Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 15 AKUREYRI Nýr Apple-tölvubúnaður í Gagnfræðaskólann á Ólafsfírði Talið fullkomnasta tölvukerfí í íslensk- um grunnsköla GAGNFRÆÐASKÓLINN á Ólafs- firði, Aco hf. í Reykjavík og Haf- tækni hf. á Akureyri hafa gert með sér samning um kaup/rekstrarleigu til þriggja ára og þjónustu á Apple- tölvubúnaði. Samningurinn felur í sér að Aco selur Gagnfræðaskólan- um tölvubúnað og Haftækni sér um uppsetningu og þjónustu á tölvu- kerfinu. Samningurinn er upp á tæpar 4 milljónir króna en með þessari leið getur skólinn skipt út tölvbúnaðin- um eftir ákveðinn tíma og því alltaf verið með nýjan búnað í notkun. Tölvukerfið samanstendur af um 20 tölvum, prenturum og nettenging- um og mun vera það fullkomnasta sem íslenskur grunnskóli hefur sett upp hingað til. Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði hefur undanfarin ár notað Apple Macintosh-tölvur við kennslu og hefur reynslan af því verið það góð að skólinn hefur ákveðið að halda því áfram. Mikilvægt að geta lært á íslensku Ólafur William Hand, sölustjóri Apple, sagði þetta tímamótasamn- ing fyrir bæði Aco og Haftækni og undir það tók Óskar Þór Sigur- björnsson, skólastjóri GÓ. Ólafur sagði að GÓ væri eini skólinn á landinu sem uppfyllti þær kröfur sem gerðar væru í þessum efnum, þ.e. að nota búnað með íslensku við- móti og hann vonaðist til að aðrir skólar tækju hann til fyrirmyndar. Enda væri það mjög mikilvægt fyr- ir börnin að geta lært á tölvu á ís- lensku. Óskar Þór sagði að þegar ákveð- ið hafi verið að skipta um búnað, hafi Apple Macintosh ekki síst orð- ið fyrir valinu vegna íslenska not- endaviðmótsins. Þá hefur rekstrar- kostnaður á Apple Mcintosh-tölvu- kerfi skólans verið langt undir því sem þekkist í Windows-kerfum. Allur búnaðurinn með íslensku viðmóti Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði kaupir einnig allan hugbúnað til kennslu af Aco og Haftækni og er hann allur með íslensku viðmóti. Má þar nefna; Apple Works, sem inniheldur ritvinnslu, tölvureikni og gagnagrunn, Claris Works, sem er samkonar hugbúnaður og Apple Works en er sérstaklega hannaður fyrir yngstu nemendurna, Clarins Homepace, sem er heimasíðugerð- ar-forrit og VirtualPC, hugbúnaður sem gerir notendum mögulegt að nota Windows-hugbúnað, t.d. kennslubúnað frá Námsgagna- stofnun. Morgunblaðið/Kristján FRÁ undirritun samningsins í húsnæði Haftækni, f.v. Þórir Jónsson, netsljóri GÓ, Ólafur William Hand, sölu- stjóri Apple, Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri GÓ, og Sævar Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Haftækni. Skipateikningar sýndar á Grenivík í TILEFNI af aldarminningu Gunnars Jónssonar skipasmíða- meistara verður sýning á skipa- teikningum eftir hann í félagsheim- ilinu á Grenivík sunnudaginn 20. júní frá kl. 14 til 18. Gunnar Jónsson fæddist 1. apríl 1899 í Hléskógum í Höfðahverfi, Grýtubakkahreppi. