Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 2 7 HLUTI myndarinnar Án titils (nærveran). Veflíkingar MYMILIST Listhús Sævars Karls BLÝRISS VALGERÐUR BERGSDÓTTIR Opið á verslunartíma. Til 31. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur verið áhugavert að fylgjast með pataldri Valgerðar Bergsdóttur á sviði blýrissins á undangengnum árum. Hún hefur ásamt stöllu sinni Ragnheiði Jóns- dóttur skapað sér sérstöðu á ís- lenzkum myndlistarvettvangi með blýrissmyndum í yfirstærð, sem má telja framhald og framlengingu á athafnasemi þeirra beggja á vett- vangi grafíklistar, í öllu falli er þetta svartlist í sinni hreinustu gerð. Og þótt blýrissin fjölfaldist síður, þá er unnið á afar afmörkuðu sviði og hvert viðfangsefni þaul- kannað, þannig að breytingamar frá einni mynd til annarrar eru óverulegar. Að þessu sinni vinnur listakonan að mestu út frá þema um vef og hef- ur þetta að segja um vinnubrögðin: Vefurinn hentar mér vel. Uppistaða og ívaf vefsins mynda net feminga. Eg bý til blýnet, - einfaldleiki vefs- ins er léttur fyrir blýoddinn. Línur eru dragnar sem hornalínur í fem- inga og mynduð önnur stefna fyrir nýtt net. Eftir nokkra snúninga þéttist vefurinn, legg net yfir net, þétti enn frekar vefinn, dreg inn ferla úr hring, hver ferill spannar geira eins og hæfír hverju sinni. Stærðir geirans og bogalínur skipta máli. Bogalínur eru mjúkar og leggjast hlið við hlið. Stefnan á einnig sinn hlut, andstæður rekast á og línurnar hrannast upp; eða að hreyfíngin samsamist formi sem fyrir er, ef til vill aðeins til hliðar og myndar þar nýja slóð... Þetta er ferlið í fjórum myndum af sex og þær bera nöfn í samræmi við upphafspunktinn, Voð, Voð (dimm- an), Rósaband og Stjama. En hinar tvær sem koma kunnuglegar fyrir sjónir eru báðar án titils og vinnu- brögðin mun klassískari. En líkt og ég sagði um slíkar myndir þegar þær voru sýndar í Hallgrímskirkju koma þar fram bestu eiginleikar Val- gerðar sem teiknara sem er mýkt og blæbrigðaríkdómur, sem fáir ís- lenzkir teiknarar hafa náð tökum á í þeim mæli og skiptir þá engu máli hvert viðfangið er, heldur teikningin sem slík. Og á síðustu tímum skulu menn óhræddir við hlutlæg form þótt enn finnist þeir sem telja óhlut- læg form og meinlæti framar öllu öðru núlistir dagsins. Með þessum rissum staðfestir Valgerður Bergsdóttir að vísu sterka stöðu sína sem einn athyglis- verðasti teiknari þjóðarinnar um þessar mundir. Hyggja mín er þó sú að hið hráa húsnæði og mikla spegl- un dragi úr slagkrafti þeirra þannig að þær njóti sln trauðla til fulls. Bragi Ásgeirsson. Hjörtur sýnir í Bíl- um og list MYNDLISTARMAÐURINN Hjörtur Hjartarson opnar sýningu í Bílum og list á Vegamótastíg 4 í Reykjavík laugardaginn 24. júlí kl. 14. Yfírskrift sýningarinnar er Ný verk á pappír. Verkin á sýning- unni eru unnin á þessu og siðasta ári. 011 verkin eru til sölu. Hjörtur útskrifaðist frá MHÍ 1996 og fór siðan til Spánar til framhaldsnáms. Þetta er þriðja einkasýning hans en einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér og erlendis. Magðalena v/s Ofeigur MYMILIST Listhús (ífeigs Skúlavörðustíg 5 LJÓSMYNDIR/SKART MAGÐALENA M. HERMANNS ÓFEIGUR BJÖRNSSON Opið á almennum verslunartíma. Til 24. júh'. Aðgangur ókeypis. GÓÐ og gild hugmynd sem ljós- myndarinn Magðalena M. Her- manns fékk, að sýna í listhúsi Ófeigs og gera sköpunarverk skart- hönnuðarins að beinum þátttakanda í ferlinu. Hefur sennilega vaknað þegar hún tók mynd af fíngurgull- inu Gaudi fyrir læknablaðið á sl. ári, sem er á sýningunni og væntanlega fylgir þessu skrifi. Magðalena lauk námi í Hollandi 1995 og hefur síðan haldið tvær sýningar í Hominu á Hafnarstræti, þá fyrri með eigin- manni sínum leikmyndasmiðnum Ivari Török. Sá staður er engan veginn sá besti til að sýna ljósmynd- ir, harður, opinn og einhæfur, en þó duldist ekki að hér var hæfileikarík listspíra á ferð sem mikils mátti vænta af. Þetta staðfestir sýningin í hinu vinalega listhúsi Ófeigs, þar sem nánd og kyrrð í virku andrúmi umlykja myndirnar, með Dm af viði og grjóti í lofti, sem þrátt fyrir smæð sína og takmörk býr yfir viss- um sveigjanleika. Sýningar sem þessar eru alls ekki óalgengar ytra þá stefnt er þekktum andlitum á móti listrænu skarti. Ófeig þarf vart að kynna, einn af okkar hugmynda- ríkustu hönnuðum á sínu sviði sem flestum öðrum fremur hefur leitast við að hagnýta sér minni úr ís- lenskri fortíð, sem er hárrétt stefna, GAUDI eftir Ófeig Björnsson, silfur og gull, 1998. Ljósmynd Magðalena M. Hermanns. af nógu að taka ef vel er gáð og innri ratsjáin virk. Leggur áherslu á mýkt formanna, þannig að þótt málmurinn sé harður virðast sumir gripimir voðfelldir viðkomu, líkast mjúku klæði sem varfæmislega um- lykur nakinn háls og barm. Ljós- myndirnar vel teknar og Magðalena nösk á einkenni fyrirmyndanna og formsterk sjónarhorn. Sterk og menningarleg sýning og báðum listamönnunum til sóma. Bragi Ásgeirsson. EITT verka Hjartar, Konan með köttinn. Blýantur/akrýl á pappír 55x80 cm. Kvartett Ölafs Jónssonar á Jómfrúnni SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu heldur áfram laugardaginn 24. júlí kl. 16-18. Á áttundu tónleikum sumarsins kemur fram kvartett saxófónleikar- ans Ólafs Jónssonar. Með Ólafi leika Ástvaldur Traustason á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorg- inu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Sumardjass verður áfram á Jóm- frúnni alla laugardaga í sumar á sama tíma frá kl. 16-18. Súrefhisvömr Karin Herzog Kynning í dag frá kl. 14—18 í Hagkaupi Smáratorgi og Hafnarfjarðar Apóteki - Kynningarafsláttur - laugardags- og sunnudagskvöld Sérréttamatseðill öll föstudagskvöld Fagurt umhverfi, glæsilegir salir, Ijúffengur matur, fullvissa um Ijúft kvöld, Okkar landsfrægu kaffi alla sunnudaga Lifandi tónlist! . i FAÐ MI p Skiðaskátinn í HveradÖCum Sími. 567 2020 Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _ALLTAf= eiTTHVAÐ A/Ý7T fþrótta. Þtí ^aetir unníð milljónir i röð sem 12.-51. jdlí Paerðu tt. röðina i fe^upbssfei/ t>MrVMUK.INN 6««-Tl °K°IP *p
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.