Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 51 PÉTUR ÁGÚSTSSON tPétur Ág'ústs- son fæddist á Berufjarðarströnd 6. febrúar 1929. Hann Iést á Landa- kotsspítala 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ágúst Pálsson, f. 11. ágúst 1886, d. 6. apríl 1955, og Sig- urlaug S. Einars- dóttir, f. 24. septem- ber 1896, d. 24. des- ember 1970. Systk- ini Péturs voru Stefán S., f. 2. febr- úar 1917, d. 22. névember 1998, maki Friðvör Johannesen; Guð- laugur, f. 2. aprfl 1919, maki Svanhiid Jensen; Guðný Lára, f. 10. desember 1920, d. 9. febrúar 1930; Einar Páll, f. 28. oktéber 1923; Óskar I., f. 2. júní 1926, maki Anna S. Jénsdéttir; Guðný Lára, f. 20. névember 1931, maki Garðar Sveinsson; Hjör- dís, f. 29. maí 1933, maki Pétur Herluf; Guðmundur G., f. 17. febrúar 1936, maki Þérunn Guðnadéttir og, Veiga Jenný, f. 19. júní 1938, maki Jéhann Árnason. Eftirlifandi kona Péturs er Guðrún Kristjánsdéttir, f. 25. ágúst 1929. Börn þeirra eru: 1) Sigur- björg, f. 10. septem- ber 1949, fyrri maður Hannes Benediksson. Börn þeirra Pétur, f. 1970, barn hans Kolbeinn Elí, f. 1991; og Eyglé, f. 1973. Seinni maður Jén Markússon. Barn þeirra Markús, f. 1977. 2) Ágúst, f. 12. maí 1953, maki Kolbrún Halldérsdéttir. Börn þeirra Orri Huginn, f. 1980, og Alma, f. 1995. 3) Kristján, f. 26. ágúst 1954, maki Þérdís Oddsdóttir. Börn þeirra Hlynur, f. 19. júlí 1981, og Júlía, f. 28. júlí 1982. 4) Elí, f. 3. febrúar 1964, sambýliskona Kolbrún Magnúsdéttir. Barn hennar Jéhanna Björk, f. 1992. Bam þeirra Álfrún, f. 1996. 5) Lára, f. 17. apríl 1967, maki Bergþér Halldérsson, bam þeirra Bryndís, f. 1994. Pétur fluttist ungur til FáskrúðsQarð- ar með fjölskyldu sinni og élst þar upp. Hann fluttist til Vestmanna- eyja 18 ára gamail og stofnaði þar fjölskyldu. Fyrstu árin stundaði hann sjésékn, fyrst sem háseti en síðan vélstjéri. Þá gerðist hann landverka- maður og síðan lærði hann múrverk. Sveinsbréf fékk hann 1961 og meistarabréf 1967. Ár- ið 1966 fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann bjé til dánar- dags. 1984 gerðist hann versl- unarmaður í Húsasmiðjunni þar sem hann sá lengst af um múrviðgerðarefni. Hann hætti störfum haustið 1997 vegna veikinda. Útför Péturs verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, föstu- daginn 18. júní, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd takt’ann sofandi í hönd. Þúmuntvaknameðsól, guð mun vitja um þitt ból. Það er ekki létt að skilja eftir ára- langa samleið, en eitt sinn skal hver deyja og þótt okkur takist að flýja eitt og annað í þessu jarðlífí, þá vit- um við að kveðjustundin er óumflýj- anleg. Nú kveðjum við tengdapabba minn Pétur Ágústsson múrara- meistara. Hann hafði verið veikur um nokkurt skeið, en erfiðri baráttu hans við óvæginn heilahrömunar- sjúkdóm lauk að kvöldi þriðjudags- ins 8. júní sl. Tengdapabbi minn var sterkur maður, skapmikill og fylginn sér. Hann hafði yndi af tónlist og söng sjálfur hvenær sem færi gafst. Hvort sem sungin voru lögin hans Oddgeirs heima í stofu, bamagælur við litlu afastelpumar eða sálmalög í kirkjulegum athöfnum fjölskyld- unnar, geislaði hann alltaf þegar hann söng. Sögurinn og tónlistin vora hans líf og yndi. Hann var víð- lesinn, fyrst og fremst þó í okkar eigin íslensku bókmenntum. Hafði