Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldur kviknaði í fjárhúsi ELDUR kviknaði í fjárhúsi á bæn- um Skerðingsstöðum í Reykhóla- sveit í A-Barðastrandasýslu seint á sunnudagskvöld. Enginn fénaður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og skemmdir urðu eingöngu í hlöðu hússins þar sem eldurinn átti upptök sín. Skemmdirnar teljast hins vegar ekki miklar. Að loknu slökkvistarfi var höfð vakt við húsið fram eftir nóttu í ör- yggisskyni. Lögreglunni á Patreksfirði var tilkynnt um eldinn um klukkan 23 á sunnudagskvöld og kom Slökkvi- liðið á Reykhólum á vettvang um klukkan 23.20 og lauk slökkvistarfi á klukkustund. Fjárhúsið 400 kinda hús og var byggt árið 1978 og voru 300 ær á húsi í vetur. Eigendur hússins eru tryggðir fyrir tjóninu. Eldsupptök eru ókunn en eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Pat- reksfirði. Morgunblaðið/Árni Sæberg NORSKA loðnuskipið Österbris var að nýju fært til hafnar á Akureyri í fylgd varðskipsins Ægis. Norska loðnuskipið Österbris fært öðru sinni til hafnar á Akureyri Andvirði afla sem land- að var hér haldið eftir NORSKA loðnuskipið Österbris landaði um 90 tonnum af loðnu í Krossanesverksmiðjunni í gær- kvöld en að lokinni löndun var ætl- unin að sigla út úr íslenskri land- helgi. Andvirði aflans verður haldið eftir í verksmiðjunni til tryggingar hugsanlegri upptöku aflaheimilda. Skipið var tekið öðru sinni að meintum ólöglegum veiðum í ís- lenskri landhelgi á laugardag og færði varðskipið Ægir það til hafn- ar á Akureyri á sunnudag. I Héraðsdómi Norðurlands eystra lagði sýslumaðurinn á Akur- eyri fram ákæru á hendur John Harald Östervald skipstjóra og Havbraut AS, útgerð skipsins, vegna loðnuveiðibrots en málið var síðdegis í gær sameinað samskonar máli sem upp kom í liðinni viku. Komnir með 90 tonn af Ioðnu Við mælingar stýrimanna á varðskipinu Ægi á laugardag reyndust möskvar í poka loðnunót- ar Österbris vera að meðaltali 18,62 mm, eða 5% undir löglegri möskvastærð, sem er 19,6 mm. Við mælingar eftirlitsmanna á varð- Hestar íslenska landsliðsins farnir utan Ur 10 stigum í 28 stiga hita HESTAR íslenska landsliðsins fóru utan um fimmleytið í gær- morgun en Flugleiðir flugu með þá ásamt öðrum útflutnings- hrossum til Frankfurt í Þýska- landi. Þar tóku á móti þeim nokkrir liðsmanna í 28 stiga hita en tveir úr hópnum voru farnir til mótsstaðarins í Kreuth til að undirbúa komu þeirra. Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur sagði allt hafa gengið vel við að koma hrossun- um um borð en Einar Öder Magnússon fór með vélinni. Með hrossunum fóru á annað tonn af heyi og einhver lifandi býsn af fóðurbæti eins og Sig- urður orðaði það. Einnig verða með í ferðinni mikið af raf- magnsgirðingaefni því margir stóðhestar eru í liðinu og verður af þeim sökum að hafa aðskilin hólf fyrir hvern þeirra. Betri en fyrir tveimur árum „Eg er búinn að kíkja aðeins á Þyril hjá Vigni Siggeirssyni og mér líst mjög vel á hann. Ég tel hann betri nú en hann var á heimsmeistaramótinu í Noregi fyrir tveimur árum,“ sagði Sig- urbjörn Bárðarson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er kominn til Þýskalands til að prófa Gordon frá Stóru-Asgeirsá með þátttöku á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi í huga. Vignir er sömu erinda í Þýskalandi og Sigurbjörn. Hann er að undirbúa Þyril með titil- vörn í huga og lítur dæmið vel út hjá Vigni samkvæmt þessu og ættu að vera góðir möguleikar fyrir hann að verja titilinn í tölti. Hvað Gordoni við kæmi sagði Sigurbjörn að ekki kæmi í ljós fyrr en á miðvikudag hvort hann mætti með hann á mótið. „Eg er búinn að fara á bak honum og mér sýnist hann í góðu lagi en þess ber að gæta að ég hef ekki lagt neitt að honum, bara farið í létta útreiðartúra. A morgun [í dagj mun ég fara að safna hon- um saman og reyna skeiðgírinn og þá kemur í ljós hver staðan er,“ sagði Sigurbjöm skipinu Óðni fyrir rúmri viku, 18. júlí síðastliðinn, mældust möskvarnir í poka loðnunótarinnar að meðaltali 17,4 mm eða rúmlega 11% undir löglegri möskvastærð. Mál skipstjóra og útgerðar Österbris var tekið fyrir í Héraðs- dómi í síðustu viku, en skipinu leyft að halda til veiða á ný seint á fimmtudag eftir að tryggingar höfðu verið lagðar fram. Österbris var á veiðum á svipuðum slóðum nú og áður, eða 97 sjómflum norð- ur af Grímsey, um 29 sjómílum innan íslensku fiskveiðilögsögunn- ar. Skipið var komið með um 90 tonn af loðnu þegar eftirlitsmenn á varðskipinu Ægi fóru um borð og mældu möskva skipsins, en þeir voru við venjubundin eftirlitsstörf. Aður höfðu þeir farið um borð í tvo aðra norska loðnubáta og einn fær- eyskan og reyndust möskvar í poka loðnunóta þeirra vera af lög- legri stærð. Fram kom í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær að notuð hafi verið löggilt mælistika við mælinguna