Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ,42 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 iriim iriimi H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 MINNINGAR "« * ‘Krossar á Ceiði Kyðfrítt stáC- varanCegt efni ‘Kfossamir emframCáddir úr hvítlmðuðu, ryðfríu stáCi. Kíinnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sóíkross m/geistum. ‘Jíœð 100 smfrájörðu. ‘TvöfaCdur ffoss. ‘Jfœð 110 smfrájörðu. Jíritigið í sítrm 431-1075 og fáið [itabœkfing. BLIKKVERKsf. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Simi 431 1075, fax 431 1076 Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. HANS P. LINDBERG ANDRÉSSON + Hans Lindberg Andrésson, skipasmíðameistari fæddist í Trongis- vági í Færeyjum 5. ágúst 1920. Hann lést 18. júlf síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hansína Lind- berg, f. 1.11.1895, d. 3.10. 1976 og Andre- as Christian Lind- berg, f. 12.12. 1889, d. 1.6. 1986. Systkini Hans Lindberg eru María C. Lindberg, f. 1915, d. 1994; Jac- ob O. Lindberg, f. 1917, d. 1993; Hermund F. Lindberg, f. 1918, d. 1931; Jens J. Lindberg, f. 1919, d. 1989; Henry A. Lindberg, f. 1922; William T. Lindberg, f. 1924; Elly K. Lindberg, f. 1925, Torbjorn Lindberg, f. 1928, Her- mund F. Lindberg, f. 1931; Eilev Lindberg, f. 1938. Hinn 6. júlí 1946 kvæntist Hans eftirlifandi eiginkonu sinni Ölu Lindberg, f. 1. ágúst 1919 frá Trongisvági í Færeyjum. Börn þeirra eru: 1) Pétur A. Hansson, f. 1946, kvæntur Unu Björk Harðardóttur, f. 1946, börn þeirra eru Kristbjörg, Aðalheið- ur Elín og Hörður. 2) Ingiborg Sunnudagsmorguninn 18. júlí lést á St. Jósepsspítala í Hafnar- firði tengdafaðir minn eftir stutta sjúkrahúsvist. Á slíkum stundum rennur margt í gegnum huga manns og maður hugsar til baka. Það eru liðin 34 ár síðan ég kom fyrst á heimili Hans og konu hans Olu, en þau höfðu búið sér fallegt og hlýlegt heimili við Ölduslóð í Hafnarfirði. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Alltaf var hellt upp á könnuna og bakkelsi á borð borið. Hans var mjög í mun vel- ferð fjölskyldunnar. Börnin urðu sjö og eru sex þeirra á lífi, barna- börnin eru 17 og barnabarnabörn- in fjögur. Samband tengdafor- eldra minna fannst mér alltaf ein- staklega hlýtt og kærleiksríkt. Hans nam skipasmíði í Færeyjum áður en hann fluttist til Islands, en meistarapróf í greininni tók hann í Hafnarfirði. Til langs tíma vann hann í Dröfn í Hafnarfirði Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ T3' LEGSTEBNAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl; Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Í| S.HELGAS0N HF I STEINSMIÐJA { >SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 Lindberg, f. 1950, gift Bjarne Peder- sen. Börn þeirra eru, Anna Karína Lindberg, Erla Mar- ía Lindberg og Tom Daniel Lindberg. 3) Jón Andrés Hans- son, f. 1953. Börn hans eru: Heiða, Kristín Jóna og Berglind. 4) Erla Valgerður Lind- berg, f. 1955, d. í maí 1958. 5) Tómas Erl- ing Lindberg, f. 1959, kvæntur Sig- rúnu Sigurðardóttur, f. 1956. Böm þeirra eru: Hans Óttar Lindberg, Davíð Þór Lindberg og Linda Rún Lindberg. 6) Hild- ur Lindberg, f. 1962, gift Jóni Núma Astvaldssyni, f. 1954. Böm þeirra era: Sigríður Rakel, Valgerður, Helga og Ástvaldur Einar. 