Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Iðnaðarsafnið á Akureyri eins árs IÐNAÐARSAFNIÐ á Akureyri var opnað 17. júní í fyrra og verður því eins árs í dag. Frá opnun þess hafa margir orðið til að efla safnið með ýmsum hætti, að sögn Jóns Arnþórs- sonar, umsjónarmanns. Þegar það var opnað voru kynntar þar 20 iðn- greinar og 30 fyrirtæki þeim tengd, en síðan hafa fimm iðngreinar bæst við og 10 fyrirtæki. Að auki eru nokkur í undir- búningi. Að sögn Jóns hafa fjölmargir sýnt velvilja í verki með gjöfum á myndum, myndböndum og bókum sem tengjast starfsfólki, vélum og verksmiðjum. I fréttatil- kynningu frá safninu eru taldir upp þeir sem hafa látið eitthvað slíkt af hendi rakna. Þeir eru eftirtaldir; frá Reykja- vík: Asgeir Asgeirsspn fyrir hönd Iðnsögu ís- lendinga, Haraldur Sumarliðason vegna Samtaka Iðnaðarins, Hermann Þorsteinsson vegna SÍS og Jóhann Briem vegna Myndbæjar hf. Einnig Jóhann Tr. Sigurðsson í Hveragerði og á Akur- eyri eftirtaldir: Amtsbókasafnið, Ás- grímur Ágústsson, Birgir Steinþórs- son, Bjöm Sigmundsson, Dóra Gunn- arsdóttir, Guðmundur Armann Sig- urjónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreiðar Jónsson, Jóhann Ingimars- son, Jón Kristinsson, Rammagerðin, Reynir Sveinsson, Sigurvin Jónsson og Þorsteinn Davíðsson. Safninu hafa einnig borist ýmis handverkfæri, vélar og sýnishorn úr framleiðslu frá Kristjáni Ólafssyni og Ottó Jakobssyni, sem báðir eru á Dalvík, Mjólkursamlagi KHB á Egilsstöðum, Gerði Pálsdóttur og Ásthildi Sigurðardóttur í Eyjafjarð- arsveit, Valþóri Þorgeirssyni á Norðfirði, Kristjáni Kjartanssyni á Svalbarðsströnd og eftirtöldum aðil- um á Akureyri: Agnai-i Tómassyni, Ásgrími Ágústssyni, Ásmundi Guð- jónssyni, Boga Péturssyni, Eðvarði Jónssyni, Frímanni Haukssyni, Guð- björgu Valdemarsdóttur, Guðjóni S. Björnssyni, Gunnari Helgasyni, Helga Jóhannessyni, Ingibjörgu Sig- urjónsdóttur, Jóni Friðbjömssyni, Kristni Amþórssyni, Kristni Bergs- syni, Magnúsi Jónssyni, Minjasafn- inu, Punktinum, Sigurgeiri Arn- Morgunblaðið/Kristj án JÓN Arnþórsson, umsjdnarmaður Iðnaðar- safnsins, við elstu vél safnsins. Þetta er fyrsta hraðpressa sinnar tegundar á íslandi, frá 1901, og var hún upphafið að POB, Prentverki Odds Björnssonar. grímssyni, Stefáni Sigurðssyni, Strýtu, Sæmundi Hrólfssyni, Út- gerðarfélagi Akureyringa, Þorsteini Arnórssyni, Þorsteini Davíðssyni, Þorsteini Kjartanssyni og Þorvaldi Jónssyni. „Af framangreindu má ljóst vera að Iðnaðarsafnið snertir streng í brjóstum margra,“ segir í frétt frá safninu. ,jHlt hefir þetta orðið til þess að fylla enn frekar inn í mynd- ina af hinum fjölbreytta iðnaði lið- innar tíðar. Og það er líka mikilvægt með tilliti til þess, að kennarar í grunnskólum bæjarins koma í vax- andi mæli með nemendur sína til kynningar og fræðslu.