Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 46
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Nuddnám á Islandi NUDDNÁM hér á landi hefur verið mjög óformlegt þar til á síð- asta áratug. Fyrir nokkrum áratugum störfuðu nuddkonur undir leiðsögn lækna og meistarar á stofum tóku að sér nema. Haustið 1985 var Fé- lag íslenskra nuddara endurstofnað og var undirritaður kosinn í fræðslunefnd félags- ins. Þar kom ég með tillögur að nuddnámi hér á landi. Voru þær tillögur útfærðar á þann veg að vorið 1986 voru haldnir vikulegir fyrirlestrar í líffærafræði af lækni fyrir félagið. Fullgildir félagsmenn sóttu fyrir- lestrana til fróðleiksauka en nemar tóku próf í lokin. Var þessi fyrir- lestrarröð stundum kölluð Nudd- skóli íslands þó það væri ekki lög- vskráð heiti. Ekki var heldur kennt ' nudd undir því heiti og ekki var um fast aðsetur að ræða. skóli íslands, sem hafði farið af stað um svipað leyti útskrifaði álíka marga sama vor. Hann starfaði í um ár til viðbótar. Félag ís- lenskra nuddara viður- kenndi báða skólana og allmargir nudd- fræðingar úr hvorum tveggja gengu í það fé- lag í ársbyrjun 1992. Upp úr því fór að bera allmikið á gagn- rýni á Nuddskóla Rafns, bæði af nem- endum innan hans, nuddfræðingum úr svæðameðferðarskól- anum og Félagi íslenskra nuddara. Vatt þetta utan á sig yfir í að opin- bert embætti fékk málið til með- ferðar. Einkum var vitnað til bréfs frá menntamálaráðuneytinu til Verðlagsstofnunarinnar um að Nudd Guðmundur Rafn Geirdal Árin 1987 til 1989 hélt ég all- mörg nuddnámskeið fyrir almenn- ing. Vaknaði þá mikill áhugi á nuddi og fjölmargir vildu læra nudd til fulls. Leiddi það til að ég gaf eftir og stofnaði eigin nudd- skóla sumarið 1989 undir heitinu Nuddskóli Rafns. Fyrstu nemarnir hófu nám þá um haustið. I nóvem- ber 1989 fékk skólinn bréf frá námsmatsnefnd menntamálaráðu- ■íieytisins um að nuddnám við skól- ann væri metið til 10 stiga. Sam- kvæmt minnisnótum mínum af samtali við formann nefndarinnar táknaði það að skólinn væri viður- kenndur af ráðuneytinu. Fyrstu nuddnemamir útskrifuðust vorið 1991, 28 að tölu og undir fagheitinu nuddfræðingur. Svæðameðferðar- Gúmmískór og stígvél fyrir verslunar- mannahelgina Póstsendum samdægurs VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SlMI 552 1212 ^Joppskórinn Lítur: svartír Stærðir: 28-46 Verð frá 1.195 kr. Einnig tii ódýrir strigaskór Nuddnám getur veríð viðurkennt af hinu opinbera, segir Guð- mundur Rafn Geirdal, þótt útskrift úr því leiði ekki til löggildingar. skólinn væri ekki viðurkenndur af ráðuneytinu. Viðkomandi embætti vísaði málinu frá með bréfi í janúar 1993. Ritaði embættið aðeins um tvö gögn málsins, annars vegar bréf menntamálaráðuneytisins til Verðlagsstofnunar og hins vegar til Nuddskóla Rafns en þau þóttu vísa í sitthvora áttina. Deildar meining- ar um hvað væri nákvæmlega hið rétta í málinu. Atburðarásin snerist á þann veg að Félag íslenskra nuddara (Fín) undirritaði sameiginlegt bréf með menntamálaráðuneytinu haustið 1993 þar sem fram kom að báðir aðilar væru sammála um þá námstilhögun að í nuddnámi ætti að felast tveggja ára nám í bókleg- um greinum í Fjölbrautaskólanum Ármúla (FÁ), eitt ár í verklegri