Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Kristján Ragnarsson hættir sem framkvæmdastjóri LÍÚ „Tímabært að breyta til“ STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna samþykkti í gær að ráða Friðrik J. Arngrímsson, lög- fræðing, sem framkvæmdastjóra samtakanna. Tekur hann við starf- inu 1. janúar nk. Kristján Ragnars- son hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra LÍÚ í 30 ár og verið kjörinn formaður LÍÚ í 29 ár. Hann mun áfram gegna stjómarformennsku í samtök- unum. Um leið og stjóm LÍÚ sam- þykkti beiðni Kristjáns um að starfinu yrði skipt var þess farið á leit að hann gæfí áfram kost á sér sem formaður sam- takanna. Kristján hefur sam- þykkt þá málaleitan og er gert ráð fyrir að hann verði starfandi stjómarformaður í fullu starfi frá næstu áramót- um. Mun Kristján einbeita sér að þeim málefnum er lúta að fiskveiðistjómun en Frið- rik mun annast rekstur skrif- stofu samtakanna og þau mál sem undir hana heyra. Kunnugur sjávarútvegi Friðrik Jón Amgrímsson er fer- tugur að aldri, fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann hefur lokið námi við Stýrimannaskólann og hefur skipstjómarréttindi. Hann lauk lög- fræðinámi árið 1987 og hefur starf- að sem lögmaður undanfarin ár. Hann segist nánast eingöngu hafa unnið íyrir útgerðir á síðustu áram, stórar og smáar og af öllum lands- homum og sé því alls ekki ókunnug- ur útgerðarmálum hérlendis. Hann segist hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni. „Það er líka mildlvægt og dýrmætt að Kristján Rangarsson verður áfram við störf í samtökunum með sína miklu reynslu og þekkingu. Ég mun halda Friðrik Arngríms- son, lögfræðingur, ráðinn í hans stað Krisfján Friðrik Jón Ragnarsson Arngrímsson áfram að vinna áfram að þeim góðu málum sem hann hefur unnið að í gegnum árin. En vissulega era mörg verkefni að takast á við og vonandi gefst mér tækifæri til þess,“ segir Friðrik. Friðrik er kvæntur Guðrúnu Blöndal og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Verið talinn ósveigjanlegur Kristján Ragnarsson sagði stjóm LÍÚ hafa einróma samþykkt sína tillögu og samstaða á fundinum ver- ið mikil. „Ég hef setið í tvöfoldu starfi í þrjá áratugi og einhvemtíma hlýtur að koma að því að ég hætti. Því fannst mér að með þessum áfanga væri tímabært að breyta til. Friðrik hefur mikla þekkingu á sjávarútvegi og útvegsmenn um allt land þekkja hann. Hann er skip- stjómarmenntaður og hefur verið til sjós. Það finnst mér vera mjög mikils virði þegar kemur að því að hann ræðir við okkar viðsemjendur um kaup og kjör. Það hefur verið ansi fyrirferðarmikill hluti af mínu starfi til þessa og mér verið oft legið á hálsi að vera ósveigjanlegur, þó vissulega sé ég því gersamlega ósam- mála. Það er því fátt sem ég hlakka meira til að vera laus við.“ Kristján sagði að í sínum verkahpng eftir breytingam- ar verði meðal annars að ann- ast samskipti LÍÚ við stjórn- völd og sjómannasamtökin um þau mál sem snúi að fisk- veiðistjórnun. „Við höfum ver- ið kvaddir til ráðgjafar í þeim alþjóðlegu stofnunum sem ís- lendingar era aðilar að, svo sem NEAFC og NAFO. Þar era margvísleg óleyst við- fangsefni sem gaman verður að takast á við. Þá er endurskoðun fískveiðistjórnunar nú í umræðunni og ég mun verða í forsvari samtak- anna við þá vinnu. Ennfremur mun Friðrik sinna samskiptum við fjöl- miðla sem hefur verið mjög tíma- frekur hluti af mínu starfi til þessa,“ segir Kristján. A þrjátíu ára framkvæmdastjóra- tíð Kristjáns hefur hann „lifað“ átta sjávarútvegsráðherra, að