Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/6 -13/6
►MAÐUR um tvíl ugt réðst
með hrottafengnum hætti á
tæplega fertuga konu, sem
var á gangi í Fossvogsdal
með barnakerru og tveggja
ára bam meðferðis. Hann
viðhafði nauðgunarhótanir
en konan slapp frá honum.
►INGIMUNDUR hf. og
Látrar hf. hafa gert samning
við Básafell hf. á ísafirði um
kaup á frystitogaranum
Sléttanesi IS. Skipinu fylgja
4,5% aflaheimilda Básafells,
en í Iok ágúst á síðasta ári
átti Básafell alls um 7.000
þorskígildistonn.
►FASTAFULLTRÚI íslands
hjá Alþjóðaviðskiptastofnun-
inni í Genf, Benedikt Jóns-
son sendiherra, flutti til-
lögðu í aðalráði stofnunar-
innar um afnám ríkisstyrkja
í sjávarútvegi. Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráðherra,
sagði að Islendingar hefðu
talað máli þessarar hug-
myndar lengi.
►FYRIRTÆKI Rauða hers-
ins á Vestfjörðum afturköll-
uðu beiðni um greiðslustöðv-
un, sem fyrirtækjunum var
veitt 24. júní. Ketill Helga-
son, framkvæmdastjóri fyr-
irtækjanna, sagði að beiðnin
hefði verið afturkölluð þar
sem ljóst hafl þótt að ekki
væri grundvöllur fyrir
nauðasamningum vegna þess
að ekki hefði fengist lán frá
Byggðastofnun.
►BÚNAÐARBANKINN
Verðbréf keyptu rúmlega
20% eignarhlut í flugfélaginu
Atlanta. I tengslum við kaup-
in var undirritaður samning-
ur milli fyrirtækjanna um að
Búnaðarbankinn Verðbréf
myndu undirbúa útboð og
stefnt er að skráningu á
Verðbréfaþingi íslands.
Flugslys við
Hornafjörð
FLUGVÉL af gerðinni Gulfstream
AA-5A fórst við Stokksnes við Horna-
fjörð, skammt undan landi. Tvær
breskar konur voru um borð í vélinni
og sluppu þær báðar ómeiddar. Önnur
kvennanna, flugmaðurinn, komst í land
af eigin rammleik en hinni var bjargað
um borð í vélbátinn Gústa í Papey
tveimur tímum síðar. Þá var hún ná-
lægt Hafnartanga inni í Lónsvíkinni.
Konurnar voru báðar í flotgöllum og að
sögn þeirra sem að björguninni stóðu
hefur það ugglaust bjargað lífí þeirra.
Bræla var á slysstað og voru konurnar
orðnar kaldar eftir volkið. Þær voru
fluttar til Reykjavíkur að lokinni lækn-
isskoðun á Heilugæslustöðinni á Höfn í
Hornafírði.
Fangi á Litla-Hrauni
sveik fé úr bönkum
FANGI Á Litla-Hrauni er grunaður
um að hafa haft að minnsta kosti hálfa
milljón króna út úr fyrirtæki hérlendis
með því að millifæra fé af reikningi
þess inn á reikning á eigin vegum og
samverkamanns utan múranna, sem
tók síðan féð út. Grunur leikur á að um
háar upphæðir kunni að vera að ræða.
Maðurinn, sem komist hefur í kast við
lögin vegna ýmiss konar afbrota, mun
hafa notað peningasíma, sem fangar á
Litla-Hrauni hafa til afnota, við svikin.
Bætt við íslenska
loftvarnakerfíð
MANNVIRKJASJÓÐUR Atlantshafs-
bandalagsins hefur samþykkt að ráðist
verði í byggingu viðbótarbúnaðar, sem
nefndur hefur verið Link-16, við ís-
lenska loftvamakerfið. Að sögn Hall-
dórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra
er áætlaður kostnaður við verkið um 28
milljónir bandaríkjadala eða sem svar-
ar til rúmlega tveggja milljarða ís-
lenskra króna. Gert er ráð fyrir að und-
irbúningur, hönnun og uppsetning
kerfísins muni taka tvö og hálft til þrjú
ár.