dálæti á Þórbergi og Tryggva Emilssyni, grúskaði í ættfræði og hló með Stefáni Jónssyni. Á síð- kvöldum í Ljósalandinu naut hann þess að kveikja upp í aminum, heyra snarka í eldinum og finna fyr- ir sinni stóra fjölskyldu allt um kring. Stundum átti hann það til að rökræða við okkur um pólitík. Hann var málsvari lítilmagnans, maður réttlætis og heiðarleika. Ekkert gat gert hann jafn reiðan og það að sjá einhvem misrétti beittan. Kæmi það fyrir þá gat hrikt í rá og reiða, svo afgerandi vora skoðanir hans og túlkaðar af slíku alefli. Hann var náttúrabarn allt sitt líf. Barðist við náttúraöflin sem sjómaður á sínum yngri árum, en þegar árin færðust yfir gáfu gönguferðir og hvers kon- ar útivist honum lífsfyllingu. Hann lék golf á sumrin á golfvellinum í Grímsnesinu og vildi stöðugt vera að klífa fjöll, ekki endilega þau hæstu, en honum fannst gott að ganga á fótinn. Sennilega var hon- um það tamt að sækja á brattann. Þó honum hafi ekki verið tíðrætt um erfiðleika frá uppvaxtaráranum, þá var vel hægt að greina undir niðri djúp sár, afleiðingar þungrar glímu við kröpp kjör og áföll í ár- daga lífsins. Rúm tvö ár era síðan bera tók á sjúkdómi þeim, sem hann að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir. Hann missti smátt og smátt frum- kvæði sitt, varð daufur og fáskipt- inn. Hætti að hafa yndi af því sem áður hafði verið honum svo kært. Það var sárt að horfa upp á hvernig þessi óvægni sjúkdómur gat svipt hann öllu, jafnvel yndinu sem hann hafði haft af tónlistinni. Það er manni hulin ráðgáta hvemig hægt er að draga lífsneistann úr jafn sterkum manni, sem á sér stóra drauma um bjart ævikvöld. Ég beið satt að segja eftir því að sjá draumana hans rætast, því þeir vora svo spennandi. Hann langaði til að etja kappi við steypuna og múrinn á annan hátt en áður. Hann langaði að kanna möguleika þessara efna, sem hann þekkti öllum mönn- um betur, múrviðgerðarefnanna, sem hann hafði selt í Húsasmiðj- unni þeim sem glíma þurftu við alkalískemmdir. Úr steypunni og múmum, sem í tímans rás höfðu sett mark sitt á hendumar hans, ætlaði hann að móta skúlptúra. Hver veit nema þá skúlptúra sé hann nú að skapa úr skýjum í himnasal, þar sem hann situr í góð- um félagsskap ítölsku meistaranna, myndhöggvaranna sem skópu ódauðleg meistaraverk úr marmara og hann dáðist svo einlæglega að á ferðum sínum um Ítalíu. Við þökkum góðum manni gengin spor og dýrmætar stundir, föðmum hann í huganum hverja stund. Kolbrún Halldérsdéttir. Pétur mágur minn og vinur er látinn. Hann barðist við heilasjúk- dóm á annað ár, sú barátta var von- laus frá upphafi og við slík örlög verður dauðinn líkn. Pétur var ungur maður þegar ég kynntist honum og mynd hans í safni minninganna er skýr, hann var fríður, bar sig vel, dökkhærður með áberandi kolsvartar augabrán- ir, skemmtilegur, skapríkur, rót- tækur og lá ekkert á skoðunum sín- um. Æskuheimili hans var mann- margt, níu vora börnin sem komust upp og það gefur augaleið að það hefur verið erfitt að brauðfæða þann stóra hóp af launum verka- manns, en það tókst hinum hóg- væra heiðursmanni Ágústi Pálssyni að gera og hann veitti sér meira að segja þann munað að kaupa Þjóð- viljann. Hann las pistla úr blaðinu fyrir heimilisfólkið sem urðu upp- spretta mikilla umræðna