kennslu og eitt ár í starfsþjálfun undir leiðsögn meistara. Félagið Dráttarbeisli BILAHORNIÐ, DALSHRAUNI 13 “/REYKJANESBRAUTI SIMI 555 1019 VID HLIOINA A BYKOI lögskráði nafnið Nuddskóli íslands og tók fyrstu nemenduma inn þá um haustið. Um svipað leyti stofn- aði undirritaður nýtt félag, Félag íslenskra nuddíræðinga (Fínf), ásamt nuddfræðingum sem ég hef útskrifað. Það félag viðurkenndi Nuddskóla Rafns (síðar Nuddskóli Guðmundar) og reyndi að fá sam- bærilegt samkomulag við mennta- málaráðuneytið en tókst ekki. Héldust nuddmál nokkum veginn í þessum farvegi í mörg ár á eftir. Einnig ber að geta þess að í kring- um árið 1994 fór af stað nuddnám sem var samvinnuverkefni nudd- stofu Þórgunnu og dansks nudd- skóla og luku nokkrir námi. Einnig fór af stað nuddnám hjá Nuddstofu Reykjavíkur í kringum árið 1995. Fyrst var skólinn kallaður nudd- skóli Nuddstofu Reykjavíkur, þá Nuddskóli Reykjavíkur, síðan Nuddskólinn í Reykjavík og að lok- um Svæða- og viðbragðsmeðferðar- skóli íslands. Deildar meiningar vom um hvað kalla ætti hið sameiginlega bréf Fín og ráðuneytisins. Ráðuneytið kallaði þetta samkomulag eða til- raunaverkefni en Fín kallaði þetta samning og að þeir hefðu með því öðlast viðurkenningu ráðuneytis- ins. Aðspurðir vildu starfsmenn ráðuneytisins ekki tala um þetta sem viðurkenningu. Þann 27. ágúst 1997 birtist auglýsing í DV frá Nuddskóla íslands þar sem segir: Samstarf er á milli Nuddskólans og Fjölbrautarskólans við Armúla um nuddnám og er námið viðurkennt af menntamálaráðuneytinu. Undir- ritaður ákvað að senda inn form- lega fyrirspurn um þetta orðalag til ráðuneytisins dagsetta þann 28. ágúst 1997. Svarbréf barst frá ráðuneytinu dags. 26. september það ár þar sem segir m.a.: „Þar sem ráðuneytið á aðild að skipulagi námsins ... þá gerir ráðuneytið ekki athugasemd við þessa auglýs- ingu. Hins vegar tekur ráðuneytið skýrt fram að nuddnámið er ekki löggilt ..." Um svipað leyti sendi ráðuneyt- ið undirrituðum reglugerð um við- urkenningu einkaskóla nr. 137/1997. Var þessi reglugerð ný af nálinni. Það hafði ekki verið mögu- leiki fyrr að fá beina viðurkenn- ingu frá hinu opinbera á einka- skóla. Sótti Nuddskóli Guðmundar um þessa viðurkenningu í febrúar 1998. Við tók ferill af ýmis konar mati á stöðu skólans. Þannig komu starfsmenn frá ráðuneytinu að skoða aðstöðu skólans í maí 1998. Starfsgreinaráð heilbrigðis- og þjónustugreina átti fund með und- irrituðum skólastjóra í ágúst 1998 sem skilaði áliti sínu í kjölfarið til ráðuneytisins. Ráðuneytið sendi skólanum bréf í október síðastliðn- um um að það væri tilbúið að við- urkenna skólann gegn því að farið yrði að skilyrðum þess og að send yrði greinargerð um hvernig þau yrðu framkvæmd. Skólinn féllst á skilyrðin og sendi inn greinargerð. Síðan gerðist það að skólinn fékk bréf frá ráðuneytinu dagsett þann 29. júní 1999 þar sem segir meðal annars: „Það tilkynnist hér með að menntamálaráðuneytið viðurkenn- ir Nuddskóla Guðmundar sem einkaskóla á framhaldsskóla- stigi ...