Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þar sem húm- orinn ræður ríkjum Múmía heimsækir Kína TðNLIST Garðabær JAZZHÁTÍÐ Tríó Óskars Guðjónssonar. Óskar Guðjónsson, saxófónar, Þórður Högnason, bassi og Einar Valur Scheving, trommur. Kirkjuhvoll í Garðabæ, þriðjudagskvöldið 19. júlí 1999. MENNINGARMÁLANEFND Garðabæjar hefur um árabil haldið sumartónleikaröð þar sem inn- fæddir listamenn hafa borið hita og þunga tónsköpunarinnar. Að þessu sinni er hátíðin helguð djassinum: Jazzhátíð í Garðabæ með sumarsveiflu, og stjórnar Ólafur Stephenssen herlegheitun- um. Hann mun einnig leika á lokatónleikunum með tríói sínu og færeyska bassaleikaranum Ed- vard Debess. Hátíðin hófst á Bru- beekkvöldi með kvartett trommar- ans Péturs Grétarssonar og sl. þriðjudagskvöld lék tríó Óskars Guðjónssonar sem blés í sópran- saxófón jafnt og boginn sem bein- an tenór. A kontrabassa Þórður Högnason magnaralaus og á trommur Einar Valur Scheving. Þetta eru allt firnaflinkir spilarar, ég þori varla að nota orðið virtúós- ar eftir að hafa notað það sem fyr- irsögn á umsögn um tríóið Svart- fugl. Því var breytt í prófarkalestri í snUlingar, en virtúós og snilling- ur er tvennt ólíkt þó oft fari það saman. I það minnsta mundu fáir kalla píanistann og tónsnillinginn Thelonius Monk píanóvirtúós eða píanóvirtúósinn Liberace snilling. Óskar og félagar hófu tónleik- ana á Bye, bye, blackbird og end- uðu þá á On the sunny side of the street. Þar á milli var eitthvað fyrir flesta, bæði ballöður, barna- lög og barokk, Jón Múli, Maggi Eiríks og Sonny Rollins. Póstur- inn Páll var barnalag, firna skemmtilega spilað og glitraði af húmor einsog flest sem þeir félag- ar léku þetta kvöld. Óskar blés í sópran og Þórður átti fínan sóló. KVIKMYJXÍDIR Kíúborgin, Sagabíú, Kringlubíú, Borgar- bíú, Akureyri „WING COMMANDER" ★% Leikstjóri: Chris Roberts. Handrit: Kevin Droney. Kvikmyndatöku- stjóri: Thierry Arbogast. Tónlist: David Arnold. Aðalhlut- verk: Freddie Prinze, Saffron Bur- rows, Matthew Lillard, Tchéky Karyo, Jiirgen Prochnow, David Suchet, David Warner. 20th Century Fox. 1999. Hann notar ekki lengur magnara, heldur var með hljóðnema við strengi, og þó tónninn sé tærari heyrist á stundum lítið í honum er meðspilararnir fara geyst einsog í Oleo eftir Rollins, þar sem maður hafði frekar sveiflu bassans á til- fínningunni en í eyrunum. Það var dálítið gaman að tvíleik þeirra Þórðar og Einars Vals í því lagi - svo yndislega gamaldags að helst minnti á Bob Haggard og Ray Bauduc. Á undan Oleo blés Óskar If I should loose you á tenórinn og kenna mátti Jimmy Garrison í sól- ói Þórðar. Óskar er maður lagsins frekar en hljómanna og á það sinn þátt í því hversu tónlist hans nær til almennings þótt hann fari aldrei troðnar slóðir. Tónn Óskars verður æ persónulegri sem mán- uðirnir líða, mýkri og mattari, sér í lagi er hann blæs í þann beina eins og er hann ljáði Ómissandi fólki Magnúsar Einarssonar dulda töfra og var þá samleikur þeirra félaga einstakur. I einstaka lögum var þó einsog þeir ætluðu að halda hver í sína áttina, en náðu þó alltaf saman að lokum, enda búnir að spila tólf tónleika á átta dögum og ætla að enda förina í Hlaðvarpanum í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Stevie Wonder gerði frægt lag þeirra Millers & Murdens, For once in my life, og Viðar Alfreðs- son hljóðritaði það á sínum tíma með Litla jazzbandinu. Þarna sem oftar átti Einar Valur glæstan sóló - eiginlega var þetta sólóinn sem hann lék ekki í St. Thomas, sem var síðasta lag fyrir aukalag. Eitt lag frumsamið var á efnis- skránni: Kýlum á smásving, í Won/t you come home Bill Bayley stílnum - kannski verður efnis- skráin öðruvisi hjá tríóinu á næstu tónleikum, þeir eru vísir til þess, en eitt er víst að þeim tekst að leika lög sem flestir kunna á öðruvísi hátt en flestir hafa heyrt þau en þó þannig að flestir njóta þeirra í botn. Það er þó alltaf nokkuð. GEIMÓPERAN „Wing Comm- ander“ mun vera byggð á vinsælum tölvuleik og gerist í útgeimi árið 2654 þegar mannkynið hefur kort- lagt víðáttur geimsins og á í stríði við forljótar geimverur úr öðrum stjörnukerfum. Yfirleitt eru bíó- myndir byggðar á tölvuleikjum jafn innihaldsrýrar og tölvuleikirnir sjálfir. Svo virðist sem höfundar þessarar myndar hafi ætlað að forð- ast að falla í þá gryfju og leggja áherslu á persónur og persónusköp- un. Útkoman er hálfgerð sápa með furðulega fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Leikurinn er heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir nema hjá ÍBÚAR Shanghai í Kína horfa með andakt á höfuð af múmíu frá Forn-Egyptalandi en undan- farnar vikur hefur verið haldin FJÓRÐU tónleikarnir í árlegri sum- artónleikaröð verða haldnir í Stykk- ishólmskirkju sunnudaginn 25. júlí kl. 17. Nú er röðin komin að Amaldi Arnarsyni gítarleikara sem kemur hingað frá Spáni þar sem hann býr og starfar. Á efnisskrá tónleikanna eru verk úr ýmsum áttum. Má þar nefna Jón Leifs, Bach, Sor, Grana- dos og fl. Amaldur Arnarson fæddist í Reykjavik árið 1959. Hann hóf gítar- nám í Svíþjóð tíu ára, hélt síðan áfram í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jóns- syni og lauk þar námi vorið 1977. Hann tók lokapróf frá Royal Northem College of Music í Manchester 1982. Þar vom kennarar hans Gordan Crosskey, George Ha- djinikos og John Williams. Þá var hann eitt ár við framhaldsnám hjá José Tomás í Alicante á Spáni. Amaldur vann fyrstu verðlaun í XXI alþjóðlegu „Fernando Sor“-gít- arkeppninni í Róm 1992. Sama ár þeirri traustu kempu Tchéky Kar- yo, sem er einskonar andlegur leið- togi í myndinni (les Obi-Wan Ken- obi) og hefur réttu svörin við bók- staflega öllu því sem máli skiptir. Hann kemur við þriðja mann í geimskipið Tígurklóna en þeir blandast flugásum í áhöfninni með viðeigandi karlmennskulátum. Gosarnir em helsta von mannkyns í stríðinu við geimvemrnar. Einn þeirra er svokallaður pílagrímur með einskonar yfirnáttúmlega hæfileika sem munu hjálpa honum gegn óvininum (les Logi geimgeng- ill). Myndin/tölvuleikurinn þyggur einnig hugmyndir sínar frá gömlu bandarísku stríðsmyndunum um sýning í borginni þangað sem þúsundir Kínverja hafa flykkst til að sjá þessa merku muni sem í láni eru frá British Museum. komst hann í úrslit í „East and West Artists“-keppninni í New York. Hann var í dómnefnd IV alþjóðlegu Al- hambra-gítar- keppninnar á Spáni 1998 og hef- ur verið boðið að sitja í dómnefnd Anna Amalia- keppninnar í Weimar í apríl 1999. Arnaldur hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Argentínu, Kól- umbíu, Englandi, Sviss, Spáni og á flestum Norðurlöndunum. Hann hef- ur margoft komið fram á íslandi, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit íslands og á Listahátíð í Reykjavík. Arnaldur hefur búið í Barcelona frá 1984 og kennir þar gítarleik við Luthier tónlistarskólann. Hann hefur haldið námskeið víða um heim, m.a. í Wigmore Hall í Lundúnum, við há- skólann í Boston, á íslandi og Spáni. hetjur háloftanna eins og „Twelve O’Clock High“. „Wing Commander" er alltof mikil klisja til þess að hægt sé að hafa gaman af henni. Það vantar líf og sál í leikstjórnina og tilraunir til þess að skapa persónur sem mann varðar eitthvað um fara út um þúfur, kannski mest vegna B-leikaranna sem fengið hafa hlutverkin; undan- skildir eru David Suchet og David Warner. Sárast af öllu er að bar- dagaatriðin og lokaslagurinn verða aldrei að neinum alvarlegum hasar heldur gufa upp í algjöru andleysi höfundanna. Arnaldur Indriðason Reuters List úr Loðmund- arfirði til Berlínar Sejðisfirði. Morgunblaðið. ÞYSKI myndlistarmaðurinn Bernd Koberling hefur verið valinn til þess gera myndverk í nýtt hús þýska dómsmála- ráðuneytisins í Berlín. Um er að ræða 30 metra langt verk í veitingahluta ráðuneytisins. Bernd Koberling er þekkt- ur málari og kennari í heima- landi sínu og víðar og hefur undanfarin 22 ár komið árlega til íslands til þess að stunda list sína í Loðmundarfirði. Hann er nú að undirbúa ferð til Loðmundarfjarðar þar sem hann ætlar að leggja loka- hönd á undirbúning að gerð og uppsetningu verksins í Berlín sem verður fram- kvæmd í október til desember næstkomandi. Svo skemmtilega vill til að listamaðurinn er með sýningu á vatnslitamyndum í „Skaft- felli Menningarmiðstöð“ á Seyðisfirði þar sem hann sýn- ir í aðalsal ásamt Birni Roth. Sýningu Hlífar og Svanborg- ar lýkur í LISTASAFNI ASÍ, Ás- mundasal og Gryfjunni voru opnaðar tvær sýningar 3. júlí sl. á málverkum Hlífar Ás- grímsdóttur og Svanborgar Matthíasdóttur. Verk Hlífar fjalla um sköp- unarkraftinn en verk Svan- borgar um gróandann. Sýn- ingum lýkur sunnudaginn 25. júlí og eru opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Tölvuleikur verður bíómynd Gítartónleikar í Stykkishólmskirkju UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.