Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 39^ MINNINGAR dagsins ljós á fæðingardeild Lands- spítalans, annar þeiiTa var sonur okkar Birnu, Ingimar Þór, hinn var hann Oli sonur Ingu og Binna. Fljótlega fæddist Ingi Þór seinni sonur þeirra hjóna. Báðir synimir eru nú í sambúð. Eg vissi að Binni hlakkaði til þess að sjá barnabörn koma í heiminn. I einum af fyrstu heimsóknartímunum hittumst við pabbar þessara nýfæddu drengja, sem við kölluðum síðar í gamni okk- ar öskukarlana. Ekki man ég nú í svipinn hvað okkur fór á milli en einhver gamanmál voru látin fjúka, það er víst. Þetta var fyrsti fundur okkar Binna vinar míns. Merkis- dagur í lífi okkar, sem var upphafið að vináttu okkai’ hjónanna, sem staðið hefur óslitið síðan. Nú eru liðin rúmlega 23 ár frá þessum ánægjulegu tímamótum. Síðastliðinn laugardagur, 17. júlí, var hlýr og sólríkur. Við Bima fór- um eftir hádegið í brúðkaup frænku hennar, fyrst í kirkjuna til að hlusta á brúðhjónin játast hvort öðra og síðan í veglega veislu að athöfninni lokinni. Það vai' glatt á hjalla. Liðið var á dag er við komum heim, sól enn á lofti, svo við settumst út á verönd til að rabba saman. Um þessa sömu helgi stóð yfir meistara- mót golfklúbbanna. Binni var meðal þátttakenda í golfmótinu í Úthlíð í Biskupstungum, enda hafði hann mikinn áhuga á golfi hin síðai'i ár og stundaði sportið af áhuga ásamt Ingu sinni. I Úthlíð áttu hjónin sumarbústað, sem þau dvöldu oft í þegar tækifæri gáfust. Skyndilega hringir síminn, Inga er á hinum endanum og tilkynnir Bimu að Binni hafi látist fyrr um daginn úr hjartaáfalli austur í Úthlíð. Það var eins og tíminn stæði allt í einu kyrr við þessa óvæntu harmafregn. Skjótt skipast veður í lofti, eina stundina er gleði og hamingja, aðra stundina sorg og söknuður, ef til vill dæmigert fyrii' líf okkai' flestra. Samt kemur dauðinn sífellt á óvart. Óljósa hugmynd hef ég um að Binni hafi ekki gengið heill til skóg- ar um hríð og áður verið búinn að fá viðvörun um að hlutirnir væru ekki í lagi. Hann var hins vegar aldrei að kvai'ta um heilsufar sitt, a.m.k. svo ég heyrði, og vildi sem minnst af læknum vita. Minningamar um samskipti okkar leita á hugann ein af annarri og minningarbrotin flögra fyrir hugskotssjónum. Það er á vissan hátt ótrúlegt að svona mörg ár skuli vera liðin frá okkar fyrstu kynnum og komið sé að kveðjustund. En eigi má sköpum renna. Þú varst að vinna við það sem áhugi þinn stóð til er kallið kom þó það hafi komið alltof fljótt að mati okkar sem eftir stöndum. Binni var á margan hátt einstak- ur ljúflingur. Á yfirborðinu var hann oft á tíðum kaldhæðinn, lét hlutina flakka ef honum bauð svo við að horfa, svo sumum blöskraði. í upphafi kynna okkar var ég stund- um ekki viss hvernig ég átti að taka húmomum í honum en fljótlega átt- aði ég mig á því að undir yfirborð- inu var viðkvæm mannvera, sem auðvelt var að særa. Binni þoldi mjög illa óhreinlyndi fólks, var sjálf- ur mjög hreinskiptinn í öllum við- skiptum. Hann var afar hjálpsamur og greiðvikinn maður. Oft hjálpaði hann mér við ýmis viðvik, t.d. í sam- bandi við bíla, á árum áður, þegar við hjónin stóðum í húsbyggingu og efni vora lítil til kostnaðarsamra og óvæntra bflabilana. Hann var lærð- ur bifvélavirki og vann sem slíkur í mörg ár, m.a. hjá Skoda-umboðinu, Bílaborg og Jötni. Eftir minni bestu vitund var hann mjög