Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 23. JIJLÍ 1999 45
+ Fanney Lárus-
dóttir fæddist á
Norðfirði 18. mars
1913. Hún lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 29. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Lárus Asmundsson,
f. 19.9. 1885 frá
Vöðlavík í Víðifirði
og Dagbjört Sig-
urðardóttir, f. 16.4.
1885 frá Mjóafirði.
Hún var þriðja elst
af 12 systkinum en
auk Fanneyjar eignuðust for-
eldrar hennar Sigríði, Óskar,
Þórunni, Halldór, Sigurð, Ár-
sæl, Hermann, Ásgeir, Garðar,
Aðalheiði og Svavar.
Okkur systkinin langar með ör-
fáum orðum að minnast elskulegr-
ar ömmu okkar sem hvarf svo
snögglega frá okkur. Fannsa
amma, eins og við kölluðum hana
alltaf, var alltaf svo hress, kát og
fylgdist alltaf vel með öllum í fjöl-
skyldunni hvort sem var á íslandi,
Svíþjóð eða í Mílanó á Ítalíu. Hún
vissi alltaf allt um alla, hvað hver
var að gera, með hverjum og í sam-
bandi við hvað, hvað og hverjir
voru að læra hvað, og á hvaða fundi
hverjir voru að fara og hvar í heim-
inum fundirnir voru eða áttu að
vera, já hún Fannsa amma var alla
tíð allt fram á síðustu stundu, þá 86
ára gömul, með allt á hreinu. Ef
maður þurfti að vita eitthvað um
einhvern í fjölskyldunni var best að
tala við ömmu, hún var með þetta
allt í smáatriðum rétt. Amma vildi
mest af öllu vera stolt af sínu fólki,
ég held ég geti sagt að amma hafi
verið nokkuð ánægð og stolt af
sínu fólki og tengdafólki. Fannsa
amma var úr stórri fjölskyldu og
voru þau 12 systkinin. Ekki bar
hún það með sér að hafa þurft að
búa þröngt uppi á lofti í húsinu
þeirra á Norðfirði með öllum sínum
systkinum. I okkar augum var
alltaf eins og amma hefði verið
prinsessa, sem hún var náttúru-
lega, og örugglega alin upp sem
slík og allar hennar fallegu systur
líka og bræðurnir sem stoltir
prinsar. Amma var alltaf mjög
mikið fyrir fallega muni, falleg föt,
skartgripi, skó og allt sem var fal-
legt. Hún var mikil smekkmann-
eskja, það skipti hana alltaf öllu
máli að vera fín og hrein með lagt
hárið og vel snyrt jafnt á höndum
og fótum sem andliti; ekki fannst
henni verra þegar pabbi var á sigl-
ingum og var vanur að færa henni
fínustu ilmvötn eins og eitt uppá-
haldsilmvatnið hennar, Chanel 5.
Amma þurfti alltaf að ilma vel, það
var líka alltaf svo góð lykt af henni;
þá var það annaðhvort Chanel 5
eða Musk. Og henni leið alltaf vel
að sjá barnabarnabömin vel snyrt
og fín, allir áttu að vera hreinir og
fínir, þá leið ömmu vel. Það þurftu
líka alltaf allir að borða hollan og
góðan mat hjá ömmu. Það var
alltaf best að fá lúðuna í brúnu sós-
unni hjá henni, „bestu lúðu í
heimi“. Hún var alveg með á nót-
unum hvað var í tísku og hvað ekki,
hún átti það stundum til að segja:
„Voðalega er þetta nú smart.
Keyptirðu þetta í 17?“ Og það var
þá rétt hjá henni.
Okkur langar líka að líta aðeins
lengra til baka þegar við systkinin
vorum yngri og bjuggum öll hjá
mömmu og pabba og Fannsa amma
kom oft til okkar og dvaldi í lengri
eða skemmri tíma hjá okkur í
Reykjavík. Það voru góðir tímar
með ömmu, hún var alltaf á fullu í
öllu með okkur. Svo var svo rosa-
lega gaman að henni; hún var með
svo mikinn og skemmtilegan húmor
en lúmskan þó á köflum. Hún hafði
alltaf lúmskt gaman af að gera að
gamni sínu og hafði gaman af
Fanney giftíst 30.
október 1937
Jónasi S. Jónssyni
frá Haganesvík, f.
19.12. 1909, d. 4.5.
1971. Synir þeirra
eru: 1) Haukur, f.
24.4. 1936, búsettur
í Svíþjóð, maki
Erna Oddsdóttír, f.
20.5. 1937. 2) Jón, f.
