Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 64

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 % ————— Dýraglens Y BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 í tilefni Frá Hallgrími Sveinssyni: JON Sigurðsson forseti var óþreyt- andi að hvetja landsmenn sína tO dáða alla tíð og átti það við um flest þjóðmálefni. Hann var hin praktíska sjálfstæðishetja sem var í beinu sambandi við almenning í landinu með bréfaskriftum til mörg hundruð manna um allt ísland. f Landsbóka- safni og Þjóðarbókhlöðu eru til hvorki meira né minna en yfir 6.000 bréf tO Jóns frá um 870 bréfriturum, en bréf Jóns sjálfs fóru mörg í glatkistuna hjá löndum hans í gegn- um tíðina. Oteljandi blaðagreinar skrifaði hann til að telja kjark í landsmenn. Hann sá að það þurfti að efla atvinnuvegina, ef landið átti að verða nokkurs megnugt. Besta ráðið tO þess var aukin þekking og fræðsla, betri samtök, meiri íhugun og framtakssemi. Af öOum þeim fjöl- mörgu ritverkum sem hann gaf út, má nefna Litla varningsbók og Litla fískibók sem inmhéldu praktískar leiðbeiningar tO bænda og fiski- manna sem lásu þær upp til agna. Eru þessar útgáfur aðeins örlítið dæmi um hvemig Jón Sigurðsson varðaði veginn í nánast öllum hags- muna- og framfaramálum íslend- inga. Þegar Jón var 27 ára gamall skrif- aði hann eftirfarandi: „Sérhverri þjóð vegnar vel, sem hefir lag á að sjá kosti lands síns og nota þá, eins og þeir eiga að vera notaðir.“ Það var einmitt þetta sem Jón lagði svo mikla áherslu á við landa sína: Að nýta kosti landsins á réttan hátt. Færa má þetta til nútímans, eins og flest sem þessi makalausi maður tjáði sig um og benda á hin geigvænlegu mengunarslys sem sí- feOt skjóta upp kollinum í landbún- aði margra Evrópubandalagsþjóða, dagsins nú síðast í Belgíu. Er ekki skynsam- legt fyrir Islendinga að reyna að forðast í lengstu lög að moka óætum og stórhættulegum matvörum inn í landið, þó að ódýrari séu, en reyna í þess stað að búa að sínum eigin landbúnaðarvörum svo lengi sem kostur er? Spyrja má hvort ekki sé löngu kominn tími tO að gera samanburð á hinum ýmsu sjálfstæðisforingjum þjóðanna, sem flestir börðust á víg- velli, og Jóni forseta, sem var hinn raunsæi foringi með sögu þjóðar sinnar að vopni. Hvaða arf hafði þessi fátæki prestssonur af Vest- fjörðum í genum sínum, sem gerði honum kleyft að leggja línur fyrir Islendinga í verslunar- og atvinnu- málum almennt, fjármálum, stjóm- skipunarmálum, sögu og stjómvís- indum? Jón og Ingibjörg, eiginkona hans, kölluðu tO sín flesta Islendinga sem til Kaupmannahafnar komu um þeima daga og héldu þeim veislu einu sinni í viku. Þar voru þjóðmálin rædd og lagðar línur. Sumir minnt- ust þeirra kvöldstunda sem sælustu stunda ævi sinnar. Jón var ólaunað- ur ambassador og viðskiptafulltrúi Islendinga í höfuðstað Danaveldis áratugum saman og svona mætti nánast án enda halda áfram að telja þjónustörf þessa manns fyrir landa sína, sem flest voru án launa. „Jón Sigurðsson afkastaði svo mörgu, að benda mætti á eitt verkið eftir annað, sem hvert um sig mundi þykja gilt ævistarf, ef aðrir menn hefðu unnið, en þykir varla orða vert, þegar litið er á það sem hjá- verk hans.“ Svo mælti Sigurður Nordal. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Davíð og Goliat - Eiga hjólreiðamenn samleið með bílaumferð? Frá Jóni Gröndal: ÞESSARI spumingu er ekki hægt að svara nema játandi, en það krefst vissulega tfllitssemi og tilhliðrunar á báða bóga til þess að vel fari. Öku- menn bflanna eru ekki þeir einu sem þurfa að sýna tillitssemi, það þurfa hjólreiðamenn að gera líka. Það er tfl dæmis sjálfsögð tOlitssemi við aðra vegfarendur að vera klæddur í fatnað í skærum litum sem sjást vel. Öku- menn fá þá sem bestan tíma tfl þess að búa sig undir að sýna hjólreiða- mönnunum tillitssemi. Hjólreiðamað- ur sem er á ferð í rigningarsudda og slæmu skyggni klæddur í föt í hálf- gerðum felulitum getur varla farið fram á að ökumenn sýni honum fulla tiOitssemi, vegna þess að hann gefur þeim varla tækifæri tfl þess. Annað sem hjólreiðamenn þurfa að gæta er að taka ekki meira pláss en þeir þurfa. í grein 39 í umferðarlögunum stendur: „Hjólreiðamenn skulu hjóla í ein- faldri röð. Þar sem nægjanlegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða ef það er hægt án hættu eða óþæg- inda.“ Meginreglan er sem sagt að hjól- reiðamenn skuli ekki taka meira pláss en sem nemur einni breidd. Þetta eru hyggindi sem í hag koma fyrir þá. Enda gildir ekki málsháttur- inn „sá vægir sem vitið hefur meira,“ ef þeim lendir saman við bíl. Hér eru að lokum nokkrar tilvísan- ir í umferðarlögin tfl upprifjunar fyr- ir hjólreiðamenn. 1. „Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri.“ 2. „Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.“ 3. „Bam yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem hefur náð 15 ára aldri.“ JÓN GRÖNDAL umferðaröryggisfuOtrúi á Suðumesjum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.