Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KRISTÍN Kolka Bjarnadóttir, Hrefna Ragnhildur Jóhannesdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir nieð draugafæluna góðu á milli sín. Morgunblaðið/Klemenz Bjarki DRAUGURINN hvíti sýnir fólkinu gandreiðarbeisli Galdra-Lofts. STRIGAKLÆDDA veran otar „ÞARNA var hann veginn,“ segir veran dul- hárlubbanum að gestunum. arfulla og bendir í átt að bæjarlæknum. HVITKLÆDDI draugurinn hlær við fólkinu. DRAUGAR eru væn söluvara sem hafa mikið aðdráttarafl á ferðamenn og það hafa menn í ferðamálageiranum í útlöndum fyrir löngu uppgötvað. I dimm- um kastölum er oft boðið upp á ferðir sem kallast reimleikaferð- ir og ferðamönnum sagðar sögur af hrekkjóttum og fyrirferðar- miklum draugum sem síðan jafn- vel skjóta upp kollinum lyrir- varalaust, ferðalöngum bæði til skelfíngar og skemmtunar. Ferðaþjónustan á Hólum í Hjalta- dal býður nú upp á svipaða dag- skrá sem kallast einfaldlega draugarölt. Gestum er boðið að mæta fyrir utan skólahúsið á Hólum á ákveðnum tíma og bíða síðan þess sem verða vill. Blaða- maður Morgunblaðsins slóst í för með ferðamönnum og draugum um síðastliðna helgi, en boðið Minjasafnið á Akureyri Tvær nýjar sýningar MINJASAFNIÐ á Akureyri býður upp á tvær nýjar sýn- ingar sem fjalla um landnáms- tíma og miðaldir í Eyjafirði. Önnur sýningin ber heitið Gersemar og er frá Þjóðminja- safni Islands og til orðin í sam- starfi þess Minjasafnsins á Akureyri og Kristnitökunefnd- ar Eyjafjarðarprófastsdæmis. Sýndar eru gersemar úr eyfirskum kirkjum, þeirra á meðan margir gripir frá kirkj- unni á Grund. Hin sýningin heitir Hér stóð bær og er sýning um torfbæj- arlíf auk þess sem sýndar eru gamlar ljósmyndir frá Akur- eyri. I bamahorni eru þjóðleg tréleikföng sem yngstu safn- gestimir kunna vel að meta. Minjasafnið á Akureyri er opið daglega frá kl. 11 til 17 og er Minjasafnskirkjan opin á sama tíma. Minjasafnsgarður- inn er 100 ára í ár og í honum eru einhver elstu reyni-, birki- og grenitré sem ræktuð hafa verið hér á landi. Nonnahús og Minjasafnið bjóða í sumar upp á sameigin- lega afsláttarmiða. verður upp á draugarölt í kvöld, föstudagskvöldið 23. júlí sem og næstkom- andi föstudagskvöld, 30. júlí. Klukkan er orðin rúmlega tíu á föstu- dagskvöldi og fólk er farið að skima í kringum sig, sam- kvæmt bestu upplýs- ingum er von á draugum eða annars konar verum á hverri stundu. Skyndilega opnast hurð á skólahúsinu og vera klædd hvít- um kyrtli með hvítan vafningi um hausinn kemur út. Hún er alhvít í framan og svört um augun, það er ekki um að villast, draugarnir eru mættir á staðinn. Draugur þessi þrumar yfír fólkinu og sakar það um að hafa raskað sinni graf- arró. Hins vegar segir hann að fleiri en hann hafí vaknað og því verði ýmislegt á seyði um kvöld- ið. Óknyttir Galdra-Lofts Draugurinn býður fólki að rölta með sér, hann skuli leiða þá á slóðir löngu liðins fólks, sem enn virðist láta á sér kræla. Galdra-Loftur er fyrirferðarmik- ill í sögum draugsins og virðist ekkert lát hafa verið á óknyttum Lofts. Gestirnir hrökkva margir hverjir við þegar gól berst úr fjarska sem draugurinn segir vera