“. Þetta orðalag tekur af allan vafa að um viðurkenningu er að ræða. Nuddnám getur því verið viðurkennt af hinu opinbera þó út- skrift úr því leiði ekki til löggild- ingar. Höfundur er skóUistjóri. I ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN y Kringlan 8-12, sími 568 9066 Afflutningur þingmanns NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðmund Hall- varðsson alþingismann sem hann kallar „Af- flutningur Öldufrétta". Vegna fjarveru undir- ritaðs hefur því miður dregist að svara þing- manninum þar til nú. I greininni segist þingmaðurinn ekki ætla að fara út í túlkun orðsins afflutningur fyrir stjómarmenn Öldunnar, en vænir fréttabréfið um ósann- sögli á prenti. í fyrsta lagi er alveg ljóst að stjórnarmenn í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öld- unni þurfa ekki aðstoð þingmanns- ins Guðmundar Hallvarðssonar til að túlka fyrir sig íslenskt mál. I öðru lagi hefði þingmanninum verið holl- ara að skoða aðdraganda og máls- meðferð umrædds máls örlítið betur áður en hann vænir aðra um ósann- sögli. Þingmaðurinn vekur sérstaka athygli á því að ekki sé skráður ábyrgðarmaður fyrir 2. tölublaði 15. Öldufréttir * I öllum aðalatriðum, segir Guðjón Armann Einarsson, er frásögnin í Öldufréttum rétt. árgangs Öldufrétta. í samtali við framkvæmdastjóra Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar var þingmanninum skýrt frá því að við vinnslu blaðsins í prentsmiðjunni Odda hefði nafn ábyrgðarmanns einhverra hluta vegna færst niður fyrir titilsíðu og ekki prentast þar inn. Honum voru jafnframt sýnd önnur tölublöð fréttabréfsins þar sem ábyrgðarmanns er ávallt getið. Ekki þótti ástæða til að endurprenta blaðið vegna þessa þar sem blaðið er unnið á forprentaðan pappír þar sem fram kemur með stórum stöfum nafn félagsins, heimili þess og kennitala, og því ætti öllum læsum mönnum að vera ljóst að þeir sem bera ábyrgð á félaginu, bera jafn- framt ábyrgð á blaðinu. Rétt er að geta þess að skráður ábyrgðarmað- ur blaðsins er jafnframt formaður félagsins. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir sem starfa í sölum Alþingis, þar sem almúganum virðist oftar en ekki sem enginn bera ábyrgð á neinu, geri sér grein fyrir jafn aug- ljósum hlutum. Þingmaðurinn segir frá því að ritstjóri blaðsins hafi ekki komið því við að hann fengi birta leiðréttingu í næsta fréttabréfi þar sem það væri fullskrifað. Það er rétt að næsta fréttabréf var tilbúið til prentunar þegar þingmaðurinn hafði samband. Honum var hins vegar sagt að á grundvelli heimilda blaðsins yrði ekki birt þar neitt sem héti leiðrétting. Hann gæti komið að athugasemd og þá fengi heimildar- maðurinn að sjálfsögðu að koma að sínum athugasemdum. Þingmaður- inn talar í upphafi greinarinnar um að hann hafi viljað koma að leiðrétt- ingu en síðar í greininni fullyrðir hann að því hafi algjörlega verið hafnað að athugasemdir hans yrðu birtar í fréttabréfinu. Þetta eru hel- ber ósannindi og er hér með vísað til föðurhúsanna. Þingmaðurinn kaus að geysast fram á ritvöllinn með stóryrðum í Morgunblaðinu, frekar en að bíða eftir útkomu næsta fréttabréfs, og gefur upp sem ástæðu að með tilliti til eintakafjölda Öldufrétta hafi nær allir skipstjórn- armenn fiskiskipaflotans fengið fréttabréfið. Það er fróðlegt fyrir skipstjórnarmenn fiskiskipa á ís- landi, og raunar sjó- menn alla, að sjá hversu vel þingmaður- inn sem a.m.k. á stund- um hefur talið sig