Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 33
A1 Gore og George Bush yngri tilkynna framboð vegna forsetakosninga í Bandarfkjunum
AP
GEORGE Bush yngri ásamt stuðningsmönnum sínum
í New Hampshire á mánudag.
Reuters
AL Gore kyssir konu sína, Tipper, innilega á kosningafundi í Tenn-
essee í gær, eftir að hann tilkynnti formlega að hann sæktist eftír út-
nefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.
Þykja líklegir til að
takast á um embættið
AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna,
tilkynnti í gær formlega að hann
sæktist eftir útnefningu Demókrata-
flokksins vegna forsetakosninganna
á næsta ári í ræðu sem hann hélt í
fæðingarborg sinni, Carthage í
Tennessee. Þótt afar líklegt sé að
Gore verði frambjóðandi demókrata
á varaforsetinn undir högg að sækja
því skoðanakannanir sýna að George
W. Bush, sem lýsti því yfir fyrr í vik-
unni að hann sæktist eftir útnefn-
ingu repúblikana vegna forsetakosn-
inganna, hefur ótvírætt forskot á
Gore.
Gore hefur reynst erfítt að stíga
út úr skugga Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta og hefur varaforsetan-
um fram að þessu verið legið á hálsi
fyrir að vera þurr á manninn og lit-
laus. I ræðu sinni í gær, og í sjón-
varpsviðtali sem sýnt var á ABC-
sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi, gerði
Gore því tilraun til að skerpa á
ímynd sinni, auk þess sem hann leit-
aðist við að skapa fjarlægð milli sín
og Clintons, ekki síst þeirra hneyksl-
ismála Clintons sem svo mjög hafa
sett mark sitt á veru þeirra tveggja í
Hvíta húsinu.
I viðtali við Diane Sawyer, sem
sýnt var í þættinum „20/20“ á sjón-
varpsstöðinni ABC í gær, sagði Gore
m.a. að ástarsamband Clintons við
lærlinginn Monieu Lewinsky hefði
verið „óafsakanlegt" og að Clinton
hefði logið að Gore um sambandið,
rétt eins og hann hafði blekkt alla
bandarísku þjóðina. Hefur Gore ekki
áður tekið jafn sterkt til orða um
kvennamál Clintons.
Við ramman reip að
draga fyrir Gore
Var greinilegt að Gore þótti
óþægilegt að ræða þessi mál og
skaut hann sér m.a. undan að svara
spumingu Sawyers um hvernig hon-
um hefði liðið þegai- honum varð
ljóst hversu blekkingar Clintons
voru umfangsmiklar. „Þú getur
ímyndað þér hvernig mér leið,“ lét
Gore sér nægja að segja, og lét hjá
líða að skilgreina tilfinningar sínar
frekar, og sýndi aukinheldur engin
svipbrigði.
Meginþema ræðu Gores í Cart-
hage í gær var í stíl við þá mynd sem
hann vill að kjósendur fái af sér sem
heiðarlegum fjölskyldumanni, og því
telst líklega eðlilegt að Gore vilji
koma því skýrt á framfæri að honum
hafi mjög mislíkað hegðun Clintons.
Ræddi Gore mikið um sjálfan sig og
fjölskyldu sína í ræðunni og meðan
viðtalinu á ABC stóð héldust þau
Tipper, eiginkona Gores, allan tím-
ann í hendur.
Leggja Gore og aðstoðarmenn
hans nú allt kapp á að sýna hina
mannlegu hlið á varaforsetahjónun-
um og hafa m.a. mjög beint kastljós-
inu að vel heppnuðu hjónabandi
þeirra, og þeii-ri staðreynd að þau
eiga von á sínu fyrsta bamabarni.
Bush fer vel af stað
Gore og aðstoðarmenn hans fara
þó ekki í neinar grafgötur um að það
er við ramman reip að draga. Ekki
einungis glímir Gore við ímynd Clint>
ons, sem burtséð frá öllum hneykslis-
málum þykir jafnan skyggja á hvem
þann sem í návist hans er, heldur
mun hann í forsetakosningunum
sennilega etja kappi við George Bush
yngri, ríkisstjóra í Texas, og sam-
kvæmt skoðanakönnunum er Bush
mun vinsælli meðal kjósenda en Gore.
