Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 21 VIÐSKIPTI Tæknival hf. g;efur út afkomuviðvörun vegna sex mánaða uppgjörs VELTA Tæknivals hf. hefur aukist um 49% fyrstu sex mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra. Prátt fyrir veltuaukningu er áætlað að tap af rekstri félagsins nemi um 85-95 milljónum króna á tímabilinu. Til frádráttar tapinu kemur söluhagnaður eigna fyrir 30 milljónir króna. A þessu stigi er ekki gert ráð fyrir að rekstur dótturfélaga hafi teljandi árif á þessa niðurstöðu. A aðalfundi Tæknivals í lok mars sl. var kynnt áætlun um 70-90 milljóna króna hagnað í lok árs. Sú áætlun gerði ráð fyrir að rekstur yrði í járnum fyrstu 6 mánuði ársins. Eftir ítarlega skoðun á rekstrarþáttum fyrirtækisins, sem forsendu nýrrar áætlunar fyrir Skipulagsbreytingar hjá Flugleiðum Ahættu- stýring- ardeild stofnuð GERÐAR hafa verið breytingar á skipulagi fjármálasviðs Flugleiða til að endurspegla mikilvægi áhættu- stýringar í fjár- málum í rekstri félagsins. Stofn- uð hefur verið sjálfstæð deild innan fjármála- sviðs, áhættu- stýringardeild, en áhættustýring heyrði áður undir Jóhann G. fjárreiðudeild. Jóhannsson ForstÖðumaður deildarinnar verður Jóhann Guðlaugur Jóhannsson en breyting- amar taka formlega gildi 1. ágúst. Stór hluti tekna ■ erlendum myntum Ahættustýring er afar mikilvæg fýrir Flugleiðir sem starfa á al- þjóðamarkaði. Um tveir þriðju hlut- ar af heildartekjum félagsins verða til í erlendum myntum. Meginhluti lána félagsins er einnig í erlendum myntum og eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstri félagsins. „Flugleiðir hafa um langt skeið lagt áherslu á að draga sem mest úr áhættu vegna gengis- og vaxta- breytinga og náð umtalsverðum ár- angri á því sviði. Með stofnun sér- stakrar deildar teljum við unnt að fylgja enn betur eftir stefnu okkar um markvissa áhættustýringu í fjármálum,“ segir Halldór Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Flugleiða, í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Verður innri banki Flugleiðasamstæðunnar Hlutverk nýju deildarinnar verð- ur að meginstofni þríþætt: Að sjá um áhættustýringu á gjaldmiðlum, vöxtum og eldsneyti, að ávaxta fjár- muni félagsins á sem hagkvæmast- an hátt og loks að starfa sem innri banki Flugleiðasamstæðunnar, en í því felst hvers kyns fjármálaráðgjöf og lánafyrirgreiðsla til dótturfyrir- tækja Flugleiða hf. Forstöðumaður deildarinnar, Jó- hann G. Jóhannsson, hefur starfað hjá fjárreiðudeild við áhættustýr- ingu gjaldmiðla og vaxta. Áður en Jóhann réðst til Flugleiða starfaði hann hjá Kaupþingi frá árinu 1995 til 1998. Jóhann lauk prófi í rekstr- arhagfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1991 og framhalds- námi í alþjóðahagfræði frá Háskól- anum í Birmingham í Englandi árið 1994. Hagnaðarvæntingar standast ekki seinni hluta árs, er Ijóst að fyrri áætlun stenst ekki, að því er fram kemur í afkomuviðvörun Tæknivals hf. Að auki telja nýir forsvarsmenn fyrirtækisins einsýnt að niðurfærsla birgða þurfi að eiga sér stað á árinu. Endurskoðun birgða stendur nú yfir og verða niðurstöður hennar birtar í september. Ljóst þykir nú þegar að afskidftir birgða verða umtalsverðar. Sviðum fækkað úr 10 í 7 í endurskipulagningu sem nú standur yfir hjá Tæknival verður sviðum meðal annars fækkað. í stað 10 sviða áður byggist nýtt skipulag á 7 sviðum, þ.e. 5 rekstrarsviðum og 2 stoðsviðum. Þá hefur stjórnunarstöðum innan hvers sviðs verið fækkað. Þá hefur verið hafin uppstokkun á birgðahaldi félagsins sem miðast að auknum veltuhraða og markvissari innkaupum. Liður í þeirri aðgerð er uppstokkun lagers og niðurfærsla birgða í framhaldi af því. Spáð 50 milljóna króna hagnaði „Nú er verið að leggja lokahönd á hina nýju rekstraráætlun fyrir seinni hluta árs. I stað 27 milljóna króna tapreksturs sem varð á seinni hluta 1998, er gert ráð fyrir hagnaði af rekstri á þeim árshluta sem riemur um 50 milljónum kr. Nýr hópur yfirstjórnenda í fyrirtækinu hefur nú allur tekið til starfa, frá og með 1. júlí. Ráðgert er að kynna nýja framkvæmdastjóm og endurskoðuð markmið Tæknivals á haustmánuðum,“ að því er fram kemur í frétt frá félaginu. MEGA RIDER Fjallahjól m| Stærð: 26*x21*^ Gírar: 21 gíra Shimano Fjallahjól. Stærð: 24”x14* Gírar: 6 gíra Shimano, Grip shift Bremsur: Tektro, V-bremsur Fjallahjól. Stærð: 24“x15" Glrar: 18 gíra Shimano, Grip shift Bremsur: Tektro Silver alloy, V-bremsur TRAVELLER Fjallahjól. Stærð: Gírar: 18 gíra Shimano, Grip shift Bremsur: Tektro silver alloy V-bremsur IHAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.