vandvirkur og útsjónarsamur í þeim bransa. Aldrei vildi hann þiggja greiðslu fyrir ómakið, sem mér finnst lýsa vel hvers konar mann hann hafði að geyma. Margar ánægjustundir átt- um við fjölskyldurnar saman á heimilum okkar við hin ýmsu tæki- færi og er ég sit við tölvuna mína og hripa niðúr þessar línur minnist ég fertugsafmælis Binna, gamlárs- kvöldanna heima hjá honum og Ingu, fyrst í Hraunbænum og síðan í Logafoldinni, fimmtugsafmælisins míns á síðasta ári; samverastund- anna austur í Úthlíð og fleiri ánægjustunda. Alltaf vai' Binni hrókur alls fagnaðar í hópi vina og kunningja. Þótti gaman að fá sér í glas og var þá æði skemmtilegur og hafði frá ýmsu að segja, enda góður sögumaður. Einhvem veginn tókst honum að hrífa fólk með sér. Vina- og kunningjahópurinn var stór. Eg minnist fundanna sem við áttum á vinnustað hans undanfarin ár og misseri. Þar ræddum við ýmis áhugamál okkar. Ég veit að hugur Binna stefndi hátt varðandi áhuga- mál sitt um framleiðslu á vistvæn- um matvælaumbúðum en því miður var það mál honum á margan hátt mótdrægt, enda erfitt að markaðs- setja nýjungar í fastmótuðu og íhaldssömu samfélagi. Við fráfall þitt hefur skapast tómarúm, sem verður vandfyllt. Við söknum þín öll, kæri vinur, og vonum að þú njótir friðar í eilífðinni. Söknuður Ingu og sona þeirra er mikill enda ekki nema von, Binni var mjög áhrifaríkur og mótandi á sínu heimili. Við Bima og fjölskyld- an öll sendum þér, elsku Inga, Óli og Ingi Þór, móður hans og öðram aðstandendum okkar hjartans sam- úðaróskh' og biðjum forsjónina að styrkja ykkur öll. Bogi Ingimarsson. Okkur var illa bragðið er við fréttum ótímabært andlát góðs vin- ar og skólabróður, Brynjúlfs G. Thorarensen eða hans Binna eins og við kölluðum hann. Ekki era nema tæpir þrír mánuðir síðan við kvöddum skólasystur okkar, hana Hebbu á Kirkjubæ. Skarðið í ár- gang ‘51 í Eyjum er því orðið stórt og verður ekki fyllt. Binni ólst upp í Vestmannaeyjum hjá móður sinni, henni Ingibjörgu Guðlaugsdóttur eða „Imbu í mjólk- urbúðinni" eins og við kölluðum hana, og systur sinni, Elínu Thorarensen, sem lést langt um ald- ur fram. Á sokkabandsáram okkar átti Binni það sem fæstir áttu eða höfðu aðgang að, þ.e. plötum og plötuspil- ara. Hann átti ferðaplötuspilara og mikið af 45 snúninga plötum. Oftar en ekki bauð hann skólafélögum að skóladegi loknum heim, til að hlusta á plötur. Þá voru „græjurnar" sett- ar í botn svo heyra mátti raddir El- vis, Cliffs og Bítlanna um nærliggj- andi götur. Þó svo að Binni færi ungur frá Eyjum var hann þeim tryggur. Ár- gangur 1951 hefur hist þrisvar sinn- um með fimm ára millibili og þar hefur Binni ekki látið sig vanta. Fyrir fjóram áram hittumst við síð- ast og þá var Binni einn af þeim er stóð að undh'búningnum. Þá kom best í ljós hversu mikill Eyjamaður hann var og hversu kærar Eyjar vora honum. Hann var einn af stofnfélögum Átthagafélags Vestmanneyinga á höfðuborgarsvæðinu og var dugleg- ur að mæta á hvers kyns uppákomur hjá félaginu og þótti miður ef hann ekki gat mætt. Hann naut sín innan um Eyjamenn, þeir vora hans fólk. Trygglyndi var honum í blóð bor- ið, það sannaðist best þegar ein skólasysth' okkar veiktist og þurfti að dvelja um lengri tíma á Grensás- deildinni, þar heimsótti hann hana reglulega og bauð henni heim til þeh-ra hjóna. Alltaf þegar við hittum Binna þurfti hann að fá að vita