Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 44
j|M ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ d: UMRÆÐAN Auðlindir í alfaraleið "og ímyndin um Island „AUÐLINDIR við bæjardyrnar" heitir grein sem Páll Björgvinsson I arkitekt skrifaði í Lesbók Morgun- | blaðsins fyrir örfáum árum (23. ( september 1995) og grein Gunn- 1 laugs Eiðssonar leiðsögumanns á | sama vettvangi (5. desember 1992) | nefndist „Öræfin eru ekki fremst á óskalista útlendra ferðamanna". I Hvað vilja útlendingar sjá? Með gi-ein Gunnlaugs Eiðssonar [ birtust nokkrar myndir úr íslensku dreifbýli og þeim sér- stæðu mannvirkjum [ og mannvistarteiknum \ sem þar má sjá. Dæmi: Hann myndar ekki I hina frægu gervigíga á Skútustöðum, heldur girðingu, manngerðan hólma, bát og síðast en ekki síst pínulítinn, fremur niðumíddan bárujámsskúr sem notaður var til að kæla mjólk. Annað dæmi: M ekla með bóndabýli og nokkra rúllubagga pakkaða í hvítt plast. Þriðja dæmi: Leikur ljóss og skugga í Skagafírði, með vegar- slóða og raflínustaur í forgranni. Sex aðrar myndir með grein Gunn- laugs eru í svipuðum dúr. Þær sýna samspil náttúrafyrirbrigða, mann- virkja og farartækja. Mannvirkin og farartækin hjálpa til við að draga fram hið sérstæða í íslenskri nátt- úru og fá þess vegna að vera með á níyndunum. Engin tré era á mynd- um Gunnlaugs og varla er það tO- viljun. I greininni fullyrðir Gunnlaugur að fæstir þeirra útlendinga sem sæki landið heim fari upp á hálend- ið. Enda er það kannski eins gott, því að hálendið þolir ekki umferð hundruða þúsunda ferðafólks. Hann bendir á að margir aðilar í ferða- þjónustu misskilji gildi mannlífs fyrir ferðaþjónustu og að helsta kvörtunarefni útlendinga í löngum hálendisferðum sé að komast ekki í tæri við mannlíf í landinu. Langtímamarkmið óskast Páll Björgvinsson skrifar um fíikilvægi langtímamarkmiða í ís- lenskum atvinnurekstri, þar með talinni ferðaþjónustu. Hann leggur áherslu á íslendingar eigi að nýta sér hreinleikaímynd Islands til að byggja upp heilsufriðland. Að við gætum menntað sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og lækna í auknum mæli til að sinna erlendum sjúklingum hér á landi í stað þess að vinnuaflið flytji út. Hann tengir þetta við ræktun lífrænna afurða í landbúnaði og ræktun íslensks mannlífs. Hann bendir á að auðlind- ir Islendinga felist í okkur sjálfum, uppeldislegum kjöram, menntun og því að hér sé gott sam- félag fyrir íslendinga að búa í. Þannig verði auðlindir lands og þjóð- ar, í afar víðtækum skilningi þess orðs, að- dráttarafl fyrir fólk annarra þjóða. Svo mörg voru þau orð. I þessum tveimur greinum skrifa menn með sérfræðiþekkingu og -reynslu. Þeir benda á að það sem ekki er sett upp íyrir ferðafólk hefur jafnan mikið að- dráttarafl fyrir það og þeir benda á að nátt- úrafar og menning spila mjög saman. Líklega var það í fyrra sem Ómar Ragnars- son var með skemmtilega frétt um bandaríska konu sem kemur á hverju ári til að fylgjast með og taka þátt í göngum og réttum ein- hvers staðar á Norðurlandi. Ekki er unnt að selja heilbrigðisþjónustu nema sama þjónusta sé góð fyrir Is- lendinga sjálfa. I því efni byggjum við best á góðri menntun starfs- fólks: lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, nudd- ara o.s.frv. Lífrænt grænmeti rækt- um við handa okkur sjálfum og við framleiðum lífrænar kjöt- og mjólk- urafurðir vegna þess að við viljum búa til betri heim fyrir okkur sjálf. Auðvitað vora náttúruauðlindirn- ar, hvorki hálendið né myrkrið á vetuma, mannvirkin sem Gunnlaug- ur Eiðsson lýsir í sinni grein né miðnætursólin, hvalimar, laxveiði- ámar eða norðurljósin, „sett upp“ fyrir