Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 47
JONINA
G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Jónína Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september 1910.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum, Selfossi,
13. júní sl. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Guðmundur
Helgason, sjómaður
í Reykjavík, f. 4.
apríl 1876 í Skál-
holti, Arnessýslu, d.
19. febrúar 1959 og
kona hans Guðrún
Gísladóttir, f. 6.
nóvember 1874 á Þverspyrnu í
Hrunamannahreppi, d. 22. júní
1914. Jónína ólst að mestu upp í
Skeiðháholti á Skeiðum hjá
Bjarna og Guðlaugu.
Árið 1934 giftist hún Eiríki
Bjarnasyni frá Hlemmiskeiði á
Skeiðum. Þau stofnuðu heimili
að Grímsstöðum á Selfossi og
bjuggu þar í 12 ár, en þá fluttu
þau í nýbyggt hús að Reynivöll-
um 9, og bjuggu þar síðan. Ei-
ríkur lést 2. febrúar 1998.
Jóninu og Eiríki varð þriggja
barna auðið. Þau eru: 1) Inga,
flugfreyja, f. 1936, í
sambúð með Krist-
jáni Jóhannessyni
og á hún eina dótt-
ur, Berthu sem að
mestu ólst upp hjá
ömmu sinni og afa á
Reynivöllum. Hún
vinnur við hjúkrun
og er gift Tryggva
Karli Magnússyni
og eiga þau þrjú
börn og eitt barna-
barn. 2) Guðrún Ás-
iaug, ski’ifstofu-
stúlka, f. 1942, gift
Kristjáni Jónssyni
og eiga þau þrjú börn, Hafdísi
Jónu, gifta Bergsteini Einars-
syni, Jón Birgi, kvæntan Sigríði
Björnsdóttur og Hrafnhildi, í
sambúð með Steindóri Pálssyni.
Barnabörn þeirra eru orðin sex.
3) Guðmundur, mjólkurfræð-
ingur, f. 1946, kvæntur Guð-
flnnu Ólafsdóttur og eiga þau
tvö börn, Unni og Eirík Orra í
sambúð með Guðrúnu Árna-
dóttur.
Útför Jónínu fer fram frá Sel-
fosskirkju föstudaginu 18. júm
og hefst athöfnin klukkan 14.30.
Hinsta kveðja til móður minnar.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verldn sín.
Eg hef þinni leiðsögn lotið,
hka þinnar ástar notið,
finn hve allt er beiskt og brotið
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Alit sem gott ég hefi hlotið
hefureflstviðráðinþm.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkar seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá Guði skín.
(Ámi Helgason.)
Þín dóttir,
Inga.
bjó með fóður sínum. Jónína var
lengst hjá fólkinu í Skeiðháholti á
Skeiðum. Hún minntist oft þeirra
stunda með mikilli ánægju.
Jónína gekk að eiga Eirík Bjarna-
son, bónda. Þau hjón voru gjarnan
kennd við Reynivelli á Selfossi. Ei-
ríkur var ættaður frá Hlemmiskeiði
á Skeiðum. Eiríkur lést fyrir fáein-
um misserum í hárri elli. Þau hjón
voru mjög samrýnd. Þau Eiríkur
eignuðust þrjú böm og ólu upp dótt-
urdóttur sína. Bömin eru í aldurs-
röð: Inga, Guðrún Áslaug, Guð-
mundur Helgi og Bertha.
Jónína var trygglynd, vinaföst og
frændrækin og þess nutu fjölskylda
hennar og frændfólk. Jónína var
mikil fjölskyldumanneskja, fjöl-
skyldan átti hug hennar allan.
Jónína var ákaflega hlý kona, glöð og
lífleg í sínum hópi. Aila tíð var mjög
stutt í brosið, hún sá ætíð hið spaugi-
lega. Hún var góðgjöm, skilningsrík
og tillitsöm, svo að gott var að eiga
hana að. Þess naut móðir mín á erf-
iðleikatímum, sérstaklega er hún
missti fóður minn og ekki síst er
systir mín lést 39 ára gömul eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu. Þá var
gott að aka austur á Selfoss og mæta
þeirri hlýju og góðvild sem ætíð
fylgdi Jónu frænku eins og hún var
gjama kölluð.
Er 'ég sem þetta skrifa var fimm
ára, dvaldi ég, vegna veikinda móður
minnar, hjá Jónu frænku og Eiríki í
nokkrar vikur. Aila tíð síðan hafa
verið sérstök vináttubönd milli mín
og fólksins á Reynivöllum 9. Eftir að
ég stofnaði fjölskyldu vom farnar
margar ferðir austur fyrir fjall. Ég
og fjölskylda mín minnumst margra
ánægjulegra stunda á heimili Jónu
og Eiríks. Hér með þakka ég henni
allt sem hún gerði fyrir mig, fjöl-
skyldu mína og móður mína.
Okkur, sem nú fylgjum Jónínu síð-
asta áfangann, finnst mikill sjónar-
sviptir við hvarf hennar úr samfélagi
okkar. En það sem mest er um vert
er það, að hún skilur eftir í hugum
okkar allra, sem þekktum hana,
bjarta og hreina minningu um per-
sónu sem bar með sér góðvild og
hlýju og gerði lífið bjartara og betra
umhverfis sig. Gott er að minnast
hennar og minningin um hana mætti
verða okkur áminning til eftir-
breytni. Eftir er mikill söknuður,
enginn fyllir hennar skarð, en minn-
ingin um góða, trygga og göfuga
manneskju lýsir okkur sem þekktum
hana best.
