Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Pönnukökur, peysuföt og Kjarnaskógarhátíð Frá Kjarnaskógi. Frá Sigríði Guðmarsdóttur: UNDANFARIN fjögur ár hef ég borðað mikið af pönnukökum. Eg hef setið margar dagsstundir í húsi einu á Hraíhagili með öðru fólki og við höfum skipulagt hátíðarhöld í tOefni 1000 ára kristni í Eyjafirði. Og borðað pönnukökur með rjóma. Raunar hefur nefndin verið til miklu lengur, því að ellefu ár eni síðan kristnitökunefnd var sett á laggimar í Eyjafjarðarprófastdæmi og í jafnlangan tíma hefur aurum verið safnað til að halda hátíð. Nú er komið að því að fara í há- tíðarskapið. Kristnihátíð var form- lega sett á Akureyri fyrir réttum þremur mánuðum og hátíðarbylgja fer nú um allar sveitir landsins. Sumir fagna í ár, aðrir næsta ár og loks verður þjóðfagnaður á Þing- völlum. Hátíðarhöldum í Eyja- fjarðarprófastdæmi var tvískipt. Annars vegar unnu Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju og kristnitöku- nefndin í Eyjafjarðarprófastdæmi sameiginlega að vikudagskrá. Nú höfum við tekið upp þráðinn að nýju í kristnitökunefndinni og hyggjumst halda hátíð fyrir alla fjölskylduna í Kjarnaskógi næsta sunnudag, 25. júlí. Um morguninn verður lítið bæn- arjóður vígt efst í skóginum. Séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup í Hólastiftij mun vígja bænarjóðrið en forseti Alþingis, Halldór Blöndal, flytur ávarp. Skógræktarfélag Eyjafjarðar hefur útbúið h'tinn og fallegan lund umhverfis bjarg eitt sem gengur undir nafninu Kirkju- steinn. A steininum er lítil sylla, eins og altari sem náttúran hefur sjálf höggvið út. Blágrýtishella var felld inn í steininn með ritningar- versi úr 2. Samúelsbók 22. kafla: „Guð minn er hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis.“ Margir eiga leið um Kjarnaskóg, sumir koma í fjöl- skylduferðir þangað, aðrir leita sér huggunar í fegurð náttúrunnar. Það er von okkar sem að bænarjóðrinu standa að þessi litli helgidómur geti borið Guði vitni og orðið einhverjum athvarf og trúarlind á erfiðum stundum. I Kjarnaskógi verður frumflutt nýtt útileikrit eftir Böðvar Guð- mundsson sem samið var sérstak- lega af þessu tilefni. Leikfélagið Sýnir flytur verkið og heldur síðan í leikfór um landið. Á fjölskylduhátíð- inni verður líka útiguðsþjónusta með léttum sálmum við undirleik rafsveitar og lúðrasveitar. Þar verða tónleikar, þar sem m.a. Tjarnarkvartettinn kemur fram. Einnig mun danshljómsveit koma fram og rokk-prófasturinn Hannes Öm tekur nokkur lög með fríðu föruneyti. Þess má einnig geta að prófasturinn leikur rullu í leikritinu, þannig að menn eru vel nýttir. Rat- leikur verður í skóginum með spurningum um kristnisögu og öðr- um laufléttum fróðleiksmolum, brúðuleikhús og margt fleira skýtur upp kollinum. Hátíðin berst vítt og breitt um skóginn og teppi til að sitja á er ómissandi þáttur af útbún- aði hvers hátíðargests. Við ætlum ekki að halda margar ræður, heldur að leika okkur og þakka Guði fyrir þúsund ár. Og það er mikilvægt að hugsa til þess að 1000 ára samfylgd kristni og þjóðar er ekki aðeins há- tíð þjóðkirkjunnar eða prestanna. Við höldum upp á kristniafmæli, há- tíð allra þeirra sem hafa lært að meta og treysta nafni Jesú Krists, eða langar til að kynnast honum. Hvers vegna heldur maður há- tíð? Hvers vegna að borða allar þessar pönnukökur og brjóta svona mikið heilann? Hvers vegna hafa svo margir lagt okkur lið, hjálpað til við það að hátíðin yrði sem best og skemmtilegust? Hvers vegna leggja svo margir