væl útburðar sem lést af völdum Lofts. Á bak við runna fínnur draug- urinn síðan gandreið- arbeisli sem hann fleygir inn í áhorf- endaskarann. Gand- reiðarbeislið, sem gert er úr mannshúð að sögn draugsins, notaði Loftur þegar hann reið gandreið vinnukonu á staðnum um loftin blá. Sögurnar og röltið bera fólkið niður í kirkjuturn þar sem rifjuð er upp sagan af því þegar Loftur reyndi að verða mesti galdramaður á íslandi. Hann hugðist særa til sin Rauð- skinnu, galdrabók sem Gottskálk biskup grimmi hafði haft með sér í gröfínni. Skólapiltur einn átti að hringja klukkunum þegar Loftur næði bókinni en hann varð svo hræddur að hann hringdi of snemma. Þegar draug- urinn var kominn hér við sögu var ekki laust við að kalt vatn rynni milli skinns og hörunds á fólkinu, því kirkjuklukkurnar tóku skyndilega að hljóma. Eftir mikinn hamagang við kirkjuturninn hverfur draugur- inn jafn skyndilega og hann birt- ist og önnur undarleg vera kem- ur á vettvang. Sú er klædd í strigakjól sem er bundin um hana miðja með keðjum. Ekki er hún frýnileg á svipinn þegar hún steðjar inn í miðja mannþröngina og hefur upp söguna af síðasta morðmálinu á Hólum. Mun fórn- arlambið hafa verið skorið á háls í bæjarlækinn á Hólum einhvern tímann á síðustu öld og dysjað í ómerktri barnsgröf. Veran er þess fullviss að fórnarlambið sé enn á sveimi og því til sönnunar rekur hún hárlubba af því fram- an í gestina og er ekki laust við að sumum þeirra verði heldur hverft við. Eftir þetta berst leikurinn inn í gamla bæinn á Hólum þar sem ýmislegt óvænt beið ferðalang- ana og ferðinni Iauk siðan á dimmum gangi í skólahúsinu. Ekki er vert að geta um allt það sem henti fólkið þar til að eyði- leggja ekki ánægju þeirra sem enn eiga eftir að bregða sér á rölt með draugunum á Hólum. Gestir virtust ánægðir eftir röltið og sagðist Magnea Traustadóttir hafa skemmt sér vel. „Mér fannst mjög gaman og sérstaklega þótti mér skemmti- legt hvernig fróðleikur og skemmtun tengjast saman í þess- ari dagskrá," sagði Magnea. Draugarnir gátu stundum ver- ið dálítið skelfílegir fyrir yngstu kynslóðina. Auður Lóa Guðna- dóttir hafði vaðið fyrir neðan sig því hún hafði útbúið draugafælu til að verjast draugunum. Þetta var prik sem á var fest skreytt pappaspjald. Draugafælan virtist hafa borið tilætlaðan árangur því oft mátti sjá Auði Lóu veifa prik- inu framan í drauginn þegar henni þótti hann of nærgöngull. A rölti með draugum MAGNEA Trausta- óttir sem sagðist hafa skemmt sér vel á draugaröltinu. • • Norska loðnuskipið Osterbris farið frá Akureyri Tryggingar lagðar fram NORSKA loðnuskipið Österbris lagði úr höfn frá Akureyri síðdegis í gær, en á mánudag var lögð fram ákæra á hendur skipstjóra þess og útgerð í kjölfar þess að möskvar í poka loðnunótar skipsins reyndust of smáir við mælingar varðskipsmanna á Óðni. Skipið hafði verið við veiðar um 46 sjómílur innan íslenskrar lög- sögu, norður af Grímsey. Ákærðu lögðu fram bankatrygg- ingar fyrir greiðslu hugsanlegrar sektar og upptöku veiðarfæra í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, að upphæð 600 þúsund norskar krónur eða tæplega 6 millj- ónir íslenskra