og það var á hreinu í hvaða sveit menn skipuðu sér þar á bæ. Pétur kom úr þeim ranni þar sem vonin um jafnari skiptingu lífsgæðanna var ofarlega á baugi og þeirri hugsjón var hann alltaf trúr, enda réttlætiskennd hans rík. Á æskuheimilinu var eink- ar létt andrámsloft og mikið spjall- að og það þurfti oft ekki mikinn efnivið til að gera úr því góða sögu og hláturinn ómaði stafna á milli. Þá átti húsmóðirin á heimilinu, hún Sigurlaug Einarsdóttir, það til að standa snöggt á fætur, setja upp al- varlega svipinn og segja: „Spaugið þið, ekki geri ég það,“ en oft átti hún upptökin að öllum ærslunum. Síðar á lífsleiðinni þegar systkin- in hittust var sami léttleikinn og áð- ur og sögur sagðar. Ef Stefán, sá elsti í hópnum, var mættur, þá var hann sögumaðurinn og enginn tók honum fram í þeirri list að segja sögu og leika atburðarásina og það var alveg sama þó áheyrendur þekktu söguna í smáatriðum þá tókst honum alltaf að fá alla til að veltast um af hlátri. Pétur var einnig góður sögumaður, hann hafði næmt auga fyrir því sem var bros- legt og átti auðvelt með að færa frá- sögn 1 skemmtilegan búning. Nú era þeir bræður báðir horfnir og sögurnar þeirra heyrast ekki meir. Pétur fór snemma að heiman, leiðin lá til Vestmannaeyja og þang- að átti hann erindi, því þar átti Guð- rán Kristjánsdóttir heima, hún Lilla á Stað, sem verið hefur hinn tryggi og góði lífsfóranautur hans allt frá þeirra ungu áram. Hjá þeim hafa hlutimir gengið upp, þau vora ein- staklega samhent hjón, bæði hörku- dugleg og létu athafnir fylgja orð- um. Þau byrjuðu búskap sinn í Eyj- um og byggðu sér þar fljótlega hús og eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur var aftur byggt frá granni, þá var það raðhús í Fossvogi. í viðbót kom svo sumarhús í Grímsnesinu. Ég veit að það var ekki mikil vinna keypt út við þessar byggingarfram- kvæmdir, en þeim mun meira lagt á eigin herðar. Pétur lærði múrverk í Eyjum og ávann sér meistararéttindi í grein- inni eftir að hann kom til Reykjavík- ur. Hann vann við iðn sína lengst af, eða þar til hann réðst til Húsasmiðj- unnar, en þar vann hann síðustu 15 starfsárin og starfaði þar sem deild- arstjóri. Hann fór á vegum fyrir- tækisins tvær ferðir til Ítalíu og heillaðist af því landi, fegurð þess og sögu og þangað fóra þau hjón síðar og nutu vel og ekld kæmi mér á óvart að ferð á þær slóðir hefði verið á þeim óskalista sem átti að uppfylla eftir starfslok. En það er nú sem fyrr, við ráðum ekki alltaf för. Þau Pétur og Lilla eignuðust fimm börn og eiga barnaláni að fagna. Það hefur verið gott að sjá hve vel þau hafa staðið við hlið móð- ur sinnar á þeim erfiða tíma sem liðinn er síðan Pétur veiktist, sjálf hefur hún staðið sig eins og hetja og enginn bjóst við öðru. Að leiðarlokum langar mig að þakka mági mínum samfylgdina og margar ánægjustundir sem fjöl- skyldur okkar áttu saman. Það er svo margt sem hægt væri að minn- ast á, ógleymanlega ferð á þjóðhá- tíð, sumarbústaðaferðir á fyrri ár- um og allar veislumar þar sem borð svignuðu undan kræsingum á rausnarheimili þeirra hjóna. Öllum ástvinum Péturs sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Jénsdéttir. Ég vil í örfáum orðum minnast míns ástkæra bróður sem nú hefur kvatt þetta tilverastig eftir erfiða sjúkralegu. Pétur