7) Valgerður Lindberg, f. 1965. Hans fluttist til íslands 1941 og vann allan sinn starfsaldur við skipasmiðar. Hans og Ala hafa alla tíð _átt heimili sitt í Hafnarfirði. títför Hans Lind- berg Andréssonar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eða þar til hann eignaðist sitt eig- ið fyrirtæki, Skipasmíðastöðina Nökkva í Garðabæ, sem sérhæfði sig í skipainnréttingum. Hans var mjög laginn í höndunum og því sem viðkom smíðum og ég er viss um að hann hefur verið það sem kallað er þúsundþjalasmiður. Margt höfum við okkur til gam- ans gert og minnist ég allra utan- landsferðanna sem við prjóna- klúbbskonur fórum ásamt honum Hans og fleiri eiginmönnum. Þess- ar ferðir voru alltaf skemmtilegar og átti Hans mikinn þátt í því. I þessum ferðum var alltaf kíkt í búðir og taldi Hans aldrei eftir sér að bera pokana fyrir þær konur sem ekki höfðu mennina sína með sér. Og aldrei mun ég gleyma ferð okkar til Færeyja. Núna er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér, kæri Hans, fyrir góðmennsku þína og hlýhug er þú ávallt sýndir mér og fjöl- skyldu minni. Elsku Ala mín og fjölskylda. Megi guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Minningin um góðan mann lifir um eilífð. Una Björk Harðardóttir. Elsku afí minn, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Það sem er mér efst í huga á þessari stundu eru þær samveru- stundir sem við áttum hér á Öldu- slóðinni í kjölfarið á þeim breyt- ingum sem áttu sér stað í fyrra þegar við Elísabet og Una Björk tókum við húsinu á Ölduslóðinni og þið fluttuð á Sólvangsveginn. Það leið varla sá dagur að þú kæmir ekki og fylgdist með þeim breytingum og endurbótum sem við fórum út í. Og alltaf var það eins og jafn gaman að því þegar þú komst, þú opnaðir dyrnar, komst inn og hringdir svo bjöll- unni og sagðir svo: „Ég gleymi þessu alltaf." Mér fannst ekkert annað en sjálfsagt að þú gengir beint inn, enda búinn að búa á Ölduslóðinni í yfir 40 ár. I þessa 2-3 mánuði áttum við alveg ein- staklega góðar stundir á nánast hverjum degi og er ég ómetanlega þakklátur fyrir þær. Eins er ég alveg ofsalega glaður yfir því hversu ánægður þú varst með það sem við vorum að gera. Stundum komstu rétt bara í gættina til að segja halló þegar þú varst að bíða eftir að klukkan yrði hálf tvö, ekki tvær mínútur í hálf tvö eða eina mínútu yfir hálf tvö heldur hálf tvö, því þá genguð þið félagarnir, þú, Jón og oft Bensi niður í Suð- urbæjarlaug. Það var nánast orð- in dagleg venja að fara í laugina. Þú varst líka búinn að finna það út að þér fannst það heldur langt að labba alla leið frá Sólvangsvegi í laugina svo þú komst á bílnum hingað, geymdir hann hér, svo genguð þið héðan í laugina. Svo komuð þið aftur milli þrjú og hálf fjögur, þú komst inn hjá mér, við drukkum te saman og fengum okkur súkkulaði. Ég hafði náttúr- lega mest gaman af því þegar þú rifjaðir upp þá tíma þegar þú, Jón og Bensi byggðuð upp húsin ykk- ar hér á Ölduslóðinni, sem þið gerðuð af slíkri natni og útsjónar- semi að það var aðdáunarvert. Afi minn, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú niðurkominn og fylgist þaðan með okkur, og amma mín, með því að standa saman og vera dugleg þá munum við komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Hörður. Þannig er það með lífið að mað- ur kemur og maður fer. Þó að þú, afí minn, hafir nú yfirgefið þetta jarðneska líf er það fjarri að þú sért farinn. Ég minnist þín ávallt í hjarta mínu og veit að einhvers staðar úr fjarska fylgist þú með okkur sem eftir erum. Ég verð ætíð þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu á Ölduslóðina og nú síðast á Sólvangsveginn, alltaf var tekið á móti manni með opnum örmum. Alltaf sýndir þú því áhuga sem fjölskyldan var að gera í það og það skiptið og samgladdist alltaf. Eins og núna síðast er ég keypti mér nýjan bfl, þá varst þú orðinn veikur og kominn á spítalann en þú vildir endilega labba fram í setustofu og fá að sjá bílinn minn og ég fór út og keyrði hann eins nálægt glugganum og ég gat og þar stóðst þú og klappaðir saman höndunum, þú varst svo ánægður og lést mig óspart heyra það næst þegar ég kom til þín. Elsku afi, ég sakna þín sárt og