króna. Eftir að trygg- ingin hafði verið lögð fram afhenti sýslumaður skipsskjöl sem verið höfðu í vörslu lögreglu frá því skipið var fært til hafnar. Kröfu verjanda skipstjórans og útgerðarinnar um að málinu yrði vísað frá var hafnað í fyrradag. I gær lýstu bæði ákærandi og verj- andi yfir gagnaöflun í málinu lokið, en fyrr í vikunni höfðu sýslumaður og Landhelgisgæslan hafnað kröfu verjanda um að mælingar á möskvum í loðnunót skipsins yrðu endurteknar. Málið verður flutt fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra næsta miðvikudag, 28. júlí, og verður dóm- ur í málinu því kveðinn upp innan þriggja vikna þaðan í frá. Landssimi íslands Fjög'ur til- boð í lagn- ingu breið- bands FJÖGUR tilboð bárust í lagn- ingu breiðbands á Akureyri en tilboðin voru opnuð í gær. Um er að ræða lagningu breið- bands í Lundahverfi og Mýr- amar að mestu leyti. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 41,7 milljónir króna. Lægsta tilboðið var frá GV gröfum, um 40 milljónir króna. Ari Axel Jónsson bauð 42,1 milljón króna, Bæjarverk 43,9 milljónir og G. Hjálmarsson bauð 63,5 mOljónir króna. Allir verktakamir era frá Akureyri. Sigurjón Jóhannesson deOd- arverkfræðingur í notenda- línudeild Landssíma Islands sagði að farið yrði yfir tOboð og ákvörðun um við hvem verður samið um verkið tekin í framhaldi af því. Verkinu á að fullu að vera lokið 15. septem- ber á næsta ári. Sigurjón sagði að á síðstu 3- 4 áram hefðu ráðstafanir verið gerðar tO að auðvelda teng- ingu við breiðbandið samhliða öðram framkvæmdum og eins hefði lagning breiðbands verið gerð samhliða uppbyggingu Giljahverfis. Guðsþjónusta í Húsavíkur- kirkju í TILEFNI af Mæradögum verður haldin fjölskylduguðs- þjónusta í Húsavíkurkirkju næstkomandi sunnudag, 25. júlí, kl. 17. Organistinn Pálína Skúladóttir leikur á orgel og kirkjukór Húsavíkur syngur. Sóknarpresturinn sr. Sig- hvatur Karlsson flytur ágrip af sögu kirkjunnar í lok guðs- þjónustannar. Það mun sam- dóma álit síðari tíma manna að Húsavíkurkirkja sé eitt^ feg- ursta verk Rögnvalds Ólafs- sonar, segir í fréttatOkynn- ingu. Húsvíkingar, gestir á Mærudögum, sumarhúsagestir og ferðafólk er hvatt tO þess að sækja sér andlega næringu og fróðleik um sögu Húsavíkur- kirkju. Litadufts- myndir á Kaffí Karólínu JORIS Rademakers opnar sýningu á blásvörtum lita- duftsmyndum á Kaffi Karólínu á morgun, laugardaginn 24. júlí. Myndirnar era unnar í Svíþjóð á síðasta ári en þar dvaldi Joris. Myndimar era hugmyndir að innsetningar- verkum og skúlptúram. Joris hefur sýnt víða hér á landi og í útlöndum. Sýningin stendur í tvær vikur eða tO 8. ágúst og er opin á sama tíma og veit- ingastaðurinn. Geng-ið á Kerlingu FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar á Kerl- ingu í Svarfaðardal á morgun, laugardaginn 24. júlí. Fresta varð þessari ferð vegna veðurs í júnímánuði síðastliðnum. Far- arstjóri verður Ámi ÞorgOs- son. Brottför er kl. 9 um morg- uninn frá skrifstofu félagsins við Strandgötu. Upplýsingar um ferðina og skráning er á skrifstofunni sem er opin í dag, föstudag frá kl. 16 tO 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.