Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fleiri tilfelli af kampýlóbaktersýkingu það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra 255 greinst svktir í ár ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa greinst 255 tilfelli af sýkingu af völdum kampýlóbakter hérlendis, en allt árið í fyrra voru greind til- felli 220 talsins. Greind tilvik í júlí- mánuði eru þegar orðin 74 og líkur eru á að þau fari yfir hundrað í þessum mánuði, að sögn Jóns Gísla- sonar, forstöðumanns matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins. „Þar að auki má ætla að mun fleiri verði veikir en þeir sem leita til læknis þar sem sýking er stað- fest,“ segir Jón. Hann segir skýringar á þessari miklu aukningu ekki liggja fyrir. „Við vitum að kampýlóbakter finnst í kjúklingum, en við höfum ekki fundið hana í öðrum kjötvörum sem við höfum tekið sýni úr. En við vilj- um rannsaka aðrar kjötvörur og einnig vatn, sérstaklega yfirborðs- vatn, og einnig sýni úr dýrum og umhverfi búa,“ segir Jón. Kampýló- bakter er baktería sem getur valdið matarsýkingum. Algeng sjúkdóms- einkenni eru niðurgangur, kvið- verkir, hiti, ógleði og uppköst, en STÓRMEISTARARNIR Friðrik Ólafsson og Bent Larsen munu heyja sögulegt skákeinvígi í Tívolí í Kaupmannahöfn þann 20. ágúst nk. Skákeinvígi þeirra verður lið- ur eða öllu heldur hápunkturinn í hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Skáksambands Norður- landa sem stofnað var þar í garð- inum fyrir réttri öld, 20. ágúst 1899. Einvígið sem verður með at- skákarsniði fer fram 1 Konsert- salnum og hefst kl. 17. Tefldar verða tvær skákir með 25 mín. umhugsunartíma og síðan bráða- bani ef jafnt verður. Mörgum er enn minnisstætt sögufrægt einvígi þeirra félaga um Norðurlandameistaratitilinn í skák 1955, sem fram fór í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík árið einnig getur verið um einkenna- lausa sýkingu að ræða. Fólk hefur þurft að leggjast á sjúkrahús vegna þessarar sýkingar, en yfirleitt ganga sjúkdómseinkenni yfir á um viku. í skyndiúttekt heilbrigðiseftirlits á höfuðborgarsvæðinu á ferskum kjúklingum síðastliðið haust voru tekin 22 sýni og reyndust 14 þeirra jákvæð. I könnunum á gerlafræði- legu ástandi frystra kjúklinga árin 1986-1991 reyndust 75-88% sýna innihalda sýkilinn. RANNÍS veitti nýlega 15 millj- óna króna rannsóknarstyrk til þriggja ára, til rannsókna á 1956, og lauk með naumum sigri Larsens. Skáksambandið vísir að nor- rænni samvinnu Skáksamband Norðurlanda er einn fyrsti vísirinn að norrænni samvinnu og fyrsta sérsambandið á menningarsviðinu, jafnframt þvi að vera elsta milliríkjaskáksam- band heims. í tilefni af afmælinu verður sérstök skákdagskrá í Tívolí þann dag, tefld verður skák með lifandi mönnum, fram fer risa- fjöltefli o.fl., auk einvígis þeirra Friðriks og Larsens. Þátttakendur Islands í mótinu eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhalls- son. kampýlóbakter í umhverfi, dýrum, matvælum og mönnum, sem skref í áhættugreiningu, með það að mark- miði að draga úr sýkingu í mönnum. Hollustuvemd ríkisins, sýkladeild Landspítalans, yfirdýralæknir, sótt- varnarlæknir, tilraunastofa HI á Keldum og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins munu vinna saman að þessum rannsóknum og fer kostnaður við þær yfir 30 milljónir króna með framlagi þessara aðila. Hollustuvemd ríkisins og land- læknisembættið birtu heilsíðuaug- lýsingu í Morgunblaðinu í gær, und- ir yfirskriftinni „það iðar allt af lífi í eldhúsum landsins," þar sem neyt- BANDARÍSKI kvikmyndaleikar- inn Kevin Costner, sem er staddur hér á landi við leik og störf, lét veðrið í gær ekkert á sig fá og setti í og iandaði sjö punda laxi. Hann var við veiðar í Langá í allan gærdag ásamt tökuliði og fram- endum var bent á smithættu af völdum kampýlóbakter í kjötvörum. Ottast fjárhagstjón Hermann Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuvemdar rík- isins, segir að tveir til þrír kjúklingaframleiðendur hafi haft samband við stofnunina og sagt að auglýsing embættisins og landlækn- is hefði í för með sé tuga miiljóna króna tap vegna söluhruns. „Þeir vom mjög óhressir og telja að salan muni dragast saman þessa helgi um tugi milljóna. Nokkrir hafa líka ver- ið í lagi hvað prufur