“ Á næstunni bætist við fjöldi mynda frá Minjasafninu sem sýna fólk að störfum við vélarnar og spanna tímabilið frá 1940 til 1970. Iðnaðarsafnið er opið alla daga frá kl. 14 til 18 nema mánudaga, en þá er lokað. Morgunblaðið/Kristj án Myndljóð um hiís í Svartfugli SÝNING á málverkum Gunnars R. Bjarnasonar verður opnuð í dag í Galleríi Svartfugli á Akureyri. Á sýningunni eru íslensku sjávarþorp- in Gunnari hugleikið myndefni þar sem hann kallar fram mismunandi stemmningar á stílfærðan og oft Ijóðræðan hátt, að því er segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni eru um 35 pastelmyndir allar málaðar á þessu ári, og nefnir hann sýninguna Myndljóð um hús. Gunnar nam leikmyndahönnun og leiktjaldamálum við Þjóðleikhúsið 1953-56 og sótti jafnframt námskeið hjá Handíða- og myndlistaskóla ís- lands. Hann stundaði nám við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1957- 58 og hefur síðan farið námsferðir til Englands, Danmerkur, Noregs, Sví- þjóðar, Tékkóslóvakíu og Póllands. Gunnar starfaði sem leikmynda- og búningahönnuður við Þjóðleik- húsið 1958-74. Þá hóf hann rekstur eigin vinnustofu þar sem hann vann að myndlist, leikmyndahönnun og margskonar annarri hönnunarvinnu. Á ferli sínum hefur hann meðal ann- ars hannað yfir 90 leikmyndh' fyrir Þjóðleikhúsið og önnur leikhús, einnig iðnsýningar, landbúnaðarsýn- ingai- og ýmsar sérsýningar innan- lands jafn sem utan. Árið 1988 kom Gunnar aftur til starfa hjá Þjóðleik- húsinu og hefur nú umsjón með leik- myndagerð þess. Gunnar hefur hlotið margskonar viðurkenningar, meðal annars styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, styrk frá ITI, alþjóðasamtökum leik- hússfólks, starfslaun listamanna og viðurkenningu fyrir hönnun sýninga og sýningarbása. Sýningin hefst kl. 15 í dag og henni lýkur sunnudaginn 4. júlí. Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Húsið Nyborg í Grímsey rifíð Grímsey. Morgnnblaðið. NÝBORG, hús sem stóð á bakkanum fyrir ofan höfnina í Grímsey, var rifið á dögunum en það hefur staðið autt síðustu ár. Áður en Nýborg fór í eyði bjó ekkja í húsinu í um 3 ár, sem varla mátti kallast manna- bústaður. Kjallari Nýborgar Mörg ung hjón hófu þar búskap Morgunblaðið/Margit Elva hafði staðið hér frá ómunatíð en byggt var ofan á hann upp úr 1950. Nýborg var fyrst notuð sem verbúð og var í eigu sfldar- stöðvarinnar Norðurbyggðar en eftir að sfldin hvarf um 1960 fór húsið í einkaeign og var leigt út. Mörg ung hjón hófu búskap sinn í Nýborg. Nauðsynlegt þótti að rífa Nýborg, Grímseyingum til mikillar ánægju því húsið gat verið hættulegt börnum og ekki spillti fyrir að fá enn betra og fallegra útsýni yfir höfnina. Skólahátíð MA STÚDENTAR verða brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri í dag, að vanda, og hefst athöfnin kl. 10 í íþróttahöllinni. Stúdentsefnin ganga fylktu liði í salinn, Skólameist- ari, Tryggvi Gíslason, flytur því næst ræðu og fulltrúar afmælisárganga, gamlir stúdentar MA, ávarpa sam- komuna. Að því loknu verða braut- skráðir nýstúdentar, tæplega 120 talsins. Fulltrúi nýstúdenta ávarpar samkomuna og athöfninni lýkur á því að skólasöngurinn er sunginn. Myndataka er í Stefánslundi strax að loknum skólaslitum. Gestir á skólaslitum