Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Reynir Ragnarsson, lögregluvarðstjóri á Vfk Aðstandendur Hellisbúans fjár- festa í Skjá 1 Nýtt sjónvarp í haust ÁRNI Þór Vigfússon og Krist- ján Ragnar Kristjánsson, sem stóðu fyrir uppfærslu leikrits- ins Hellisbúans ásamt Bjama Hauki Þórssyni, hafa ásamt nokkrum öðrum fjárfestum keypt 75% hlut í sjónvarpsstöð- inni Skjá 1. Hólmgeir Baldurs- son, stofnandi sjónvarpsstöðv- arinnar, heldur eftir 25% hlut og verður dagskrárstjóri. Ami Þór tekur við starfi sjónvarps- stjóra. „Við opnum nýtt sjón- varp í haust,“ segir Árni Þór. Árni Þór segir miklar breyt- ingar í vændum. „Sjónvarps- stöðin verður áfram endur- gjaldslaus, það hefur verið hennar aðalsmerki. Við mun- um halda dagskránni að nokkru leyti en líka bæta við hana. Þá verður innlend dag- skrárgerð aukin og ekki er ólíklegt að fréttir bætist við,“ segir Ami Þór. Hann segir ennfremur að ekki sé enn ljóst hvers eðlis breytingar verði en útsendingartími mun eitthvað breytast. Aðspurður segir Ami Þór að fjárfestamir hafi keypt 50% hlut Róberts Áma Hreiðars- sonar lögmanns og 25% hlut af Hólmgeiri Baldurssyni að auki. Samningsaðilar em sammála um að halda kaupverðinu leyndu en fjöldi fjárfesta og eignarhlutur á hvem er ekki enn kominn í ljós. „Ásamt mér og Kristjáni verða einn til þrír fjárfestar í viðbót en ekkert er hægt að fullyrða um það enn- þá.“ Hafa einnig keypt kaffihúsið Prikið Að sögn Áma Þórs hafa þeir Kristján ásamt Gísla Inga Gunnarssyni og Eggerti S. Birgissyni keypt kaffihúsið Prikið á Laugavegi af Rydens- kaffi. Gísli og Eggert ráku áð- ur Kaffi Thomsen en hafa nú selt þann rekstur og munu sjá um reksturinn á Prikinu. Árni Þór segir fastagesti Priksins geta reitt sig á gamla andrúmsloftið. „Við munum stækka kaffihúsið töluvert og tökum efri hæðina í notkun. Upp úr miðjum ágúst opnum við 120 manna kaffihús," segir Ámi Þór. Afgreiðslutími kaffi- hússins verður hefðbundinn og matur boðinn frá morgni til miðnættis. NAFN Reynis Ragnarssonar, lög- regluvarðstjóra í Vík í Mýrdal, hefur oft borið á góma í frétta- flutningi af umbrotunum í Mýr- dalsjökli, en hann sá hinn ný- myndaða sigketil í suðvestan- verðum Mýrdalsjökli fyrstur manna er hann flaug yfír jökul- inn aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags. Varð hann líka fyrstur að sjá sigketilinn sem myndaðist við Gjálpargosið í Vatnajökli 1996. Morgunblaðið náði tali af Reyni á lögreglustöðinni í Vík síðastlið- inn þriðjudag. Reynir er mikill áhugamaður um flug og hefur flogið sjálfur frá árinu 1954. Flýgur hann nú fjögurra sæta Aero Commander 100, en segist áður hafa átt Piper Aztec. Kveðst hann oft fara í út- sýnisflug yfír Mýrdalsjökul með farþega, ekki síst ljósmyndara, en segist hins vegar sjaldnar fara á eigin vegum nema sérstakir at- burðir eins og nýafstaðnar hrær- ingar komi til. Þá fer hann eins oft og kostur er. Flýgur oft á dag yfír jökulinn í umbrotahrinum „Ég hef farið 7 ferðir yfír jökulinn siðan umbrotin byrjuðu. Þá fyrstu fór ég kl. 5 aðfaranótt sunnudagsins og þá siðustu um kl. 10 í gærmorgun." Fátt nýtt var að sjá á jöklinum í síðustu ferð Reynis yfir hann. „Ástandið hafði Iítið breyst. Að- eins var þó hægt að sjá meira sig í nyrstu sigdældinni austan meg- in í jöklinum. Alls eru þijár dældir á því svæði. Þær eru ekki nýjar, en það er fyrst núna sem ég hef séð hringsprungur í Fylgist vel með Mýr- dalsjökli úr lofti kringum þær þannig að það er sýnilegt að einhver hreyfing er í þeim. Það eru fleiri svona sig- dældir innar og norðar á jöklin- um sem benda til þess að jarðhiti sé undir honum, en þar er enga hreyfingu að sjá og engar nýjar sprungur.