varðar og em sömuleiðis ekki ánægðir með að fá rangan stimpil á sig. En það hefur verið stöðug aukning í þessum sýk- ingum og ástæða til að vara við hættunni," segir hann. I auglýsingunni er almenningi meðal annars bent á að gæta að hreinlæti í eldhúsinu, nota hrein áhöld, þvo hnífa og skurðbretti þeg- ar skipt er úr einni gerð hráefna yf- ir í aðra og gegnhita allt kjöt til að drepa bakteríuna. Ieiðendum heimildarþátta sem sjónvarpsstöðin ESPN er að gera um laxveiði á íslandi. Að sögn Johns Barett Ieikstjóra þáttanna ganga tökur prýðilega og er hóp- urinn mjög ánægður með dvölina hér á landi. Byggðakvóti Ekki aðeins til Vest- og Austfjarða STJÓRN Byggðastofnunar fjallaði á fundi sínum á Sauðár- ki-óki í gær um úthlutun 1.500 þorskígildistonna á ári til byggða sem hafa lent í erfið- leikum vegna fiskveiða eða fisk- vinnslu. Ekki er búið að ganga frá úthlutun og verður málið ekki afgreitt fyrr en í dag á framhaldsfundi stjórnar. Þórar- inn Sólmundarson ráðgjafi stofnunarinnar segir þó ljóst að áhersla verði á staði á Vest- fjörðum og Austfjörðum, en út- hlutun muni hins vegar ekki einskorðast við þau svæði. „Við fjölluðum í allan dag um þessi kvótamál en stjórnin á eftir að samþykkja tillögur þar að lútandi eða ganga frá þeim. Innan stjórnar er ekki ágreiningur en menn vilja fjalla um einstakar úthlutanir og fara í saumana á þessum málum, til að breið samstaða myndist um málið,“ segir Þór- arinn. Lést í bif- hjólaslysi UNGUR ökumaður bifhjóls lést í bifhjólaslysi á Hringbraut skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt fimmtudags. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurð- aður látinn er þangað kom. Slysið varð á Hringbrautinni vestan Smáragötu gegnt Um- ferðarmiðstöðinni og vildi til með þeim hætti að ökumaður bifhjólsins, sem ók austur eftir Hringbrautinni, lenti utan í bif- reið sem ekið var í sömu akst- ursstefnu með þeim afleiðing- um að ökumaðurinn kastaðist af hjólinu og hlaut mikla höfuð- áverka. Þrír farþegar auk öku- manns voni í bifreiðinni, en enginn þeirra var fluttur á slysadeild vegna meiðsla. Friðrik teflir aftur við Larsen Morgunblaðið/John Barett Kevin Costner í laxveiði Sjávarútvegsráðherra á yfírreið um Vestfirði Betra ástand en Ijöl- miðlar hafa sagt ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegráðherra kveðst telja atvinnu- ástand á Vestfjörðum miklum mun betra en hann hafi átt von á, að lok- inni tveggja daga yfirreið um Vest- firði. Árni heimsótti fyrirtæki og ræddi við forsvarsmenn þeirra og talsmenn vinnuveitenda og verka- lýðsfélaga. „Ég fékk allt aðra mynd af ástandinu en komið hefur fram og finnst það standa upp úr þessari heimsókn,“ segir ráðherra. ,j\.ð undanförnu hefur mátt ætla af fjölmiðlaumfjöllun að ástandið væri mjög slæmt, en fyrir utan vandamál hjá einstökum fyrirtækj- um, er margt mjög gott og jákvætt að gerast á Vestfjörðum. Ég hef það ekki á tilfinningunni að almenn vandamál ríki í atvinnulífinu eða það sé hrun á Vestfjörðum. Ég er bjartsýnn á að sjávarútvegurinn verði sterk atvinnugrein þar,“ seg- ir Ámi. Aðspurður hvort hann teldi lík- legt að stjórnvöld gripu til sér- tækra ráðstafana vegna atvinnu- ástands á Vestfjörðum og nýlegra fregna af erfiðleikum fyrirtækja sem kennd eru við Rauða herinn, kvaðst Ámi ekki gera ráð fyrir að stjómvöld gætu gripið til annarna aðgerða til að bæta atvinnuástand á Vestfjörðum en þau hafa yfir að ráða lögum samkvæmt, og nefnir hann hinn sk. byggðakvóta í því sambandi. „Það er afskaplega lítið atvinnuleysi á Vestfjörðum og þó að blikur séu á lofti hjá sérstaklega Morgunblaðið/Egill Egilsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA heimsótti m.a. Skelfisk á Flateyri og er hér ásamt Ingibjörgu Kristjánsdóttur yfirverkstjóra Básafells, Einari Oddi Kristjánssyni alþingismanni, Ármanni Kr. Ólafssyni, aðstoðar- manni ráðherra, og Hinrik Kristjánssyni vinnslustjóra Básafells. einu fyrirtæki, held ég að ekki of lítinn kvóta, þannig að ég held þurfi að fara víða um landið til að að það sé ekkert einskorðað við finna þá skoðun manna að þeir fái Vestfirði." m stoun •••••••••••••••••••••••••••••••••••• ÁFÖSTUDÖGUM og KR-sigur/C4 Pétur Pétursson tekur við Keflavíkurliðinu/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.