Barak tekur
formlega við í ísrael
EHUD Barak, leiðtogi Verkamanna-
flokksins tók formlega við embætti for-
sætisráðherra í ísrael á þriðjudag eftir
langvinnar stjómarmyndunarviðræður
en Barak sigraði Benjamin Netanyahu,
leiðtoga Likud-bandalagsins, öragglega
í forsætisráðherrakjöri 17. maí síðastlið-
inn. Barak sagði í ræðu eftir að hann
hafði svarið embættiseið að friðarum-
leitanir yrðu forgangsverkefni sitt og
hét hann því á miðvikudag að ræða við
alla nágranna ísraels. Hann hitti Hosni
Mubarak, forseta Egyptalands, á föstu-
dag og gert var ráð fyrir því að hann
hitti Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, í dag, sunnudag.
Ný framkvæmdastjórn
ESB skipuð
ROMANO Prodi, nýr forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambandsins
(ESB), kynnti samsetningu nýmar
nítján manna framkvæmdastjórnar á
föstudag. Aðeins fjórir höfðu einnig ver-
ið í fráfarandi framkvæmdastjórn sem
neydd var til að segja af sér vegna
hneykslismála. Prodi lýsti því yfír á
fréttamannafundi að skipun hinnar nýju
framkvæmdastjómar markaði upphaf
mikils umbótaátaks.
Skæruliðar
hörfa í Kasmír
INDVERJAR kváðust á föstudag hafa
náð tangarhaldi á mikilvægum víg-
stöðvum í Kasmír en Indlandsher hef-
ur undanfarnar vikur tekist á við
skæruliða þar í héraðinu. Fyrr í vik-
unni höfðu Indverjar lýst vantrú á yfir-
lýsingu sem Nawaz Sharif, forsætis-
ráðherra Pakistans, hafði gefíð um að
hann myndi fá skæraliðana til að hætta
átökum og fara af svæðinu. Indverjar
segja skæruliðana í raun liðsmenn
Pakistanhers en þjóðirnar tvær hafa
deilt hart um yfírráð yfir Kasmír und-
anfarin fímmtíu ár.
►STRÍÐANDI fylkingar í
Vestur-Afríkuríkinu Sierra
Leone komust á miðvikudag
að samkomulagi sem bindur
enda á átta ára borgarastríð
í landinu. Náðust samningar
eftir að hreyfing uppreisnar-
manna gaf eftir helstu kröfur
sínar. Ahmed Tejan Kabbah,
forseti Sierra Leone, og
Foday Sankoh, leiðtogi
Sameinuðu byltingarfylking-
arinnar, skrifuðu undir sam-
komulagið sem var fagnað
víða um heim.
►SKRÚÐGANGA Óraníu-
reglunnar í Portadown á
Norður-írlandi siðastliðinn
sunnudag fór friðsamlega
fram og kom ekki til sam-
bærilegra átaka og undan-
farin ár. Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, hét því
á mánudag í breska þinginu
að sjá til þess að Sinn Féin,
stjórnmálaarmur írska lýð-
veldishersins (IRA), yrði úti-
lokaður frá heimastjórn
stæði IRA ekki við skuldbind-
ingar varðandi afvopnun.
►HILLARY Clinton, forseta-
frú Bandaríkjanna, lýsti þvf
yfír í vikunni í fyrsta skipti
að hún ætlaði að bjóða sig
fram til setu í öldungadeild
Bandarílqaþings fyrir New
York-ríki í næstu þingkosn-
ingum. Talið er að Clinton
muni etja kappi við Rudolph
Giuliani, borgarstjóra í New
York, í kosningunum og sýna
skoðanakannanir að þau hafa
svipað fylgi meðal kjósenda.
►FJÖLDI manns hefúr látið
líflð í blóðugum átökum milli
marxi'skra skæruliða og sér-
sveita stjórnarhersins í Kól-
umbi'u í þessari viku og fara
vonir um að friður komist á í
landinu nú dvínandi.
FRÉTTIR
Bláa lónið
Nýr baðstað-
ur opnaður
almenningi
NÝR baðstaður Bláa lónsins var
sl. föstudag opnaður almenningi.