Mestur er söknuðurinn hjá börn-
um hennar og fjölskyldum þeirra,
sem sjá á bak móður, ömmu,
langömmu og langalangömmu en
þau eiga bjartar minningar um hana
sem þau geta yljað sér við með Guðs
hjálp. Guð varðveiti þau og blessi í
sorg þeirra.
Guðmundur Hjálmarsson,
María Kristmundsdóttir og
Daði Guðmundsson.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EGILL STEFÁNSSON
bóndi,
Syðri Bakka,
Kelduhverfi,
verður jarðsunginn frá Garðskirkju laugardaginn 19. júní kl. 14.00.
Hún Amma á Reynó hefur yfirgef-
ið þennan heim, og heldur nú á fund
við hann afa sem hún saknaði svo
mikið. Aldrei er hægt að vera sáttur
við fráfall nákomins ættingja en
maður verður að trúa því að við taki
eitthvað betra. Litli langalangömmu-
strákurinn hann Aron Kai-1 fékk ekki
langan tíma með henni ömmu sinni
og þegar við litum inn til hennar
daginn áður en hún dó var svo áber-
andi hvað hann sótti mikið í að fá að
koma við hana, brosa til hennar og
sýna henni allar sínar kúnstir. Það
verður skritið að fá ekki að eiga fleiri
jól með henni, þegar engin jól hafa
verið án hennar.
„Hafðu það gott og láttu þér líða
vel.“ Þetta voru orðin sem við kvödd-
um hana langömmu með á laugar-
deginum. Þessi sömu orð viljum við
nota núna sem okkar síðustu orð tO
hennar.
Þórir, Aðalbjörg og Aron Karl.
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Eyrún Egilsdóttir, Bernharð Grímsson,
Egill Egilsson, Erla Björk Helgadóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda
faðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR GUÐLAUGSSON
frá Réttarholti,
Grýtubakkahreppi,
verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju laugar
daginn 19. júní kl. 14.00.
Arnbjörg Halldórsdóttir,
Haraldur Höskuldsson, Sigrún Aðalsteinsdóttir,
Guðlaugur Höskuldsson,
Óli Gunnar Höskuldsson,
Halldór Sigurbjörn Höskuldsson, Janette Þórkatla Höskuldsson,
barnabörn og langafadætur.
Okkur langar að kveðja með
nokkrum orðum kæra móðursystur
og frænku, Jónínu Guðmundsdóttur,
húsmóður, sem andaðist 13. þessa
mánaðar á Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi.
Jónína var fædd hér í Reykjavík
26. september 1910, og hefði því orð-
ið 89 ára á þessu ári. Jónína var
næstyngst af fimm börnum þeirra
hjóna Guðmundar Helgasonar tog-
arasjómanns og Guðrúnar Gísladótt-
ur konu hans. Jónína missti móður
sína þegar hún var á fjórða ári. Eins
og títt var á þeim tíma leystist heim-
ilið upp og fóru börnin í fóstur hjá
vandalausum eða frændfólki. Móðir
mín sem var elsta barnið, þá tíu ára,
+
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
SIGRfÐUR RAGNA HERMANNSDÓTTIR,
til heimilis
á Norðurbrún 1,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 10. júní sl., verður
jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn
21. júní kl. 13.30.
Magnús Erlingsson, Kristln Torfadóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir og sonur,
ÞORKELL MÁNI ANTONSSON,
Hjallavegi 3 (Björgvin),
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 19. júní kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
María E. Bjarnadóttir,
Guðmundur Þorkelsson,
Líney Magnea Þorkelsdóttir, Eiríkur Vignir Pálsson,
Ólöf Þóra Þorkelsdóttir, Sigurgeir Trausti Höskuldsson,
Guðrún Telma Þorkelsdóttir,
Líney Kristinsdóttir.
+
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
EYRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Gröf,
Hrunamannahreppi,
fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 19. júní
kl. 14.00.
Guðjón Emilsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Emilsdóttir, Guðmundur fsak Pálsson,
Áshildur Emilsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BÖÐVAR SVEINBJARNARSON
frá ísafirði,
verður jarðsunginn frá Isafjarðarkirkju
föstudaginn 18. júní kl. 14.00.
Bergljót Böðvarsdóttir, Jón Guðlaugur Magnússon,
Eiríkur Böðvarsson, Halldóra Jónsdóttir,
Kristín Böðvarsdóttir, Pétur S. Sigurðsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÉTUR ÁGÚSTSSON
múrarameistari,
Fannafold 129 A,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 18. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
FAAS.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Sigurbjörg Pétursdóttir,
Ágúst Pétursson,
Kristján Pétursson,
Elí Pétursson,
Lára Pétursdóttir
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs,
afa og langafa,
EYÞÓRS BJÖRGVINSSONAR
frá Klöpp á Akranesi,
til heimilis á Hlíðargötu 2,
Sandgerði.
Jacqueline Björgvinsson,
Auður Eyþórsdóttir,
Herdís S. Eyþórsdóttir,
Svanborg Eyþórsdóttir,
Björgvin Ó. Eyþórsson,
Rannveig Eyþórsdóttir,
Hjördís Eyþórsdóttir,
Björn Rasmussen,
Vilhjálmur Friðþjófsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Sigurður K. Guðnason,
Curtis S. Cheek,
Jón Valgeir Björgvinsson, Karlotta Óskarsdóttir,
Bettý Kr. Fearon,
Róbert Fearon, Hildur Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
m