Morgunblaðið - 23.07.1999, Side 14

Morgunblaðið - 23.07.1999, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Viðurkenningar voru veittar fyrir snyrtilegar lóðir einstaklinga og fyrirtækja í Garðabæ í gær Fagurt umhvern Garðabær BÆJARSTJÓRN Garðabæj- ar veitti viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi innan marka bæjarins í gær. Stekkj- arflöt var valin snyrtilegasta gata Garðabæjar í ár. Að auki voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang og fallegt umhverfi einstakra lóða við íbúðar- og atvinnu- húsnæði í bænum. Eigendur fimm lóða við íbúðarhúsnæði voru verðlaun- aðir. í umsögn um garðinn við Eskiholt 20 segir að hann sé stór og glæsilegur með fjöl- breyttum gróðri. Tekið er fram að hæðarmismunur sé nýttur mjög hugvitssamlega í bakgarði. Eigendur lóðarinnar eru Bryngeir Kristjánsson og Ragna Gísladóttir. Agúst Einarsson og Sigur- laug Vilhjálmsdóttir eiga lóð- ina við Fögruhæð 6. Hún er nýfrágengin og þykir sérstak- lega smekkleg. Þá tengist hún götumyndinni vel. Lóð Guðbergs Kára Ellerts- sonar og Aldísar Bjargar Am- ardótur við Goðatún 26 er smekklega endurunnin. Fram- hlið garðsins þykir vel heppn- uð. Ingi Olsen og Þóra Lind Ni- elsen búa við Sunnuflöt 45. Garðurinn þeirra er faliegur og gróðurval í honum fjöl- breytt. Vel þykir hafa tekist til í stón-i lóð í miklum halla. Hafsteinn Ingvarsson og Ragnheiður Jónsdóttir fengu viðurkenningu fyrir halda upp- runalegu útliti húss og garðs við Bakkaflöt 1. Sérkenni lóð- arinnar felst í því að grasflár ganga upp á veggi hússins. Olís við Hafnarfjarðarveg og Pharmaco við Hörgártún hlutu viðurkenningar fyrir aðlaðandi umhverfi. Fyrirtækin setja sterkan svip á Garðabæ og eru honum til prýði. UMHVERFI OLÍS við Hafnarfjarðarveg er fyrirtækinu til sóma. EIGENDUR hússins við Bakkaflöt 1 hafa haldið upprunalegu útliti þess. Morgunblaðið/Jóra FJÖLSKYLDAN sem býr við Sunnuflöt 45 í eftirlætishorni sínu í garðinum. STEKKJARFLOT var valin snyrtilegasta gata Garðabæjar. Sumarhátíð Vinnuskólans Laugardalur ÞAÐ var líf í tuskunum vítt og breitt um Laugardal í gær. Unglingar sem unnið hafa að fegrun borgarinnar undanfamar vikur og mán- uði hittust í dalnum þar sem fram fór hin árlega sumar- hátið Vinnuskóla Reykjavík- ur. Fyrir hádegi háðu ung- lingarnir keppni í ýmsum greinum. Sumir kepptu í hefðbundnum íþróttagrein- um á borð við knattspymu, sund og boðhlaup. Aðrir völdu sér hins vegar óvenju- legri greinar; limbó, kappát og spuni var þar á meðal. Enn aðrir sinntu listsköpun. Að lokinni grillveislu í há- deginu var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði. Helga Braga Jónsdóttir steig á stokk, flutt var tónlist úr Morgunblaðið/Jim Smart Litlu hryllingsbúðinni og vinsælar hljómsveitir tróðu upp svo fátt eitt sé nefnt. Breytt svipmót gamla Morgunblaðshússins Miðbær UNNIÐ er að endurbótum og breytingum á gamla Morgun- blaðshúsinu við Aðalstræti. Núverandi eigendur hússins eru Tryggingamiðstöðin sem á flestai- hæðir hússins, að undaskilinni 4. og 5. hæð sem eru í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Gunnars Felixson- ar, forstjóra Tryggingamið- stöðvarinnar, er nú verið að vinna að ýmsum breytingum á húsinu. Sú breyting er hvað mest áberandi að búið er að mála yfír nafn Morgunblaðs- ins sem trónaði efst á húsinu í áraraðir. Sagði Gunnar að verið væri að íhuga þann möguleika að setja nafn og merki Tryggingamiðstöðvar- innar efst á húsið, en þar sem ekki væri búið að ræða það við meðeigendur lægi engin ákvörðun fyrir. Nú er unnið að því að skipta um alla glugga í húsinu og verið er að ganga frá breyt- ingum á neðstu hæð hússins og anddyri. Frekari breyting- ar eru fyrirhugaðar en ekki liggur fyrir hverjar þær verða að sögn Gunnars. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.