Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 40
>10 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Garðar Sæberg Ólafsson Schram fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1932. Hann lést á heimili sínu, Baugholti 3 í Kefla- vík, 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Agnar Benedikts- son Schram, hús- gagnasmiður, f. í Hafnarfirði 12. des- ember 1908, og Stefanía Þuríður Lárusdóttir Schram, f. að Hofi í Vatnsdal 4. mars 1906, d. 1. nóvember 1994. Bræður Garðars eru: Haukur Benedikt, bifreiðasmiður, f. 12. júní 1934; Magnús Stefán, markaðsstjóri, f. 18. janúar 1937; Friðrik, f. í október 1942, d. 19. desember 1944, og Frið- rik Agnar, safnaðarprestur, f. 8. febrúar 1946. Garðar kvæntist 2. september 1961 Þóru Gunnarsdóttur frá Hofsósi, f. 20. mars 1937. Þau í dag kveðjum við Garðar hinstu kveðju. Söknuður og sorg fyllir huga okkar. Okkur finnst hann fallinn frá langt fyrir aldur fram. En sjúkdóm- urinn banvæni spyr ekki um álit okkar eða aðstæður. Hann fer sínu fram uns yfir lýkur. Síðasta árið háði Garðar harða baráttu fyrir lífi sínu og varð að lokum að lúta í lægri haldi. En sem kristinn maður vissi hann að þótt hann yrði undan að láta nú, myndi hann fá sigur að lokum - hlutdeild í upprisusigri Jesú Krists f0f/ílr öllum sjúkdómum, sjmd og dauða. Síðasta sumar fékk ég tækifæri til að aka með Garðari austur á land. Tilgangur ferðarinnar var sá að við hjónin ætluðum ásamt honum og Þóru, konu hans, að sækja fjöl- skylduviku á Eyjólfsstöðum, starfsmiðstöð Islensku Kristskirkj- unnar á Héraði. Vegna veikinda sinna treysti Garðar sér ekki til að aka sjálfur bfl sínum og bað mig um að gera það. Konan mín, Vilborg, ók okkar bfl og var Þóra með henni. Þannig ókum við austur og síðan aftur til baka að viku liðinni. A þessu ferðalagi ræddum við Garðar margt. Það var að minnstu leyti rabb um _. daginn og veginn, miklu frekar inni- naldsríkar samræður um lífið og til- verunna, um lífshlaup hans og fjöl- skyldur okkar beggja. Sem ungur maður kynntist Garð- ar því hvað það er að eiga lifandi trú á Guð í samfélagi góðra vina. Hann starfaði mikið í KFUM í Reykjavík á sínum yngri árum, tók þar á meðal annars þátt í ferða- og skíðafélagi sem heitir Éljagangur. Þar eignað- ist hann marga góða vini. En eins og stundum gerist, því miður, fjarlægð- eignuðust tvö börn: 1) Gunnar Ólaf, rannsóknarlög- reglumann, f. 12. október 1962, sam- býliskona hans er Asta Hartmanns- dóttir og eiga þau tvö börn. 2) Stefan- íu Helgu, sjúkra- liða, f. 15. febrúar 1964, sambýlismað- ur hennar er Birgir Guðnason og eiga þau tvo syni. Garðar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1956. Kenndi siðan tvo vetur á Suðureyri við Súgandaíjörð, veturna 1958-59 stundakennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavik, veturinn 1960 í Höfnum og frá 1961 og til dauðadags við Barnaskólann í Keflavík (síðar Myllubakka- skóla). Útför Garðars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ist hann Guð og vini sína í KFUM. En þó trú hans dvínaði, dó hún aldrei og vikuna góðu á Eyjólfsstöð- um í fyrra endurnýjaði hann sam- band sitt við Guð. Það er ógleyman- leg minning í huga mínum að sjá Gai'ðar stíga þar í pontu og segja okkur frá sínum dýpstu hugsunum um Guð