Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAÐUR er nú ekki að fara fram á að hann sjái upp í bláan himininn, Kalli minn. Bara örlítið í áttina, okkur fátæklingana getur nú langað líka. Þjóðarpúls Gallups um ráðherraval Fleiri ánægðir en óánægðir TÆPLEGA 62% eru ánægð með val á ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins og 49,8% með val á ráðherrum Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup en spurt var hvort menn væru almennt séð ánægðir eða óánægðir með val á ráðherrum í nýja ríkisstjóm. Rúmlega 14% eru óánægð með val á ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins og 24% með val á ráðherrum Framsóknarflokks. Þá voru rösk- lega 17% óánægð með eitthvað í vali á ráðherrum Sjálfstæðisflokks en tæplega 23% í ráðherravali Fram- sóknarflokks. Sé litið nánar á niðurstöðuna hvað varðar Sjálfstæðisflokk kemur fram að 15,6% voru óánægð með Ama M. Mathiesen, 11,1% töldu konur of fáar, 8,9% vom óánægð með Sólveigu Pétursdóttur og 6,1% með Sturlu Böðvarsson. Hjá Framsóknarflokki vora 17,2% óánægð með Pál Pétursson, 14,3% með Siv Friðleifsdóttur og 13,9% með Finn Ingólfsson. Þá era 9,5% óánægð með val Ingibjargar Pálmadóttur og 6,2% era óánægð með Guðna Agústsson. --------------- Tveir liggja á gjörgæslu eftir bílslys TVEIR karlmenn liggja mikið slas- aðir á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Þingvallahreppi í fyrrakvöld. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild er líðan þeirra eftir atvikum. Alls slösuðust fimm manns í árekstrinum og vora mennimir tveir fluttir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Sjúkrahús Reykjavík- ur. Hinir þrír slösuðust minna og vora fluttir með sjúkrabifreiðum á sjúkrahús. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson 22 pundarinn úr Miðfjarðará EINN af stærstu löxum sem veiðst hafa í sumar var dreginn á land úr Miðfjarðará á dögunum. Laxinn vó 22 pund. Veiðimaður- inn er bandarískur og heitir Nick Mariner. Röng mynd birtist með frétt um laxinn fyrr í vikunni. Ranga myndin var af 12 ára gömlum Spánverja, Pal Brugada, sem hampaði rúmlega 17 punda hæng sem hann veiddi. Myndirn- ar voru á sömu filmu og stóð til að nota myndina af Pal við annað tækifæri. Fjölskylduhátíð í Kjarnaskógi Leiksýning - útimessa - ratleikur! Sigríður Guðmarsdóttir NÚNA á sunnudag verður kristni- tökuhátíð í Eyja- firði að tilhlutan kristni- tökunefndar Eyjafjarðar- prófastsdæmis. Formað- ur þessarar nefndar er séra Sigríður Guðmars- dóttir prestur á Ólafs- firði. Hún var spurð hvað þessi hátíð fæli í sér? Hátíðin er haldin í til- efni þess að senn eru þús- und ár liðin frá því að Is- lendingar tóku kristni. Þessi hátíð í Kjarnaskógi er ætluð fyrir alla fjöl- skylduna og er vonast til að sem flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Stærsta atriði hátíðarinn- ar er að framflutt verður leikrit eftir Böðvar Guð- mundsson sem nefndin fékk hann til að skrifa. Fjallar leikritið um kristnitöku í Eyjafirði fyrir þúsund árum. Leikritið flytur leikhópurinn Sýnir undir stjórn Harðar Sig- urðarsonar. Öll hátíðin fer fram í Kjarnaskógi undir bera lofti. - Hvað fleira er á dagskránni? Bænarjóður verður vígt efst í skóginum. Þar er stór steinn sem heitir Kirkjusteinn og kringum hann hefur Skógræktarfélag Ey- firðinga útbúið fallegan lund. I steininn hefur nú verið felld hella með ritningarversi og er vonast til að þeir sem leita í skóginn til einvera eða íhugunar geti notið góðra stunda í bænarjóðrinu. Þess