Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 28
Þú velur stað og stund - við höfum grillið og áhöldin
28 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nýr forseti kjörinn
Lettlandi í dag
JÓHANNES Páll páfí biðst fyrir
undir róðukrossi við messu í
pólska fjallabænum Stary Sacz í
gær. Þá hóf páfi aftur dagskrá
heimsóknar sinnar til Póllands,
eftir að hafa hvflst í fyrradag
vegna flensu og vægs hita. Páfí
messaði sjálfur, en fól aðstoðar-
manni sínum að lesa upp stól-
ræðuna. Talsmaður Vatíkansins
sagði páfann vera kominn til
fullrar heilsu, nema hvað rödd
hans væri ekki sem skyldi.
Það kom því aðstoðarmönnum
páfa og áheyrendum á óvart
þegar hann lauk messunni með
því að tala í 25 mínútur á fjórum
tungumálum, bauð erlenda
sendifulltrúa velkomna og
nefndi hversu vel kunn fjöllin í
grenndinni væru honum. Þá tal-
aði páfi um átökin á
Balkanskaga og sagði: „Eg
treysti því að harmleiknum ljúki
innan skamms. Ég hvet alla þá
sem bera ábyrgð á örlögum fólks
á Balkanskaga til að hætta að-
gerðum sem valda eyðileggingu
og harmleik."
Fulltrúi Vatíkansins gaf í skyn
að páfí hefði hafið aftur dagskrá
heimsóknar sinnar þrátt fyrir
andmæli Iæknis síns. „Læknirinn
er góður og gegn kaþólikki sem
hlýðir páfa sínum,“ sagði fulltrú-
inn. Fyrirhugaðri för páfa til Ar-
meníu, sem bætt hafði verið við
dagskrá ferðarinnar, hefur nú
verið aflýst, og heldur páfi til
Vatíkansins í dag.
1
Lettar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa
sér nýjan forseta. Janis Udris greinir hér
frá frambjóðendum og sigurlíkum þeirra.
NYR forseti Lettlands verður kjör-
inn í dag af 100 þingmönnum á lett-
neska þinginu, Saeima. Fimm
frambjóðendur hafa verið tilnefndir
af þeim sex flokkum sem þar eiga
sæti. Eining ríkir á þinginu um ut-
anríkisstefnu og allir frambjóðend-
umir hafa lýst yfir stuðningi við að
landið sæki um inngöngu í Evrópu-
sambandið og NATO. Kosningarn-
ar munu því eingöngu snúast um
innanríkismál.
Guntis Ulmanis, íyrsti forseti
Lettlands eftir að landið hlaut sjálf-
stæði á ný árið 1991, hefur verið
vinsæll meðal almennings og notið
stuðnings allra flokka á þinginu, en
samkvæmt lögum getur hann ekki
sóst eftir kjöri þriðja kjörtímabilið í
röð.
Annar fyrrverandi kommúnisti
og hinn annálaður glaumgosi
Stjómmálaskýrendur spá því að
slagurinn muni standa á milli
tveggja frambjóðenda, annars vegar
Anatoly Gorbunovs samgönguráð-
herra, sem tilnefndur er af hálfu
miðjuflokksins Leið Lettlands, og
hins vegar tónskáldsins Raimonds
Pauls, formanns Nýja flokksins,
sem einnig er miðjuflokkur. Þrátt
fyrir að þeir njóti báðir töluverðra
vinsælda þykir ýmislegt standa í
vegi fyrir kjöri þeirra í forsetaemb-
ætti.
Gorbunov, sem er ungur að áram
og þykir bæði glæsilegur og um-
burðarlyndur, er samkvæmt skoð-
anakönnunum vinsælasti stjórn-
málamaður Lettlands. Veikleiki
Gorbunovs felst í fortíð hans sem
kommúnista, jafnvel þótt hann hafi
staðið með löndum sínum í upp-
reisninni gegn Rússum árið 1989.
