Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Hefur dregið úr verðsamkeppni? Matvöruverð svipað og í fyrra Verð hefur hækkað í fjórum tilvik- um af sjö en lækkað um 7,3% hjá Hagkaupi, 5,2% hjá 10-11 verslun- unum og um 0,9% hjá Samkaupum. Þetta kemur í ljós ef bomar eru saman verðkannanir samstarfs- verkefnis NS og félaga ASI á höfuð- borgarsvæðinu sem gerðar voru í maí á sl. ári og í júlí sl. Borið var saman verð í sjö verslunum. Sagt var frá því í Morgunblaðinu á laugardaginn að þegar þessi nýja verðkönnun var borin saman við verðkönnun frá því í mars sl. kom í ljós að verð hafði lækkað í sjö versl- unum af tíu. Agústa Yr Þorbergsdóttir, verk- efnisstjóri samstarfsverkefnisins, segir að Hagkaup og 10-11 lækki verð í báðum tilvikum, 11-11 og Nóatún hækki verð en Bónus hækki verð á ársgrundvelli en hafi lækkað ft ■ ' V. ■>> . / Leyfflu hjartanu aúráfla! 81,5% í Sólblóma er hátt hlutfall íjölómett- aðrar fitu og lítið k af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). m mt 1 |e lllf Fita í 100 g flú er kominný br agðtegun£ iöinaskyr JVJ ,aniU»bra«ði og mettandi máltíð frá MS \ \ það frá því í mars sl. „Fjarðarkaup hækkar á ársgrundvelli um tæpt prósent en lækkar síðan í mars um 0,3%. Samkaup lækkar verðið." Breyttur markaður „Markaðurinn er breyttur frá í maí í fyrra, KEA-Nettó hefur bæst við á höfuðborgarsvæðinu og veitir Bónus samkeppni og Hagkaupi var skipt upp í Nýkaup og Hagkaup. Nýkaup og Nóatún virðast vera í samkeppni sem sérvöruverslanir." Hún segir að mikil samkeppni hafi ríkt á matvörumarkaði þegar Hagkaupi var skipt upp í Nýkaup og Hagkaup á sl. sumri. Könnunin sem höfð er hér til samanburðar frá maí á sl. ári var gerð fyrir stofnun Baugs. „Svo virðist sem þessi verð- samkeppni sem myndaðist við sam- runann hafi gengið til baka og við stöndum á svipuðu vísitölustigi og fyrir stofnun Baugs á síðasta ári. Dregið hefur úr samkeppninni." Allir sitja við sama borð Þegar verðkönnun NS og ASÍ var borin saman við síðustu verðkönn- MEÐ ROSABERJUM. RÚTÍN OG ÖIOFLAVÓNÍÐUM Náttúrulegt C-vftamfn! ÉK eilsuhúsið Skólavöróustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Verðbreytingar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu frá 20. maí 1998 - 8. júlí 1999 Bónus +3,81 % -7,31% Hagkaup +0,95% Fjarðarkaup -5,2°% Íi| 111 - pfjl - | 10-11 -0,99% [ | Samkaup Nóatún, Nóatúni 11-11 +3,31 % +4,45% Matur og drykkjarvörur í vísitölu neysluverðs vísit. frá mal 1998-íúlí 1999 108,4 108 107,4 102 101 100 104,1 1998 1999 JJÁSONDJFMAMJJ un, sem gerð var í mars sl., kom í ljós að þrjár verslanir höfðu hækk- að verð en sjö lækkað verð. Nóatún hafði hækkað verðið mest eða um 6,3%. Þegar verðkönnunin var borin undir Þorstein Pálsson, fram- kvæmdastjóra Kaupáss, sagði hann að verðkannanir sem þessar væru einungis kannanir á augnabliki í verðlagi verslana sem breytist stöðugt vegna samkeppni. Ágústa segir að verðkannanirnar hafi alltaf verið framkvæmdar á sama tíma í öllum verslunum, einmitt það tryggi að allir sitji við sama borð og engum brögðum sé hægt að beita. „Verð- lagið sveiflast ekki svo mikið og hratt í verslunum að niðurröðun verslana í þessari verðkönnun hefði breyst á nokkrum klukkustundum." Matvöruverð hefur lækkað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að matvöruverð á ís- landi hafi ekki hækkað síðasta árið. „Hagstofan kannar verðlag matvara ítarlega í hverjum mánuði. Vísitala matvöru stóð í 107,5 stigum í júní 1998 en í þessum mánuði, ári síðar, stóð hún í 107,4 stigum og hefur sem sagt aðeins lækkað á tímabil- inu. Almenna vísitalan hefur hins vegar hækkað úr 102,4 í 106,2 eða um tæplega 4 prósentustig." Hann segir að miklar hækkanir hafi dunið á smásöluverslun síðustu mánuði, s.s. hækkun launa, orku og annarra rekstrarkostnaðarliða. Þá hefur verð á heildsölustigi hækkað um 4-6% að meðaltali. „Þrátt íyrir þetta lækkar matvöruverðið.“ 40 - 70% AFSLÁTTUR C"ÍUÓ Álftamýri 7, s. 553 5522 Laugavegi 40, sími 561 0075. SJAÐU - Z« • TM ínaxin_____ ( ENQIFEHHYLK Fæst í apótekum og heiisubúðum D Paö er munur á engifer. Zinaxin inniheldur staðlaðan engifen-extnakt sem tryggir jafnan styrk virku efnanna í hverri framleiðslu. Sömu gæðin í hvert sinn. í Kína hefur engiferrót verið notuð við ferðaveiki, sem styrkjandi fyrir meltingarfærin og við bólgum og stirðleika í liðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.