Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 2

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A W J P • ‘ c Reuter ROBBIE Williams þenur raddböndin í Laugardalshöll 17. september. Robbie Williams / til Islands Þingeyri fær allan byggðakvóta ísafjarðarbæjar Bæjarráð með tillögu um stofnun nýs fyrirtækis ROBBIE Williams, einn vinsæl- asti popptónlistarmaður heims um þessar mundir, kemur til Islands í september og heldur tónleika föstudaginn 17. þess mánaðar. Tónleikarnir, sem verða haldnir í Laugardals- höll, verða þeir síðustu í tón- leikaför Robbies, sem stendur nú yfír. Robbie Williams hefur unnið til fjölda verðlauna að undan- förnu. Hann fékk m.a. fjölda Brit-verðlauna, t.a.m. sem besti karlsöngvarinn. Hann var í drengjahljómsveitinni Take That, en gekk úr henni áður en hún leystist upp fyrir nokkrum misserum. Robbie hefur notið hvað mestrar vel- gengni af fyrrverandi liðs- mönnum þeirrar sveitar. Ragnheiður Hanson, einn skipuleggjenda tónleikanna, segir að mikill fengur sé í að fá Williams til landsins. Spurð um ástæður popparans fyrir íslandsferð, segir hún að þær séu ugglaust margar. „Hann vill örugglega skemmta sér, enda reikna ég með því að hann komi daginn áður, á fímmtudegi, og verði hér alveg fram á sunnudag. Svo spilar ábyggilega inn í að fólk er far- ið að fá svolítinn áhuga á ís- Iandi úti í heimi,“ segir hún. Miðaverð á tónieikana verð- ur 3.500 krónur í stæði, en 3.900 í stúku. Miðasala hefst 9. ágúst í verslunum Skífunnar. TILLAGA um stofnun nýs fyrir- tækis á Þingeyri í tengslum við byggðakvótann sem Byggðastofn- un veitti Isafjarðarbæ vegna Flat- eyrar, Suðureyrar og Þingeyrar, liggur fyrir bæjarráði Isafjarðar- bæjar. Það hefur mælt með því að umræddur byggðakvóti fari allur til Þingeyrar og setur Byggða- stofnun sig ekki upp á móti því. Um er að ræða 387 þorsk- ígildistonn á ári næstu fimm árin en forsendurnar verða reyndar endurskoðaðar árlega. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í ísafjarðarbæ, sagði við Morgunblaðið að tvö bréf hefðu legið fyrir fundi bæjarráðs í gær- kvöldi varðandi beiðni um byggðakvóta á Þingeyri en þau hefðu ekki verið afgreidd. Unnur Tveir aðilar sóttu um nýtingu byg-gðakvótans ehf. á Þingeyri hefði óskað eftir að fá hluta vinnslunnar og Har- aldur Líndal, ráðgjafi ísafjarðar- bæjar, hefði lagt til að byggða- kvótinn yrði lagður í eitt fyrirtæki sem yrði stofnað að gefnum ákveðnum forsendum. „Allt sem skilar arði kemur til greina og ekkert hefur verið ákveðið," segir Halldór. Bænum í sjálfsvald sett hvernig aflanum verður dreift Að sögn Bjarka Jóhannessonar, forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun, var um það rætt í stjórn stofnunarinnar að Isafjarð- arbæ væri í sjálfsvald sett hvernig úthlutuðum kvóta væri ráðstafað innan sveitarfélagsins en sam- kvæmt lögum væri kvóta úthlutað til sveitarfélaga. „Byggðastofnun á að úthluta kvótanum í samvinnu við sveitarstjórnina og í samráði við atvinnuþróunarfélagið og gera samning við vinnslustöð eða vinnslustöðvar um úrvinnslu aflans á staðnum og við eitt eða fleiri skip um að veiða kvótann en samkvæmt lögum verður kvótinn að fara á skip. Samningurinn fer svo til um- fjöllunar hjá stjórn Byggðastofn- unar en um það hefur verið rætt að í svona tilfellum sé sveitarfélaginu í sjálfsvald sett hvernig það dreifir aflanum." Kennarar draga uppsagnir til baka í kjöifar yfírlýsingar borg-arstjóra Góðar líkur á eðlileg’u skólahaldi í vetur BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gaf út yfirlýsingu í gær um að hún ætli að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til skólastarfs í Reykjavík. í kjölfar yfirlýsingar borgarstjóra gaf kjarahópur kennara í Reykjavík út yfirlýsingu um að þeir dragi uppsagnir sínar til baka og hvetji aðra kennara sem sagt hafa upp störfum til að gera slíkt hið sama. Segir talsmað- ur þeirra góðar líkur á eðlilegu skólastarfi í vet- ur. I yfirlýsingu borgarstjóra segir að borgarráð hafi hinn 25. maí síðastliðinn ákveðið að verja 170 milljónum króna til grunnskóla