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson búfræðingur frá Litlu-Sigluvík á Svalbarðs- strönd og Helga Kristjánsdóttir húsmóðir frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Ólst hann upp með for- eldrum sínum í Hvammi við Dýra- fjörð fram yfn- fenningu og lærði skipasmíðar í Reykjavík hjá Magn- úsi Guðmundssyni á árunum 1916 til 1919. Starfaði síðan hjá Magnúsi fram til ársins 1921. Á árunum 1921 til 1923 vann hann við smíðar og sjómennsku við Dýrafjörð og skipasmíðar og skipa- viðgerðir á Akureyri frá 1923 til 1939, að frátöldum tveimur árum sem hann starfaði á Siglufirði. Gunnar varð yfirsmiður á skipa- smíðastöð KEA árið 1939 til starfs- loka árið 1952. Smíðaði hann á þriðja tug skipa yfir 12 smálestir að stærð og er Snæfell þeirra stærst, 166 smálestir, smíðað á ár- unum 1940-1943. Snæfell var á þeim tíma stærsta skip smíðað á Islandi. Af stærri skipum Gunnars má nefna Hilmi, sem var 87 smá- lestir, og varðskipið Óðin, 73 smá- lestir. Auk þess smíðaði hann fjölda trillu- og snurpunótabáta. Eftir Gunnar liggja fjölmargar teikningar af bátum og skipum sem hann smíðaði. Á sýningunni á Grenivík verða einnig til sýnis líkön af Snæfelli og varðskipinu Óðni ásamt teikningum eftir son hans, Tryggva Gunnars- son, skipasmið, sem tók við starfi föður síns hjá skipasmíðastöð KEA. Minjasafnið opnað á ný eftir miklar breytingar Morgunblaðið/Kristján RÓSA Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson kynna söngvökurnar í Minjasafnskirkjunni. Söngvökur í Minj asafnskirkj unni SÖNGVAKA verður haldin í Minjasafnskirkjunni á Akur- eyri tvö kvöld í viku í júlí og ágúst í sumar, eins og undan- farin ár. Það eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson úr Tjarnarkvar- tettinum sem syngja og leika, og kynna um leið söguna. „Hugmyndin að baki söngvök- unum er að kynna íslenska tónlistarsögu, sem er fyrst og fremst söngsaga," sagði Rósa Kristín í vikunni þegar þau Hjörleifur tóku lagið í kynn- ingarskyni fyrir blaðamenn og fleiri kirkjugesti. Þetta er sjötta sumarið sem boðið er upp á söngvöku af þessu tagi. „Svona dagskrá er einsdæmi. Hún varð til hér og er hvergi annars staðar til,“ sagði Rósa. Sýnishornin sem þau bjóða upp á eru ekki alltaf þau sömu en I þessari sögu- legu söngferð, sem þau kalla svo, er komið víða við. Nefna rná dróttkvæði, veraldleg þjóð- lög og danskvæði, trúarlegan söng úr kaþólskum og lúth- erskum við, tvísöng, rímnalög - stemmur og söngva frá nítj- ándu og tuttugustu öld. Söngvökurnar verða á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum, kl. 21 til 22, og þá daga verður Minjasafnið opið til kl. 22. MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opnað almenningi á ný eftir gagn- gerar endurbætur á sunnudaginn kemur, 20. júní, kl. 11, með tveimur sýningum. Sú fyrri ber heitið Eyja- fjörður frá öndverðu en eins og nafnið ber með sér verður þar rakin saga byggðar í Eyjafirði allt frá landnámsöld. Gersemar er heiti hinnar sýningarinnar, en þar eru til sýnis fornir kirkjugripir úr Eyja- firði í vörslu Þjóðminjasafns Is- lands. Sýningarnar eru opnar frá kl. 11-17 alla daga vikunnar í sumar. Safninu var lokað í september 1997 og var þá hafist handa við að taka niður sýningar sem þar höfðu staðið að mestu óbreyttar frá árinu 1978. Ráðist var í að endurskrá muni, mæla þá og ljósmynda, og jafnframt færa skráninguna í nú- tímalegt horf. Jafnframt var hafist handa við gagngerar endurbætur á húsakynnum safnsins. Aðal sýning- arrýmið er á tveimur hæðum og er endurbótum á efri hæð nú að fullu lokið, auk þess sem aðkeyrslan að safninu hefur verið endurnýjuð. Sagt frá landnámi Eyjafjarðar Á sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu er m.a. sagt frá landnámi Eyjafjarðar og sjónum beint að landnámsbýlinu Granastöðum í Eyjafjarðardal. Fjallað er um mið- aldaverslun í Eyjafirði og er hinn forni verslunarstaður Gásir í aðal- hlutverki. Athyglinni er