Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SERVERZLANIR OG STÓRMARKAÐIR UTÞENSLA stórmarkaðanna undanfarin ár hefur breytt mörgu í verzlunarháttum landsmanna. Búðum kaupmanns- ins á horninu hefur stórlega fækkað og finnast þær ekki lengur í mörgum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Ástæðurnar eru al- kunnar. Stórmarkaðirnir bjóða mun lægra verð en einstaka kaupmönnum er fært, svo og hefur orðið sprenging í vöruúrvali. Á matvörumarkaði eru þó tvær greinar verzlunar, sem haldið hafa sínu í samkeppni við stórmarkaði, og jafnvel gott betur, en það eru fisksala og brauðgerð. Verulegar breytingar hafa orðið á rekstri fískbúða og bakaría og segja má, að þar sé keppt um hylli neytenda á grunni fersk- leika, gæða og fjölbreytni en ekki verðs. í umfjöllun hér í blað- inu sl. sunnudag um fiskbúðir kemur m.a. fram, að um tuttugu fískbúðir séu starfræktar á höfuðborgarsvæðinu. Auk sam- keppni innbyrðis milli þeirra þurfa þær að keppa við fisksölu stórmarkaðanna. Fisksalar telja sig þó hafa forskot í þeirri sam- keppni. Þeir bjóði ferskari fisk og þjónustu, sem gefí viðskipta- vininum sjálfum færi á að velja og láta vinna að vild. Það hefur margsinnis komið fram í rannsóknum, bæði heima og erlendis, að fiskmeti er einhver hollasta matvara, sem neyt- endur eiga kost á. Magnús Sigurðsson, eigandi fiskbúðarinnar Hafrúnar, segist sannfærður um, að fiskneyzla muni aukast á næstu árum. „Fólk er farið að huga meira að hollustu og fiskur er hollustufæða," segir hann. Kristján Berg, sem rekur fiskbúð- ina Vör á Höfðabakka, segir fiskbúðir hafa verið á hraðri niður- leið um tíma, en með tilkomu nýrrar kynslóðar fisksala sé að takast að snúa þeirri þróun við. „Þetta er bara eins og með bak- aríin,“ segir hann, „þeim tókst að rétta úr kútnum með því að ráða til sín meistara og bjóða upp á nýbreytni. Þetta eru orðnar eins konar sérverzlanir. Það er einmitt það sem við erum að gera. Þetta er framtíðin." Segja má, að bylting hafi orðið undanfarin ár í rekstri fisk- búða og bakaría. Kemur það fram í miklu úi-vali nýrra vöruteg- unda og meðhöndlunar. Það er fagnaðarefni, að neytendur eiga nú miklu fleiri kosta völ en áður á matvörumarkaði, enda stuðlar fjölbreytni að samkeppni, sem kemur þeim til góða. HIN NÝJA BY GGÐASTEFNA ISAMTALI við Morgunblaðið sl. sunnudag fjallar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa vegna fjarskipta- og tölvubyltingarinnar og segir m.a. um áhrif hennar: „Eg er sammála því, að þetta geti orðið hin nýja byggðastefna. Kostnaðurinn við að byggja upp grunn- net fyrir allt landið er ekki mikill og ekki óyfirstíganlegur, þeg- ar haft er í huga hve mikið er í húfi og tækifærin, sem þetta veitir. Uppbygging ljósleiðarakerfis um allt land getur orðið öfl- ugri byggðastefna en margt annað. Oft flytur fólk búferlum af landsbyggðinni, þegar börnin hefja nám í framhaldsskóla en ég minni hér á að nú er að fara af stað tilraun með fjarkennslu á framhaldsskólastigi í Grundarfirði. Þetta skapar mikla möguleika og skiptir miklu fyrir byggðarlög- in.“ Það er fagnaðarefni, að nýr samgönguráðherra Sjálfstæðis- flokksins gerir sér svo glögga grein fyrir þeim möguleikum, sem felast í þeirri tæknibyltingu, sem við blasir og tekur á sig nýjar og nýjar myndir. Á því leikur enginn vafi, að í þeim gífurlegu framförum, sem orðið hafa á því sviði eru fólgnir alveg nýir möguleikar fyrir landsbyggðina, sem gjörbreyta öllum viðhorf- um til framtíðar hennar. Þessi nýja tækni ásamt þeim góðu sam- göngum, sem byggðar hafa verið upp undanfarna áratugi, geta meira að segja snúið við þeirri þróun í byggðamálum, sem ein- kennt hefur alla öldina. Samgönguráðherra fjallar um eignaraðild að grunnnetinu og segir m.a.: „... ég held samt, að æskilegast væri að einkavæða þetta algerlega. Einkarekstur væri bezta