og í öllu verið farið eftir þeiri'i reglugerð sem í gildi er um slíkar mælingar. Skipið var ekki að veiðum þegar eftirlitsmenn komu um borð í Österbris, en nótin var bleytt áður en mælingar hófust. Nokkur mismunur er á niður- stöðum mælinga varðskipsmanna á Óðni og Ægi, en möskvarnir reyndust sem fyiT segir um 11% undir löglegri stærð við fyrri mæl- ingu en 5% í þeirri síðari. Fram kom að það væri óskráð vinnuregla að skekkjumörkin mættu vera 3%, skipinu í hag. Halldór Nellett, skipherra á Ægi, sagði að vel mætti vera að tognað hefði á nót- inni milli mælinga, en aðalástæð- una taldi hann vera að ekki hefði verið mælt á nákvæmlega sama stað í pokanum. Verjandi skipstjórans og útgerð- arinnar, Gunnar Sólnes, hyggst kalla fulltrúa frá framleiðanda loðnunótarinnar, Refa AS, fyrir dóminn á morgun, miðvikudag, en málið verður flutt síðar þann dag. Leg- steinin- um ekki stolið LEGSTEININUM, sem hvarf úr Gufuneskirkjugarði sl. föstudag, var ekki stolið, heldur var hann fjarlægður af starfsmönnum steinsmiðjunn- ar sem smíðuðu hann, en þeim láðist að láta ættingja hins látna vita. Búið er að koma legsteininum aftur fyrir í kirkjugarðinum. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á sunnudag, taldi fjölskyldan að legsteininum hefði verið stolið, og lét lög- reglu vita af hvarfi hans. Jó- hann Þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Steinsmiðjunn- ar S. Helgason, segir að það hafi verið mistök að fjarlægja legsteininn og einnig að láta ekki fjölskylduna vita. „Það var kross fyrir á leiðinu og það bar ekki saman nöfnunum á honum og legsteininum. St- arfsmenn okkar töldu að það væri prentvilla hjá sér og tóku hann þess vegna niður til að leiðrétta hana.“ Misskilningurinn var í því fólgin að ættarnafn hins látna, sem var Norðmaður, var skrif- að Huseby á krossinum, eins og venja hefur verið að nefna ættina hér á landi, en Husby á legsteininum eins og nafnið var upprunalega í Noregi. Jóhann segir að engar skemmdir hafi orðið á leg- steininum þegar hann var fjarlægður. Tilfínningalegt álag Edda Baldvinsdóttir, tengdadóttir hins látna, gagn- í’ýnir vinnubrögð fyrirtækis- ins. „Þeir ætluðu víst að skila steininum strax aftur, en það fórst fyrir, og það fórst líka fyrir að hringja í okkur. Hvað áttum við að halda?“ Hún segist hafa reynt alla helgina að hringja í fyrirtæk- ið, en enginn hafi svarað, og ekki hafi einu sinni verið sím- svari. Hún segir að mikið til- finningalegt álag hafi verið á fjölskyldunni, og sérstaklega ekkju hins látna, vegna máls- ins. Einnig hafi mikil leit verið gerð í kirkjugarðinum og ná- grenni hans að legsteininum. Álit umboðsmanns Alþingis um greiðslur fyrir tollmeðferð Greiðslum verði komið á lögmætan grundvöll UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að nauðsyn beri til að ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 107/1997 um greiðslu kostnaðar vegna sérstakr- ar tollmeðferðar vöru verði tekin til endurskoðunar og þeim komið á lögmætan grundvöll, þannig að gjaldtaka fyrir störf tollstarfs- manna standist þær kröfur sem gerðar séu til þjónustugjalda og séu innan þeirra marka sem gald- tökuheimildir tollalaga setji. Umboðsmaður beinir jafnframt þeim tilmælum til fjármálaráðu- neytisins að það gangist fyrir end- urskoðun í þessum efnum. Verði þess meðal annars gætt að ákvarð- anir um fjárhæð gjalda byggist á nægilega traustum útreikningi og að gjaldfjárhæðir verði ekki hærri en sá kostnaður sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem viðkomandi gjaldtökuheimildir taka til. Umboðsmaður tók málið til meðferðar í kjölfar kvörtunar Verslunarráðs Islands varðandi lögmæti gjaldtöku samkvæmt reglugerð nr. 107/1997 um greiðslu kostnaðar vegna tollafgreiðslu ut- an almenns afgreiðslutíma eða ut- an aðaltollhafna og vegna sér- stakrar tollmeðferðar vöru. I kvörtuninni kemur fram að með reglugerðinni sé kveðið á um töku þjónustugjalda vegna ýmissa verk- efna starfsmanna tollþjónustunn- ar. Er vakin athygli á því að í lög- um sé ekki afmarkað nægilega hvað teljist annars vegar vera al- mennt tollaeftirlit, sem fram- kvæmt sé án sérstaks endurgjalds og hins vegar sérstök tollmeðferð vöru sem gjald þurfi að greiða fyr- ir. Sé því ógerningur fyrir gjald- anda að gera sér grein fyrir hvenær hann njóti þjónustu sem sé hluti af almennri tollinnheimtu og hvenær um sé að ræða sérstaka tollmeðfeðrð. Það sé grundvallar- krafa við töku þjónustugjalda að fyrir liggi á skýran hátt afmörkun kostnaðar við þá þjónustu sem gjaldi er ætlað að stánda undir. Þörf áminning í frétt frá Verslunarráði íslands af þessu tilefni er niðurstöðu um- boðsmanns fagnað og sagt að hún feli í sér þarfa áminningu til stjórn- valda um að ganga ekki lengra í gjaldtöku gagnvart atvinnulífinu en lög heimila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.