Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 38
' 38 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvað er að ■V> vera hæfur? í kvöldfréttum sjón- varpsins 8. júní sl. var rætt við borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna fyr- irsjáanlegs kennara- skorts við grunnskóla borgarinnar í haust. Þar gerði hún lítið úr vandanum og fuUyrti, að nægilegur fjöldi sé fyrir hendi af hæfum leiðbeinendum til þess fyUa þær stöður, sem ekld fáist kennarar í. Borgarstjórinn hefur vafaUtið rétt fyrir sér í vissum skUningi. En hugsanlega aðeins í þeim eina skilningi, að fjöldinn sé nægur. Ummæli borgarstjóra vöktu mig tU umhugsunar um merkingu þess að vera hæfur tU einhvers verks. Mér virðist að merking hug- taksins hljóti að ráðast af gæðum þeirra markmiða, sem liggja tU f grundvallar mati á því verki, sem vinna á. Samkvæmt þessari skU- greiningu ætti einstaklingur að telj- ast hæfur tU verks, ef hann er al- mennt í stakk búinn tU að uppfylla hin settu markmið. Viðvaningur getur t.d. fyUUega hellulagt bU- skúrsplanið sitt, ef vatnshallinn skiptir ekki meginmáli og hann læt- ur sig ekki skipta þótt pollar mynd- ist í rigningum. Vissulega eru til óskólagengnir einstaklingar, sem vinna verk af fagmennsku en þó hljóta þeir, eðli i málsins samkvæmt, að heyra tU undantekninga, þegar um er að ræða verk, sem krefjast sérhæfðr- ar þekkingar. Ef krafa um fag- mennsku er eindregin, þá er það vegna þess, að markið er sett hátt, og kröfur gerðar tU, að verkið sé sem næst lýtalaust. Til þess að raunhæft sé að gera slíkar kröfur þarf sú manneskja, sem vinnur verkið, að búa yfir kunnáttu og reynslu, sem við get- um einu orði kallað menntun. Hörður Bergmann hefur í Nýjum menntamálum fjallað um, að skóla- ganga og menntun eru sitt hvað. Menntun öðlast menn með því að takast á við vanda- mál og leysa þau, bæði innan skólastofnana sem utan. Skólaganga er hinsvegar viður- kennd leið tU þess að verða fagmanneskja á tUteknu sviði að því gefnu, að skólinn upp- fylli hlutverk sitt. Fús- lega skal þó viðurkennt, að skóla- gangan ein og sér er ekki nægjan- leg til að geta af sér góðan fag- Kennsla Ummæli borgarstjóra fela í sér illa dulda for- dóma til kennara- menntunar, segir Sig- urður Björnsson, og kennarastarfsins sem faggreinar. mann. Ennfremur skal undirstrik- að, að hér er ekki verið að gera lítið úr prýðilegu starfi þess fólks, sem kennt hefur í grunnskólum án sér- stakrar kennaramenntunar. Reynsla og hæfileikar geta vel komið í stað skólagöngu og prófa. En því verður ekki neitað, að al- mennt hlýtur sérstök kennara- menntun að vera grundvöllur að hæfi tU kennarastarfa. Til eru heið- arlegar undantekningar, eins og Hörður Bergmann bendir á, en Sigurður Björnsson þær hnekkja ekki þessari grunn- forsendu. Eða hvað? Er e.t.v. eng- inn munur á hæfi skólagengins kennara og leiðbeinanda til kennslu? Ef sú kynni að vera raun- in, er þá ekki nærtækast að spyrja, hvort ekki sé lausnin að leggja nið- ur Kennaraháskóla Islands og nota sparnaðinn, sem af því hlýst, til þess að hækka laun hæfra leiðbein- enda? Hvaða kröfur gerir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, til þeirra grunnskólakenn- ara sem undir hana