Morgunblaðið - 23.07.1999, Page 1
164. TBL. 87. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Útför Johns F. Kennedys yngra, eiginkonu og mágkonu
• •
Osku þremenninganna
dreift nærri slysstað
Falmouth og Woods Hole í Massachusetts. AP, Reuters.
SSsJJ
Reuters
AÐSTANDENDUR Johns F. Kennedys yngra, Carolyn Bessette-Kenn-
edy og Lauren Bessette á leið með ösku þeirra út í herskipið USS
Briscoe, þaðan sem öskunni var dreift í hafíð í gær.
ÚTFÖR Johns F. Kennedys yngra,
eiginkonu hans og mágkonu fór
fram í gær á USS Briscoe, tundur-
spilli bandaríska flotans. Ösku
hinna látnu var varpað í vota gröf
um 5 km frá þeim stað þar sem ævi
þeirra endaði er einkaflugvél Kenn-
edys hrapaði aðfaranótt laugardags,
skammt undan strönd eyjarinnar
Martha’s Vineyard.
Um það bil fimmtán meðlimir
nafntoguðustu stjómmálaættar
Bandaríkjanna, þar á meðal
Caroline Kennedy-Schlossberg,
systir hins látna, og öldungadeildar-
þingmaðurinn Edward Kennedy,
vora ásamt prestum viðstaddir ein-
falda athöfn um borð í hinu 170 m
langa herskipi, þar sem ösku þeirra
Kennedys, Carolyn Bessette-Kenn-
edy og Lauren Bessette, var dreift í
hafið. Nánir aðstandendur Bess-
ette-systra vora einnig viðstaddir,
þar á meðal Lisa Ann Bessette, tví-
burasystir Lauren.
Skipið hafði um 40 mínútna við-
dvöl á staðnum þar sem öskunni var
dreift. Fyrr um daginn höfðu líkin
verið brennd eftir að krufning hafði
farið fram, í samræmi við lög
Massachusetts-ríkis. Réttarlæknir
úrskurðaði að þau hefðu öll þrjú lát-
izt samstundis af áverkum sem þau
hlutu er flugvélin skall í hafið.
Dálæti á hafínu
Kennedy-fjölskyldan er þekkt
fyrir mikið dálæti á hafinu og sjó-
mennsku, og því þykir það ekki
koma á óvart að hún skyldi hafa val-
ið að láta útförina fara fram á sjó.
John F. Kennedy eldri, forseti
Bandaríkjanna 1961-1963, gegndi á
sínum tíma herþjónustu í flotanum.
Minningarathöfn fyrir valda
boðsgesti verður haldin í kaþólsku
St. Thomas More-kirkjunni i New
York í dag, og verða forsetahjónin
Bill og Hiilary Clinton viðstödd, en í
gærkvöldi að staðartíma átti al-
menningi að gefast kostur á að
hlýða á minningarguðsþjónustu um
hin látnu í St. Patricks-dómkirkj-
unni á Manhattan.
Árásin á kínverska
sendiráðið í Belgrad
Eina skot-
markið sem
CIA valdi
Washington. Reuters, AP.
EINA skotmarkið, sem bandaríska
leyniþjónustan CIA valdi fyrir Atl-
antshafsbandalagið í ellefii vikna
loftherför þess gegn Júgóslavíu, var
það sem leiddi til þess að bandarísk-
ar herflugvélar vörpuðu sprengju á
kínverska sendiráðið í Belgrad.
George Tenet, yfirmaður CIA,
viðurkenndi þetta í gær er hann gaf
þingnefnd fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings skýrslu um þá atburða-
rás sem leiddi til þess að sprengja
lenti á kínverska sendiráðinu hinn
7. maí sL, sem varð þremur mönn-
um að bana og slasaði 20.
„Arásin var mistök,“ sagði Tenet
og lagði mikla áherzlu á að enginn
hefði með ráðnum hug gert kín-
verska sendiráðið að skotmarki.
Byggingin sem ætlunin var að hæfa
var um 300 metra frá sendiráðinu
og hýsti höfuðstöðvar júgóslav-
neskrar ríkisstofnunar sem stýrði
birgðaútvegun og útboðum, aðal-
lega fyrir herinn.
Kinastjórn reynir að bæla götumótmæli
Jose Maria Aznar í Miðausturlandaferð
Barak færð
„sérstök skila-
boð“ frá Assad
Jerúsalem. Reuters.
JOSE Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, færði í gær Ehud
Barak, forsætisráðherra Israels,
skilaboð frá Hafez al-Assad Sýr-
landsforseta og kvaðst vongóður um
að ríkin tvö næðu friðarsamkomu-
lagi.
Spænski forsætisráðherrann
ræddi við Assad á mánudag og sagði
sýrlenska forsetann hafa beðið sig
að færa Barak „sérstök skilaboð".
Aznar vildi ekki greina frá því hvaða
skiiaboð þetta væru en kvaðst telja
að Assad væri mjög umhugað um að
ná samkomulagi við Israela.
Aznar sagði að Barak hefði beðið
sig að ræða ýmis mál við Assad og
Yasser Arafat, leiðtoga Palestúiu-
manna, og kvaðst ætla að gera það á
næstu dögum.