og tilveruna, heyra hann segja frá því hvernig hann hafði nú að fullu snúið sér til Drottins á ný. Oft lá við að tilfinningarnar bæi-u hann ofurliði, og við hin vorum djúpt snortin. Einlægni hans var djúp og sönn. Það var greinilegt að hann var kominn „heim“. Hann var eins og týndi sonurinn í dæmisögu Jesú, sem sneri aftur til föður síns og fann þar fyrirgefningu, samþykki og kærleika. Þessi vika á Eyjólfsstöð- um og heimferðin er mjög dýrmæt í minningu minni. Þarna kynntist ég elsta bróður mínum með þeim hætti sem ég hafði aldrei gert. áður. Við ræddum saman af einlægni um það sem mestu máli skiptir: Vináttu, tryggð og kærleika og trúna á Jesú. En sjúkdómsbarátta Garðars hélt áfram eftir komuna suður. Stundum virtist hylla undir bata, en svo syrti í álinn á ný. Þau hjónin komu á marg- ar kvöldsamkomur til okkar í Is- lensku Kristskirkjunni, byggðu sig upp í trúnni og nutu fyrirbænar. Þannig, meðal annars, fengu þau styrk til að horfast í augu við gátu þjáningarinnar, falin umsjá og huggun Drottins. Og svo kom að því að verulega hallaði undan fæti hjá Garðari. Okk- ur sem stóðum honum næst var Ijóst að hveiju stefndi. Síðustu vikuna sem hann lifði fékk ég tækifæri til að heimsækja hann, biðja með hon- um og ræða við hann um það sem honum var hugstæðast, velferð fjöl- skyldunnar og það sem í vændum var. Garðar var alla tíð mikill bóka- maður. Áhugasvið hans var mjög breitt og hann var mjög fróðleiks- fús. Þegar maður kom í heimsókn til hans var hann alltaf með nýjar bæk- ur við höndina. Fáum hef ég kynnst sem lásu jafn mikið og hann. Síðustu vikurnar sem hann lifði var aðeins eina bók að finna á borðinu við rúm- ið hans: Nýja testamentið. Þar fann hann það veganesti sem duga myndi til ferðarinnar úr þessum heimi. Garðar var einnig mikill útivistar- maður. Hann gekk mikið um Reykjanesskagann og þekkti þar nánast hverja þúfu. Jarðfræði var honum hugstæð og oft fræddi hann mig í þeim efnum, enda áhugasvið okkar beggja. Nú gengur hann ekki lengur um Reykjanesið, en eitt er ég viss um: Þegar ég mun aka suður til Keflavíkur mun landslagið á leiðinni minna mig á kæran bróður sem þar átti mörg spor. Garðar var barnakennari og starf- aði sem slíkur alla tíð. Nemendur með námsörðugleika voru honum hugstæðir og helgaði hann þeim tíma sinn og krafta. Eru eflaust margir þakklátir honum fyrir dygga leiðsögn og hjálp á fyrstu námsárunum. Missir Þóru, bamanna og bama- bamanna er mikill, og sár er einning söknuður Ólafs, háaldraðs föðurs Garðars, en við eigum öll þá vissu að Garðar sé í höndum Guðs og að við sem trúum munum dag einn fá að sjá hann á ný í ríki ljóssins og lífsins. „Guði séu þakkir sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin Jesú Krist!“ Friðrik Ó. Schram. Fyrir hartnær fjömtíu ámm, eða vorið 1961, sat ég sem gestur í kennslu hjá Garðari Schram. Hann var þá kennari í skólanum í Höfnum. Nemendahópur hans var ekki fjöl- mennur en ærslafullur eins og oft vill verða. Mér er það minnisstætt og þótti dálítið furðulegt að saman væru bæði yngri og eldri krakkar í tímum, það var ólíkt því sem fram fór í mínum skóla. Garðar var bæði kvikur og röggsamur við kennsluna og þurfti þennan dag að bregða sér út á skólalóð til að ræða við eldri nemendur sem gerðu sér leik að því