má geta að Halldór Blöndal forseti Alþingis flytur ávarp við vígslu bænanjóðursins og vígslubiskupinn á Hólum, séra Bolli Gústafsson, mun vígja rjóðrið. Eftir hádegi verður á fjölskylduhátíðinni útimessa, rat- leikur og tónleikar, þar sem með- al annars Tjarnarkvartettinn kemur fram. Skoðunarferð verð- ur um Kjarnaskóg og margt fleira er á dagskránni að auki. Kynnir hátíðarinnar er Gestur Einar Jónasson. - Hefur nefndin áður staðið fyrir svona fjölskylduhátíð? Kristnitökunefndin hóf hátíða- höld í Eyjafjarðarprófastdæmi 25. apríl sl. Þá var Kristnihátíð á íslandi sett á Akureyri og kristnitökunefndin í Eyjafirði og Kirkjulistavika í Akureyrar- kirkju stóðu saman að vikulangri menningardagskrá. Þar voru meðal annars tónleikar þar sem 200 kórmeðlimir í eyfirskum kirkjukórum sungu kórverk ásamt Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Kristnitökunefnd hefur líka staðið í ágætis sambandi við Minjasafnið á Akureyri. Nýlega var opnuð í Minjasafninu sýning á norðlenskum kirkjugripum - ber hún nafnið Gersemar og verður opin fram á haust. - Hvar er Minja- safnið til húsa? Það er í Innbænum á Akureyri - Aðal- stræti 58. Minjasafnið hefur ver- ið að opna nýjar sýningar í end- urbættum húsakynnum. - Hefur verið mikið verk að undirhúa þessa fjölskylduhátíð kristnitökunefndar? Þetta er verk sem tekið hefur mörg ár í undirbúningi en auðvit- að er mest að gera á endasprett- inum. Mest vinna fellur vitaskuld á framkvæmdastjóra hátíðarinn- ar, Gunnar Árnason og Örnu Ýrr Sigurðardóttur. En við í nefnd- ►Sigríður Guðmarsdóttir er fædd 15. mars 1965 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla fslands 1990. Hún vígð- ist til Suðureyrar við Súganda- fjörð sama ár en hefur verið prestur í Ólafsfirði frá 1995. Hún er gift Rögnvaldi Guð- mundssyni frá Bolungarvík, sölustjóra hjá Þormóði ramma Sæbergi. Þau eiga þijá syni. inni eram heilmikið að puða líka. Auk mín era í kristnitökunefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis þau Hannes Örn Blandon prófastur, Gerður Pálsdóttir húsmæðra- kennari og Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur á Akur- eyri. Þess má geta að séra Hann- es sést lítið þessa dagana af því að hann er að æfa stórt hlutverk í leikriti Böðvars sem fyrr var minnst á. Hann er lfka að æfa hluta af lögunum sem á að flytja á tónleikunum. Hann er samt ekki í Tjamarkvartettinum! - Hvað hefur verið erfiðast í undirhúningnum? Það sem brennur mest á mér núna er að „redda“ sex hundrað teningum sem á að nota í rat- leiknum. í ratleiknum verða spumingar hengdar víða um skóginn, í sumum era léttar þrautir, aðrar eru úr kristnisög- unni. - Ertu vön að halda útimess- ur? Nei, ég hef tvisvar reynt að halda útimessu í Ólafsfirði en þurft að aflýsa þeim vegna veð- urs. En nú er góð veðurspá og varla hægt að hugsa sér fallegri kirkju en Kjarnaskóg. Þessi messa verður að ýmsu leyti sér- stök. I henni miðri stendur til að föndra. - Kostar eitthvað að taka þátt í fjölskyldu- hátíðinni í Kjarna- skógi? Nei, það kostar ekki neitt. Tilgangur hennar er sá að safna saman fólki til þess að gleðjast saman yfir þúsund ára sögu kristni og þjóðar. -Er eitthvað sérstakt sem fólk þarf að taka með sér á fjöl- skylduhátíðina ? Það væri gott að taka með sér teppi af því að lítið er um stóla í skóginum. Mat þarf fólk ekki að taka með sér frekar en það vill - það verður veitingasala á hátíð- inni. Bænarjóður vígt í Kjarna- skógi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.