Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TCÍrVIJST Skállioltskirkja KIRKJULEGIR KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru trúarleg vcrk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Flytjendur voru; Hallveig Rúnarsdóttir, Óskar Ingólfs- son, Steef van Oosterhout, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Herdís Jónsdóttir, Nora Kornblueh og Hávarður Tryggvason undir stjörn Snorra Sig- fúsar Birgissonar. Laugardagurinn 24. júlí, 1999. ÍSLENSK kirkjutónlist hefur um margt algjöra sérstöðu, hvort sem litið er til þess sem á uppruna sinn í katólskum eða lútherskum sið og leikur þar stórt hlutverk einangrun þjóðarinnar, fátækt og fábreytilegt val í menntun heima fyrir. A sviði tónlistar verður bylting með komu Rikini tO landsins, árið 1107, en síð- an eru fræði hans kennd nærri óbreytt og sú tónfræði, sem prentuð er í VI útgáfu Grallarans 1691 (7 blaðsíður eftir Þórð Þorláksson biskup), er að mestu tólftu aldar tónfræði. Árið 1801 gefur Magnús Stephensen út sálmabók og þar í eru þrjú lög með „nútímanótum“ sem eru í raun sýnishorn þeirrar vankunnáttu á sviði tónlistar sem þá einkenndi tónlistarlíf okkar Is- lendinga. Auk vankunnáttunnar er sérkennUeg sú samtvinnun katól- skrar tónlistar (latínusöngvarnh-) og þeirra lúthersku sem er ríkjandi hér á landi frá siðaskiptunum tU þess er Magnús Stephensen tekur af skarið, þó að með heldur svona ókræsUegum hætti hafi verið, bæði er varðaði tónlistina og ekki síður það er laut að versagerðinni allri. EINBÝLI BAKKASTAÐIR Glæsilegt nýtt 180 fm einbýlishús á góðum stað með innb. bílskúr. Afhendist tilbúið til innréttinga (en á milli- veggja). Verð kr. 14,5 m. Hentar vel fyrir úti- vistarfólk. ÞJÓTTUSEL Vandað einbýlishús á kyrr- látum stað. Mjög góð aðkoma, 62 fm bílskúr fylgir með. Verð kr. 23,9 m. RAÐ- OG PARHÚS BERJARIMI - PARHUS Fallegt og nýlegt parhús á mjög góðum útsýnis- stað. Verð 15,7 m. Áhv. kr. 6,5 m. 3JA HERB. BERJARIMI Nýleg og góð 86 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. íbúðinni fylgir 32 fm bílskýli. Verð kr. 8,9 m. Áhv. kr. 3,2 m. ENGIHJALLI KÓP. Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. ibúð á efstu hæð í góðu lyftuhúsi. Mjög fallegt útsýni. Verð kr. 7,2 m. Áhvílandi kr. 4,2 m. 2JA HERB. EFSTASUND Hugguleg 2ja herbergja 45 fm íbúð á þessum vinsæla stað í þriggja íbúða húsi. Verð kr. 5,5 m. ENGIHJALLI KÓP. Vorum að fá rúmgóða 64 fm 2ja herbergja íbúð á söluskrá okkar. (búðin er á 1. hæð. Verð kr. 6,7 m. NOKKVAVOGUR Hugguleg risíbúð í þriggja ibúða steinhúsi á þessum rólega og góða stað. Stærð 53 fm. Verð kr. 4,7 m. ATVINNUHÚSNÆÐI DALVEGUR KÓP. Mjög gott atvinnuhúsnæði, þrennar innkeyrsludyr, hátt til lofts. Húsnæðið endabil, næst Dalveginum. Verð kr. 29 m. HLIÐASMARi Mjög góð 160 fm verslunareining á 1. hæð (á horni). Verð kr. 17,6 m. KROKHALS Til sölu er nýtt og vandað iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði í byggingu. Ýmsir möguleikar á skiptingu í minni einingar. Alls 4.500 fm. SKÚLAGATA Glæsileg skrifstofub. á horni Snorrabrautar og Sæbrautar. Heildarflatarmál skrifstofubyggingar er 3.155 fm og bílakjallara 1.084 fm. TRONUHRAUN Eignin skiptist í 90 fm verslunareiningu og 275 fm gott lagerhúsnæði. Verð kr. 22,8 m. VIÐARHOFÐI Nýtt og gott atvinnuhúsnæði, alls 333 fm, með leigusamningi. Verð kr. 29 m. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU AUÐBREKKA 1 Nýtt verslunar- og lagerhúsnæði, 477 fm á jarðhæð og 86 fm á millilofti. Laust strax. ARMULI Til leigu er gott húsnæði á 1, hæð í bakhúsi, alls 325 fm. Laust strax. ARMULI Gott skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi. Nokkur herbergi og tveir salir, alls 470 fm. Frábær staðsetning og mikið útsýni. FAXAFEN Gott verslunarhúsnæði á 1. hæð, alls 286 fm. HÓLMASLÓÐ Atvinnuhúsnæði til leigu með kæli og frysti. Laust strax. KRÓKHÁLS Höfum til leigu gott 140 fm atvinnuhúsn. með innkeyrsludyrum. SIÐUMULI Gott verslunarhúsnæði er til leigu. Stærð ca 500 fm. VEGMULI Alls 264 fm verslunar- og lagerhúsnæði. Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali ♦ Arsalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Tríó Ólafs Stephensens í Seyðisfjarð- arkirkju NÆSTU flytjendur í tónleika- röðinni „Bláa kirkjan“, mið- vikudagskvöldið 4. ágúst, ki. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju, eru Tríó Ólafs Stephensens frá Reykjavík. Þeir félagar Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónsmiður, Guðmundur R. Ein- arsson, trommuleikari og básúnuleikari og Óli Jazzpí- anisti" Stephensen, eru löngu landsþekktir fyrir skemmtileg- ar útfærslur sínar á „venjuleg- um lögum“ sem þeir færa í sveiflubúning, segir í fréttatil- kynningu. Einnig segir: „Óli Stephen- sen og félagar leika hefð- bundna tónlist, sem stundum hefur verið kennd við jazz- klúbba sjötta áratugurins í New York, tónlist fulla af gleði, kímni og sveiflu, sem á sér fáa líka. Síðan bregða þeir oft á tíð- um á leik og spila þá þjóðlög, sálmalög og sönglög með mik- illi sveiflu, sjálfum sér og áheyrendum sínum til mikillar furðu - og væntanlega ánægju.“ Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri. Tónleikaröðin „Bláa kirkjan sumartónleikar" er öll miðviku- dagskvöld í sumar kl. 20.30 í kirkjunni á Seyðisfirði. Fegurð verald- ar mun hverfa SKÁLHOLTSKIRKJA Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er gömul íslensk kirkjutónlist merki- lega fom, hrein söngtónlist, ósnort- in af áhrifum hljóðfæraleiks, sem er merkilegt ef borið er saman hversu háttaði um tónlistariðkun í Evrópu frá tólftu öld, er með engum hætti hafði áhrif á tónlistariðkun Islend- inga fyrr en á 19. öldinni og aðal- lega á seinni hluta hennar. Segja má að þeir tónlistarmenn, sem nú vinna við að upplýsa þjóðina um sérkenni íslenskrar tónlistar, séu í raun að leita uppmnans og að þessu leyti verði sjálfsvitund okkar skýrari, að tónlistariðkun hér á landi hafi ekki allt í einu orðið til um 1850 heldur eigi sér lengri og merkilegri sögu. Tónlist sú sem flutt var eftir Snorra Sigfús Birgis- son í Skálholti sl. laugardag var öll byggð á fomum hefðum en reynt að færa þessi fomu minni til þess „heima“ er nú blasir við. Fyrsti þáttur tónleikanna er byggður á Iögum úr íslenskum handritum und- ir yfirskriftinni Lysting er sæt að söng, sem er upphaf annars erindis í fyrsta lagi tónleikanna sem nefnist Musículof en höfundur þessa sér- kennilega texta er ókunnur. Út- færslu Snorra er þann veg háttað að hann lætur hið forna lagferli halda sér nokkum veginn óbreytt en íramlag hans er mótrödd samin fyr- ir selló. Annað lagið er lofsöngur við þýddan texta úr sálmabók Hans Thomissön frá 1569 og það þriðja er við Hvítasunnukvæði, ort af Jóni Magnússyni (1601-1675), en síðasta lagið nefnist