eru að jafnaði um og yfir 1.000 talsins. Klukkan 15.00 til 17.00 verður opið hús í Menntaskólanum á Akureyri. Þangað er boðið öllum nemendum skólans að fornu og nýju, vinum þeirra og vandamönnum og öðrum velunnurum skólans. Þar er jafnan fjölmenni, gestir ganga um húsin, hittast, rifja upp gömul kynni og minningar. Kaffiveitingar verða á hlaðborði á Sal skólans á Hólum. Bókasafnið verður opið og sýnd verða dæmi um námsverkefni nem- enda. Gestir á Opnu húsi 17. júní hafa hin síðustu ár verið á bilinu 400-800. Hátíðarveisla nýstúdenta verður í Iþróttahöllinni í kvöld, þar sem á átt- unda hundrað manna njóta þrírétt- aðs hátíðarkvöldverðar á vegum Bautans, nýstýdentar, fjölskyldur þeirra og gestir og kennarar og starfsfólk skólans. Nýstúdentar munu syngja saman og fara með skemmtiatriði. Um miðnætti halda nýstúdentar í stutta ferð niður í mið- bæ Akureyrar og marséra um stræti og torg en koma síðan til baka og dansa fram á bjarta nótt við leik tveggja hljómsveita, Stuðmanna og 200.000 naglbíta. Tveir þriggja nagl- bítanna eru nýstúdentar en sá þriðji eins árs stúdent úr MA. Þór og Mitre í samstarf ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór og Mitre hafa undirritað samstarfs- samning til fjögurra ára, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Vegna mistaka birtist ekki mynd af undirskrift samningins og birtist hún því hér með. Svala Stefánsdóttir formaður Þórs og Valdimar Magnússon frá Mitre (Hoffelli) undirrituðu samstarfs- samninginn. Fyrir aftan þau standa í nýju búningunum, f.v. Elmar Eirfksson, Páll Þorgeir Pálsson, Hlynur Halldórsson og Jónína og Andri Ásgrímsbörn. Morgunblaðið/Kristján Gengið á Kerlingu FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir gönguferð á Kerl- ingu í Svarfaðardal laugardag- inn 19. júní. Gengið verður frá Þverá í Skíðadal. Mjög gott útsýni er yfir Svarfaðardalinn af Kerlingu, sem er í um 1200 metra hæð. Fararstjóri í ferðinni verður Árni Þorgilsson. Skráning í gönguna fer fram á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar. Skrifstofan er op- in frá kl. 16-19 og síminn er 462-2720. Kaffísala í Glerárkirkju ÁRLEG kaffisala kvenfélagsins Baldursbrár verður haldin í safnaðarsal Glerárkirkju í dag kl. 15 til 17. Þar verður sýning á munum sem konur í félaginu hafa unnið. Einnig syngur Ellý Hreinsdóttir með undirleik Dórótheu Dagnýjar Tómas- dóttur. í tilefni 80 ára afmælis félagsins 8. júní sl. var ákveðið að allur ágóðu kaffisölunnar renni í minningarsjóð Judithar Sveinsdóttur, en hann hefur það að markmiði að kaupa steinda glugga í Glerárkirkju. List á staðnum STEINGRÍMUR St. Th. Sig- urðsson, listmálari, verðui- í París í göngugötunni á Akur- eyri frá kl. 9 til 21 í dag og teiknar skyndimyndir af fólki sem þess óskar. „Þetta verður raunverulega 94. sýningin mín,“ sagði Steingn'mur í gær. „Eg kalla þetta list á staðnum; ég er svona fimmtán til tuttugu mínútur með hverja mynd, jafnvel fljótari,“ sagði list- málarinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.