sýningarnar eru opnar frá kl.
11-17 alla daga vikunnar í sumar.
Safninu var lokað í september
1997 og var þá hafist handa við að
taka niður sýningar sem þar höfðu
staðið að mestu óbreyttar frá árinu
1978. Ráðist var í að endurskrá
muni, mæla þá og ljósmynda, og
jafnframt færa skráninguna í nú-
tímalegt horf. Jafnframt var hafist
handa við gagngerar endurbætur á
húsakynnum safnsins. Aðal sýning-
arrýmið er á tveimur hæðum og er
endurbótum á efri hæð nú að fullu
lokið, auk þess sem aðkeyrslan að
safninu hefur verið endurnýjuð.
Sagt frá landnámi
Eyjafjarðar
Á sýningunni Eyjafjörður frá
öndverðu er m.a. sagt frá landnámi
Eyjafjarðar og sjónum beint að
landnámsbýlinu Granastöðum í
Eyjafjarðardal. Fjallað er um mið-
aldaverslun í Eyjafirði og er hinn
forni verslunarstaður Gásir í aðal-
hlutverki. Athyglinni er beint að
helstu út- og innflutningsvörum og
daglegu lífi á Gásum þegar staður-
inn stóð í blóma. Ennfremur er
stiklað á stóru í sögu kristni í hér-
aðinu og raunar á landinu öllu. Þá
er saga klaustursins að Munka-
þverá rakin og áhersla lögð á
Hrafnagil sem prestsetur í lúth-
erskum sið. Meðal margra stór-
merkra sýningargripa má nefna
endurgert bátskuml sem fannst á
Dalvík í byrjun aldarinnar.
Á sýningunni verður kynnt stórt
og nýstárlegt líkan af Eyjafirði sem
Minjasafnið hefur látið smíða með
tilstyrk Landsvirkjunai-. Líkanið
geymir helstu sögustaði í Eyjafirði
og geta gestir safnsins ýtt á hnapp
og þannig valið sér þann stað sem
þeir vilja fræðast um. Þá uppljóm-
ast staðurinn og jafnframt er hægt
að lesa sér til um margvíslegan
fróðleik um hann.
I tveimur stofum á efri hæð
safnsins er gestum boðið að skoða
sýninguna Gersemar. Þar verða til
sýnis elstu kirkjugripir úr Eyja-
fjarðarprófastsdæmi, þar á meðal
ýmsar þjóðargersemar sem ekki
hafa verið sýndar heima í héraði
áður. Allir gripimir á sýningunni
koma frá Þjóðminjasafni Islands og
er sýningin sett upp í samvinnu við
það. I annarri stofunni er eingöngu
sýndir munir sem tengjast Grund í
Eyjafirði. Meðal merkustu sýning-
argripa þar má nefna Grundarka-
leik og Grundarstól Þórunnar Jóns-
dóttur. I hinni stofunni verða sýnd-
ir ýmsir munir frá öðrum kirkju-
stöðum í héraðinu. Þai’ má m.a.
nefna skurðmyndir og líkneski,
róðukross frá Saurbæ og gamalt
altarisklæði frá Svalbarði. Sýning-
unni lýkur í haust en hún er sett
upp í tilefni af 1000 ára afmæli
kristni á Islandi.
Minjasafnið á Akureyri er opið
alla daga vikunnar í sumar kl.
11-17 og einnig á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum í júlí og ágúst
frá kl. 20-23. Frá 16. september í
haust verður safnið síðan opið kl.
14-16 á sunnudögum en aðra daga
eftir samkomulagi.
Fjölbreytt
dagskrá
17. júní
DAGSKRÁ hátíðahaldanna á
Akureyri í dag, 17. júní, hefst á
Hamarkotsklöppum kl. 11 með
hugvekju sr. Gunnlaugs Garð-
arssonar og söng Kórs Glerár-
kirkju undir stjórn Hjartar
Steinbergssonar. Að lokinni
fánaathöfn flytur Sigurður J.
Sigurðsson, forseti bæjar-
stjórnar, hátíðarávarp.
Kl. 12.30 verður safnast
saman við Oddeyrarskála, hús-
næði Eimskips, þar sem boðið
verður upp á andlitsmálningu
fyrir börn og trúðar og fleiri
góðir gestir munu skapa réttu
stemmninguna. Frá Oddeyrar-
skála verður lagt af stað kl.
13.45 í skrúðgöngu undir
karnivaltónlist upp í miðbæ.
Skemmtun á
Ráðhústorgi
Á Ráðhústorgi verður boðið
upp á skemmtidagskrá kl. 14,
sem hefst með ávarpi Kristjáns
Þórs Júlíussonar bæjarstjóra
og ræðu nýstúdents. Þar verð-
ur sögustund bamanna og
Hundur í óskilum flytur tónlist.
Hadda Hreiðarsdóttir flytur
ávarp fjallkonunnar, Ema
Hrönn Olafsdóttir flytur bama-
söngva og Tríó Valmars og
Jans leikur. Hljómsveitakeppni
Frostrásarinnar og Flugfélags
íslands hefst svo kl. 16.
í kvöld kl. 20.30 hefst dag-
skráin að nýju á Ráðhústorgi,
með úrslitum í hljómsveita-
keppninni. Einnig koma fram
Hundur í óskilum, Jón Gnarr,
Tríó Valmars og Jans og
hljómsveitin Sóldögg, sem leik-
ur til kl. 1.
Bílaklúbbur Akureyrar er
með árlega bílasýningu sína við
Oddeyrarskólann og er hún op-
in frá kl. 10-18. Þar fer einnig
fram reiðhjólakeppni kl. 13 og
græjukeppni kl. 14. Kl. 19.30
verður svo hóprúntur frá Olís.