Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 44
J*!4 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VILBERGUR JÚLÍUSSON á íslandi, félags sem hefur friðarboðskap- inn að leiðarljósi óháð stjórnmálum, trúar- brögðum eða kyn- þætti. Vilbergi fannst hugsjónin góð og sú hugmynd að ef böm kynntust hvert öðru án fordóma fullorðna fólksins, væri aukinn möguleiki á friði í heiminum. Vilbergur Júlíusson var kjörinn fyrsti heið- ursfélagi CISV á ís- + Vilbergur Júlí- usson fæddist að Eyrarhrauni við Hafnarfjörð 20. júlí 1923 og ólst þar upp. Hann lést 1. júlí síðastliðinn og fór útförin fram 9. júií. Árið 1979 var Vil- bergur Júlíusson, _,skólastjóri í Flata- skóla í Garðabæ, staddur í Færeyjum og hitti að máli norsk- an mann, Ketil Lehland, sem sagði honum frá fyrirhuguðum sumar- búðum sem halda átti í Færeyjum seinna um sumarið. Þátttakendur í búðunum áttu að koma frá mörg- um löndum og þegar Vilbergur sýndi málinu mikinn áhuga, spurði Ketil hvort hann gæti fundið fjögur íslensk börn og fararstjóra til þátt- töku í þessum alþjóðlegu sumar- búðum sem halda átti eftir mánuð. Vilbergur tók áskoruninni og stóð við loforðið. Þannig hófust afskipti Vilbergs af Alþjóðlegum sumar- •"búðum barna, en þau áttu eftir að verða miklu meiri. Vilbergur tók nefnilega að sér að vera tengiliður á íslandi við al- þjóðaskrifstofu Childrens Inter- national Summer Villages sem er í Newcastle upon Tyne í Englandi og næsta sumar á eftir sendi hann þrjá hópa í slíkar sumarbúðir. Það var svo í október árið 1981 að CISV á íslandi var stofnað form- lega og var Vilbergur kjörinn fyrsti formaður félagsins. Sumarið 1984 Mr voru fyrstu sumarbúðimar á ís- landi svo haldnar, en allt frá árinu 1979 hefur starfsemin dafnað og aukist til muna og er brautryðj- endastarfí Vilbergs fyrst og fremst að þakka hversu vel hefur gengið. Vilþergur var nefnilega brautryðj- andi og hörkuduglegur til þeirra verka sem hann tók að sér. Hann tók þátt í alþjóðaþingum CISV víðsvegar um heim og var laginn að leita styrkja og stuðnings til CISV landi og er enn notast við ýmsar af þeim hugmyndum og starfsaðferð- um sem hann mótaði á fyrstu árum félagsis hér á landi. Hann var ótrú- lega fróður, ekki aðeins á einu eða tveimur sviðum, heldur á fjölmörg- um sviðum og var nánast sama hvaða málefni bar á góma, alltaf vissi Vilbergur um það sem rætt var og hafði skoðanir á flestum málefnum. Hann var trúr skoðun- um sínum og lét aldrei staðar numið fyrr en búið var að tryggja öllu réttan farveg og mikilvæg mál í höfn. Samferðamenn Vilbergs, víða um heim, senda honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óbilandi elju fyrir félagsskapinn. Við sendum eiginkonu hans og nánustu ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur og þökkum Vilbergi fyrir vel unnin störf í þágu félags- ins og friðar í heiminum. Stjóm Alþjóðlegra sumarbúða bama —CISV á íslandi. Vilberg Júlíusson skólastjóri lést á Landspítalanum hinn 1. júlí síð- astliðinn eftir skamma en mjög erf- iða legu. Hann hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða nokkur undan- farin ár. Stundum virtist skammt milli lífs og dauða, svo skammt, að nánast mátti heita kraftaverk, að hann náði sér og gat sinnt störfum. Undir lok júnímánaðar var hann fluttur á Landspítalann sárþjáður og átti ekki afturkvæmt þaðan. Það mun hafa verið um vorið 1967, að ég lagði leið mína í barna- skóla Garðahrepps, sem nú heitir Flataskóli, og kom að máli við Vil- berg skólastjóra um að fá kennara- stöðu hjá honum. Fátt man ég þeirra orða, er á milli okkar fóru, en ekki hafði ég lengi talað við Vil- berg og virt hann fyrir mér, en við þekktumst ekki þá, er ég fann, að þar var hlýlegur maður með mik- inn áhuga á skólastarfi og velferð æskulýðsins. Um haustið hóf ég kennslu, og stóð samstarf okkar Vilbergs þar til hann lét af störfum árið 1984, að einu ári undanteknu, er ég fékk ársleyfi. Tókust brátt góð kynni og sú vinátta, sem hefir haldist æ síð- an. Vilbergur var ekki margorður um sjálfan sig eða æskuár sín, en þó komu stundir, er hann sagði mér frá þeim og þá einkum sem lýsingu á lífi og kjörum verkafólks á þeim tímum. Hann var fæddur og uppalinn í Eyrarhrauni við Hafnarfjörð. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Helga Guðmunds- dóttir og Júlíus Jónsson verka- maður með stóran hóp barna. Á kreppuárunum á fjórða tug aldar- innar, þegar Vilbergur var enn í bernsku, lá fé ekki á lausu hjá þorra fólks og var svo hjá foreldr- um hans. Vilbergur ólst upp í fögru um- hverfi í hrauninu vestan við Hafn- arfjarðarbæ skammt ofan sjávar- máls. Hann unni heimaslóðunum og hreifst af fegurð þeirra og líf- inu, sem þar var. Eg get séð í huga mér þau systkinin í leik í hrauninu með klið og kvak fugla í eyrum og kynjamyndir hraunsins fyrir aug- um, breytilegar í samspili ljóss og skugga. Þar hefir frjótt ímyndun- araíl ungra sálna fengið að njóta sín til vaxtar og þroska. Sömuleið- is hafa hin kröppu kjör líka haft mótandi áhrif til góðs en á annan veg. Trúlega hafa þau styrkt Vil- berg og hert hann til dáða. Hann var ævinlega ákveðinn í að halda sínu striki, þótt gefið gæti á bát- inn, og létt fátt eða ekkert aftra sér frá að koma góðu máli í höfn án tafar. Hann var mikill hugmað- ur í hverju verki og lét hendur standa fram úr ermum. Stundum gat hann átt það til að sýna stífni og einstefnu, þótt alla jafna væri hann mjög ljúfur maður og þægi- legur í allri umgengni og sannur vinur vina sinna. Vilbergur brautskráðist úr Kennaraskóla Islands vorið 1944. Hann kenndi í Barnaskóla Hafnar- fjarðar og Flensborgarskóla í sam- tals tíu ár áður en hann réðst skólastjóri við Barnaskóla Garða- hrepps, þegar hann hóf göngu sína haustið 1958. Þá var skólinn ekki stór né heldur byggðarlagið, en á næstu árum og til þessa dags hefir íbúunum hraðfjölgað, skólinn stækkað að sama skapi. Vilbergur var vakinn og sofinn í öllu, sem hann taldi æskulýðnum til heilla. Hann átti þátt í að stofna Æskulýðsfélagið Stjömuna, Nor- ræna félagið í Garðahreppi, Rauða kross deild Garðahrepps, Tónlist- arfélag Garðahregps, skátafélagið Vífil, Garðabæ, íslandsdeild Al- þjóðasumarbúða bama, Bókasafn Garðabæjar o.fl. og kom að mörgu fleiru, sem til heilla horfir. Hann kom á fót bókasafni í skólanum, sem fljótt jókst og stækkaði. Það sannaði þegar gildi sitt, er í ljós kom, að bömin sóttu það vel og framfarir í lestri urðu meiri og skjótari en áður. Vilbergur fór margar náms- og kynnisferðir víða um lönd. Árið 1955 kom út eftir hann ferðabókin Austur til Ástralíu. Hún er eina ferðabókin eftir hann, en hann var sískrifandi og samdi og þýddi ótal barnabóka auk þess að ritstýra Skátabókinni, sem kom út 1974, og fjölda blaða og annarra rita. Þá má ekki gleyma Kennaratalinu, sem hann var hvatamaður að og vann að ásamt öðrum árin 1952-1964 og viðbótinni árin 1983-1988. Nokkr- ar kennslubækur samdi hann í samvinnu við aðra. Hægt væri að skrifa mörg orð um Vilberg, því að af miklu er að taka og hreint með ólíkindum, hversu miklu hann hefir komið í verk, ekki síst, þegar litið er til þess, að svo til öll starfsár hans við Flataskóla gekk hann ekki heill til skógar. Starf hans var ekki aðeins fólgið í daglegri stjórn skólans, heldur þurfti sífellt að huga að vaxandi nemendafjölda í ört stækkandi byggðarlagi og þar með stækkun skólans, áfanga eftir áfanga. Ég læt mér þó nægja að stikla á stærstu steinunum í starfi hans og kynnum mínum af honum. Kennsla Vilbergs hafði minnkað, vegna annarra