að trafla kennslu yngri hópsins fyrir framan gluggann á kennslustofunni. Stuttu síðar kom hann inn, yppti öxlum og hélt áfram kennslu í landa- fræði og stærðfræði eins og ekkert hefði ískorizt. Þetta var fyrsta minn- ingablikið sem kom í huga minn er ég frétti andlát Garðars Schram. Um haustið 1961 flytur Garðar síðan til Keflavíkur og verður kenn- ari við Bamaskólann í Keflavík, nú Myllubakkaskóla og hefur starfað þar síðan. Fyrst við kennslu yngri bama og síðan við sérkennslu eftir að hann lauk prófi í þeim fræðum. Árið 1978 liggja leiðir okkar síðan saman á starfsvettvangi kennslunn- ar í Myllubakkaskóla, þar sem hann hélt áfram á braut sérkennslumála ásamt almennri kennslu til ársins 1983. En þá sneri hann sér alfarið að sérkennslu. Það er hvorki auðvelt né öfundsvert hlutskipti kennara að eiga alla daga við þá sem minna mega sín í námi, sýna þeim þolin- mæði, beita endurtekningu, veita hvatningu og efla vilja þeirra til frekari vinninga á skilningi tákna hvort heldur var í lestri eða stærð- fræði. En þennan vettvang valdi Garðar Schram mörgu barninu og unglingnum til heilla. Þeir era ófáir nemendurnir sem notið hafa leið- sagnar hans í lengri eða skemmri tíma og náð árangri sem opnaði þeim leið til skilnings á niðurröðun táknanna. Á vinnustaðnum okkar era kaffi- tímamir á morgnana, vettvangur hins dagslega lífs samstarfsmanna og vangaveltur um helztu fréttir, get- raunir, ferðalög eða hvað annað sem ber á góma. Þar era málin misjafn- lega brotin til mergjar og hent að ýmsu gamni. Garðar vai' okkar sér- fræðingur í öllu er viðkom ferðalög- um um landið, landfræðingur í sér og kunni og las allt um Reykjanesskag- ann. Hann þekkti þai' öðram fremur sögu hans, kennileiti og örnefni. í mörg ár, var það hans áhugamál, hvort heldur var sumar eða vetur, að ganga skagann þveran og endilang- an. Oftar en ekki nutum við frásagna af þessum ferðum hans, fánunni sem flóranni, ásamt því að sumir gengu með honum og fræddust enn frekar. Hér skal góðum félaga og sam- kennara þökkuð fylgdin í gegnum árin, samvizkusemi og tryggð hans gagnvart nemendum sínum, trú- mennsku og ábyrgð í starfi er nokk- uð sem samfélagið þakkar honum að leiðarlokum. Hann var lágur vexti, dökkhærður, skarpleitur, ljúfur, léttur í lund og lipur í fasi, þannig munum við minnast hans. Megi minning hans lifa. Vilhjálmur Ketilsson. Það eru nú liðin um það bil 30 ár frá því ég hóf störf við Myllubakka- skóla í Keflavík. í stai'fsliði hans hefur í gegnum árin verið margt mætra manna og með mörgum þeirra hefi ég unnið síðan um ára og áratuga skeið. Þetta hefur verið góður og samheldinn hópm- og þótt áhugamál hans hafí einkum verið framfarir ungu kynslóðarinnar í bænum hafa menn þó líka fundið sér tíma til sameiginlegra skemmti- stunda til að styrkja vináttuböndin. Það er mikils virði þegar maður er aðfluttur í bæinn að eiga slíkan hóp að bakhjarli. Einn af þeim sem hefur tilheyrt þessum hópi enn lengur en ég er Garðar Schram. Við fráfall hans nú fyllist hugurinn miklum trega og um stund finnst manni að kennara- hópurinn í Myllubakkaskóla verði aldrei samur aftur. Ekki það að Garðar okkar léti mikið á sér bera í dagsins önn. Hann var látlaus mað- ur og hljóðlátur og ekkert að flagga sínum verkum. En hann var þarna