hvernig hlutirnir gengju. Hvernig við hefð- um það og hvort allt væri ekki í góð- um gír. Umhyggjusemin, hlýleikinn og glettnin lýstu af honum. Hann vai' afar hreinskiptinn, hlutimir hétu alltaf sínum réttu nöfnum, en þeir voru sagðir á þann hátt að eng- an særði. En Binni var ekki einn í lífsins ólgusjó. Það fengum við að vita og kynnast. Hann talaði með mikilli virðingu og hlýju um konuna sína, hana Ingu, og drengina sína. Hagur þeirra og velferð voru honum afar mikilvæg. Að leiðarlokum er okkur skóla- systkinum Binna efst í huga þakk- læti. Þakklæti fyrh' að fá að kynnast svo góðum dreng og samferðafélaga sem hann var. Þakklæti fyrir þær ógleymanlegu stundir sem við átt- um við bernskuleiki og skólastarf í æsku. Fyrir þær stundir sem okkur verða æ kærari með áranum þegar skólasystkini hittast og rifja upp gamlar minningar og endumýja kynnin. Eiginkonu, bömum, móður og öðram ættingjum vottum við okkai' dýpstu samúð. Ljúfar minningar lifa. Skólasystkini úr Eyjum. I dag kveðjum við Brynjúlf G. Thorarensen, vin og félaga til margra ára. Það er margs að minn- ast og erfitt að gera upp allar þær stundir sem þjóta framhjá við þess- ar aðstæður. Við vinirnir stöndum frammi fyrir klettabelti sem látið hefur á sjá svo um munar og það verður erfitt að fylla það skarð sem myndast hefur í klettabeltið við frá- fall Brynjúlfs Thorarensen. Við kynntumst fyrir tuttugu og þremur áram, en eiginkonur okkar unnu saman í Landsbanka Islands. Það hafa verið ótrálegar gleðistundir sem við höfum til minningar um vin okkai' sem hverfur okkur í þessu lífi en við verðum að viðurkenna að við öfundum þá sem nú fá hann í sínar raðir og það er víst að það verður ekki tómarúm þar sem Binni fer. Við höfum á liðnum áram ferðast mikið saman og notið þess. Þegar gengið var fram hjá veitingahúsi spurði hann gjaman: „Þurfið þið ekki að fá ykkur að borða núna?“ og um leið strauk hann hendinni yfir skeggið. Þetta gerði hann af tillits- semi \ið samferðamenn sína og af örlítilli matarást. Það er víst að Binni fer þessa síðustu ferð sína aUt of snemma, hann átti eftir að gera svo ótal mai'gt bæði með vinum sín- um og ekki síst fjölskyldu sinni. Við þekkjum öll áramót á heimili Binna og Ingu þar sem öllum var hleypt inn og þeim sinnt eins og þeir væra bræður, synir eða dætur þeirra hjóna. Um verslunarmannahelgar var ætíð stór vinahópur hjá þeim hjónum í sumarbústaðnum en hann var órjúfanlegur hluti af Binna. Binna hlakkaði mikið til áramótanna næstu þegar kveðja skyldi öld og heilsa annarri, hvað gat verið skemmtilegi-a? Við gerðum okkur í hugarlund að flugeldar og tívolí- bombur yrðu þannig að stærð og hta- dýrð að undir tæki í hverfinu og hafa yrði ljölmennt lið til að halda aftur af baminu í bijósti Binna. Binni var vinur vina sinna og minnti okkur á hversu mikilvægt er að halda sam- bandi við böm sín og vini og rækta þau sambönd af alúð og ánægju. Það er stórt skarð fallið úr kletta- beltinu. Heimakletturinn okkar hef- ur kvatt og vinahópurinn verður aldrei samur en minningar um góð- an dreng setja okkur markmið, að standa við hlið Ingu og stákanna og veita henni allan þann kærleika og vináttu sem hún og hennar fjöl- skylda hefur veitt okkur á liðnum árum. Yndi það sem ást þín skóp er minn stærsti hagur. Vanti þig í vinahóp verður langur dagur. (Guðlaug Bj artmarsdóttir.) Við viljum með vísukomi