skyldustarfa, þegar ég hóf störf hjá honum. Það leyndi sér þó ekki, að hann hafði góð tök á kennslunni og var laginn við börn, enda veit ég ekki annað en að þau hafí bæði virt hann og þótt vænt um hann. Vilbergi var ekki síður vel fallið að sinna störfum í bókasafni en að kenna. Hann sótti ungur námskeið í þeim fræðum í London og var um tíma bókavörður í Bókasafni Hafn- arfjarðar og síðar Bókasafni Garðahrepps nokkur fyrstu ár þess. Bindindismaður var Vilbergur á áfengi og tóbak og hafði mikla andúð á hvoru tveggja. Hann tók gjarna svo til orða, er rætt var um fjárveitingar til fræðslumála, sem skólafólki hefir löngum þótt skorn- ar við nögl: „Það eru nógir pening- ar í landinu til að auka og bæta fræðslustarfið. Hugsið ykkur alla peningana sem eytt er í brennivín og tóbak.“ Vilbergur var mikill starfsmað- ur og vinnusamur, eins og að fram- an getur, og kom miklu í verk. En hann stóð ekki einn. Hann var kvæntur mikilli gæða- og dugnað- arkonu, Pálínu Guðnadóttur, sem var honum mikil stoð og stytta í störfum hans og ekki síst veikind- um. Varð þá vinnudagur hennar oft langur, sérstaklega nú síðari hluta vetrar og þar til yfir lauk, þegar segja má, að hann hafi löng- um verið allur sólarhringurinn með miklu álagi og erfiði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en son átti Pálína frá fyira hjónabandi, Guðjón Inga Sigurðs- son leikara og leikstjóra, sem lést fyrir fáum árum. Hann var barn að aldri, er faðir hans dó, en eignaðist í raun annan föður, þar sem Vil- bergur var. Pálína og Vilbergur voru gest- risin og góð heim að sækja. I við- ræðum við þau leið tíminn fljótt. Genginn er eftirminnilegur sam- ferðamaður. Hann er kvaddur með þökk fyrir góða samveru. Við hjónin vottum Pálínu og öðr- um vandamönnum djúpa samúð. Ari V. Ragnarsson. + Erla Guðnadótt- ir fæddist í Ráðagerði í Vest- mannaeyjum 8. apr- íl 1935. Hún lést á Landspitalanum 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Guð- varðardóttir, f. 16.12. 1894, d. 22.3. 1978, og Guðni Sig- urðsson, f. 5.11. 1899, d. 15.11. 1985. Erla giftist 14. júlí 1973 Helga Pálm- arssyni, f. 20.1. 1934. Erla átti eina dóttur, Sig- ríði Sigurðardóttur, f. 16.1. Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka, oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þótt dauðinn oss megi ei saka. (Einar Ben.) Ofangreindar ljóðlínur komu upp í hugann, þegar fréttist af and- ^biti Eriu Guðnadóttur. Aldrei datt okkur í hug, að hún Erla hans 1954, d. 19.11. 1972. Erla fluttist í Mið- bæ í Vestmannaeyj- um með foreldrum sínum í kringum fermingu og bjó þar fram að gosi 1973. Erla vann við fisk- vinnslustörf í Vest- mannaeyjum þar til hún fiuttist til Reykjavíkur þar sem hún vann í Off- setprenti á meðan heilsan leyfði. Útför Erlu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Helga færi svona fljótt frá okkur, við gerðum aldrei ráð fyrir, að neitt komi í veg fyrir lífshamingju okk- ar. En svo erum við óþyrmilega minnt á, að við ráðum ekki neinu. Árið 1973 gerðust miklir atburð- ir í Vestmannaeyjum, eldgos og fólkið flúði Heimaey. Þá kom Erla til Reykjavíkur og þar kynntist hún Helga Pálmarssyni. Þau gift- ust og fylgdust að síðan. Aldrei var annað þeirra nefnt svo að hitt væri ekki nefnt í sömu andrá og sjald- gæft var að hitta þau hvort í sínu lagi. Gott var að heimsækja þau, góðar veitingar, ís og ávextir og fleira gott var borið fram höfðing- lega. Erla og Helgi voru ákaflega samhent í öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur og unnu t.d. saman myndir, teppi og púða, sem eru stórglæsilegir gripir. Börnum þótti gott að heimsækja þau, þau voru svo bamgóð. Helgi gat verið spaugsamur og stríðinn, Erla var hlý og góð og gerði gott úr öllu, gaf honum stundum