Hann notaði þá áhrif sín sem einn
af æðstu mönnum kommúnista-
flokksins til að koma í veg fyrir
blóðbað, sem fyrirhugaðar aðgerðir
örvæntingarfullra harðlínukomm-
únista hefðu óefað haft í fór með
sér. En fjölmiðlar hafa harðlega
gagnrýnt útnefningu hans sem for-
setaframbjóðanda á grandvelli þess
að hann hafi áður verið kommún-
isti. Hinn þekkti rithöfundur Mara
Zalite lét til dæmis þau ummæli
falla að ef Lettar kysu sem forseta
mann, sem áður var háttsettur í
kommúnistaflokknum, væra þeir að
senda Vesturlöndum röng skilaboð.
Raimond Pauls öðlaðist vinsældir
í Lettlandi á 8. og 9. áratugnum
fyrir tónlist sína, sem þótti ala á
þjóðerniskennd Letta og sameina
þá í sjálfstæðisbaráttunni. Hann
gegndi embætti menningarmála-
ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Lett-
lands eftir að landið hlaut sjálf-
stæði, og hefur síðan verið ráðgjafi
Ulmanis forseta. Fregnir herma að
Ulmanis líti til hans sem eftir-
manns síns. Þrátt fyrir vinsældir
Pauls hafa sumir haft í flimtingum
að tónlistarmaður verði ekki ýkja
trúverðugur á forsetastóli, og hann
hefur auk þess á sér nokkra glaum-
gosaímynd, sem ekki þykir hæfa
forsetaembættinu.
Menntamenn kjósa konu
Hópur þekktra lettneskra
menntamanna hefur skrifað þing-
inu opið bréf, þar sem segir að eng-
inn hinna fimm frambjóðenda
standi undir þeim miklu kröfum
sem gera verði til forseta. Leggja
þeir til að vísindamaðurinn Vaira
Vike-Freiberga verði kjörin í emb-
ættið, en hún gegnir forstöðu Lett-
lands-stofnunarinnar, er meðlimur
í Vísindaakademíum Lettlands og
Kanada og er varaformaður félags
sálfræðinga í Kanada. Hefur hún
meðal annars tekið þátt í rannsókn-
arverkefnum á vegum NATO og
veitt kanadískum stjórnvöldum
ráðgjöf um ýmis verkefni.
Lettar sem komnir era til ára
sinna muna flestir eftir spámannin-
um Fynks, sem kommúnistar tóku
af lífi, en hann spáði því eftir her-
nám Sovétmanna árið 1940 að Lett-
land yrði aftur frjálst þegar ártalið
mætti lesa bæði aftur á bak og
áfram. Hann spáði því einnig að
gósentíð hæfist í landinu þegar
kona yrði kjörin forseti. Fyrsti spá-
dómur Fynks rættist vissulega, því
Lettland hlaut sjálfstæði á ný árið
1991, en enn á eftir að koma í ljós
hvort síðari spádómurinn muni
rætast.
Höfundur er fréttastjóri á dagblað-
inu Latvjjas Vestnesis í Riga.
Renndu inn
á næstu stöð!
ESSO-stöðvarnar
Grilltíminn. ,
er genginn i garð
Kola- og gasgrill í úrvali og auðvitað gas, kol, grillvökvi,
áhöld og ýmislegt til að gera grillveisluna
enn skemmtilegri.
::!i-
Reuters
Póllands-
heimsókn lýkur i
Heimilistæki
KUCHENTECHNIK
Falleg og vönduð tæki á
hagstæðu verðií
http://www.heildsoluverlsunin.is
Innréttingar & tæki
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14
Auglýsingar
fjarlægðar
Chicago. Reuters.
NÝ tækni, er gerir sjónvarpsá-
horfendum kleift að taka upp
dagskrá með stafrænum hætti,
og horfa síðan á hana án aug-
lýsinga, er mesta ógn sem
nokkumtíma hefur stafað að
bandarískum sjónvarpskeðjum,
segir framkvæmdastjóri
Fox-sjónvarpsins.
Hin nýja upptökutækni, sem
þróuð hefur verið af fyrirtæk-
inu TiVo, fjarlægir auglýsingar,
sem yfirleitt birtast á um tutt-
ugu mínútna fresti á bandarísk-
um sjónvarpsstöðvum, og er
óttast að þetta fæli auglýsendur
frá. Er því spáð, að eftir fimm
ár muni um 40% sjónvarpsá-
skrifenda í Bandaríkjunum
hafa yfir þessari tækni að ráða.