“ Reynir segir hinn nýja sigketil í suðvestanverðum jöklinum hafa verið tignarlega sjón. „Ég hef alltaf gaman af því að fljúga þarna yfír þegar svona er og er eiginlega alveg friðlaus að kom- ast í loftið þegar svona gott veð- ur er. Það er enda allt annað að sjá þetta úr lofti og nefna má að ég flaug þarna yfir í gær með Benedikt Bragason, sem selur vélsleðaferðir á jökulinn. Hann sagðist hafa haft mjög gaman af að fá þetta sjónarhorn þar sem það gæfí honum betri yfírsýn yfir það svæði sem hann fer yfir.“ Nú virðist sem umbrotum í Mýrdalsjökli sé lokið um sinn og Reynir reiknar því með að flug- ferðum hans þangað fari fækk- andi í bili. „Meðan ekkert vex í ánum læt ég mér líklegast duga að fara einu sinni á sólarhring. Það er þó oft sem smáhrina kem- ur seinnipart sumars og að lok- inni þeirri hrinu líður oft u.þ.b. vika þar til önnur hrina kemur. Það má því allt eins búast við ein- hverri hreyfingu eftir nokkra daga.“ Fylgist líka með jöklinum í lögreglubúningi Reynir fylgist ekki bara með umbrotunum sem flugmaður heldur einnig sem lögregluvarð- stjóri. Segir hann lögregluna vera hluta af því heildarviðbún- aðarkerfi sem sett er í gang þeg- ar hræringa verður vart. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að fylgjast með umferðinni þannig að við vitum hveijir eru á ferð- inni yfir Mýrdalssand og fleiri staði. Það er ekki alltaf sem veg- um er lokað, en við stöðvum þá fólk og látum það vita af stöðu mála og biðjum það um að fara hikstalaust yfir sandinn án þess að nema staðar og melda sig svo hinum megin. Við skráum sem sagt þá sem fara þarna inn og út og vitum alltaf hveijir eru á sandinum á hverjum tíma.“ Ekki verður Reynir var við að íbúar Víkur fínni til hræðslu vegna umbrotanna í jöklinum. „Ég hef ekki orðið var við neitt slíkt. Fólk hefúr vitaskuld and- vara á sér og fylgist vel með, en það er orðið svo vant þessum vangaveltum um Kötlu og hefur allt sínar áætlanir um hvert eigi að fara og hvað eigi að gera fari allt af stað.“ Morgunblaðið/Rax REYNIR Ragnarsson við flugvél sína á flugvellinum í Vík. Hann sá hinn nýja sigketil á Mýrdalsjökli fyrstur manna. Einn með öllu! Til sölu Land Cruiser Diesel, árgerð ‘99 Silfurgrár, sjálfskiptur, 33“ breyting, dráttarkúla, spoiler, toppgrindar- bogar, geislaspilari, rafmagnsrúöur og -speglar, samlæsing, ekinn 18 þúsund km. Verð kr. 3.700.000. Bein sala eöa skipti á Toyota Avensis koma til greina. Upplýsingar í sfma 896 4911 og 699 0859 alla helgina til kl. 20.00 á kvöldin. Neskirkja stendur fyrir útimessu HALDIN verður útimessa frá Neskirkju næstkomandi sunnudag ef veður leyfir, en vegna vinnu við breytingar á kirkjunni og uppsetn- ingu nýs orgels hefur hún verið lokuð í sumar. Verður kirkjan opn- uð á ný 19. september er hið nýja orgel verður helgað. Að sögn séra Halldórs Reynis- sonar, prests í Neskirkju, er meg- intilgangurinn með því að