alltaf og vann af frábærri trú- mennsku og alúð allt sem honum var trúað fyrir og hafa margir gegn- um tíðina notið góðs af, ekki síst þeir fjölmörgu sem hann leiddi fram á veginn eftir að hann fór að sinna sérkennslu en í því starfi náði hann oft góðum árangri með börn sem höfðu lent í ógöngum í námi sínu. Mér fannst eftirtektarvert hversu mikla áherslu þessi ágæti opinberi starfsmaður lagði á að mæta ævin- lega til starfa. Þær umgangspestir sem iðulega lögðu okkur hin í rúmið komu nánast aldrei í veg fyrir að Garðar mætti eins og endranær. Síðastliðinn vetur, þá fársjúkur orð- inn, brá hann ekki vana sínum að standa meðan stætt var. Hann náði að kenna fram að páskum en var þá lagður inn á Landspítalann og það- an fór hann á Líknardeild Landspít- alans þar sem hann lá í nokkrar vik- ur og átti í raun nokkuð góða daga miðað við aðstæður þar sem hann undi sér við lestur góðra bóka og var mjög þakklátur fyrir þá frá- bæru umönnun sem hann naut þar. Hann lést síðan á heimili sínu þann 19. júlí sl. Garðar Schram var maður hóg- vær og nægjusamur en hann hafði bæði áhuga og getu til þess að gera vini sína að þátttakendum í þeim gæðum sem hann mat öðram meira. Hann var mikill lestrarhestur og ófáar era þær bækur sem hann taldi að ég þyrfti að lesa og þá ýmist gaf hann mér þær eða lánaði. Fyrir þá umhyggju og örlæti verð ég honum ævinlega þakklát. Þó að Garðar hefði fyrir nokkram árum gengið undir erfiða hjartaaðgerð var hann eftir sem áður duglegur að stunda gönguferðir úti í náttúranni. Upplif- unum sínum af slíkum ferðum lýsti hann af þvflíkri ást á landinu að áhorfendur hrifust með og þótt ekki dygðu þær mögnuðu lýsingar til þess að draga þá er þetta ritar upp um ýmis fögur fjöll er það mér einni að kenna. Ég vil að lokum þakka sérstak- lega þann stuðning og hlýhug sem hann jafnan sýndi mér þannig að ég fylltist ævinlega bjartsýni og trú á það sem ég var að fást við eftir að hafa rætt við hann. Ég votta Þóra konu hans, mynd- arlegu börnum þeirra og barnabörn- unum sem hann var svo stoltur af mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannesdöttir. + Móðir mín, BJÖRG ANDREA MAGNÚSDÓTTIR, r£ «, v, áður til heimilis að Gerði, % i Fáskrúðsfirði, É andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir, aðfaranótt sunnudagsins 25. júlí. ■ Fyrir hönd aðstandenda, Róbert Dan Jensson. Útför GUÐLAUGAR MATTHÍASDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Bjargi, Hrunamannahreppi, verður gerð frá Hrunakirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Kristrún Matthíasdóttir. GARÐAR SÆBERG . ÓLAFSSON SCHRAM Garðar Sæberg Schram, kennari, sem nú hefur kvatt ástvini sína og aðra samferðamenn, var einstakur maður í allri framgöngu. Hann var traustur félagi og skyldurækinn svo af bar. Virkni félagsskapar okkar Éljagangsmanna hin síðari ár var mest í því fólgin að hittast á fundum. Fundirnir vora oftast haldnir í Reykjavík þar sem flestir félagana eiga heima en Garðar var búsettur í Keflavík. Það var sama hvort færð og veður vora góð eða erfið, t.d. að vetrarlagi, alltaf kom Garðar á sam- verastundir okkar. Félagsskapurinn, sem nú er um hálfrar aldai' gamall, hefur haldið marga hátíðafundi þar sem við höfum notið góðra stunda með Garðari. Hann var ritari stjórn- ai' félags