Reykjavíkur á næsta skólaári til eflingar skólastarfs. Skyldu 90 milljónir koma til greiðslu á haustönn 1999 og 80 milljónir á vorönn árið 2000. Eftir viðræður við kjarahóp kennara í Reykjavík mun borgar- stjóri hins vegar hafa ákveðið að beita sér fyrir því að hliðstæð fjárveiting komi haustið 2000 eins og haustið 1999 til þess að innleiða nýja starfshætti í skólunum, efla samvinnu kennara, foreldrasamstarf og sjálfstæð vinnubrögð nem- enda. Einnig er það ætlun borgarstjóra að efna til undirbúningsvinnu að þróun og breytingum á skólastarfi á vegum Fræðslumiðstöðvar í sam- ráði við Kennarafélag Reykjavíkur, Félag grunn- skólakennara í HÍK og Skólastjórafélag Reykja- víkur áður en gildandi kjarasamningar renna út í árslok árið 2000. Þá hyggst borgarstjóri beita sér fyrir því að allt að 65 milljónum króna verði varið á árinu 2000 til launagreiðslna til kennara vegna vinnu sem tengist fyrrnefndum undirbúningi og breytingum á skólastarfi. Segist borgarstjóri vonast til þess að yfirlýsingin fái kennara til að draga uppsagnir sínar til baka og kveðst hún munu gefa fyrirmæli um að þeir fái greidd óskert mánaðarlaun í ágúst. Ánægja hjá kjarahóp kennara Vegna yfirlýsingar borgarstjóra ákváðu kenn- arar í kjarahóp kennara í Reykjavík að draga uppsagnir sínar til baka og gáfu þeir frá sér yfir- lýsingu þess efnis í gær. Hvetja þeir einnig aðra kennara sem sagt hafa upp til að fara að þeirra fordæmi. Eiríkur Brynjólfsson, einn kennaranna í kjara- hópnum, segist vera ánægður með yfirlýsingu borgarstjóra. „Við metum þetta svo að sú upphæð sem þama er rætt um sé það fjármagn sem við getum náð inn í skólastarfið. Með þeim 170 millj- ónum króna sem gengið var frá í vor eru þetta 325 milljónir sem er bætt í skólastarf í Reykjavík á því eina og hálfa ári sem eftir er af samnings- tímanum. Vegna þessarar auknu fjárveitingar ákváðum við í kjarahópnum að draga uppsagnir okkar til baka og hvetja aðra kennara til að gera slíkt hið sama. Það er líka tilfinning mín að flestir muni gera það, en við héldum mjög fjölmennan fund í Kennarahúsinu í dag og þar var mikill meirihluti ánægður með þessa niðurstöðu. Ég vona því að skólahald verði eðlilegt í haust og hlakka sjálfur til að fara að kenna.“ Brotist inn á heimasíðu Heimdallar BROTIST var inn á heimasíðu Ileimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, og í stað skilaboða í anda frelsis og fijálshyggju var þar komið fyrir mynd af byltingarleiðtoganum Che Guevara undir slagorðinu „Lifi byltingin - ísland úr NATO, herinn burt.“ Að sögn Ingva Hrafns Oskars- sonar, formanns Heimdallar, er ekki vitað hver stóð fyrir spell- virkinu, en hann sagði að annar ritstjóri síðunnar hefði fengið upphringingu frá lesanda, þar sem tilkynnt hefði verið um at- burðinn. Ingvi Hrafn sagði að síðan, sem er á slóðinni www.frelsi.is, hefði í mesta lagi staðið breytt í um klukkutíma, en honum fannst það frekar ómálefnalegt af við- komandi að viðra skoðanir sínar á þennan hátt. „Það voru ákveðin pólitísk skilaboð í þessu sem eru ekki í samræmi við okkar stefnu. Það hefði verið miklu eðlilegra fyrir viðkomandi að reyna að stofna til einhvers konar rökræðu, frekar en að vinna þetta svona í skjóli nafnleyndar," sagði Ingvi Hrafn. „Það er engin ástæða til að taka þetta mjög alvarlega, þetta er hins vegar merki um að eitt- hvað af þeim skrifum sem eru á frelsi.is fari fyrir bijóstið á vinstrimönnum." Ingvi Hrafn sagði að ekki væri búið að ákveða hvað gert yrði í þessu máli, en að athugað yrði hvort þetta flokkaðist sem lög- brot og í framhaldi af því tekin ákvörðun um það hvort kært yrði. Morgunblaðið/Halldór Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is í dag Heimili FASTEIGNIR ►I VIÐTALI við Snorra Hjaltason byggingameistara er fjallað um gömlu Templarahöllina við Eiríksgötu. í Smiðjunni eru leiðbeiningar um smíði kassabíls og Lngnafréttir fjalla um varmaskipta, vottanir og vald. . 'llMmiin Skagamenn skoruðu tvö mörk og sigruðu / B3 Kvennalandsliðið heldur til Kína á morgun / B4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.