halda útimessu sá að viðra andann, en helgihald hefur í sumar farið fram í safnaðarheimili kirkjunnar. Verð- ur messan á sunnudaginn haldin á Ægisíðu á hefðbundnum messu- tíma, kl. 11. Séra Halldór tekur þó fram að messuhaldið þar sé háð því að veður leyfi það. Undanfarna mánuði hefur verið unnið við breytingar á Neskirkju og nú er verið að setja þar upp og fínstilla nýtt orgel. Er það fram- ieitt í Bandaríkjunum í smiðju Fritz Noack, þýskættaðs org- elsmiðs. Þaðan kemur einnig nýtt orgel Langholtskirkju og verða bæði orgelin helguð sama dag, þ.e. 19. september í haust. Segir Hall- dór orgelin vera 34 radda og mun kostnaður við þau hlaupa á tugum milljóna. Smíðavinnu við þau lauk í vor í Bandaríkjunum, en þá voru þau tekin niður aftur og send hing- að til lands. Því má að lokum bæta við að séra Halldór mun á næstunni halda í ársleyfí og segist hann munu eyða því í nám og störf bæði innanlands og utan. Mun séra Örn Bárður Jónsson leysa séra Halldór af. WfrJíiíi&tjEíUIAÉÆ Tólf bana- slys á fyrri helming'i ársins TÓLF banaslys hafa orðið í umferðinni á árinu sem nú er rúmlega hálfnað. Jafngildir það nærri tveimur banaslys- um á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðar- ráði höfðu orðið fimmtán banaslys á fyrri helmingi síð- asta árs, en alls létust 27 manns í umferðinni í fyrra, sem er óvenju há tíðni banaslysa. Þarf að leita aftur til ársins 1991 til að finna jafnháa tíðni. Flest banaslysin, sem orðið hafa á liðnum árum, hafa orð- ið í bifreiðaslysum, en banaslys þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur eru næstalgengust. Ökumenn bifhjóla eru þriðji algengasti vegfarendahópur- inn sem látið hafa lífíð í um- ferðarslysum en á síðastliðn- um tíu árum hafa alls fjórtán manns látist í bifhjólaslysum, þar af ellefu ökumenn og þrír farþegar. Þá hafa fjórir reið- hjólamenn látið lífið á sama tímabili. Handtekinn fyrir þjófnað LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók mann á fertugsaldri seinnipartinn í gær fyrir þjófnað í Ostahúsinu við Strandgötu. Hafði maðurinn stolið nokkur þúsund krónum úr sjóðvél búðarinnar og stal í leiðinni osti og ostahnífi og hljópst á brott. Lögreglan náði-honum um 20 mínútum síðar og fann á honum þýfið auk smávægilegs magns af ætluðu amfetamíni og hassi. Maðurinn var yfirheyrður á lögreglustöð vegna málsins og var sleppt að ioknum yfir- heyrslum. Lögreglan stöðvaði enn- fremur fór eins réttindalauss ökumanns sem var ölvaður undir stýri í þokkabót í um- ferðinni í Hafnarfirði í gær. Meðal annarra verkefna sem komu við sögu lögregl- unnar í Hafnarfirði í gær var harður árekstur og bílvelta við Engidal skömmu fyrir klukkan 18, en engin slys á fólki hlutust af þrátt fyrir eignatjón. Þá voru fjölmargir bifreiða- eigendur í Hafnarfirði á óskoðuðum bifreiðum boðaðir í lögboðna skoðun. Jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli JARÐSKJÁLFTI, sem átti upptök undir Mýrdalsjökli, varð skömmu fyrir ldukkan níu í gærmorgun sem mældist 2,8 stig á Richter-kvarða. Um svipað leyti varð jarðskjálfti undir Eyjafjallajökli sem mældist 1,8 stig, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands. I kjölfarið fylgdi fjöldi smáskjálfta undir Mýr- dalsjökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.