heyra? Hver eru markmið grunnskólanna í Reykjavíkurborg að mati borgar- stjóra? Hvaða forsendur liggja til grundvallar þeirri staðhæfingu, að leiðbeinendur séu hæfir til kennslu í skólum í Reykjavík? Hverjar eru forsendurnar, sem rennt geta rök- heldum stoðum undir þessa stað- hæfingu? Mér dettur í hug dæmi tU samlík- ingar. Gerum ráð fyrir því, að leik- arar við Borgarleikhúsið segðu upp stöðum sínum. Margar stöður þyrfti að fylla fyrir komandi leikár og menntaðir leikarar væru ekki fáan- legir að koma til vinnu við þær að- stæður, sem þeim í boði væru. Hvaða ályktanir væri hægt að draga af þeirri hugsanlegu fullyrð- ingu, að nóg væri tU af hæfum áhugaleikurum til þess að fylla í stöðumar? Hvaða viðhorf tU leik- hússins myndu birtast í slíkum um- mælum? Engum blandast hugur um, að fjölmargir eru náttúrubörn í leik og hafa tekið þátt í mörgum verkum og myndu vafalítið getað unnið leiksigra í Borgarleikhúsinu. En getur það verið umdeUanlegt, að almennt skorti þá nauðsynlegar for- sendur tU að uppfylla kröfur, sem atvinnuleikhús gerir tU sinna starfs- manna? Eða er nægilegt að hafa talsverða hæfileika í starfið til þess að fá vinnu í Borgarleikhúsinu? Ummæli borgarstjóra finnst mér fáheyrð og bera vott um litla virð- ingu fyrir skólastarfi og fag- mennsku menntaðra kennara. Það er eitt að sætta sig við neyðarbrauð, annað að leggja það að jöfnu við vel undirbúna veislu. Ummæli borgar- stjóra fela í sér Ula dulda fordóma tU kennaramenntunar og kennara- starfsins sem faggreinar. Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Islands. Frelsi og ábyrgð > ÞESSA helgi verða fyrstu skrefin stigin í breytingum á af- greiðslutíma vínveit- ingahúsa. Um árabil hefur einkennilegt fyr- irkomulag verið á vín- veitingaleyfum í borg- inni. Á sömu mínút- unni kl. 3 aðfaranætur laugar- og sunnudaga er skrúfað fyrir kran- ann og þúsundir manna þyrpast út á götur miðborgarinnar. Því fylgir mannsöfnuð- ur sem á stundum minnir á þjóðhátíð, -/eliim Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 nema hvað ástand fólksins er ekki alltaf upp á það besta. LeigubUar hafa ekki undan að ferja fólk heim til sín og stór hópur fólks tekur á það ráð að ganga heim eða í síðbúin sam- kvæmi í nærliggjandi íbúðarhverfum. Allt hefur þetta verið veit- ingamönnunum, við- skiptavinunum og íbú- um í og við miðborg- ina til ama og óþæg- inda. Borgaryfirvöld hafa nú samþykkt til reynslu í 3 mánuði að heimila vín- veitingastöðum í miðborginni og á atvinnusvæðum að ráða afgreiðslu- tíma sínum sjálfum um helgar. Það er von okkar að þetta nýja fyrir- komulag muni auka valfrelsi um leið og það dragi úr ónæði af næt- urlífi borgarinnar. Jafnframt hafa verið samþykktar nýjar reglur um Afgreiðslutími Borgaryfírvöld hafa nú samþykkt til reynslu í 3 mánuði, segir Helgi Hjörvar, að heimila vínveitingastöðum í miðborginni og á at- vinnusvæðum að ráða afgreiðslutíma sínum um helgar. áminningar og leyfissviptingar vínveitingahúsa sem ekki fara að settum reglum, en með því mun skapast aukið aðhald, enda þurfa frelsi og ábyrgð að fara saman. Höfundur er forseti borgarstjórnnr. fíi Eru rimlagardínurnar óhreinar! Við