Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 10
 v.,.7 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjagarður athugar réttarstöðu gagnvart Heilbrigðiseftirliti Suðurlands Nokkuð um Málshöfðun kemur til greina -BJARNI Ásgeir Jónssson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf., segir fyrirtækið nú athuga réttar- stöðu sína í samráði við lögmenn, og komi til greina að höfða mál á hendur fulltrúum Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands sem gert hafa al- varlegar athugasemdir við kjúklingabú fyrirtækisins á As- mundarstöðum og sláturhús þess á Hellu. „Við erum að kanna réttarstöðu okkar gagnvart þessum heilbrigð- iseftirlitsfulltrúum og teljum að þeir hafi farið offari og langt út fyrir heimildir sínar, samkvæmt þeim reglum _sem þeir vinna eftir,“ segir Bjarni Asgeir. Hann segir Reykjagarð hf. nú hafa sorphirðu á Asmundarstöðum til athugunar og verði skoðað hvort fyrirtækið geti skipt við aðra gámaþjónustu eða noti aðrar að- ferðir við förgun úrgangs. „Við er- um að skoða möguleikann á að kaupa vistvæna brennsluofna til að eyða hræjum jafnóðum. Við mun- um væntanlega fá tilboð í slíka ofna síðar í þessari viku,“ segir hann. Hann kveðst þess fullviss að at- hugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og umfjöllun fjölmiðla í kjölfarið hafi neikvæð áhrif á sölu Holtakjúklinga, en þó hafi hann fundið fyrir miklum stuðningi við- skiptavina og söluaðila. „Það á eftir að koma í ljós með söluna, en pant- anir eru miklar, öfugt við það sem var fyrir helgi“ segir hann. „Maður hræðist hins vegar alltaf mál af þessu tagi, það tekur langan tíma að hreinsa fyrirtækið af álognum sökum,“ segir Bjarni Ásgeir. 1.500 manns heimsóttu Ásmundarstaði Almenningi var boðið að heim- sækja Ásmundarstaði um helgina og segir Bjarni Ásgeir að um 1.500 manns hafi þekkst boðið, á milli 400 og 500 á laugardag og milli 1.000 og 1.100 manns á sunnudag. „Þeir sem þorðu að borða Holta- kjúkling fengu hann og það þorðu allir. Þeir fengu einnig pylsur, kjúklingaálegg og fleira sem við framleiðum. Þetta var fólk víðsveg- ar af landinu og við erum mjög ánægðir með viðbrögð þess og stuðning,“segir hann. Bjarni Ásgeir og Grétar Hrafn Harðarson, héraðsdýralæknir á Hellu, hafa vísað ábyrgð á óhrein- indum í kringum gáma á hendur Gámastöðvarinnar ehf. sem annast hirðingu við búið. Framkvæmda- stjóri Gámastöðvarinnar ehf., Ólaf- ur Rúnar Árnason, vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Morgunblaðið á sunnudag og sagði það alfarið á ábyrgð Asmundar- staða hversu oft gámarnir væru fjarlægðir og þrifnir. Bjarni Ásgeir segir að gagm-ýni Reykjagarðs hf. á hendur fyrirtækinu standi óbreytt vegna gámaþjónustu. „Eftir því sem ég best veit er Ólafur Rúnar framkvæmdastjóri gámafyrirtækisins í Reykjavík en hitt fyrirtækið sem annast um Ás- mundarstaði er dótturfyrirtæki, þannig að það er óvíst að hann viti hvað gengur á fyrir austan fjall, en ég held þó að hann viti betur. Við töldum ástand sorphirðunnar í miklum ólestri og sendum því bréf 2. júlí til að ýta á eftir því að þessi mál væru færð í rétt horf,“ segir hann. Vissi ekki um bréf í bréfi því sem Mark Birschbach, deildarstjóri kjúk- lingabúsins að Ásmundarstöðum, sendir formanni stjórnar Sorp- stöðvar Rangárvallasýslu 2. júlí sl., segir m.a.: „Eg vil gera eftirfarandi athugsamdir við starfsemi Gáma- stöðvarinnar. í fyrsta lagi dregst innbrot á heimili og í fyrirtæki NOKKUÐ var um innbrot og þjófnaði um helgina, bæði á heim- ili og í fyrirtæki. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ fyrir hádegi á föstudag og þaðan stolið sjón- varpi, myndbandstæki og fleiru. Síðdegis sama dag var farið inn í íbúð í Húsahverfi og stolið mynd- bandstæki. Tilkynnt var um þjófnað á dýrum legsteini úr Gufuneskirkjugarði en steinninn hafði verið settur upp sólarhring áður. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í verslun við Laugaveg þaðan sem stolið var peningum og hljómflutningstækj- um. Þetta innbrot var upplýst síðar um daginn eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar manna- ferðir í garði við Grettisgötu og fannst þýfi í garðinum. Á sunnudag var tilkynnt um inn- brot í fyrirtæki við Stjörnugróf, en þaðan var stolið peningum. Einnig var þá tilkynnt um innbrot í einbýl- ishús í Rimahverfi þaðan sem stolið var tölvubúnaði, hljómflutn- ingstækjum o.fl. Á sunnudag var maður handtekinn í söluturni í vesturbænum með stolið greiðslu- kort. Hann er grunaður um úttekt- ir með kortinu í nokkrum verslun- um. ---------------- Urskurðaður í gæsluvarðhald KARLMAÐUR var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á sunnu- dag í þágu rannsóknar lögreglunn- ar í Reykjavík á 15 innbrotum í bif- reiðar í Þingholtunum. Lögreglan handtók manninn í miðbænum aðfaranótt sunnudags eftir að hafa veitt athygli bifreið, sem hann ók hratt um Skálholts- stíg. Ökumaðurinn flúði úr bifreið- inni við Dómkirkjuna en náðist