Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Viðurkenningar voru veittar fyrir snyrtilegar lóðir einstaklinga og fyrirtækja í Garðabæ í gær Fagurt umhvern Garðabær BÆJARSTJÓRN Garðabæj- ar veitti viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi innan marka bæjarins í gær. Stekkj- arflöt var valin snyrtilegasta gata Garðabæjar í ár. Að auki voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang og fallegt umhverfi einstakra lóða við íbúðar- og atvinnu- húsnæði í bænum. Eigendur fimm lóða við íbúðarhúsnæði voru verðlaun- aðir. í umsögn um garðinn við Eskiholt 20 segir að hann sé stór og glæsilegur með fjöl- breyttum gróðri. Tekið er fram að hæðarmismunur sé nýttur mjög hugvitssamlega í bakgarði. Eigendur lóðarinnar eru Bryngeir Kristjánsson og Ragna Gísladóttir. Agúst Einarsson og Sigur- laug Vilhjálmsdóttir eiga lóð- ina við Fögruhæð 6. Hún er nýfrágengin og þykir sérstak- lega smekkleg. Þá tengist hún götumyndinni vel. Lóð Guðbergs Kára Ellerts- sonar og Aldísar Bjargar Am- ardótur við Goðatún 26 er smekklega endurunnin. Fram- hlið garðsins þykir vel heppn- uð. Ingi Olsen og Þóra Lind Ni- elsen búa við Sunnuflöt 45. Garðurinn þeirra er faliegur og gróðurval í honum fjöl- breytt. Vel þykir hafa tekist til í stón-i lóð í miklum halla. Hafsteinn Ingvarsson og Ragnheiður Jónsdóttir fengu viðurkenningu fyrir halda upp- runalegu útliti húss og garðs við Bakkaflöt 1. Sérkenni lóð- arinnar felst í því að grasflár ganga upp á veggi hússins. Olís við Hafnarfjarðarveg og Pharmaco við Hörgártún hlutu viðurkenningar fyrir aðlaðandi umhverfi. Fyrirtækin setja sterkan svip á Garðabæ og eru honum til prýði. UMHVERFI OLÍS við Hafnarfjarðarveg er fyrirtækinu til sóma. EIGENDUR hússins við Bakkaflöt 1 hafa haldið upprunalegu útliti þess. Morgunblaðið/Jóra FJÖLSKYLDAN sem býr við Sunnuflöt 45 í eftirlætishorni sínu í garðinum. STEKKJARFLOT var valin snyrtilegasta gata Garðabæjar. Sumarhátíð Vinnuskólans Laugardalur ÞAÐ var líf í tuskunum vítt og breitt um Laugardal í gær. Unglingar sem unnið hafa að fegrun borgarinnar undanfamar vikur og mán- uði hittust í dalnum þar sem fram fór hin árlega sumar- hátið Vinnuskóla Reykjavík- ur. Fyrir hádegi háðu ung- lingarnir keppni í ýmsum greinum. Sumir kepptu í hefðbundnum íþróttagrein- um á borð við knattspymu, sund og boðhlaup. Aðrir völdu sér hins vegar óvenju- legri greinar; limbó, kappát og spuni var þar á meðal. Enn aðrir sinntu listsköpun. Að lokinni grillveislu í há- deginu var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði. Helga Braga Jónsdóttir steig á stokk, flutt var tónlist úr Morgunblaðið/Jim Smart Litlu hryllingsbúðinni og vinsælar hljómsveitir tróðu upp svo fátt eitt sé nefnt. Breytt svipmót gamla Morgunblaðshússins Miðbær UNNIÐ er að endurbótum og breytingum á gamla Morgun- blaðshúsinu við Aðalstræti. Núverandi eigendur hússins eru Tryggingamiðstöðin sem á flestai- hæðir hússins, að undaskilinni 4. og 5. hæð sem eru í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Gunnars Felixson- ar, forstjóra Tryggingamið- stöðvarinnar, er nú verið að vinna að ýmsum breytingum á húsinu. Sú breyting er hvað mest áberandi að búið er að mála yfír nafn Morgunblaðs- ins sem trónaði efst á húsinu í áraraðir. Sagði Gunnar að verið væri að íhuga þann möguleika að setja nafn og merki Tryggingamiðstöðvar- innar efst á húsið, en þar sem ekki væri búið að ræða það við meðeigendur lægi engin ákvörðun fyrir. Nú er unnið að því að skipta um alla glugga í húsinu og verið er að ganga frá breyt- ingum á neðstu hæð hússins og anddyri. Frekari breyting- ar eru fyrirhugaðar en ekki liggur fyrir hverjar þær verða að sögn Gunnars. Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.