olnbogaskot og sagði: Svona Helgi, vertu nú ekki að hræða börnin! Og brosti að öllu saman. Hún var boðberi friðar og þoldi illa hverskonar ósætti. Erla og Helgi höfðu ákaflega gaman af að ferðast um landið. Oft hitti maður þau á ferðinni, t.d. ein- hvers staðar fyrir austan fjall, eins og sagt er. Sama var hvar maður hitti þau, fyrir austan, í Fjarðar- kaupum eða á Laugaveginum, alltaf voru þau jafn hress og næg voru umræðuefnin. Ævinlega spurði Erla frétta af fjölskyldunni, hún vildi fylgjast með öllu. Það er í rauninni ákaflega leitt, að við skyldum ekki hittast oftar, því að umræðuefnin voru óþrjótandi, Erla hafði áhuga á öllu, hvort sem það var viðkomandi fjölskyldunni eða landi og þjóð yfirleitt. Hún hafði sínar skoðanir á öllu. En nú verða frekari samræður að bíða um sinn. Við munum hittast aftur í þeirri veröld, þar sem engar sorgir eru lengur til, en gleðin ríkir ein. I þeirri trú kveðjum við Erlu hans Helga að sinni og biðjum Guð að hjálpa honum til að takast á við sorgina og þá framtíð sem bíður. Minningamar eru dýrmætur fjár- sjóður, sem mölur og ryð fær ekki eytt, en ylja eftirlifendum um ókomna tíð. I Guðs friði. Isólfúr og Hrönn, Heiða og Árni, Hafliði og Guðrún. í dag er komið að kveðjustund, elsku Erla. Nú ertu laus frá öllum þrautum og komin í birtuna og ljósið, þar sem horfnir ástvinir taka á móti þér. Ekki er laust við að ljúfsárar minningar sæki að, þegar við hugsum til þess að þín nýtur ekki lengur við, t.d. þegar fjöl- skyldan kemur saman á sínum há- tíðarstundum og sumarbústaða- ferðimar sem við fómm öll saman í til Stokkseyrar gleymast seint. Það eru ljúfar stundir sem við geymum í minningunni. Hjartans þakkir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Helgi. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgar- stundu. Megi guð vera með þér. Við minnumst Erlu með þökk og virðingu. Blessuð sé minning henn- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Bára, Fjóla og Gauja. Elsku Erla. Baráttunni við krabbameinið er lokið. Þú varst hetja og ætlaðir að berjast en varðst því miður að láta undan. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur og eigir ekki eftir að koma aftur í Laufhag- ann í heimsókn. Það var alltaf svo gaman að hitta ykkur Helga því þið geisluð- uð af gleði og hamingju sem gerði alla svo hænda að ykkur. Saman ákváðum við, þegar Tóti afi dó, að þið yrðuð afi og amma mín. Mér þótti mjög vænt um þetta og held innst inni að ég hafi alltaf litið á ykkur sem afa og ömmu, því ykkur hafði ég þekkt allt mitt líf. Þið fylgdust vel með öllu sem ég að- hafðist og þegar Sævar kom inn í líf mitt tókuð þið svo vel á móti honum. Þið fylgdust með hvernig honum gekk í fótboltanum og hvöttuð strákinn ykkar. Þegar Bjarki Þór kom í heiminn fenguð þið nýtt hlutverk, langamma og langafi. Minningarnar sem við eigum saman væru efni í margar bækur en við geymum þær handa Bjarka litla sem fær að heyra allt um góð- vild og gæsku Erlu og Helga. Við söknum þín sárt, elsku Erla, en vitum að nú ertu komin til dótt- ur þinnar og líður vel. Þú kvartaðir aldrei yfir hlutskipti þínu í lífínu og vildir öllum svo vel. Þér fylgdi ró og það var gott að tala við þig. Við vitum að þú fylgist með okkur, blikkar til okkar og veifar. Elsku Helgi. Þér og öðrum að- standendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Erla vildi ekki að við grétum heldur værum sterk og værum sátt hvert við ann- að. Blessuð sé minning Erlu ömmu. Linda Dögg, Sævar Þór og Bjarki Þór. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem .yiðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd fereina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ERLA GUÐNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.