var sjöunda bam Ágústs Pálssonar frá Þiljuvöllum á Berafjarðarströnd og Sigurlaugar Einarsdóttur frá Gamla-Gerði í Suðursveit. Þau hjón eignuðust ell- efu börn og komust níu þeirra til fullorðinsára en tvö þeirra létust í bemsku. Mér er enn í fersku minni dagurinn sá er Pétur leit fyrst dags- ins ljós og sú gleði sem fyllti heimili okkar við tilkomu hans. Húsakynni að Krosshjáleigu vora ekki stór, raunar aðeins tvö lítil her- bergi þar sem móðir okkar þurfti að annast sinn stóra barnahóp, en faðir okkar stundaði sjómennsku við erf- iðar aðstæður á opnum bát eins og þá tíðkaðist. Það varð því úr að ungu hjónin ákváðu að flytjast búferlum til Fá- skráðsfjaðar þar sem afkomumögu- leikar voru mun meiri en á strönd- inni. Á Fáskrúðsfirði festi fjölskyld- an kaup á reisulegu húsi sem heitir Pétursborg og býr einn af bræðram okkar þar enn í dag. Margar gleði- legar minningar eigum við systkinin úr Pétursborginni. Þar var ávallt glatt á hjalla og gestkvæmt. Pétur þreyttist aldrei á að minnast stund- anna þar, enda mikið skeggrætt og skrafað, farið með vísur og rifist um pólitík, þó að í raun hafi allir verið sammála í þeim efnum í því húsi. Pétur varð óvenjusnemma sjálf- bjarga. Hann byrjaði ungur að afla tekna og stundaði sjómennsku og þá atvinnu er í boði var hverju sinni. Sextán ára gamall fluttist hann til Vestmannaeyja til að stunda sjó- róðra á vetrarvertíð. I Eyjum fann Pétur fljótt stóru ástina sína og lífsforanaut, Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Stað þar í bæ, en hún hefur alltaf verið kölluð „Lilla Péturs" í fjölskyldu okkar. Pétur og Lilla vora óvenju fallegt par, samrýnd og dugleg. Hann lærði múraraiðn og hún var af- bragðs saumakona og hafði atvinnu af því um margra ára skéið. Pétur var einnig lærður vélstjóri, þótt hann starfaði ekki við það svo heitið gæti. Pétur og Lilla eiga fimm upp- komin böm. Þau era Sigurbjörg; Ágúst, Kristján, Elí og Lára. I Vestmannaeyjum byggði Pétur fal- legt hús yfir fjölskylduna, en þó kom að því að hún tók sig upp og fluttist til Reykjavíkur þar sem Pét- ur stundaði iðn sína og byggði öðru sinni hús yfir fjölskylduna á falleg- um stað í Fossvogi. Pétur bróðir minn var ákaflega traustur maður. Það sem hann tók að sér leysti hann vel og farsællega af hendi og þeir vora margir sem til hans leituðu og þáðu af honum góð ráð, enda mað- urinn ákaflega greiðvikinn. Eftir að hann lauk starfsferli sem múrari gerðist hann afgreiðslumaður hjá Húsasmiðjunni þar sem hann starf- aði í mörg ár. Pétur var ákaflega góður söngmaður og starfaði með karlakóram um tíma. Það er sár söknuður að brotthvarfi þínu úr þessu jarðlífi kæri bróðir. Ég bið al- góðan Guð að vemda bömin þín, tengdaböm og bamaböm sem sakna afa síns sárlega. Elsku Lilla mín, megi Guð vemda þig og styrkja í sorg þinni. Þú hefur sýnt mikla hetjulund og dugnað þann tíma sem Pétur háði sitt veik- indastríð, en nú er því stríði lokið og eftir stendur sár söknuður um góð- an dreng, sem allir minnast með einstakri hlýju. Guðlaugur Ágústsson. Pétur Ágústsson er látinn og er kominn til hvíldar frá þeim veik- indum sem drógu hann þennan far- veg. Ég tel að Pétur sé sáttur við það fyrst svona var komið því það var ekki hans taktur að liggja held- ur vildi hann drífa í hlutunum. Ég