Árna Mathiesen, núverandi ráðherra, meðtöldum. Hann hefur hinsvegar unnið fyrir LÍÚ öllu lengur, því hann hóf störf hjá samtökunum 1. mars 1958. Hann hefur því starfað fyrir útvegsmenn í 41 ár. Hann sagði m.a. á síðasta aðalfundi LÍÚ, að hann væri í starfi sínu í sam- skiptum við fjórða ættliðinn í sum- um útgerðarfélögunum. Byggðastofnun synjar Rauðsíðu ehf. um lánveitingu Málinu er nú lokið af hálfu stofnunarinnar FORSTJÓRI Byggðastofnunar tel- ur Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og tengd fyrirtæki ekki uppfylla þau skilyrði sem stjórn stofnunarinnar setti fyrir 100 milljóna króna lán- veitingu til fyrirtækisins. Forstjór- inn segir málinu lokið af hálfu Byggðastofnunar. A stjórnarfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í fyrrakvöld lagði forstjónnn fram greinargerð um málið. I henni kom fram að Rauð- síða ehf. hefði uppfyllt öll þau skil- yrði sem stjómin setti fyrir lánveit- ingunni. Að sögn Egils Jónssonar stjómarformanns hefur stjómin ekki tekið málið til umræðu með öðrum hætti. Ákvörðun hennar um að fyrirtækinu verði veitt lánið að uppfylltum skilyrðunum hafi ekki verið kölluð aftur. „Afstaða stjórn- arinnar er ennþá sú sama. Það verða því aðrir en stjóm Byggða- stofnunar sem segja til um framtíð málsins. Skilyrðin vora hinsvegar ekki uppfyllt að mati forstjórans og það er hans mat sem ræður,“ segir Egill. Mikið tap var á rekstri félagsins í fyrra en afkoman fyrstu þrjá mán- uði þessa árs hefur verið mun betri. Egill segir hinsvegar erfitt að sýna fram á það með þriggja mánaða uppgjöri að viðsnúningur sé orðinn í rekstri fyrirtækisins þegar aðstæð- Stjórn Rauðsíðu ákveður næstu skref um helgina ur eru með þessum hætti. „Hins- vegar er ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í gerð rekstraráætlana og nýir aðilar komið að fyrirtækinu. Það er því erfitt að meta til hvaða aðstæðna þarf að taka tillit.“ Mörg atriði ófullnægjandi Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, tilkynnti for- svarsmönnum Rauðsíðu ehf. í gær að ekki væri hægt að veita fyrirtæk- inu umbeðið lán og málinu þannig lokið af hálfu Byggðastofnunar. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ýmis atriði varðandi skilyrði stjómarinnar hafi ekki verið fullnægjandi að sínu mati, svo sem skuldaskilasamning- ar, auk annarrar fjármögnunar, að fjármögnun Byggðastofnunar und- anskilinni. Ennfremur hafi þriggja mánaða uppgjör fyrirtækisins ekki verið til að byggja á. „Miðað við háa skuldsetningu félagsins og að rekst- ur þess byggist að langmestu leyti á svokölluðum Rússafiski era rekstr- arhorfur ekki nægjanlega góðar. Það má segja að þeir hafi að lokum náð að sýna fram á væntanlega nið- urfellingu krafna upp á 70 milljónir króna. Það þarf hinsvegar töluvert mikið aukið lánsfé til að ganga frá fjármögnun fyrirtækisins," sagði Guðmundur. Ýmislegt við niður- stöðuna að athuga Ketill Helgason, framkvæmda- stjóri Rauðsíðu ehf., segist ýmislegt hafa að athuga við niðurstöðu for- stjóra Byggðastofnunar og stjórn fyrirtækisins muni ákveða^ næstu skref í málinu um helgina. I grein- argerð sem borist hafi frá Byggða- stofnun í gær komi fram ýmis atriði sem ekki eigi við rök að styðjast. Þá hafi ennfremur borist upplýsingar í gær sem hefðu þurft að berast mun fyrr til að hægt væri að uppfylla ákveðin skilyrði. „Meðal annars nefnir forstjórinn að við þurfum að kaupa allt hráefni á fullu mark- aðsvirði og því séu rekstrarhorfur ekki nægjanlega góðar. Ég hélt að öll fyrirtæki þyrftu að kaupa hrá- efni á markaðsvirði. Ef svo er ekki þá ætti slíkt erindi til Samkeppnis- stofnunar. Við munum fara vand- lega yfir þessi mál á næstu dögum,“ sagði Ketill. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar SNÆBJÖRN Ásgeirsson, skipstjóri, og Kristján Ríkharðsson, vélstjóri, um borð í Svanborgu SH 404 í Ólafsvíkurhöfn. Dragiiótarbátur til Ólafsvíkur Skrokkurinn frá Póllandi, en smíðinni lokið hjá Ósey hf. í Hafnarfirði NÝR 30 tonna stálbátur, Svanborg SH 404, bættist nýverið í flota Ólafsvíkurbáta, en hér er um að ræða eitt af skipunum úr raðsmíða- verkefni Óseyjar í Hafnarfirði, en afhending bátsins tafðist um nokkra mánuði vegna branans í skipa- smíðastöðinni sl. vetur. Sæbjörn Ásgeirsson, skipstjóri og eigandi Svanborgar, kvað skrokk skipsins smíðaðan í Póllandi, en yf- irbyggingu og innréttingar hér heima. Báturinn er búinn 450 hest- afla tölvustýrðri Caterpillar-aðalvél og tveimur Perkins-ljósavélum og öllum fullkomnustu siglingartækj- um. Hann kvaðst afar ánægður með alla smíði á bátnum, sem reyndist fara afar vel í sjó á heimsiglingunni. Svanborg SH 404 er útbúin til dragnótaveiða en í skipinu er ný út- gáfa af átaks- og tóglengdarmæl- ingartölvu, sem hönnuð er af Vaka og Ósey í sameiningu. Búnaðurinn byggist á þeim búnaði sem Vaki hefur selt og hannað og búnaði sem Ósey hefur hannað sérstaklega fyr- ir sinn spilbúnað. Tækjum þessum er ætlað að sjá um alla stjórn og samhæfingu á spilum skipsins. Að sögn skipstjórans var ætlunin, vegna skerðinga á kvóta í bolfiski, að stfla sem mest inn á veiðar á flat- fiski, en útgerðarmunstrið er nú í upplausn vegna fyrirhugaðrar aukningar á skerðingu á flatfisk- kvóta. Vor- og haustveiðar drag- nótabáta á Breiðafirði hafa löngum byggst að stóram hluta á flatfisk- veiðum, en ef fram fer sem horfir mun skerðing flatfiskkvótans nema 80% á þremur áram, og því horfir allt til verri vegar. Auk skipstjórans, Sæbjarnar Ás- geirssonar, era í áhöfninni þrír menn, Kristján Ríkharðsson, vél- stjóri, Vigfús Elvan Friðriksson, stýrimaður, og Kristinn Kristgeirs- son, kokkur. Sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Hjartar, var kallaður um borð til að blessa skip og skipshöfn, en bátnum var vel fagnað og fjöldi manns sem skoðaði hann við kom- una til Ólafsvíkur. Annar bátur sömu tegundar er væntanlegur til Ólafsvíkur síðar á árinu. Morgunblaðið/Snorri Snorrason SVANBORG á siglingu. Annar bátur sömu tegundar er væntanlegur til Ólafsvíkur síðar á árinu. Neyslukönnun í Danmörku Danir borða gamlan físk með bestu lyst DANIR borða gamlan fisk með bestu lyst, svo framarlega sem fisk- urinn hefur verið kældur og með- höndlaður á réttan hátt og neytand- inn hafi ekki hugmynd um aldur hans. Þetta er niðurstaða rannsókn- ar sem gerð var á um 500 Dönum. Nokkrum þeirra var gefinn allt upp í 12 daga gamall fiskur án þess að þeir hefðu vitnesku um aldur aflans. Niðurstaða rannsóknarinnar var því sú að ef rétt er staðið að kælingu fisksins um leið og hann er veiddur skiptir það neytandann ekki máli þó fiskurinn sé allt upp í tveggja vikna gamall þegar hans er neytt. I rannsókninni vora þátttakend- um gefin bæði þorsk- og rauð- sprettuflök sem fengið höfðu bestu meðhöndlun. í þeim tilfellum sem fiskurinn var merktur veiðidegi settu þátttakendur fyrir sig ef langt var um liðið frá því fiskurinn var veiddur. Aðrir þátttakendur veltu því hinsvegar ekki fyrir sér og átu fiskinn með bestu lyst. Rannsóknin er liður í átaki til að fá Dani til að borða meira af fiski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.