Hreinium: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrofmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. . ..Níí0 tækmbreirmnm Sóiheimar 35 • Sfanfc 533 3634 • GSMí 997 3634 Helgi Hjörvar Dyr mann- réttinda! BANDARÍKIN höfðu sínar fæðingar- hríðir við uppbyggingu og mótun samfélagsins, sem og aðrar þjóðir. Frá því ég fór að fylgj- ast með hafa Bandarík- in verið þjóð lýðræðis og sátta og í mörgum tilvikum sem bjarg- vættur margra þjóða á neyðartímum. I Bandaríkjunum búa þjóðabrot frá flestum þjóðum heims. Þessir kynþættir, sem voru innflytjendur, komu með trúariðkun sína, lífsskoðánir og áhuga- mál. Þeir Bandaríkja- menn sem áttu uppruna sinn frá Evrópu nefndu hana gjarnan gamla landið. Þessir Evrópubúar voru yfir- leitt kristnir og gamlar myndir frá evrópsku landnemunum, ásamt kirkjubyggingum, finnst mér hafa verið í líkingu við byggðir Islendinga hér heima fyn- á tímum. Það er mín skoðun að Guð Israels - Skaparinn - hafi gefið mannkyninu í vöggugjöf frelsi til að velja og hafna. I skjóli þeirra gjafa eru m.a. trúfrelsi, skoð- ana- og athafnafrelsi. Stjórnskipun- arlög - stjórnarskrár - Bandaríkj- anna eru til eftirbreytni að þessu leyti fyrir allar þjóðir. I fáum orðum sagt: Þetta stóra land, USA, skiptist í bæði stór og smá ríki og sérhvert ríki hefur sjálfstjóm í eigin málum, kýs eigið þing, stjórnvöld. Ef kjörinn þingmaður þykir ekki standa við gef- in kosningaloforð geta íbúar eftir tvö ár safnað undirskriftum og ef ákveð- inn fjöldi kjósenda skrifar undir er hægt að víkja viðkomandi þingmanni frá í gegnum dómskerfíð. Það já- kvæða við sjálfsstjórnarríki Banda- ríkjanna er að almenningur getur, ef vilji er fyrir hendi, haft mikil áhrif á eigin hagsmuni og lífsafkomu fjöl- skyldunnar. Þjóðkjörnir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa svo m.a. það starfssvið að semja svonefnd alríkis- lög og þau verða íbúar sjálfsstjóm- arríkjanna, þ.e.a.s. allir Bandaríkja- menn, að halda og virða. Þessi stjórnskipan er að mínu mati lykill- inn að dymm mannréttinda og lýð- réttinda þegna Bandaríkjanna þar sem alríkislögin gera USA að einu öflugu þjóðríki þar sem allir em jafnir fyrir lögunum. Lénsherraveldi Evrópu Tillaga var borin fram í Evrópu- ráðinu þess efnis að Alþjóðadómstóll- inn í Haag fjallaði um hvort kæra ætti NATO fyrir glæpi gegn mann- kyni vegna loftárása á Serbíu. At- kvæðagreiðslan í Evrópuráðinu fór þannig að tillögunni var vísð frá vegna formgalla. Þessi útkoma at- kvæðagreiðslunnar er að mínu mati í anda gamla lénsherraveldisins í Evr- ópu gagnvart smáríkjum og almenn- ingi þeirra tíma. Evrópuráðið virðist ætla að teygja málið og frelsa NATO frá ábyrgð gjörða sinna: Að nota varnarbandalag vestrænna þjóða til að varpa sprengjum á vopnlausan al- menning í Serbíu, leggja landið næst- um í rúst og efnahag þess og kenna síðan lýðræðiskjömum forseta lands- ins, Slobodan Milosevic, um ódæðið. Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig verið virkur í NATO- liðinu.Hann lét hafa eftir sér í viðtali við fréttamenn niðurlægjandi orða- val í garð Milosevic og hótaði að Ser- bar fengju enga aðstoð eftir loftárás- ir NATO nema Milosevic væri rek- inn frá völdum. Þessi orð og fram- koma Clintons gagnvart Serbíufor- seta samrýmist ekki, að mínu mati, bandarísku réttarkerfi og mannrétt- indalögum. En viljinn til að koma Milosevic úr forsetaembætti í Serbíu verður að koma frá Serbum sjálfum. Ég spyr: 1. Voru átök Serba við Kosovo-Al- bana ekki innanríkismál serbneska ríkisins? 