kynntist Pétri þegar ég hóf störf hjá Húsasmiðjunni haustið 1990. Þá var hann yfir múrefnadeildinni og kom í okkar hlut að markaðs- setja MAPEI-efnin frá Ítalíu. í því starfi kom í minn hlut að gera bæk- linga fyrir hinn almenna kúnna og einnig fyrir iðnaðarmenn. Það sem gerði þetta verk ánægjulegt var að Pétur vildi hafa hlutina þannig að þeir væru skiljanlegir og vel að- gengilegir sem gerði það að verk- um að hann var alltaf til í að lesa yfir hjá mér. Pétur sinnti sinni deild af alúð og ekki óalgengt að hann þyrfti að segja fólki til um notkun og meðferð efnanna og fór- _ um við Pétur oft að hitta verktaka eða verkfræðinga til að fræða um efnin. Við Pétur fórum tvisvar saman til Ítalíu til að fræðast um þessa framleiðslu og það var ekki síður fróðlegt fyrir mig að ræða við Pétur um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Alltaf í lok hvers dags á Ítalíu fengum við okkur cappuccino-kaffi og okkur fannst deginum ekki lokið án þess. Það sem mér fmnst alltaf standa upp úr í þeirri fræðslu þeg- ar við voram að ræða saman er þegar hann sagði mér frá því hve mikilvægt það væri að sinna fjöl- skyldunni. Ástæðan fyrir þessu var sú að hann sagði mér frá því þegar hann bjó í Vestmannaeyjum og vinnudagurinn var oft langur, þá var hann mættur i vinnuna áður en börnin hans vora komin á fætur og hann kom heim á kvöldin eftir að þau voru sofnuð. En það sem stóð upp úr hjá honum var það að hann fór alltaf heim í hádeginu til að borða og hann sagði að þá hefðu börnin komið hlaupandi á móti honum því það var sá hluti dagsins sem þau sáu hann. Þessi saga hefur mótað nokkuð minn hug og þann tíma sem ég nýti til að aðstoða og sinna mínum börnum því hann sagðist hafa séð það eftir á að oft -« hefði hann viljað gefa börnum sín- um meiri tíma því tíminn flýgur frá okkur. Pétur vildi alltaf hafa sitt á hreinu og þess vegna lét hann iðn- aðarmenn stundum heyra það ef þeir höfðu notað efnin á annan hátt en sagði í leiðbeiningunum. Það var ekki ósjaldan sem hann sagði þeim nú að lesa leiðbeiningarnar áður en þeir notuðu efnin en ekki eftir á. Þegar ég hætti hjá Húsasmiðj- unni settumst við niður síðasta dag- inn og fengum okkur væna sneið af köku sem hafði verið keypt en það var ekki oft sem Pétur gaf sér tíma til þess og er ég þér, Pétur, alltaf þakklátur fyrir það. Síðast þegar ég sá þig, Pétur minn, varst þú langt leiddur af þín- um veikindum og ég sá hvert stefndi en ég var ákveðinn í að heilsa upp á þig fljótlega aftur en þá var eins og oft vill verða, tíminn floginn frá manni og þú farinn. Ég er sannfærður um að þú ert kominn í gott sæti og lítur eftir þínum nán- ustu og að múraramir fari eftir leið- beiningunum. Að lokum vil ég þakka þér kær- lega fyrir allt saman, Pétur minn, því að kynnast manni eins og þérJ var mér mikill skóli og skóli lífsins er oft á tíðum sá skóli sem skilur eftir gagnlegustu reynsluna. Þínum nánustu votta ég samúð mína og þá sérstaklega Guðránu eiginkonu þinni (en þú kallaðir hana alltaf „Lilla mín“) en þegar við vorum á ferðalagi saman leitaði hugur þinn oft til hennar. Helgi Kristúfersson. Á Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralðng reynsla. Svenir Olsen, útfararstjóri Svemr Einarsson, t. útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.