trúi því varla að ég fái ekki að sjá þig aftur. Það styrkir okkur fjöl- skylduna í sorg okkar að vita að þú finnur ekki lengur til og ert kominn á góðan stað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, missir þinn er © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri mikill og megi Guð gefa þér styrk í sorg þinni. Kristbjörg. Hans Lindberg lést 18. júlí sl. nær 79 ára að aldri. Það er mikil gæfa að eiga góða og trausta vini og þeir verða ótrúlega mikill hluti af okkur sjálfum. Og sorgin verð- ur djúp og einlæg þegar þeir sem kærastir eru kveðja. En þeir skilja líka eftir varanlegar og fagrar minningar sem haldgóðar reynast til að mýkja þau miklu sár sem hugann og hjartað þjaka. Mikið traust og öryggi tengist því að eiga gott samferðafólk á lífs- leiðinni. Það skilst best þegar á reynir. Við ráðum svo litlu um ör- lög okkar og getum aðeins brugð- ist við þeim með því að nýta bæði gleði og sorg til að þroska okkar innri mann. Snemma á vordögum 1946 fengum við Hans, Jón Pálma- son og undirritaður okkur skóflu í hönd og hófum að grafa fyrir grunni að húsinu Hringbraut 65 í Hafnarfirði en þar skyldu heimili okkar vera um skeið. Ég var mjög heppinn að geta verið í félagi með þessum ágætu mönnum því þeir kunnu vel til verka og voru harð- duglegir. Þriggja íbúða hús komst upp og þar sem byggingaverktak- inn vann verkið í tímavinnu gátum við unnið mjög mikið sjálfir að byggingu hússins. Létti það undir fjárhagslega því ekki verður sagt að efnin hafi verið of mikil eins og títt er hjá þeim sem eru að koma sér upp húsnæði í fyrsta sinn. Fjölskyldur okkar bjuggu saman í húsinu í nokkur ár og féll ekki skuggi á samstarfið hvorki meðan á byggingu stóð né í sambýli okk- ar. Þeir Hans og Jón byggðu sér síðar einbýlishús hlið við hlið við Ölduslóð. Hans var mjög góður, velvirkur og traustur fagmaður. Hann vann í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í nokkur ár en síðan við eigið fyrir- tæki, Nökkva hf., í Garðabæ. Hans var ávallt mjög farsæll í störfum sínum. Hann var mikill heiðursmaður, traustur, velviljað- ur og hjálpsamur. Hann var góður í allri umgengni og því góður vinnufélagi. Hans og kona hans, Ala Lind- berg Tómasdóttir, voru bæði Færeyingar. Þau fluttu til Islands á fimmta áratugnum og voru bú- sett hér á landi upp frá því. Þau eignuðust sex börn og bjuggu þeim gott og ástríkt heimili. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörnin fjögur. Hjónin voru bæði gestrisin og var notalegt að koma á heimili þeirra. Við hjónin og fjölskyldur okkar þakka Hans Lindberg góða kynn- ingu og samstarf liðinna ára. Leið- ir skilja um sinn. Við söknum góðs drengs og biðjum honum blessun- ar á nýjum vegum. Það er komið skarð í samferðahópinn okkar sem ekki verður fyllt þótt góðar minn- ingar bæti þar um. Blessuð sé minning Hans Lindberg. Eftirlif- andi eiginkonu og fjölskyldu flytj- um við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Mér mun seint gleymast löngu liðinn vordagur. Ég var á gangi með föður mínum á Strandgötunni í Hafnarfirði. Það var sólskin þenn- an dag og gaman að vera til. Allt í einú víkur sér ókunnur maður að fóður mínum og segir á dálítið bjagaðri íslensku: „Æ Guðmundur minn, getur þú ekki útvegað mér barnfóstru. Konan mín ætlar að fara að eignast barn, ég get ekki hætt að vinna og okkur vantar ein- hvern til þess að passa hann litla Pétur okkar“. Pabbi hugsaði sig aðeins um, leit svo á mig og sagði brosandi og ofurlítið stríðnislega: „Fáðu bara stelpuna mína, hún má alveg vera að þessu“. Mér varð um og ó. Ég sem hafði ætlað að njóta lífsins að loknum skólavetri átti að vera barnfóstra. Það er svo ekki að orðlengja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.