Bush lauk á þriðjudag við sína
fyrstu kosningaferð og þótti honum
takast afar vel upp. Þykir hann ótvi-
rætt standa betur að vígi en keppi-
nautarnir um útnefningu Repúblik-
anaflokksins, en þar standa framar-
lega þau Elizabeth Dole og Pat
Buchanan, þótt baráttan sé öllu jafn-
ari á þessum vígstöðvum en hjá
demókrötum.
Bush hefur undanfarið verið á ferð
og flugi og heimsótt nokkra staði þar
sem hann þarf nauðsynlega að
styrkja stöðu sína, eigi hann að
tryggja sér útnefningu Repúblikana-
flokksins, en jafnframt var fjögurra
daga ferðalag hans fjáröflunarferð
og tókst hún framar vonum, ef
marka má bandaríska fjölmiðla.
Alþjóðlegt bann við nauðimgarvinnu barna
Clinton beitir sér
gegn barnaþrælkun
Genf. AFP.
Reuters
BILL Clinton Bandarflg'aforseti, Hillary forsetafrú og Chelsea dóttir
þeirra, komu til Genfar í gær við upphaf Evrópuferðar sinnar. Þar
hélt Clinton ræðu á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og hvatti
rfld heims til að samþykkja nýgerðan samning er kveður á um bann
við nauðungarvinnu barna.
Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)
samþykkti í dag alþjóðlegan samn-
ing sem kveður á um bann við barna-
þrælkun og önnur atriði er varða
ómannúðlega meðferð á börnum
undir átján ára aldri. Hefur samn-
ingur þessi verið í burðarliðnum
undanfarna tólf mánuði en á mánu-
dag náðist breið samstaða um orða-
lag hans meðal hinna 174 aðildar-
ríkja ILO, sem aðsetur hefur í Genf í
Sviss. Er samningnum einkum beint
að fátækari ríkjum suðursins, sér-
staklega Asíu þar sem barnaþrælk-
un er afar útbreidd. Talið er að mik-
ill meirihluti þeirra 250 milljóna ung-
menna sem vinna til að sjá sér far-
borða sé á aldrinum 5-14 ára. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði
þing Alþjóðavinnumálastofnunarinn-
ar í gær og hvatti ríki vel'aldar til að
staðfesta samninginn og gefa þannig
hinu „hnattræna hagkerfi ásjónu
mannúðar."
Clinton, sem í gær hóf opinbera
heimsókn sína til Evrópuríkja, sagð-
ist í ræðunni í gær vera stoltur af því
að geta sagt að Bandaríkjastjórn
styðji samninginn heils hugar.
„Hvern einasta dag starfa tugmillj-
ónir barna um allan heim við aðstæð-
ur sem ganga fram af samvisku okk-
ar,“ sagði forsetinn að viðstöddu fjöl-
menni. Lýsti hann jafnframt dæm-
um af því er ungmenni neyðast til að
vinna með hættulegar efnablöndur,
starfa i verksmiðjum þegar þau ættu
með réttu að ganga í skóla og eru
dæmd, nauðug viljug, til að stunda
vændi eða berjast í stríði. „Þetta eru
ekki kafiar úr sögu eftir Charles Dic-
kens. Þetta viðgengst allt of víða enn
þann dag í dag.“
Clinton lagði áherslu á að björninn
væri ekki unninn þótt samningurinn
hafi verið samþykktur. Enn ættu að-
ildarríki ILO eftir að staðfesta hann.
Fylgja yrði málinu fast eftir svo
„komast megi fyrir rætur vandans,
hin samofnu mein fátæktai- og von-
leysis sem leitt hafa til barnaþrælk-
unar.“
Barnaþrælkun
útbreiddust í Asíu
ILO telur að sú starfsemi sem
valdi börnum undir átján ára aldri
mestum skaða sé m.a. skuldaánauð,
þrældómur og nauðungai-vinna,
barnavændi, eiturlyfjasmygl og ann-
ar starfi sem líklegur sé til að valda
heilsu bai-na tjóni. Forsenda samn-
ingsins er að koma í veg fyrir skað-
lega starfsemi af þessum toga.