Vocalísa, þ.e. lag án texta, sem líklega er mest mótað af Snorra og enda fallegasta tónsmíðin af þessum fjóram lögum, undir fyr- irsögninni Lysting er sæt að söng. Flytjendur vora Hallveig Rúnars- dóttir og Nora Komblueh og var flutingur þeirra mjög sannfærandi, enda víða leikið fallega með samspil hinna fornu stefja og frjálslega unna mótröddina á sellóið hjá Snorra. Annar þáttur tónleikanna var einnig safn sálmalaga, sem Snorri nefnir Hymni, upphaflega samið fyrir strengjasveit en hér leikið út- sett fyrir tvær víólur, selló og kontrabassa. Þarna leikur Snorri sér að því að raddsetja lögin mjög nærri því sem ætla mætti einkenn- andi fyrir notkun hljóðfæra á 15. og 16. öld í Evrópu. Að vísu era allar raddsetningar mjög sviplíkar en sumar hverjar ákaflega fallega hljómsettar og vora sérlega vel leiknar, með fomu lagi í tónmótun, undir stjóm höfundar. Vel mætti at- huga hversu þessar raddsetningar gerðu sig í kórsöng án undirleiks. Lokaverk tónleikanna var fram- flutningur á löngu söngverki, við texta, sem með vafasömum hætti er sagt vera eftir Hallgrím Pétursson. Form og orðfæri þessa kvæðis minnir á forn vikivaka-danskvæði og varla sennilegt að Hallgrímur hafi þama í eina skiptið verið að hugsa um dans, sem kirkjan barðist á móti, auk þess sem skáldskapar- málið er að mörgu leyti langt frá því sem helst einkennir kveðskap þessa snillings. Viðlagið, „Sat ég undir fjallinu fríða“, er notað af mörgum skáldum og í Islenskum skemmtun- um Ólafs Davíðssonar (III. hefti bls.350) er þetta stef tilgreint sem viðlag við kvæði eftir Hallgrím Pét- ursson en þess einnig getið að til hafi verið tvö kvæði með þessu við- lagi í safni „ÁM, 67,8 en eru nú týnd“. Hvert þau hafa týnst og hvort fundvísum hafí þótt kvæðið svo vel kveðið að Hallgrímur gæti hafa ort, er ósönnuð hugmynd sem þó er rétt að njóti vafans um höf- undareign Hallgríms, auk þess sem kvæðið er ekki til með rithönd hans. Þess gætti ekki í tónmáli Snorra að um dans gæti verið að ræða og þótt margt væri mjög skemmtilega gert í tónmáli hljóðfæranna, sem voru klarinett, tvær víólur, selló kontrabassi og slagverk, var söng- línan oft nokkuð utangátta, nema í tveimur síðustu vísunum, sem vora það sem best hljómaði saman, en í niðurlaginum leikur Snorri með hreina fimmund sem skreytt er með ýmsum hætti á fallegan máta. Kvæðið Fegurð veraldar er sérlega vel ort en sú venja sem oft einkenn- ir nútíma tónritun, að slíta sundur texta og láta orðin oft standa ein og sér, rænir verkið þeirri hugsun sem býr í samvirkni orðanna. Eitt orð hefur ákveðna merkingu en sam- virkni orðanna myndar tengsl sem oft er lýst sem hugsun er fær ekki fulla mynd fyrr en í lok setningar. Hallveig Rúnarsdóttir söng verk- ið af öryggi þótt oft væri henni þungt fyrir með framburð textans, nema þá helst í næstsíðasta erind- inu sem var í tónles-stíl, þ.e. að mestu á einum tóni hver setning. Eins og fyrr segir er margt fallega hljómandi í tónmáli hljóðfæranna, þó að rithátturinn sé oft þétt unn- inn og jafnvel flókinn á köflum og sé auk þess ekki ávallt samvú’kur sönglínunni. Það sem þó ber að hafa í huga er að margt var þarna vel gert og flutningurinn sérlega sannfærandi mótaður, undir stjórn höfundar. Jón Ásgeirsson HÍM.IST Skúlholtskirkju KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk fyrir flautu og semb- al, eftir Svein Lúðvík Björnsson, Doina