okkar langan tíma og færði í gerðarbók það sem bar við á fund- um og hátíðum. Það er einkennilegt til þess að hugsa nú eftir að Garðar er horfinn úr litla hópnum okkai' hve hljóðlega er hægt að ganga um og láta lítið á sér bera en það var ein- kenni á framgöngu Garðars. Við vissum það allir að hann hafði tekið alvarlegan sjúkdóm og að hann hafði átt í löngu stríði við þann vágest. Það er alveg víst að varla getur nokkur sýnt af sér meira æðraleysi en Garð- ar gerði. Aldrei heyrðist kvörtun frá honum. Fyrir tæpum tveimur áram sátum við félagarnir saman og áttum samverastund á heimili eins félaga okkar. Að venju okkar er seinni hluti hvers fundar helgaður því að lesið er úr ritningunni og stutt hugvekja flutt. I þetta skipti vora lesin sjö fyrstu versin úr 4. kap. 2. Konunga- bókar þar sem segir frá ekkju sem var aldeilis í vonlausri stöðu en spá- maðurinn Elísa kom henni til hjálpar með undursamlegum hætti. Hug- vekjan tók dæmi um það hvernig hjálpin er okkur nær en við höldum aðeins ef við eram tilbúin að taka á móti þeirri blessun sem Drottinn vill veita okkur. Þetta kvöld sagði Garð- ar okkur frá því hvemig hann hefði aftur og aftur þegið hjálp Drottins meðan hann hefði átt í stríði við sinn alvarlega sjúkdóm. Frásögn hans var svo einlæg og yfirlætislaus að ég veit að við félagamir munum seint gleyma henni. Garðar átti traust á Drottin og á hljóðum stundum hefrn- hann komið fram íyiár Guð sinn og falið honum allt sitt ráð og við það öðlast aukið traust. Það hefui' eflaust átt sinn stóra þátt í æðraleysi hans og því einstaka hugrekki sem hann sýndi í baráttunni við sjúkdóm sinn. Við minnumst Garðars með þakk- læti og biðjum algóðan Guð að styrkja ástvini hans alla. Blessuð sé minning hans. Sigursteinn Hersveinsson. Við Garðar töluðumst síðast við í síma síðastliðinn vetur. Þá sagði hann mér frá veikindum sínum. Samt var hann hress og glaður og engan bilbug á honum að finna, hann ætlaði að Ijúka vetrinum sem yrði hans síð- asti kennsluvetur áður en hann kæm- ist á eftirlaun. Undanfarna daga vai' ég að hugsa um að ég yrði að fara að hringja í hann og vita hvernig gengi, vissi líka að vegna þess að ég hafði flutt mig um set hefði hann hvorki nýtt heimilisfang mitt né símanúmer. En áður en ég lét verða af því barst mér sú harmafregn að þessi einn af mínum bestu vinum sem ég hef eign- ast um ævina væri látinn. Ég kynntist Garðari fyrst þegar ég kom til kennslu við Myllubakka- skóla í Keflavík, þar sem við vorum samkennarar næstu tólf árin. Ég sé fyrir mér þar sem við stöndum sam- an við gluggann í vinnuherberginu, þar sem við deildum sameiginlegu vinnuborði, spjöllum saman um það sem fyrir augu ber eða bara það sem okkur var efst í huga þá stundina. Oft var það líka að við skoðuðum kort af Reykjanesskaganum og velt- um fyrir okkur hvert við ættum að ganga næst, þvi okkar uppáhalds tómstundaiðja var að ganga saman um Skagann, bæði þekktar göngu- leiðir og ekki síður okkar eigin leiðir og skoða þau óteljandi náttúradjásn sem Reykjanesskaginn hefur yfir að búa og fáir komast í kynni við nema leggja land undir fót. Oftar en ekki vora þá með okkur tveir af sonum mínum, Jónas og Jakob, sem þá vora á unglingsaldri og munu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.