2. Urðu átökin í Kosovo ekki vegna þess að Kosovo- Albanar ætluðu að gera landið að sjálfstæðu múslímaríki innan Evr- ópu? Serbar og múslímar Serbar eru kristnir en múslímar eru mú- hameðstrúar. Meinið í þessum sorglegu átök- um virðist vera að Kosovo-Albanar, sem höfðu sjálfstjórn, hafa ekki viljað aðlaga sig al- ríkislögum Serba sem bæði þeir og Serbar eiga að halda og virða. Við vitum að það getur verið lífshættulegt fyrir kristna menn að taka sér búsetu í músh'maríki því að múslímum býður við kristilegu siðgæði og trú. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því í ís- lenskum dagblöðum að múslímahjón, búsett í Bandaríkjunum, hefðu feng- ið mann til að myrða dóttur sína af Stjórnskipan Það er mín skoðun, segir Asdís Erlings- dóttir, að fréttamenn hafí verið hlutdrægir í Kosovo-málinu. því að hún vildi ekki giftast þeim manni sem foreldrar hennar höfðu valið. Hjónin voru dæmd vegna gjörða sinna. Ef þessi atburður hefði gerst í múslímaríki hefðu þessi hjón haft allt í hendi sér. Eftir að NATO- liðið hafði haldið innreið sína í Kosovo birtist viðtal við múslíma- konu á sjónvarpsstöðinni CNN. Hún sagði m.a: Ég vil múslímatrú eins og Sádi-Arabar hafa. Þeir höggva hend- ur af þjófunum o.fl. Ég spyr: Hvað eiga Serbar að gera í slíku tilviki ef Kosovo-Albanar höggva hönd eða hendur af þjófunum? Slík gjörð hlýt- ur að standa gegn mannréttindalög- um Serba. En Islendingar: Myndu þeir leyfa hegningalög múslíma hér á landi? Hlutdræg fréttamennska Það er mín skoðun að fréttamenn hafí verið hlutdrægir í Kosovo-mál- inu, Serbar nær aldrei spurðir eða fengið að tjá sig og þeim kennt um allt. Hryllingssögur Kosovo-AIbana heyrast áfram og hafa sáð fyrirlitn- ingu og hatri á serbnesk stjórnvöld almennt. Hvar er dómgreind almenn- ings? Áleit fólk að serbneskir her- menn og lögreglusveitir væru að berjast við konur, böm og gamal- menni, hús úr húsi eins og eyðilegg- ingin sýnir? Nei! Serbar voru að berj- ast við hryðjuverkasveitir KLA- manna, ásamt þeim Kosovo-Albönum sem fylgdu þeim að málum. Áður en NATO fór að hafa afskipti af Kosovo- deilunni álitu vestrænar þjóðir KLA- menn vera hryðjuverkasveitir, sem þeir eru. Þáttur KLA-manna og fylg- ismanna þeirra þarf rannsóknamefnd mannkynsglæpa að kanna vel, ekki síður en hjá Serbum. Hvaðan fengu KLA-menn vopnin? Það alvarlegasta, að mínu mati, er að það lítur út fyrir að KLA-menn og fylgismenn þeirra hafi lagt líf óvopnaðs almennings í hættu í bardögum við Serba í Kosovo en hafí síðan flúið í felustaði sína og endurtekið bardagaaðferðimar þar til yfir lauk. Að sinni: Máltækið segir: Öðmvísi mér áður brá. Rússnesk stjómvöld, undir stjórn Yeltsíns forseta, voru þau einu í Evrópu sem fordæmdu loft- árásir NATO á óvopnaðan almenn- ing í Serbíu. Það er mín skoðun að rússneskur fulltrúi eigi að sitja í rannsóknarnefnd mannkynsglæpa í Evrópu. Höfundur er húsmóðir. Ásdís Erlingsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.