beint að helstu út- og innflutningsvörum og daglegu lífi á Gásum þegar staður- inn stóð í blóma. Ennfremur er stiklað á stóru í sögu kristni í hér- aðinu og raunar á landinu öllu. Þá er saga klaustursins að Munka- þverá rakin og áhersla lögð á Hrafnagil sem prestsetur í lúth- erskum sið. Meðal margra stór- merkra sýningargripa má nefna endurgert bátskuml sem fannst á Dalvík í byrjun aldarinnar. Á sýningunni verður kynnt stórt og nýstárlegt líkan af Eyjafirði sem Minjasafnið hefur látið smíða með tilstyrk Landsvirkjunai-. Líkanið geymir helstu sögustaði í Eyjafirði og geta gestir safnsins ýtt á hnapp og þannig valið sér þann stað sem þeir vilja fræðast um. Þá uppljóm- ast staðurinn og jafnframt er hægt að lesa sér til um margvíslegan fróðleik um hann. I tveimur stofum á efri hæð safnsins er gestum boðið að skoða sýninguna Gersemar. Þar verða til sýnis elstu kirkjugripir úr Eyja- fjarðarprófastsdæmi, þar á meðal ýmsar þjóðargersemar sem ekki hafa verið sýndar heima í héraði áður. Allir gripimir á sýningunni koma frá Þjóðminjasafni Islands og er sýningin sett upp í samvinnu við það. I annarri stofunni er eingöngu sýndir munir sem tengjast Grund í Eyjafirði. Meðal merkustu sýning- argripa þar má nefna Grundarka- leik og Grundarstól Þórunnar Jóns- dóttur. I hinni stofunni verða sýnd- ir ýmsir munir frá öðrum kirkju- stöðum í héraðinu. Þai’ má m.a. nefna skurðmyndir og líkneski, róðukross frá Saurbæ og gamalt altarisklæði frá Svalbarði. Sýning- unni lýkur í haust en hún er sett upp í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á Islandi. Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga vikunnar í sumar kl. 11-17 og einnig á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í júlí og ágúst frá kl. 20-23. Frá 16. september í haust verður safnið síðan opið kl. 14-16 á sunnudögum en aðra daga eftir samkomulagi. Fjölbreytt dagskrá 17. júní DAGSKRÁ hátíðahaldanna á Akureyri í dag, 17. júní, hefst á Hamarkotsklöppum kl. 11 með hugvekju sr. Gunnlaugs Garð- arssonar og söng Kórs Glerár- kirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Að lokinni fánaathöfn flytur Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar, hátíðarávarp. Kl. 12.30 verður safnast saman við Oddeyrarskála, hús- næði Eimskips, þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir börn og trúðar og fleiri góðir gestir munu skapa réttu stemmninguna. Frá Oddeyrar- skála verður lagt af stað kl. 13.45 í skrúðgöngu undir karnivaltónlist upp í miðbæ. Skemmtun á Ráðhústorgi Á Ráðhústorgi verður boðið upp á skemmtidagskrá kl. 14, sem hefst með ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra og ræðu nýstúdents. Þar verð- ur sögustund bamanna og Hundur í óskilum flytur tónlist. Hadda Hreiðarsdóttir flytur ávarp fjallkonunnar, Ema Hrönn Olafsdóttir flytur bama- söngva og Tríó Valmars og Jans leikur. Hljómsveitakeppni Frostrásarinnar og Flugfélags íslands hefst svo kl. 16. í kvöld kl. 20.30 hefst dag- skráin að nýju á Ráðhústorgi, með úrslitum í hljómsveita- keppninni. Einnig koma fram Hundur í óskilum, Jón Gnarr, Tríó Valmars og Jans og hljómsveitin Sóldögg, sem leik- ur til kl. 1. Bílaklúbbur Akureyrar er með árlega bílasýningu sína við Oddeyrarskólann og er hún op- in frá kl. 10-18. Þar fer einnig fram reiðhjólakeppni kl. 13 og græjukeppni kl. 14. Kl. 19.30 verður svo hóprúntur frá Olís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.