Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk Og þá sagði skáldið: “Hvað er svo fágœtt sem júnídagur?” Hvaða dagur? Ég veit ekki hvaða dagur ... hver hefur áhuga á því? Ertu ekki hrifinn af gærdeginum BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Röng aðferð að loka sauðfé inni í girðingu Frá Jóhanni Þórðarsyni: FRAM hefur komið sú hugmynd hjá stjórnendum að rétt væri að setja þá reglu að setja þá skyldu á suðfjáreig- endur að þeir hefðu sauðfé sitt lokað í girðingum til að koma í veg fyrir að ekið yrði á það. Aiveg er fráleitt að setja þessa reglu á og banna sauð- fjáreigendum að láta fé sitt vera laust á beitarlandi oft uppi á fjöllum. Með þessari reglu verða skemmd mjög gæði diikakjöts. Ljóst er að ef dilkar eru lokaðir inni í girðingum, þá hefur það augljóslega slæm áhrif á dilkakjötið. Góð áhrif hefur það á dilkakjötið að iáta dilkana vera á opnum svæðum, þannig að dilkarnir geti fært sig mik- ið til. Fram kemur að með því að loka sauðfé inni í girðingum dragi það úr slysahættu við akstur á vegum. Alveg er rangt og hættulegt að halda því fram að menn megi aka hraðar eftir vegum, ef þeir megi treysta því að sauðfé sé ekki nálægt vegum, það sé í girðingu. Pegar ekið er eftir vegunum verður að reikna með því að fleira geti verið á veginum en sauðfé. Það er ljóst að þegar við ökum eftir veg- um þá verðum við að miða hraðann á akstrinum við hvað við sjáum langt framundan, því ljóst er að á veginum geta verið fólk á hjólum og gangandi. Einnig getur verið á veginum bíll sem hefur bilað eða er að koma á móti. Þannig að þá má ekki einungis miða við það að eingöngu geti verið sauðfé á veginum. Aiveg er ljóst að bílstjór- ar, sem sjá framundan á veginum eða við vegkantinn sauðfé, hesta eða nautgripi og aðra gripi, flauta á þá og þá hlaupa þeir oftast frá veginum. Þetta þýðir það að maður má ekki keyra of hratt eftir vegi sem blind- hæðir eru á og sést mjög skammt fram á veginn. Ör brekkum, þótt ekki séu háar, koma stundum steinar á veginn sem maður verður að passa sig á að lenda ekki með bifreiðina á. á sumnn Ef ekki eru beygjur eða blindhæðir á veginum sér maður allt sem veldur því að aka verður varlega. Maður má alls ekki haga akstrinum þannig að ekkert hættulegt geti verið á vegin- um. Ljóst er að maður má ekki við akstur eftir vegum telja að á veginum geti ekkert verið nema sauðfé. Oft er á vegunum gangandi fólk, fólk á reið- hjólum og mótorhjólum. Margir bíl- stjórar hafa sagt mér að hraðinn á akstrinum verði að fara eftir því hvað sést langt framundan. Æskilegt er að flauta á gripi sem eru á veginum eða við vegkantinn því þá hlaupa þeir í burtu. Svo og að aka varlega framhjá fólki sem er á veginum. Ljóst er að ef ökumenn vilja bremsa er möguleiki á að ef ekið er eftir malarvegi snúist bifreiðin við hemlunina þar sem mölin getur rúllað undir hjólum bifreiðar- innar og hemlunin því oft ekki báðum megin á bifreiðinni. Mölin er á flest- um svæðum meiri við vegkantana, sem veldur því að bifreiðin snýst inn á veginn, sem veldur því að bifreiðin lendir á því sem maður er að hægja á sér fyrir. Þar með talið t.d. mönnum á hjólum eða gangandi. Ailt þetta bend- ir á það að stóra málið er að sjá vel fram fyrir sig þegar maður ekur. Þannig að ekki er þörf á að láta fé vera í girðingum, sem er til bölvunar í sambandi við góða kjötframleiðslu. Ef maður hagar akstrinum þannig að hraðinn miðist við það hvað maður sér langt fram fyrir sig getur öku- maður flautað á sauðfé og aðra gripi áður en komið er að þeim, svo og það að draga vel úr hraða þegar maður sér menn á veginum framundan áður en maður bremsar, ef þörf verður á því. Alveg er Ijóst að ekki kann bara að vera sauðfé á veginum heldur margt annað, sem maður þarf að passa sig á að aka ekki á, t.d. fólk. JÓHANN ÞÓRÐARSON, Bugðulæk 6, Reykjavík. Atlmgasemd Frá Þorleifi Haukssyni: í „BÓKMENNTARÝNI“ sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson birtir í Lesbók Morgunblaðsins í dag heldur hann því fram að Þórbergur Þórðarson hafi skreytt sig með stolnum fjöðrum í lokakafla Bréfs til Láru. Ég leyfi mér að benda honum á að lesa eftirmála Sigurðar Nordals við útgáfu Bréfs til Láru 1949 ásamt bréfí Þórbergs til Sigurðar sem þar er birt. Bréfíð er dagsett á ísafirði 20. júní 1924, en Þórbergur bjó þar hjá Vilmundi Jónssyni. I bréfinu segir Þórbergur frá því hvernig efnið hafí leitað á sig, kenn- ingar guðfræðinga um hina tvískiptu náttúru mannsins milli góðs og ills og hvernig refsingin fyrir verk hinn- ar illu náttúru hljóti að koma niður á hinni góðu sem þar átti enga sök á. Þessa uppgötvun hafi hann fært í tal við ýmsa klerka og orðið fátt um svör. Síðan segir hann: „Eg hugsaði mér að gera mér ein- hvemtíma mat úr þessari„uppgötv- un“ minni, helzt í smásöguformi, þar sem eg kæmi fyrir dómstól Drottins allsherjar á efsta degi. En þetta dróst. í vor las eg smásögu eftir Osc- ar Wilde, sem heitir The house of judgment. Mér þótti hún vel skrifuð, en heimspekin í henni heldur rýr. Nú leið og beið. Aðfaranótt hins 19. þessa mánaðar lá það alt í einu ljóst fyrir mér, hvernig mín saga ætti að vera. Og í gær skrifaði eg hana. Að formi til ber hún einhvern blæ af sögu Wilde’s. En hugsanagangurinn er ólíkur. Eg er að hugsa um að láta Bréf til Láru enda á þessari sögu. Hún getur verið um leið storkandi afsökun fyrir afbrot mín gegn almennu velsæmi, svo að eg bæti í lengstu lög gráu ofan á svart.“ Af þessu má ljóst vera að „þessum heiðursmönnum öllum“, a.m.k. bæði Sigurði Nordal og Vilmundi Jóns- syni, var fullljóst um margnefnd rit- tengsl, sem rýrði kaflann síður en svo í þeirra augum. Sá sem telur „Morgun hins efsta dags“ einungis ófrumlega stælingu á þessu verki Oscars Wilde ætti að velja sér önnur viðfangsefni en bókmenntagreiningu þegar hann skrifar fyrir almenning. 10. júlí 1999. ÞORLEIFUR HAUKSSON, Laugarásvegi 13. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.