ísraelar og Sýrlendingar hafa
gefið til kynna að þeir viiji hefja frið-
arviðræður sem fyrst síðan Barak
tók við forsætisráðherraembættinu
af Benjamin Netanyahu fyrr í mán-
uðinum. Israelskir embættismenn
og ríkisútvarpið í Sýrlandi hafa spáð
því að viðræðumar hefjist innan
nokkurra vikna, en nokkuð dró úr
bjartsýninni í gær þegar ríkin tóku
að deila um skilmála viðræðnanna.
Dagblaðið Al-Baath, málgagn
stjómarflokksins í Sýrlandi, gagn-
rýndi Barak fyrir að hunsa þá kröfu
Sýrlendinga að ríkin tækju upp
þráðinn þar sem frá var horfið árið
1996 þegar friðarviðræðum ríkjanna
var slitið. Sýriendingar segja að
Israelar hafi þá lofað að afsala sér
öllum Gólan-hæðunum.
Barak hefur sagt að Israelar verði
að afsala sér landsvæðum til að
tryggja varanlegan frið við Sýrlend-
inga en ekki tilgreint hversu stóran
hluta Gólan-hæðanna hann sé tilbú-
inn að láta af hendi. ísraelar her-
tóku hæðimar árið 1967.
Hamas hótar fleiri árásum
Palestínskir skæraliðar í ísl-
ömsku samtökunum Hamas hafa
hótað að hefja á ný hermdarverk í
Israel ef marka má yfirlýsingu sem
send var fréttastofunni Reuters í
gær. Skæruliðamir sögðu að ísrael-
ar, Bandaríkjamenn og palestínska
heimastjómin hefðu lagt á ráðin um
að myrða leiðtoga Hamas og hótuðu
að ráðast á „síoníska og bandaríska
hagsmunahópa út um allan heim“ ef
samsærinu yrði komið í fram-
kvæmd.
Beðið eftir byr
SEGLSKIP hvaðanæva úr Evr-
ópu streymdu til hafnarinnar í
St. Malo í Frakklandi í gær. Þar
búa skipverjar sig undir siglinga-
keppni sem mun hefjast á morg-
un, en siglt verður til Skotlands
og Danmerkur.
Reuters
I Áhrif loftárásanna/24
Vinsæl dulspeki-
hreyfíng bönnuð
Peking. Reuters.
STJORNVÖLD í Kína bönnuðu í gær starfsemi vinsællar dulspekihreyfing-
ar, sem efndi til mótmæla víða um landið fyrr í vikunni. Hreyfingin var sökuð
um að féfletta fólk og skapa hættu á glundroða í samfélaginu. Kínverska rík-
issjónvarpið tiikynnti að hreyfingin Falun Gong væri ólögleg, henni væri ekki
heimilt að starfa opinberlega og bannað væri að breiða út kenningar hennar.
Þeir sem virtu bannið að vettugi yrðu handteknir og félagar í kommúnista-
flokknum, sem neituðu að segja sig úr hreyfingunni, yrðu reknir úr honum.
„[Falun Gong] hefur stundað ólög-
lega starfsemi, rekið áróður fyrir
hindurvitnum, breitt út rökvillur,
prettað fólk ... og stefnt samfélags-
legum stöðugleika í hættu,“ hafði
sjónvarpið eftir talsmanni stjórnar-
innar.
Þúsundir manna handsamaðar
Kínverska lögreglan heíúr hand-
samað þúsundir fylgismanna Falun
Gong frá því á þriðjudag þegar þeir
reyndu að mótmæla herferð yfirvalda
gegn hreyfingunni. Nokkrir af helstu
forystumönnum hreyfingarinnar hafa
verið fangelsaðir í herferðinni.
Falun Gong er blanda af andlegri
íhugun, kínverskri dulspeki og forn-
um samfélagskenningum. Hreyfingin
hefur haldið því fram að meðlimir
hennar séu 100 milljónir en margir
hafa dregið þá tölu í efa. Talsmaður
kínverska utanríkisráðuneytisins
sagði í gær að tvær milljónir Kínverja
hefðu gengið í hreyfinguna. Hvort
sem sú tala er rétt eða ekki er hreyf-
ingin nógu ijölmenn til að valda
kommúnistaflokknum miklum
áhyggjum.
Um 30.000 fylgismenn Falun Gong
sátu um opinberar byggingar í 30
borgum í fyrradag til að mótmæla
meintum ofsóknum yfirvalda. Hreyf-
ingin hefur einnig efnt til fámennra
mótmæla í Hong Kong en starfsemi
hennar hefur ekki verið bönnuð þar.
Skattalækk-
unartillaga
samþykkt
Washington. Reuters.
TILLAGA repúblikana í full-
trúadeild Bandaríkjaþings um
að lækka skatta á einstaklinga
og fyrirtæki um sem svarar
hátt í 60.000 milljörðum króna
á næstu tíu áram var samþykkt
í atkvæðagreiðslu í þinginu í
gær, með 223 atkvæðum gegn
208, þrátt fyrir að vitað sé að
hið umfangsmikla frumvarp
verði aldrei að lögum.
Bill Clinton forseti hefur lýst
yfir að hann muni beita neitun-
arvaldi, ef þurfa þykir, en hann
og samherjar hans í Demókra-
taflokknum vilja frekar verja
nýtilkomnum tekjuafgangi rík-
issjóðs til að greiða niður
skuldir ríkisins. Forysta Rep-
úblikanaflokksins lagði fram-
varpið fram í von um að gera
skattalækkun að kosningamáli í
forsetakosningunum haustið
2000.
■ Repúblikanar/24