tals- mann sjómanna er vel að sér um fjölda starfa í greininni. Það hefur ef til vill verið vegna vantrausts- ins sem síðasti aðal- fundur Sjómannafélags Reykjavíkur, þar sem þingmaðurinn er ritari stjórnar, samþykkti á störf hans í stjórn Líf- eyrissjóðs sjómanna sem hann hefur talið það vænlegra vegna frásagnar í fréttabréfi Öldunnar sem eingöngu er sent fé- lagsmönnum þess félags að senda grein í útbreiddasta prentmiðil landsins, þegar hann reynir að klóra í bakkann. Varðandi spumingu þingmannsins um heimild blaðsins er rétt að fram komi að þingmaður- inn fullyrti í fyrrgreindu samtali að blaðið hefði lapið söguna upp eftir einhverjum sögusögnum úti í bæ, en var þá bent á að heimildarmaður þess væri Bjarni Sveinson, skip- stjóri, stjómarmaður í Lífeyrissjóði sjómanna, og viðtakandi stjórnar- formaður frá 4. nóvember 1998. Þingmaðurinn gætir þess að nefna það ekki. Það er sannast sagna með ólíkindum að kjörinn fulltrúi sjó- manna í stjórn lífeyrissjóðs þeirra skuli með þeim hætti, sem þingmað- urinn gerir í greininni, gera tilraun til að tengja málið pólitískum vett- vangi. I fyrsta lagi era það áður ókunnar upplýsingar ef Guðmundur Hallvarðsson hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna á pólitískum granni. I öðru lagi ætti þingmannin- um að vera ljóst að umfjöllun um hagsmunamál sinna manna hefur og mun Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Aldan fjalla um þegar þess er þörf, án tillits til þess hvort kosning- ar standa fyrir dyrum eða ekki. I þriðja lagi kom umrætt fréttabréf út í marsmánuði, á miðri vetrarvertíð, þegar flestir sjómenn hafa væntan- lega verið uppteknir af öðru en kom- andi kosningum. En víkjum nú að aðalatriði máls- ins, „skerðingu á öllum réttindum í Lífeyrissjóði sjómanna". í öllum að- alatriðum er frásögnin í Öldufrétt- um rétt. Hvort jjað var aðal- eða varafulltrúi FFSI sem var á viðkom- andi fundi skiptir ekki máli. Þeir voru nefnilega báðir á móti skerð- ingunni og þar með á öndverðum meiði við sjónarmið þingmannsins eins og afgreiðsla málsins ber með sér. Þingmaðurinn kýs í grein sinni að hefja umfjöllun um málið með til- vitnun í stjórnarfund 20. október 1998 og fela þai- með aðdragandann að framlagningu formlegrar tillögu vinnuveitenda um 13,4% skerðingu. í skriflegri greinai-gerð Bjama Sveinssonar, fyrrverandi stjómar- formanns Lífeyrissjóðs sjómanna, kemur fram að á stjórnarfundi 30. september 1998 hafi fulltrúar vinnu- veitenda tilkynnt að frá þeim muni koma foimleg tillaga um flata 10% skerðingu á næsta stjórnarfundi 20. október 1998. Guðmundur Hall- varðsson hafi þá tjáð sína skoðun vera þá að rétt væri að ganga alla leið og skerða um 13,4%. Eftir þetta hlaut fulltrúum vinnuveitenda í stjórninni að vera ljóst að þeir höfðu stuðning a.m.k. þingmannsins við enn frekari skerðingu en þeir áætl- uðu, enda hljóðaði tillaga þeirra á næsta stjómarfundi, 20. október, ekki upp á 10%, heldur 13,4%. Það er því alveg ljóst í huga Öldumanna hver ber ábyrgðina. Það er líka ljóst í þeirra huga hver afflytur og hver ekki. Höfundur er frarnkvæmdnstjóri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar. Guðjón Ármann Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.