útlendinga. En við reynum að gera út á ímyndirnar af þessum fyr- irbrigðum. Islensk menning varð heldur ekki til sem ferðaþjónusta. Nútíma- menning er þó líUegur útvegur í því efni, af því hún er lifandi og byggð á kunnáttu listafólks og áhuga al- mennings. íslenskt leikhús er orðið til vegna áhuga almennings og góðrar menntunar leikara og ann- ars starfsfólk leikhúsanna. Gæti verið að slíkt leikhús hefði aðdrátt- arafl? Islensk tónlist hefur verulegt aðdráttarafl fyrir Islendinga sem útlendinga. Og það dugar að tónlist- armennimir séu íslenskir því að ný- lega var ég staddur á djasstónleik- um í Reykjahlíðarkirkju í Mývatns- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi2> hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúft. Sækjum og tendum ef óskað er. 1J tæ/kmfjreimunm SAIhoimar 35 . SMi 533 3634 • OSMs <97 3634 Ferðaþjónusta Rannsóknir á því hver 7 7 er ímynd Islands og Is- lendinga, segir Ingólf- — — — ur Asgeir Jóhannes- son, eru rannsóknir sem kæmu ferðaþjón- ustu að gagni. sveit með íslenskum tónlistarmönn- um. Flest laganna sem þeir léku vora erlend og meirihluti áheyrenda var erlendir ferðamenn, auk ís- lenskra ferðamanna. Vitaskuld er ekki hægt eða skyn- samlegt að ákveða að við skulum ekki setja neitt upp sérstaklega fyr- ir erlent ferðafólk. Bláa lónið hefði ekki verið stækkað fyrir mörg hundrað milljónir króna nema fyrir útlendinga að njóta þess. Fjármuni í rannsóknir og uppbyggingu Ferðamennska hér á landi hefur ekki haft mikla fjármuni til mark- vissrar uppbyggingar. Hún ein- kennist því víða um land af því að byggt er upp af vanefnum. Með því er ég alls ekki að gera lítið úr fram- taki og oft forsjálni einstaklinga og hópa, heldur gagnrýna stjómvöld fyrir afskiptaleysi. Okkur skortir rannsóknir á því sem hefur borið árangur og rannsóknir á því hvað gæti borið árangur. Okkur skortir rannsóknir á því hvað ferðafólk raunveralega vill og mikið af upp- byggingunni er byggt á ágiskunum. Sumum hefur reyndar tekist að giska rétt á, eins og t.d. Húsvíking- um á hvalaskoðun. Rannsóknir á því hver er ímynd Islands og íslendinga era rann- sóknir sem kæmu ferðaþjónustu að gagni. Enda þótt við gætum ekki stjómað ímyndinni er líklegt að einmitt vandaðar rannsóknir á því sviði gætu haft áhrif á stefnumótun. Eg rifja hér upp hugleiðingar Gunnlaugs og Páls vegna þess að þeir leggja upp efni í góðar rann- sóknarspumingar. Nýlega heyrðist að skila þyrfti Landsvirkjun milljörðum fyrir rannsóknir á hálendinu fyrir austan ef henni verður ekki leyft að virkja þar. Kannski gætu einstaklingar gert vandaðar áætlanir í ferðaþjón- ustu ef notað hefði verið brot þeirra fjármuna í rannsóknir á ferðaþjón- ustu. Sérhæfð háskólamenntun í ferðaþjónustu er nýhafin og í tengslum við hana er mikilvægt að efla rannsóknir af því tæi sem ég hef nefnt hér að ofan. Með þeirri menntun er líklegt að unnt verði að nýta enn frekar auðlindir í alfara- leið, náttúra og mannauð, sem svo víða era til. Höfundur er ddsent við Háskólnnn á Akureyri. „Náttúrunnar numdir mál „NÁTTÚRUNNAR numdir mál, numdir tungur fjalla,“ kvað Grímur Thomsen um náttúrafræðinginn og skáldið Jónas Hall- grímsson en hann sagði: „Hyggileg skoð- un náttúrannar veitir oss hina fegurstu gleði og anda voram sælu- ríka nautn.