þessu lýsa því sem við upplifum nú þegar við kveðjum þig, kæri vinur, og þökkum þér af alúð þau ár sem við áttum saman. Megi góður Guð veita móður hans, Ingu, sonunum og tengdadætrum styrk á þessari stundu. Ingi Þór, Herdís, Guðlaug og Kristján. Líður jarðlíf líkt sem draumur, lítið menn sér ranka við. Timans rennur stanslaus straumur, streymir hratt með engum nið. Smátt og smátt á bylgjum ber, burtu það sem unnum vér. (Höf. óþ.) Lofa skal dag að kveldi, stendur skrifað, en það er fátt að lofa þegar maður fær þær fréttir að traustur tengdasonur og góður vinur hefur farið frá okkur á jafnsnöggan hátt og Binni fór. Við kveðjum þig með söknuði. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ragna og Baldur. Elsku besti vinur, nú ert þú farinn langt um aldur fram, það er erfiðara en orð fá lýst. Þú varst einstaklega bóngóður vinur, þú sagðir aldrei nei, sama hvers eðlis óskin var. Hver á núna að gera við þvottavélina eða hjálpa mér með vatnsrámið um miðja nótt? Hver á að spila við mig og Amar langt fram á nótt eða skammast yfir því er ég botnaði allar setningar þínar? Þú varst dæma- laust bamgóður og þess naut Gunn- ar Hrafn. Hann var ekki hár í loftinu er hann fór að skríða á milli sumai’- bústaða okkar. Á fóstudögum var aldrei neitt gaman fyrr en Inga og Binni vora mætt í bústaðinn. Alltaf áttir þú tíma fyrir Gunnar Hralh. Fyiir vináttu þína og tryggð við hann, sem og Evu og Davíð þökkum við. Við munu öll sakna þín mikið, en við vitum að Inga og strákamir halda áfram að vera vinir okkar. Við munum einnig líta eftir þeim. Við kveðjum þig á sama hátt og þú heilsaðir; elsku karlinn minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjart- ans Inga, Óli, Ingi Þór, Þórann, Birna, Ingibjörg og aðrir aðstand- endur, mestur er söknuður ykkar, en hann segir ykkur hversu mikils, virði Binni var. Aföllumþeimgæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros.) Signín, Arnar, Eva Ösp, Davíð Örn og Gunnar Hrafn. Elsku Binni, þú varst vinur minn. Við brölluðum margt saman og ég mun aldrei gleyma þér, því þú varst svo góður við mig. Bless, elsku karl- inn minn, ég skal alltaf passa Ingu þína. Þinn vinur Gunnar Hrafn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 24. júlí. Valborg V. Emilsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Herdís Jónsdóttir, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Jón Hilberg Sigurðsson, Unnsteinn Guðmundsson, Hildigerður Skaftadóttir, Rósa V. Guðmundsdóttir, Kári Þórðarson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, OLAF OLSEN flugstjóri, Melgerði 35, Kópavogi, varð bráðkvaddur sunnudaginn 25. júlí. Lilja Enoksdóttir, Sigrún Olsen, Þórir Barðdal, Linda Olsen, Jónas Sveinsson, Edda Olsen, Gunnar H. Gunnarsson, Kjartan Olsen og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐSSON, elliheimilinu Grund, áður Bræðraborgarstíg 3, lést á Landspítalanum sunnudaginn 25. júlí. Elís Heiðar Ragnarsson, Helga Soffía Gísladóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigrún Árnadóttir, barnabörn og barnbarnabörn. t Systir okkar, FRÍÐA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Ljósalandi, Vopnafirði, Stigahlíð 28, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 24. júlí. Helgi Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Steingrímur Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.