29.12. 1937, búsett-
ur í Reykjavík,
maki Sigríður D.
Benediktsdóttir, f.
22.5. 1950. Barna-
börn Fanneyar eru 9 og barna-
barnabörn 11.
Útför Fanneyjar fór fram
frá Siglufjarðarkirkju mánu-
daginn 5. júlí síðastliðinn.
bröndurum, hún hafði gaman af því
að heyra einn og einn brandara eða
gátu.
Amma kom alltaf til dyranna
eins og hún var klædd og sagði allt
hreint út sem henni fannst og hafði
ákveðnar skoðanir á öllum hlutum,
ef henni líkaði ekki eitthvað sat
hún ekkert á því, hún lét allt
flakka, sama hver átti í hlut. Hún
var sko ekki feimin við að viðra
skoðanir sínar! Hún var kona sem
vissi hvað hún vildi. Amma taldi
alltaf alla upp og bað alltaf ægilega
vel að heilsa öllum, bæði vinkonum,
vinum og ættingjum manns, taki
nú bara allir það til sín sem til
þekkja; hún bað örugglega að
heilsa ykkur ef þið voruð ekki búin
að fá kveðjuna þá þegar.
Núna höfum við kvatt þig elsku
amma frá þessu jarðneska lífi en við
höfum þig ávallt í hjarta okkar og
huga. Við vitum líka að nú ertu með
okkar elskulega Jonna afa sem hef-
ur beðið þín hjá Guði í næstum þrjá
áratugi. Við vitum að afí hefur tekið
vel á móti þér, nú eruð þið loksins
saman á ný englar á himnum og
fylgist saman með okkur öllum.
Mildð eigum við nú eftir að sakna
þín, það var svo yndislegt að hafa
þig svo nálægt okkur. Þegar þú
varst lengi hjá Oddi og Haddý, þá
var svo stutt að heimsækja þig, þau
bjuggu svo vel um þig hjá sér að
það var eins og að heimsækja þig á
þitt eigið heimili. Þér leið greinilega
vel hjá þeim, þú varst bara svo
óheppin að veikjast én alltaf svo
sterk að þú náðir þér upp úr því
með hörkunni. Alltaf varstu jafnung
í anda, þrátt fyrir háan aldur. Og
þegar þú varst á Siglufirði var alltaf
svo gaman að tala við þig í síma. Þú
varst svo hress og skemmtileg, gast
sett þig inn á okkar bylgjulengd eða
kannski varstu það bara alltaf, þú
varðst einhvem veginn aldrei gömul
kerling. Kannski af því að þú varst
svo ákveðin í því að verða það ekki,
þá upplifði maður þig bara kannski í
mesta lagi sem ömmu gömlu, það
var alltaf eins og að tala við góða
vinkonu að tala við Fönnsu ömmu.
Elsku Fannsa amma okkar, mikið
eigum við eftir að sakna þín og
þeirra skemmtilegu stunda sem við
áttum með þér. Elsku ástkæra
Fannsa amma okkar, við kveðjum
þig nú með þökk fyrir allt og allt og
tár í vöngum en Ijós í hjarta um
minningu þína. Drottinn blessi þig
og minningu þína, elsku amma okk-
ar, við munum, ávallt varðveita
minningu þína í hjarta okkar um
alla tíð.
Kallið er komið,
Komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem)
Þín barnabörn,
Júb'a, Fanney, Jónas, Júlíus
og Jóhanna Ásta.
Elsku langamma, okkur barna-
barnabörnin langar að kveðja þig
með fallegu ljóði sem allir vissu
hvað þú hélst mikið uppá. Þetta er
svo fallegt lag og það er svo mikið
þú, elsku Fannsa amma okkar. Við
vitum að nú gengur þú á Drottins
vegum. Guð blessi þig og minningu
þína.
í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Eg reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér
égbeturkunniþjónaþér,
því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ Drottinn minn.
(P. Þórarinss.)
Þín barnabamabörn,
Reynir Hafþór og
Alexandra Dögg.
Elsku Fannsa amma mín. Þótt
árin séu orðin mörg finnst mér
samt eins og þú sért að kveðja mig
of snemma. Eg vil þakka þér fyrir
allar þessar góðu stundir sem ég
hef átt með þér, þær eru mér
ómetanlegar og munu fylgja mér
og móta mig sem persónu allt mitt
líf. Þú hefur alltaf verið svo góð við
mig og viljað gera allt fyrir mig og
það er svo sárt núna þegar þú ert
farin frá mér.