Fyrstu gestir til að baða sig voru
liðsmenn meistaraflokks Grinda-
víkur í körfuknattleik karla og
kvenna, auk körfúknattleiksfólks
úr Keflavík. Að sögn Magneu
Guðmundsdóttur, kynningastjóra
Bláa lónsins, höfðu um 800
manns brugðið sér í lónið strax á
fyrsta degi. Lónið verður opið
fyrir gesti um helgina.
Framkvæmdum við Bláa lónið
er nú nær lokið, en kostnaður við
breytingarnar er um 500 milljón-
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ÁNÆGÐIR gestir í Bláa lóninu.
ir. Næsta fimmtudag verður bað- verður forseta íslands boðið á
staðurinn opnaður formlega og opnunina.
Hlaðvarpinn búinn að fá leyfí til skemmtanahalds til 3 á næturna
„Ekki ætlunin að
storka nágrönnum“
HLAÐVARPINN fékk vínveitinga-
leyfi fyrir helgi að sögn Sigríðar
Erlu Jónsdóttur, framkvæmda-
stjóra staðarins, og þar með heimild
til að hafa skemmtanir til klukkan
þrjú eftir miðnætti um helgar. „Á
fundi í gær [fimmtudag] fengum við
fullt skemmtanaleyfí. Það var óskað
eftir að hægt væri að hafa opið leng-
ur þegar svo bæri undir, en það
stendur hins vegar ekkert slíkt til,
ekki fremur en að fullnýta leyfi sem
við fengum til að hafa vínveitingar
utan húss til klukkan 20 á kvöldin,"
segir Sigríður Erla.
Hún kveðst harma það að dagskrá
í Hlaðvarpanum hafí raskað ró íbúa í
Grjótaþorpi, en þeir hafa kvartað yf-
ir skemmtanahaldi þar og í Club
Clinton. „Það er alls ekki meiningin
að storka nágrönnum okkar og mér
þykir ákaflega leiðinlegt að þeir telji
þetta hafa verið svona óbærilegt.
Þarna er um mjög sjaldgæfa við-
burði að ræða, alls ekki reglan," seg-
ir hún.
Óskað eftir stefnumörkun
íbúasamtök Gijótaþorps sendu yf-
irstjóm Reykjavíkurborgar erindi 5.
júh' sl., þar sem óskað er eftir stefnu-
mörkun af hálfu borgarráðs Reykja-
víkur varðandi framtíð íbúðarbyggð-
ar og búsetu í Gijótaþorpi. Segir þar
að íbúar hverfisins búi við algert óör-
yggi hvað varðar lágmarksskilyrði
búsetu, og hafi þeir af þeim sökum
staðið í langvarandi bréfaskriftum
við stjómkerfi borgarinnar vegna
skemmtanahalds í ábataskyni sem
borgaryfirvöld hafi leyft ýmsum aðil-
um að stunda í hverfinu.
Bendir formaður samtakanna,
Kolbeinn Árnason, á í bréfinu að há-
vaði sé af skemmtistöðunum Club
Clinton og Hlaðvarpanum, þeim
fylgi mikil umferð drakkins og há-
vaðasams fólks á svefntíma íbúa
hverfisins, sóðaskapur og traflun á
aðgengi, þar sem gestir og starfs-
fólk þessara staða leggi bifreiðum
sínum í hverfinu. Af því síðast-
nefnda stafi m.a. sú hætta að ekki sé
hægt að koma slökkviliðs- eða
sjúkrabílum um hverfið með eðlileg-
um hætti. Þá fylgi starfsemi þessara
staða menningarsnauð og siðferðileg
lágkúra, og er einkum bent á Club
Clinton í því sambandi.
Leyfi ekki rýmkað
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að málefni skemmti-
staðarins sem nú nefnist Club Clint-
on séu að mörgu leyti erfið viðfangs.
Umræddur staður teljist til miðbæj-
arsvæðis, jafnvel þó svo að hann
teygi sig inn í íbúðarhverfið Gijóta-
þorp, og samræmist starfsemi hans
því skipulagi sem gert er ráð fyrir á
miðbæjarsvæði, þ.e. verslun, veit-
ingastarfsemi eða öðra slíku.
