Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Harður árekstur á einbreiðri brú í Vatnsdal JEPPABIFREIÐ og fólksbifreið rákust harkalega saman á nyrðri enda einbreiðrar brúar yfir Hnausakvísl á þjóðvegi 1 í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu á sunnu- dagskvöldið. Alls voru átta manns í bifreiðunum og var ökumaður fólks- bifreiðarinnar fluttur á sjúkrahús á Blönduósi en var ekki alvarlega slasaður. Kalla þurfti til tækjabif- reið til að ná honum út úr bflflakinu og lokaðist umferð um veginn í á aðra klukkustund meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á vett- vangi. Vegagerðin er að gera til- raunir með uppsetningu aðvörunar- ljósa við þröngar brýr. Farþegar og ökumenn beggja bif- reiða voru allir í bflbeltum og sagði lögreglan á Blönduósi að beltin hefðu komið í veg fyrir mikil meiðsl í árekstrinum. Fólksbifreiðin er ónýt eftir áreksturinn og jeppinn mikið skemmdur. Báðar bifreiðam- ar drógu tjaldvagna og er annar þeirra mikið skemmdur. Lögreglan vfldi koma þakklæti sínu til vegfar- enda fyrir þolinmæði vegna umferð- artafanna sem urðu vegna aðgerða á slysstað. Tóku sumir vegfarendur á sig krók um Vatnsdalinn til að komast leiðar sinnar, bæði norður og suður fyrir. Aðvörunarljós við brýr Vegna margra alvarlegra um- ferðarslysa við einbreiðar brýr á vegakerfinu er stöðugt leitað leiða til að draga úr slysahættu við slíkar aðstæður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Vegagerðin hefur sett upp í til- raunaskyni aðvörunarljós við ein- breiða brú yfir Þverá, austan við Hvolsvöll í Rangárþingi. Skynjarar nema bfla sem nálgast brúna í u.þ.b. 500 m fjarlægð og setja af stað blikkandi gul aðvörunarljós við báða brúarenda. Þau lýsa þar til bifreiðin hefur farið yfir brúna. Ljósin eru eingöngu ætluð til að vara ökumenn við þrengingu á veg- inum, en ekki að stjórna umferð yf- ir brúna. Ef tilraunin tekst vel er reiknað með að samskonar búnaður verði settur upp við fleiri hættulegar brýr þegar á næsta ári. Morgunblaðið/Guðmundur Gunnarsson FRÁ slysstað á brúnni yfir Vatnsdalsá. Fólksbifreiðin er ónýt eftir áreksturinn og jeppinn mikið skemmdur Jarðskjálftahrina í Þórisiökli og við Kleifarvatn um helgina Trúlega tvær ótengdar hrinur JARÐSKJÁLFTAHRINUR voru í Þórisjökli og við Kleifarvatn um helgina og fram á gærdaginn. Or- sakir jarðskjálftanna liggja ekki fyrir, en bæði svæðin liggja á plötu- skilum og telja vísindamenn því lík- legast að hér hafi verið um landrek að ræða og að ekki hafi verið sam- hengi milli hrinanna. Að sögn Sigurðar Rögnvaldsson- ar, jarðskjálftafræðings hjá Veður- stofu íslands, hófst skjálftahrinan í Þórisjökli með allsnörpum skjálfta kl. 3.43 aðfaranótt laugardags. Mældist skjálftinn 4 á Richters- kvarða og var hann sá öflugasti sem mældist í hrinunni, sem nú virðist lokið. Hætt var að vakta Þórisjökul og Kleifarvatn undir kvöld í gær, en þá höfðu alls mælst í Þórisjökli 15 skjálftar á bilinu 2,5-3,3 á Richter. Komu skjálftamir, sem eiga upptök sín í jöklinum vestanverðum, flestir á laugardag og sunnudag, en 2 mældust í gær. Einnig varð vart fjölda smærri skjálfta. Allnokkur virkni mun hafa verið við Kleifarvatn undanfamar vikur, en nýafstaðin hrina hófst með skjálfta upp á 2,5 á Richter kl. 0.27 aðfaranótt laugardags. Heldur virð- ist skjálftavirknin hafa verið minni við Kleifai-vatn en í Þórisjökli því í gær höfðu alls mælst þar 4 skjálftar sem voru öflugri en 2,5. Komu 3 skjálftanna á sunnudag, en 1 í gær og var sá öflugasti þeirra 2,7 á Richt- er. Eins og í Þórisjökli varð þó fjöldi smáskjálfta við Kleifarvatn og sagði Sigurður að síðustu daga hefðu sam- anlagt mælst 300-400 slíkir skjálftar á dag á svæðunum tveimur. Landrek lfklegasta skýringin Sigurður segir