tryggingin fyrir því að kerfið yrði byggt upp í takt við framfarir í tæknilegum efnum á þessu sviði. Fyrirtæki, sem veita þjónustuna, vinna mest og bezt í því að bæta tæknina." Morgunblaðið hefur viðrað þá hugmynd, að ríkið sæi um að byggja upp grunnnet, sem veitti fólki hvar sem það býr á land- inu jafngóða þjónustu. En það má vel vera, að Sturla Böðvars- son hafi rétt fyrir sér, að heppilegra væri að grunnnetið yrði einnig í eigu einkafyrirtækis. A hinn bóginn eru efnisleg rök fyr- ir því, að óheppilegt væri að t.d. eitt þriggja samkeppnisfyrir- tækja ætti grunnnetið og hin tvö yrðu að leita til þess um að- gang að því. Jafnframt vakna spurningar um einokunarstöðu þess einkafyrirtækis, sem ætti netið. Þetta eru álitamál, sem þarf að ræða. Þau viðhorf, sem samgönguráðherra lýsir í viðtalinu við Morgunblaðið benda hins vegar eindregið til þess að hann muni á næstu misserum leggja áherzlu á að fylgja fjarskiptabylting- unni eftir með mótun nýrrar byggðastefnu á grundvelli hennar. HORFT í átt að Eyjabökkum. SKARPHÉÐINN Þórisson bendir á Vestur-Öræfi, aðalburðarsvæði hreindýra. leyðisfjörði Eskifjörður leyðárflörðúr Fáskrúðsfjörðul Stöðvai '* Snæ- fell. VATNA- JÖKULL 10 km Margir vilja skoða fyrir- huguð virkj- anasvæði Fyrirhuguð virkjanasvæði norðan Vatna- jökuls hafa verið mikið til umræðu undan- farið. Sigríður B. Tómasdóttir og Arnaldur Halldórsson slógust í för með Hinu íslenska náttúrufræðafélagi á ferð þess um virkjanasvæðin. AÐ eru margir sem heilsast með virktum á Umferðar- miðstöðinni við upphaf ferð- ar Hins íslenska náttúru- fræðafélags. Fólk sem hefur stundað ferðir félagsins til margra ára lætur sig ekki vanta í ár, en mun fleiri eru þó með í ár en undanfarið, og sumir í sinni íyrstu ferð. Ástæðan er ugg- laust áfangastaðurinn, fyrirhuguð virkjanasvæði norðan Vatnajökuls. Þau hafa verið mikið til umræðu í fjölmiðlum, m.a. í Morgunblaðinu. „Við gerðum upphaflega ráð fyrir um 30 manns í ferðina," segir Frey- steinn Sigurðsson, formaður félags- ins og einn fararstjóra ferðarinnar. „Ákvörðun um að skoða virkjana- svæðin var tekin sl. haust eins og venja er til. Við birtum tilkynningu um ferðina í félagsriti okkar í des- ember. Það fylltist allt hratt og meira til þannig að um páskana voru komnir um 80 manns á skrá og alls eru um 100 manns í ferðinni." Spennandi að sjá svæðin Framundan er mikill akstur norð- ur um land en hópurinn hefur lagt undir sig þorrann af gistirými í Jök- uldalnum. Þegar hlerað er um ástæður farar hjá fólki kemur í ljós að ferðamenn eru spenntir að sjá virkjanasvæðin með eigin augum. Fæstir hafa komið á öll svæðin sem fyrirhugað er að skoða þótt margir hafi komið á einstaka staði. Flestir sem blaðamaður hefur tal af hafa þegar myndað sér skoðun á virkjanamálum. „Eg er að fara að sjá svæðið og sannfærast í minni skoðun en ég er á móti þessum virkjunum," segir einn, „og kannski verður maður ekki á móti þegar maður hefur skoðað svæðið," bætir eiginkonan við. Ferðalangar eru á öllum aldri, þótt heldur fleiri séu af eldri kyn- slóðinni en yngri. Einstaklingar, hjón, ferðafélagar, fjölskyldur, allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúrufari og umhverfi. Margir hverjir fróðir mjög og hafa þá einnig lært mikið í ferðum Nátt- úrufræðafélagsins í gegnum tíðina. Þar má nefna Gísla Guðmundsson, sjálflærðan grasafræðing, sem að sögn Freysteins hefur í fullu tré við Eyþór Einarsson grasafræðing og einn af fararstjórum ferðarinnar, þriðji fararstjórinn er Guttormur Sigbjarnarson jarðfræðingur. Komið er á áfangastaði í Jökuldal síðla kvölds. Annan dag ferðar er haldið í fyrstu skoðunarferð af þrem- ur og er ætlunin að skoða hugsanleg virkjanasvæði Fljótsdalsvirkjunar og halda inn til Eyjabakka eins langt og vegir leyfa. Þar verður miðlunarlón virkjunarinnar verði af