Ég sakna mín svo mikið, vonandi
ert þú nú stödd á einhverjum góð-
um stað með honum afa. Þú munt
alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu
elsku amma mín.
Augun þín bláu svo hlý
og svo djúp
og svo góð
orðin þín fáu sem sögðu
og skildu
og meintu
brosið þitt sanna sem játaði
og neitaði
og brosti við mér.
Nú kveð ég þig með stórum tárum,
elsku Fannsa amma mín.
Þín
Dóra.
Elskulega amma okkar. Það er
svo sárt að vita að þú sért farin frá
okkur, þú hefur alltaf verið svo
stór hluti af'lífí okkar, með hlýju
þinni og umhyggju fyrir okkur.
Við áttum við alltaf griðastað hjá
Fönnsu ömmu eins og við vorum
vön að kalla þig. Þegar við vorum
lítil og bjuggum á Siglufirði var
heimili Fönnsu ömmu og Jonna
afa alltaf opið okkur barnabörnun-
um og þær voru ekki fáar næturn-
ar sem við gistum og nutum þeirr-
ar miklu hlýju og ástar sem þið
gáfuð okkur. Því miður var afi
burtkallaður fyrir aldur fram, en
eftir var okkar yndislega Fannsa
amma sem alltaf átti orð til að
hugga okkur með og faðm til að
gráta í. Amma var mikil húsmóðir
og alltaf var eitthvað gott hjá
ömmu, öll munum við eftir
sveskjudesertinum hennar ömmu
sem engum tekst að gera jafn góð-
an og þér amma mín. Amma sýndi
okkur alltaf ómælda þolinmæði og
umhyggju í öllu. Seinna þegar við
urðum fullorðin og barnabarna-
börnin komu sýndi hún þeim sömu
hlýju og umhyggju og við höfðum •
notið svo lengi. Amma var alltaf
snyrtileg og fín í öllu og oft var
amma okkar besti ráðgjafi í
mörgu, enda mikil smekkmann-
eskja. Amma var ekki bara amma
heldur okkar besti vinur sem við
gátum alltaf leitað til. Það er svo
sárt að vita að þú sért ekki lengur
hjá okkur elsku amma, en minn-
ingamar eigum við eftir um elsku-
lega ömmu sem alltaf vildi okkur
svo vel. Þær voru ófáar ferðirnar
sem amma kom til okkar eftir að
við fluttum frá Siglufirði, hvort
sem var til Reykjavíkur eða Sví-
þjóðar, og dvaldist á heimili okk-
ar, alltaf tilbúin að hjálpa. Við vilj- -
um þakka þér amma mín fyrir all-
ar þær yndislegu stundir sem við
áttum saman, minninguna um
yndislega ömmu varðveitum við
vel. Við huggum okkur við að þér
líði vel þar sem þú ert nú og að þú
og afi séuð saman.
Guð blessi og varðveiti minningu
þína elsku amma, þú munt lifa í
minningu okkar alla tíð.
Við kveðjura þig kæra amma
með kiimar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók).
Þín barnabörn,
Fanney, íris, Oddur og Nína.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR GÍSLASON
fyrrv. skólastjóri Gaulverjaskóla,
Fossheiði 58,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
laugardaginn 24. júlí kl. 11.00.
Guðfinna Jónasdóttir,
Arnþór Flosi Þórðarson, Inger E. Andersdóttir,
Árný Elsa Þórðardóttir, Leif Rasmussen,
Gísli Steindór Þórðarson,
Svanhildur Edda Þórðardóttir, Helgi Bjarnason,
Margrét Auður Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
SIGRÍÐAR BJARNVEIGAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimili-
sins Lundar á Hellu.
Guðrún Birna Garðarsdóttir, Jón Helgason,
Kristinn Guðmundur Garðarsson, Hrefna Sigurðardóttir,
Brynja Fríða Garðarsdóttir, Árni Rúnar Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÁRNI ARASON
bóndi,
Helluvaði,
Rangárvöllum,
lést laugardaginn 17. júlí, Útförin fer fram frá
Keldum laugardaginn 24. júlí kl. 13.00.
Árný Oddsdóttir,
Jóna B. Árnadóttir, Viðar Jónsson,
Ari Árnason, Anna M. Kristjánsdóttir,
Oddur Árnason, Guðbjörg Stefánsdóttir,
Helgi Árnason
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON PÉTURSSON,
Þverholti 9a,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju
laugardaginn 24. júlí kl. 10.30.
Guðrún Einarsdóttir,
Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún K. Ólafsdóttir,
Gunnar Jökull Hákonarson,
Sigurður Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
FANNEY
LÁR USDÓTTIR