,Áf þeim sökum getum við ekki
lagst á móti veitingastarfsemi á
þessum stað, en við getum hins veg-
ar haft skoðanir á því hvemig þessi
rekstur á að vera. Meðal annars
vegna þess að veitingastarfsemi á
þessum stað raskaði næturró fólks,
ákvað borgarráð að veita staðnum
ekki opnunartíma lengur en til 23.30
virka daga og 1 eftir miðnætti um
helgar, og við það hefur verið staðið.
Við höfum ekki fjallað um óskir um
rýmkun leyfis og lengri opnunartíma
hjá borginni, þannig að íbúar Grjóta-
þorps hafa enga ástæðu til að vera
með yfirlýsingar um það mál. Ég get
hins vegar sagt að miðað við það
áreiti sem hefur verið af þessum stað
og þær kvartanir sem hafa borist, tel
ég ekki að af rýmkun leyfis verði. Ég
get líka tekið undir raddir þess efnis
að það er sannarlega ekki menning-
arauki af þessum nektarstöðum, en
borgaryfirvöld hafa ekki tök á að
ákveða hvers kyns skemmtanastarf-
semi fer fram í þessum húsum,“ seg-
ir Ingibjörg Sólrún.
Kvartanir athugaðar
Varðandi málefni Hlaðvarpans
segir borgarstjóri það eiga við hann
eins og aðra slíka staði, að þeir verði
að gæta þess að hávaði berist ekki
frá þeim þannig að næturró fólks
raskist. „Mér skilst að Hlaðvarpinn
hafi verið með sk. tækifærisleyfi, þ.e.
leyfi sem sækja þarf um fyrir hvert
tilvik. Við munum hins vegar skoða
þessi mál og athuga hvaða kvartanir
hafa borist lögreglu, enda er hún um-
sagnaraðili hvað varðar leyfisveiting-
ar.“ Sigríður Erla vildi koma því á
framfæri, að í Hlaðvarpanum hefði
verið rekin menningarmiðstöð
kvenna um fimmtán ára skeið og
verði gert áfram. Hlaðvarpinn hafi
átt mjög gott samstarf við Reykja-
víkurborg í gegnum tíðina varðandi
starfsemi í húsinu og alla uppbygg-
ingu á svæðinu, og endurbætur
standi m.a. yfir um þessar mundir.
„Það sem við eram að gera ætti að
vera Grjótaþorpinu til framdráttar
og fegurðarauka. Fram til þessa höf-
um við einnig átt mjög góð samskipti
við íbúa í hverfinu og vonum að svo
verði áfram. Við erum eingöngu að
auka lífið í húsinu, efla og styrkja
Hlaðvarpann bæði innan sem utan,
og höfða til sem flestra,“ segir hún.
Mikill mannfjöldi í bænum
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir að lögreglan hafi
fengið kvartanir og farið til eftirlits á
þessu svæði. Hann segir málin þar
hafa verið til skoðunar eins og mál-
efni allra veitingastaða í miðborginni.
Ekki sé hins vegar hægt að merkja
að hávaðinn komi sérstaklega frá
ákveðnum veitingastað eins og Odd-
ur Bjömsson sagði í samtali við
Morgunblaðið og birtist sl. fóstudag.
„Það era fjölmargir veitingastaðir
á svæðinu og mikill mannfjöldi og við
höfum því ekki getað tekið undir allt
sem hann talar um og merkt það ein-
um veitingastað. I sumum tilvikum
höfum við getað tekið undir að hjá
honum hafi verið hávaði og ónæði án
þess að geta sagt að það stafi frá
ákveðnum veitingastað,“ segir Karl
Steinar og bendir á að bæði Hlað-
varpinn og Club Clinton hafi skert
leyfi og aðrir veitingastaðir í ná-
grenninu hafi opið mun lengur.
PÁLL ÁSGEtR
ÁSGEIRSSON
fiórar af vinsælustu
Leiðsögurit um
f)óraraf\
gönculeií
landsins:
GÖNGUUIDm
- þórsmðfk
llríðub.
Srf-lÁBSÖRcfi
HhMtws - Hvnawöii
Landmannalaugar • Þórsmörk |
Herðubreiðarlindir • Svartárkot j
Snæfell • Lónsöræfi
Hvítámes • Hveravellir
Fjöldi Ijóemynda
Mál og menning
Laugavogi 18 • Slmi 515 2500 • Síðumula 7 • Simi 510 2500