Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 21
VIÐSKIPTI
Tæknival hf. g;efur út afkomuviðvörun vegna sex mánaða uppgjörs
VELTA Tæknivals hf. hefur aukist
um 49% fyrstu sex mánuði ársins
frá sama tímabili í fyrra. Prátt fyrir
veltuaukningu er áætlað að tap af
rekstri félagsins nemi um 85-95
milljónum króna á tímabilinu. Til
frádráttar tapinu kemur
söluhagnaður eigna fyrir 30
milljónir króna. A þessu stigi er
ekki gert ráð fyrir að rekstur
dótturfélaga hafi teljandi árif á
þessa niðurstöðu.
A aðalfundi Tæknivals í lok mars
sl. var kynnt áætlun um 70-90
milljóna króna hagnað í lok árs. Sú
áætlun gerði ráð fyrir að rekstur
yrði í járnum fyrstu 6 mánuði
ársins. Eftir ítarlega skoðun á
rekstrarþáttum fyrirtækisins, sem
forsendu nýrrar áætlunar fyrir
Skipulagsbreytingar
hjá Flugleiðum
Ahættu-
stýring-
ardeild
stofnuð
GERÐAR hafa verið breytingar á
skipulagi fjármálasviðs Flugleiða til
að endurspegla mikilvægi áhættu-
stýringar í fjár-
málum í rekstri
félagsins. Stofn-
uð hefur verið
sjálfstæð deild
innan fjármála-
sviðs, áhættu-
stýringardeild,
en áhættustýring
heyrði áður undir
Jóhann G. fjárreiðudeild.
Jóhannsson ForstÖðumaður
deildarinnar verður Jóhann
Guðlaugur Jóhannsson en breyting-
amar taka formlega gildi 1. ágúst.
Stór hluti tekna ■
erlendum myntum
Ahættustýring er afar mikilvæg
fýrir Flugleiðir sem starfa á al-
þjóðamarkaði. Um tveir þriðju hlut-
ar af heildartekjum félagsins verða
til í erlendum myntum. Meginhluti
lána félagsins er einnig í erlendum
myntum og eldsneytiskostnaður
vegur þungt í rekstri félagsins.
„Flugleiðir hafa um langt skeið
lagt áherslu á að draga sem mest úr
áhættu vegna gengis- og vaxta-
breytinga og náð umtalsverðum ár-
angri á því sviði. Með stofnun sér-
stakrar deildar teljum við unnt að
fylgja enn betur eftir stefnu okkar
um markvissa áhættustýringu í
fjármálum,“ segir Halldór Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Flugleiða, í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu.
Verður innri banki
Flugleiðasamstæðunnar
Hlutverk nýju deildarinnar verð-
ur að meginstofni þríþætt: Að sjá
um áhættustýringu á gjaldmiðlum,
vöxtum og eldsneyti, að ávaxta fjár-
muni félagsins á sem hagkvæmast-
an hátt og loks að starfa sem innri
banki Flugleiðasamstæðunnar, en í
því felst hvers kyns fjármálaráðgjöf
og lánafyrirgreiðsla til dótturfyrir-
tækja Flugleiða hf.
Forstöðumaður deildarinnar, Jó-
hann G. Jóhannsson, hefur starfað
hjá fjárreiðudeild við áhættustýr-
ingu gjaldmiðla og vaxta. Áður en
Jóhann réðst til Flugleiða starfaði
hann hjá Kaupþingi frá árinu 1995
til 1998. Jóhann lauk prófi í rekstr-
arhagfræði frá Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð árið 1991 og framhalds-
námi í alþjóðahagfræði frá Háskól-
anum í Birmingham í Englandi árið
1994.
Hagnaðarvæntingar
standast ekki
seinni hluta árs, er Ijóst að fyrri
áætlun stenst ekki, að því er fram
kemur í afkomuviðvörun Tæknivals
hf.
Að auki telja nýir forsvarsmenn
fyrirtækisins einsýnt að niðurfærsla
birgða þurfi að eiga sér stað á árinu.
Endurskoðun birgða stendur nú
yfir og verða niðurstöður hennar
birtar í september. Ljóst þykir nú
þegar að afskidftir birgða verða
umtalsverðar.
Sviðum fækkað úr 10 í 7
í endurskipulagningu sem nú
standur yfir hjá Tæknival verður
sviðum meðal annars fækkað. í stað
10 sviða áður byggist nýtt skipulag
á 7 sviðum, þ.e. 5 rekstrarsviðum og
2 stoðsviðum. Þá hefur
stjórnunarstöðum innan hvers sviðs
verið fækkað.
Þá hefur verið hafin uppstokkun
á birgðahaldi félagsins sem miðast
að auknum veltuhraða og
markvissari innkaupum. Liður í
þeirri aðgerð er uppstokkun lagers
og niðurfærsla birgða í framhaldi af
því.
Spáð 50 milljóna króna
hagnaði
„Nú er verið að leggja lokahönd á
hina nýju rekstraráætlun fyrir
seinni hluta árs. I stað 27 milljóna
króna tapreksturs sem varð á seinni
hluta 1998, er gert ráð fyrir hagnaði
af rekstri á þeim árshluta sem
riemur um 50 milljónum kr.
Nýr hópur yfirstjórnenda í
fyrirtækinu hefur nú allur tekið til
starfa, frá og með 1. júlí.
Ráðgert er að kynna nýja
framkvæmdastjóm og endurskoðuð
markmið Tæknivals á
haustmánuðum,“ að því er fram
kemur í frétt frá félaginu.
MEGA
RIDER
Fjallahjól m|
Stærð: 26*x21*^
Gírar: 21 gíra Shimano
Fjallahjól. Stærð: 24”x14*
Gírar: 6 gíra Shimano, Grip shift
Bremsur: Tektro, V-bremsur
Fjallahjól. Stærð: 24“x15"
Glrar: 18 gíra Shimano, Grip shift
Bremsur: Tektro Silver alloy,
V-bremsur
TRAVELLER
Fjallahjól. Stærð:
Gírar: 18 gíra Shimano, Grip shift
Bremsur: Tektro silver alloy
V-bremsur
IHAGKAUP
Meira úrval - betri kaup