“ Þessi ein- kunnarorð skrifaði ég í jarðfræðina mína. í náttúrafræðitímum gleymdi Pálmi Hann- esson sér oft þegar hann minntist lista- skáldsins góða. Eg tel mig hafí verið lánsama að njóta leið- sagnar Pálma rektors á vit landsins bæði í skóla og eins í bókum hans um hálendi Islands. Eg var alin upp við að virða hvern gróðurreit og móðir mín fjarlægði hvern þann stein, sem fallið hafði á gróinn blett, og á vegi hennar varð. Ég fæ því sting í brjóstið þegar talað er um að sökkva í aur og drallu eina af fáum gróðurlendum, sem era nógu vot- lend til að verða ekki uppblæstri að bráð. Það er lítil huggun í því að Eyjabakkar séu aðeins 4% af há- lendinu. Hvað er það stór hluti af gróðrinum á hálendinu og því landi sem ekki er í hættu af uppblæstri? Um 80% af því sem á að fara undir vatn er gróið land. Er annars staðar hér á landi gróðurlendi í 650-665 m hæð? Hins vegar sé ég ekki eftir því, að sjá svarta rokgjarna sanda hverfa undir vatn. Eyðisandar eru sjaldan merki um ósnortna náttúra Ég var svo lánsöm að fara sumrin 1975 og 1980 í miðhálendisferðir Ferðafélag Islands. Síðan hef ég oft ferðast þar um. Þó að ég hafí ekki leitt kvígu kringum Snæfell, væri meira en árþúsundi of sein, fínnst mér samt að ég eigi nokkuð í Snæ- felli við að ganga á fjallið og kring- um það. I ferðinni 1975 fóram við auk þess í ógleymanlega göngu. Lögð- um upp sunnan Sauðafells norðan Snæfells og gengum heiðarbrúnir norður í Kleif í Fljótsdal. Undir hlíðum Laugarfells sáum við hrein- dýr og er neðar dró nokkra af neðstu fossum Jökulsár í Fljótsdal. I báðum þessum ferðum höfðum við áður gengið frá Laugarvöllum á Brúaröræfum í Hafrahvamma. Við gengum með gljúfrunum og áðum í hvömmunum og þegar við komum til baka í tjaldstað fengum við okkur volgt steypibað í Laugaránni. I mín- um huga er meiri ánægja að hafa aðdraganda að sjónarspili eins og ánni og gljúfrinu. Að stíga út úr bíl á brún gljúfursins og líta í kringum sig er eins og að horfa inn í veislusal úr dyragátt. í gönguförinni yfír í Kleifarskóg var gaman að koma að Laugarkofa, fara í fóta- bað í heitri Lindinni, skoða Slæðufoss í Laugayá og stikla yfír ána. Ég gat alls ekki áttað mig á hvað var á seyði, þegar ég heyrði að fossinn ætti að hverfa við Eyjabakka- virkjun. Hann er norð- an við Snæfell fjærri Eyjabökkum. Er Jök- ulsá þá ekki vatnsmeiri en svo að það þarf að nýta þessa vatnslitlu á í uppistöðulón og setja síðan í stokk? Það er ekki nóg með það. Einnig á að taka ár norðvestan Snæfells, Grjótá og Hörkná og veita í sama stokk. Gert er ráð fyrir stífl- um dreifðum á hálfhring í kringum Snæfell ( Sbr. kort í Mbl., bls. 35, 9. júlí sl. og 2. sept. ‘98). Er þetta virð- ingin sem Alþingi Islendinga sýnir Náttúruvernd Er framkvæmdagleðin svo rík í eðli stórhuga manna, spyr Bergþóra Sigurðardóttir, að þeir hafí glatað eða aldrei öðlast náttúrusýn Jónasar? Snæfelli, hæsta staka fjalli á ís- landi, sofandi eldfjalli? Eru allar þessar stíflur inni á framáætlun Fljótsdalsvirkjunar, þeirri sem leyfí er fyrir? Auk lóna við Kelduá og Sauðá hefur verið spáð í að safna vatni á Hraununum úr lækjum og ám sem falla í Berafjörð, Hamars- fjörð, Álftafjörð og Lón (Víðidalsá). Þeirri vatnssmölun yrði síðan veitt niður í Suðurdal í Fljótsdal en þessi mannanna verk útheimta 24 stíflur og lón (Ritfregn vegna skýrslu Orkustofnunar um Hraunavirkjun í Glettingi, bls. 87, 8. árangur, 2-3 tbl. ‘98 (Éæst í Bóksölu stúdenta)). Þetta er álíka langsótt og að veita Blöndu ofan í Vatnsdal (Tíminn, 24. apríl 1977). Við að veita Jökulsá á Brú í Lag- arfljót mundi vatn þess tvöfaldast. Er hægt að segja fyrir hvað það gerir við árbakkana? Jafnvel þó að farvegur fljótsins yrði sprengdur og víkkaður við Strauma 20 km neðan við Lagarfoss eins og áætlanir kveða á um. Það hlýtur að þurfa töluvert stórt lón þegar Eyjabakka- jökull hleypur. Því á að bjarga með vamargörðum og hleypa vatninu í fyrri farveg Jökulsár í Fljótsdal austan við stífluna. Þið sjáið hvað Bergþóra Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.