henni. Skoðað í gdðu skyggni Ekið er sem leið liggur inn að Snæfelli. Veðrið er gott og Snæfellið ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 35 - Morgunblaðið/Arnaldur GENGIÐ niður með Jökulsá í Fljótsdal, Snæfell í baksýn. : •; * # Fastir í fari ÞÆR Bryndís Róbertsdóttir, sem leggur stund á framhaldsnám í jarðfræði, og Guðrún Gísladóttir, lektor í landafræði við Háskóla ís- lands, taka ekki undir með þeim sem vilja reisa álver í Reyðarfirði. „Manni finnst stundum sem menn séu fastir í einhverju fari þar sem álver er eini möguleikinn en það hlýtur að vera hægt að hugsa um , eitthvað annað.“ Þær nefna í þessu samhengi ferðaþjónustu og smærri fyrirtæki. „Það er spurning hverjir það eru sem vilja álver og má efast um að það sé unga fólkið." Bryndís bend- ir á að visst vandamál hafi verið fólgið í því að litið sé á ferðaþjón- ustu sem hálfgerða aukabrúgrein, jafnvel kvennastarf. Áherslan virð- ist hins vegar vera á hefðbundin „karlastörP* þegar um nýsköpun í atvinnulífi sé að ræða. Virkjanir sem fylgja stóriðju telja þær stöllur misráðnar. „Við siljum eftir með skaða sem ekki verður bættur verði í þessar fram- kvæmdir ráðist. Það er einnig vandamál hér á landi að allt á að gerast í einni holskeflu og má helst ekki að athuga málin í þaula.“ Fræðsla fyrir almenning HIÐ fslenska náttúrufræðafélag var stofnað í Reykjavík 16. júlí 1889 og hefur því verið starfrækt í 110 ár. Upphafsmenn að stofnun þess voru þeir Benedikt Gröndal sem var fyrsti formaður félagsins, Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jensson, Jónas Jónascn og Stefán Stefánsson. Núverandi formaður er Frey- steinn Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Hann segir félags- menn hafa margs konar bakgiunn en eigi sameiginlegan áhuga á nátt- úru Islands. „Félagið er brautryðj- andi í náttúruvernd og fór fyrst að huga að þeim málum um 1930. Nefna má að stofnun Landverndar laust fyrir 1970 er að miklu leyti runnin undan riljum félagsins." Freysteinn segir markmið með félaginu hafi frá upphafi verið að styðja við náttúrufræði á íslandi, fræða almenning og koma upp náttúrugripasafninu þar til ríkið tók við rekstri þess, árið 1947. Hluti af fræðslu um náttúrufar hefur falist í ferðum um landið. Auk þess eru haldnir fundir einu sinni í mánuði yfir veturinn. Félag- ið hefur frá árinu 1941 gefið út * tímaritið Náttúrufræðinginn. sjónmáli þótt Eyjabakkarnir sjálfir sjáist ekki þarna undir rótum Snæ- fells. Því næst er förinni heitið vestan megin Snæfells, í Snæfellsskála segir skálavörður að stöðug og mik- il umferð hafi verið um í sumar, um- ræða um virkjanir hafi greinilega haft sín áhrif og vakið forvitni ferðafólks. í Snæfellsskála á hópurinn stefnu- mót við Skarphéðin Þórisson, líf- fræðing og menntaskólakennara, sem er manna fróðastur um hrein- dýr og hefur ritað um áhrif virkjana á burðarsvæði og beitilönd hrein- dýra. Sest er í hlíðar Sauðahnjúka og hlustað á tölu um ferðir hrein- dýra, fengitíma og fjölda en alls eni nú um 3.000 dýr á íslandi. Útsýni yf- ir Vestur-Öræfi er gott en þau eru aðalburðarsvæði hreindýra. Engum hreindýrum bregður fyr- ir og veldur það nokkrum vonbrigð- um. Það kemur því skemmtilega á óvart þegar ekið er fram á tvö dýr á heimleiðinni sem eru sallaróleg á beit og láta rúturnar ekki raska ró sinni. ÞAÐ ER margt að sjá á hálendinu. ÞEGAR 100 manns koma í einu að Snæfellsskála er biðröð óhjákvæmileg. lætur svo lítið að hrista af sér skýin þannig að við fáum að sjá toppinn á þessu tignarlega fjalli. Athyglin beinist þó nær jörðu. Hákon Áðal- steinsson, líffræðingur hjá Orku- stofnun, heldur tölu um gróðurfar á Eyjabökkum en hann vann þar við rannsóknir á áttunda áratugnum. „Þetta er mun stærra en ég bjóst við,“ heyrist enda mikið landflæmi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.