mikið á sig? Eg á mynd uppi á vegg af nokkrum for- mæðrum mínum sem voru fátækar konur í peysufötum. Þær létu mynda sig í sínu fínasta pússi, þótt það kostaði heilmikið. Það gerðu þær vegna þess að þær vildu eiga spariminningu. Það var þeim tákn um reisn, góða tíma, minningu til að taka með sér inn í óvissa fram- tíð. Við eigum öll slík spariaugna- blik, minningarleiftur frá jólum, af- mælum og hátíðum, sem voru öðruvísi en hversdagurinn og vega þyngra í minningaferðatöskunni. Okkur í kristnitökunefndinni lang- ar til að hátíðin verði slíkt spari- augnablik. Við viljum að hún verði stund sem við getum fagnað og glaðst yfir saman, minnst hins góða og þakkað handleiðslu á erfið- um stundum í sögu þjóðar og ein- staklinga. Og við bjóðum öllum sem eiga heimangengt og langar að vera með okkur þennan dag í Kjarnaskógi að koma. Með teppi. Það hafa margir lagt hönd á plóg. Mig langar til að nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem hafa hjálpað til við að gera kristni- tökuafmælið í Eyjafirði eftirminni- legt, hátíðlegt og skemmtilegt, ein- staklinga, stofnanir og fyrirtæki. Sérstaklega vil ég geta Akureyrar- bæjar sem hefur stutt okkur með miklum myndarskap. Kristin þjóð, til hamingju með af- mælið. Vertu velkomin í Kjarna- skóg! SIGRÍÐUR GUÐMARSDÓTTIR, formaður kristnitökunefndar Eyjafjarðarprófastdæmis. Kringlunni 588 8090 „Geta bara étið það sem úti frýs“ Frá Þórunni Ragnarsdóttur: ÉG RAK upp stór augu þegar ég flétti forsíðu íþróttablaðsins í Morg- unblaðinu laugardaginn 17. júlí 1999, það gat ekki verið að ég væri vöknuð. „Geta bara étið það sem úti frýs „ var fyrirsögnin á viðtali sem Björn Ingi Hrafnsson tók við Bjarna Jóhannsson, þjálfara ÍBV, þar er Bjarni að tala tÚ þeirra sem gagnrýna leikskipulag liðsins. Ég varð hálfill að sjá hvemig þjálfari liðsins míns talaði til okkar stuðn- ingsmanna sinna. Ég hreinlega veit ekki hvað þessir menn halda að þeir séu orðnir. Ef að ég sem stuðnings- maður má ekki orðið gagnrýna leik eða leikskipulag minna manna og hafa mína skoðun held ég að það sé best fyrir alla unnendur þessa leiks að finna sér annað áhugamál, þetta er jú hluti af „programmet". IBV er það lið sem hefur nú síð- ustu ár getað státað sig af frábæmm stuðningsmönnum, sem hafa getað gert nánast hvaða knattspymuvöll sem er að sínum heimavelli. Ein- hvem tímann hefði verið talið að sá árangur sem ÍBV hefur náð væri ekki hægt að ná nema með hjálp stuðningsmanna, en nú er greinilega komið annað hljóð í strokkinn. Þess- ir menn sem stjóma liðinu verða að gera sér grein fyrir því að það er mikil hjálp í því að hafa góða stuðn- ingsmenn og það þarf ekki mikið að hafa fyrir því að halda stuðnings- mönnunum en ég er ekki viss um að þeir líði svona framkomu. Ég hef alltaf haft stórt ÍBV- hjarta en nú eru tilfinningamar í garð liðsins orðnar blendnai-. Þetta hefur alltaf verið gaman en nú er gamanið búið. Er ekki nokkur mað- ur að þessu lengur af því að hann hefur gaman að þessu, er þetta allt gert einungis fyrir aurana? Mér finnst mjög mikilvægt að stjórnar- menn og þjálfari ÍBV-liðsins fari núna að hugsa sinn gang áður en þeir mála sig algjörlega út í hom. Ef þjálfarinn getur ekki tekið gagnrýni held ég að hann sé ekki á réttri hillu í lífinu, hann ætti að leita sér að nýrri vinnu. Með íþróttakveðju, ÞÓRUNN RAGNARSDÓTTIR, Sörlaskjóli 5, Reykjavík. U|JÍÖ 5 I rivM.|n« iKhjmmi -5°C skóm qg |CI a\ fra rttA Odidas 6.900 ^ töppurinn/ v Uíívíit n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.