stuttu síðar. Hann var grunaður um ölvun og að hafa stolið bifreið- inni en einnig um aðild að innbrot- unum í bifreiðarnar í Þingholtun- um. I mörgum tilvikum braut mað- urinn rúður í bifreiðunum til að komast inn í þær. Morgunblaðið/Sverrir STARFSMENN Reykjagarðs hf. útbýttu kjúklingakjöti til þeirra sem heimsóttu Ásmundarstaði um helgina. oft óeðlilega að gámarnir séu sóttir eftir að tilkynnt er um að þeir séu fullir og í öðru lagi koma þeir til baka illa tæmdir. Eg vil fara fram á að úr þessu verði bætt og að gám- arnir séu þrifnir í hvert sinn sem þeir eru tæmdir." I Morgunblaðinu á laugardag kvaðst héraðslæknirinn á Hellu telja líklegt að umrætt bréf frá starfsmanni Reykjagarðs hf. hefði tengst því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákvað að skoða ástand mála á Ásmundarstöðum. Guð- mundur Ingi Gunnlaugsson, for- maður stjórnar Sorpstöðvar Rang- árvallasýslu, kveðst telja útilokað að bréfið hafi verið þess valdandi. „Ég veit ekki til þess að Heil- brigðiseftirlit Suðurlands hafi haft minnstu hugmynd um þetta bréf og held að það hafi hvorki séð það né heyrt. I svarbréfinu til Reykja- garðs var vísað á eftirlitið hvað varðar hugsanleg álitamál, og ég ráðlegg mjög gjarnan fólki sem er að vinna að einhverjum umhverfis- málum að leita upplýsinga og ráð- gjafar hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- urlands, því yfirleitt hefur það gef- ið mjög góða raun. Þetta eru al- menn vinnubrögð og eftir því sem ég best veit hafði eftirlitið enga hugmynd um þetta bréf sem þarna um ræðir og fór af stað af öðrum ástæðum, án þess að ég hefði feng- ið greinargerð um upphaf máls- ins,“ segir Guðmundur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands kemur saman til fundar í dag Umfjöllun um Asmund- arstaði tekin fyrir HEILBRIGÐISNEFND Suður- lands mun á fundi sínum í dag fjalla um málefni kjúklingabúsins á Ásmundarstöðum og umfjöllun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um búið og sláturhús þess á Hellu. Um aukafund nefndarinnar er að ræða. „Það var ætlunin að nefndin væri í fríi, en úr því að mál af þessu tagi kom upp ákvað hún að koma saman. Þessi umfjöllun sem hefur verið í gangi undanfama daga verður tekin fyrir og í raun og veru ekkert meira um það að segja á þessu stigi málsins,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður nefndarinnar. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri umhverfisskrifstofu um- hverfisráðuneytisins, sem hefur yfirumsjón með starfsemi heil- brigðiseftirlits hérlendis, segir að fylgst hafi verið með þessu máli í ráðuneytinu og muni hann kynna sér afgreiðslu heilbrigðisnefndar Suðurlands á fundinum í dag. „Ég hef verið í sambandi við formann heilbrigðisnefndar Suð- urlands og skilst að nefndin ætli að ræða vinnubrögð í þessu tilviki. Ég hef ekki kynnt mér þau til hlít- ar og get lítið um þau sagt á þessu stigi málsins, en við höfum rætt við Hollustuvernd ríkisins og það liggur Ijóst fyrir að í gildi eru ákveðin lög um hollustuvernd og heilbrigðiseftirlit, ásamt stjórn- sýslulögum, sem menn verða að virða í grunninn áður en þeir fara fram í þessum málum,“ segir Ingi- mar. „Við bíðum hins vegar átekta, enda sækir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands allt sitt umboð til heil- brigðisnefndar og verður að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart henni. Við munum því bíða þangað til niðurstaða heil- brigðisnefndar liggur fyrir. Það er vitaskuld á verksviði Heilbrigð- iseftirlitsins að kynna sér þessi mál, en menn verða auðvitað að virða þær leikreglur sem hafa verið settar, m.a. þau lög sem ég nefndi, og fara með mál þannig að ekki sé verið að blása þau upp að óþörfu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur metið það svo að ástæða væri til að fara af stað í þessu um- rædda máli, en hvort það hefur verið gert að höfðu samráði við heilbrigðisnefnd skýrist væntan- lega síðar.“ Fyrsti búddamunk- urinn á Islandi ÁSBJÖRN Leví Grétarsson, 23 ára húsasmiður úr Hafnarfírði, var fyrstur fslendinga vígður búddamunkur hér á landi á sunnudaginn. Ásbjöm stundar svokallaðan Therevada-búdd- isma, sem er af elsta skóla búdd- isma og leggur áherslu á göfug- lyndi. Asbjöm var vígður Samanera-munkur og er því orð- inn meðlimur í samfélagi búdda- munka, sem heitir Shanga, einn fslendinga. Ef allt fer að óskum verður hann vígður fullgildur munkur eftir þrjá mánuði og fer þá önnur vígsla fram. Stígamót vara við nauðgunum EINS og undanfarnar verslun- armannahelegar munu Stíga- mót beina krötfum sínum að forvarnarstarfi gegn nauðgun- um. Reynslan hefur sýnt það að um hverja verslunarmannahelgi eru kærðar ein eða fleiri nauðg- anir, segir í írétt frá Stígamót- um Stígamót verða í góðu sam- starfi við Jafningjafræðsluna sem mun dreifa veggspjöldum og bæklingum Stígamóta. Áherslan er sem áður „Nei þýður nei. Nauðgun er glæpur". Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.