erfitt að segja til um hugsanlegar ástæður skjálft- anna, en telur einna líklegast að landrek liggi að baki þeim. Bæði svæðin munu liggja á plötuskilum og hefur smáskjálftavirkni löngum verið mikil við Kleifarvatn. Virkni af því tagi hefur þó síður orðið vart í Kenýa Ævintýri í Afríku Viö eigum ennþá laus sæti í stórkostlega ævintýraferð til Kenýa 5. -12. nóvember. ♦ta w* Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigi Þórisjökli og segir Sigurður hrin- una nú vera þá fyrstu sem þama mælist síðan mælingakerfi það sem notast er við var tekið í notkun árið 1991. Nokkuð hefur hins vegar ver- ið um staka skjálfta í Þórisjökli á undafomum ámm. Að mati Sigurðar er ekki trúlegt að samhengi hafi verið milli hrin- anna í Þórisjökli og við Kleifarvatn. „Það getur auðvitað vel verið að fyr- ir þessu sé einhver sameiginleg ástæða, en allar vangaveltur í þá vem em óljósar. Við höfum alla vega engin gögn sem segja annað en að þetta sé venjulegt landrek og að það vilji bara þannig til að það gerist á tveimur stöðum í einu.“ Sigurður telur ekki líklegt að nú- verandi hrina sé fyrirboði frekari skjálfta. „Ef þetta er landrek deyr þessi virkni bara út á næstu dögum. Það ætti að minnsta kosti að gerast í Þórisjökli. Reykjanesið er almennt virkara og á þessum slóðum hefur verið virkni í nokkrar vikur þannig að kannski verður einhver hreyfing þar áfram. Það er þó ekkert í núver- andi hrinu sem gefur ástæðu tfl að ætla að þar verði stærri skjálftar að þessu sinni, þótt þeir geti náttúm- lega alltaf orðið.“ Telur að beltin hafa bjargað manns- lífum LÖGREGLAN á Blönduósi telur að bflbeltanotkun hafi bjargað mannslífum þegar fólksbifreið fór útaf veginum við Móberg í Langadal um klukkan 19 á laugardags- kvöldið. Talið er að ökumaður bif- reiðarinnar hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur út af veginum og er gjörónýt eftir útafaksturinn. Farþegi í bif- reiðinni var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltuna en að loknum rannsóknum kom í ljós að meiðslin reyndust ekki vera alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var mikil umferð um helgina á vegum í umdæmi lögreglunnar og var ökuhrað- inn skikkanlegur að hennar sögn. Lækkun hámarkshraða á þjóðvegum Ekki uppi áform um að fara að dæmi Norðmanna EKKI eru uppi áform um að lækka hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum, eins og til stendur að gera í Noregi í kjölfar tilraunar með hraðalækkun á E-18 veginum í Vestfold-sýslu, sem greint var frá nýlega. Áfram verður hinsvegar unnið að lækkun hraða í 30 km á klukkustund í þéttbýli eins og gert hefur verið til þessa. Tilraunin með lækkun hámarks- hraða á E-18 veginum í Vestfold- sýslu hefur gefist það vel að norska vegamálastofnunin fyrir- hugar nú að leggja formlega til í haust að hámarkshraðinn verði lækkaður alls staðar í Noregi úr 80 km í 70 km á klukkustund. Slysatíðni eykst með auknum ökuhraða Samkvæmt upplýsingum Um- ferðarráðs hefur sáralítið verið tal- að um að lækka hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum en hámarks- hraðinn var hækkaður úr 80 km í 90 km á klukkustund árið 1987. Engar formlegar kannanir hafa verið gerðar á þvi hvaða áhrif hraðahækkunin hefur haft á slysa- tíðni en að sögn Sigurðar Helga sonar upplýsingafulltrúa Umferð arráðs liggur hins vegar ljóst fyrii að slysatíðni eykst með auknun ökuhraða ef marka má rannsókni: erlendis. „Ökuhraðinn hefur því áhrif i slysatíðni og á íslandi er leyfðui hærri hámarkshraði miðað við að stæður en annars staðar í Evrópu í Þýskalandi t.d., þar sem ein ak grein er í hvora átt, er yfirleit ekki leyfður nema 70-80 km há markshraði, þannig að við skerun okkur úr að þessu leyti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.