Samkvæmt tölum ILO er sá ald-
ursflokkur sem í hvað mestri hættu
er vegna barnaþrælkunar börn á
aldrinum fimm til ellefu ára. Alls er
talið að um 50 til 60 milljónir barna í
veröldinni á þessum aldri vinni nauð-
ungarvinnu. I Asíu er talið að mest
sé um nauðungarvinnu þá sem
samningurinn tekur til. Telur ILO
að um 61% hinna 250 milljóna ung-
menna sem starfa nauðbeygð séu í
Asíu, samanborið við 32% í Afríku og
um 7% í Rómönsku Ameríku.
Alþjóðavinnumálastofnunin telur
að almenn fátækt sé rót vandans og
að mörg ungmenni þurfi að vinna
sökum þess að foreldrar þeirra hafi
ekki efni á að senda þau til náms. Þá
taki vinnuveitendur böm oft fram yf-
ir fullorðna þar eð auðveldara sé að
stjórna þeim og um ódýrara vinnuafl
sé að ræða.
Asíuríki banna sölu
matvæla frá ýmsum
Evrópulöndum
vegna díoxín-meng-
unarmálsins
ESB
undirbýr
málaferli
gegn
Belgíu
Singapore, Bangkok, Brussel.
Reuters, AFP.
STÓRMARKAÐIR í mörgum
Asíuríkjanna fjarlægðu í gær
mikið magn matvæla frá Evr-
ópuríkjunum úr hillum sínum
á sama tíma og framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins
(ESB) gerði sig líklega til að
hefja málaferli gegn Belgíu
vegna díoxín-mengunarmáls-
ins, sem upp kom þar í landi
fyrir skömmu og varð m.a.
ríkisstjórn Jeans-Lucs De-
haene að falli í þingkosningum
um síðustu helgi.
Engin mengun
í frönskum matvælum
Fulltmar ESB sökuðu As-
íuríkin í gær um að bregðast
óþarflega hart við díoxín-
menguninni í Belgíu en þá
höfðu Indónesía, Kína, Fil-
ippseyjar og Burma bæst i
hóp þeirra landa í álfunni sem
bannað hafa innflutning kjöt-
vara, fiðurfénaðs og mjólkur-
afurða frá mörgum löndum
Evrópu. Frönsk stjórnvöld
sögðu á þriðjudag að rann-
sóknir á matvælum og dýra-
fóðri þar í landi hefðu leitt í
ljós að ekki væri um díoxín-
mengun að ræða í frönskum
matvælum, líkt og hafði komið
á daginn í Belgíu, en Asíu-
þjóðirnar létu sig það einu
gilda.
Jafnframt létu þær sér fátt
finnast um yfirlýsingar ESB
um að kjötafurðir frá þremur
af hverjum fjóram kjúklinga-
búum í Belgíu væru fyllilega
öraggar.
ESB undirbýr
málaferli
Franz Fischler, sem farið
hefur með landbúnaðarmál í
framkvæmdastjórninni, sagði
í gær að ESB undirbyggi nú
málaferli gegn Belgíu en sagði
að sennilega yrði ekki form-
lega gripið til slíkra ráðstaf-
ana fyrr en í næstu viku. „En
það er ljóst að um málaferli
verður að ræða,“ sagði
Fischler á fréttamannafundi í
Brassel eftir að landbúnaðar-
ráðherrar ESB-landanna
höfðu rætt saman.
Sagði Fischler allar líkur á
því að málaferlin myndu ekki
aðeins snúast um þá stað-
reynd að belgísk stjórnvöld
hefðu bragðist þeirri skyldu
sinni að gera ESB-ríkjunum
viðvart nægilega snemma um
díoxín-mengunina heldur yrðu
Belgar einnig að svara ásök-
unum um að hafa ekki hlýtt að
fullu matvælatilskipunum frá
ESB sem hafa það markmið
að tryggja hagsmuni og ör-
yggi neytenda.
Er það m.a. mat fulltrúa
ESB að Belgíustjórn hafi
ekki skipað verslunum þar í
landi að hætta sölu mjólkur-
vara hvers fituinnihald er
25% eða meira, þrátt fyrir að
tilskipun ESB hafi kveðið á
um þetta.