Rotaru, Leif Þórarinsson, Tos- hi Ichiyanagi og Hans-Henrik Nordström. Flytjendur voru Guðrún Óskarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason. Laugardagurinn 24. júlf, 1999. Á SEINNI tónleikunum í Skál- holti, sl. laugardag, voru framflutt tvö verk, bæði rituð fyrir flautu og sembal. Fyrra framflutta verkið er eftir ungan tónsmið, Svein Lúðvík Björnsson, er hann nefnir „Kannski núna eða og er þetta spyrjandi verk, samið 1999. Verkið er stutt en hnitmiðað og í raun þrískipt í form og það sem aðskilur kaflana er bæði breyting á samskipan hljóðfæranna og ný tónhugsun. Þetta er sérlega fallegt verk en í fyrsta hlutanum er laglínan leikin á bassaflautu, á móti að mestu kyrrstæðri hljómskipan sembalsins og hátt liggjandi orgel- punkti í sembalnum. Flautulínan í 1. hlutanum er mjög falleg og sama má segja um tónlínuna í öðram hluta, þar sem leikið er með „fors- lög“ og semballinn fær meira að gera, sem þó fær mest umleikis í þriðja hlutanum en þar brá fyrir „ostinató" (þrástef) vinnubrögðum. Það sem er sérkennilegt við verk Sveins, er að það er bæði stutt og langt, stutt í tíma en langt, því þar er allt sagt, sem segja þarf. Það get- ur verið erfitt að semja stutt og Ástsjúk sumar- nóttin hnitmiðað verk en einnig að semja langt verk í tíma, samsett af stutt- um og hnitmiðuðum hugmyndum, er svo mynda í heild eina stutta meginhugmynd. Kannski er þetta orðaleikur og til að svara spumingu Sveins, er víst, „það gerðist núna“. Témpo di Fumo, eftir Doina Rat- ara, rúmenska konu, er hefðbundið nútímaverk fyrir einleiksflautu, með alls konar flutnings-trikkum, sem eru orðin æði gamaldags, eins og t.d. glyzzando, tvítónun, syngja í flautuna, slá með fingurgómun og nota ystu mörk hljófærisins með yf- irblæstri. Allt þetta var listilega flutt af Kolbeini og ávallt er leikur hans til yndis, þó verkið hafí að öðru leyti verið heldur svona óframlegt. Sónata fyrir sembal, eftir Leif Þórarinsson, er annarrar ættar, þar er tónmálið ígrandað og t.d. fyrsti hluti verksins, sem er ein- staklega fallegur og í raun allt verkið, er kontrapunktískur óður, sem blómstraði í fúgunni. Verkið var mjög vel flutt af Guðrúnu Oskarsdóttur en sérstaklega þó hið fagra upphaf verksins. Kaze no Iroai, heitir verk, eftir japanska tónskáldið Toshi Ichi- yanagi, erfitt og mjög vel samið verk, sem Kolbeinn lék listilega vel. Lokaverk tónleikannna var sam- leiksverk fyrir sembal og flautur, eftir danska tónskáldið Hans-Hen- rik Nordström, er hann nefnir Draumur. Þetta var frumflutningur verksins, sem var sérstaklega samið fyrir Skálholtstónleikana. Eins og stendur í efnisskrá, þá er Draumurinn þrískiptur, hefst í sól- inni suður á Italíu en færist síðan í rokið og rigninguna í Danmörku og endar um sumarnótt uppi á íslandi. Fyrsti kaflinn er leikinn á venju- lega flautu og þar er tónmálið trill- ur og tónstigar í mjög skemmtflegi’i samskipan flautu og sembals. Rign- ingin og rokið í Danmörku er túlk- að með samleik altflautu og semb- als og þar mátti bæði heyra rok og rigningu en í íslenska kaflanum, sem á að túlka bjarta sumarnóttina, var ýmislegt að heyra, sem frekar minnir á glitrandi ískristalla, er birtust í þrástefjaðri tónhugmynd á hátónum sembalsins, er gekk eins rauður þráður í gegnum lokakafl- ann, sem leikinn var á bassaflautu, nærri því túlkandi eldniðinn í iðrum jarðarinnar. Sem sagt, síðasti kafl- inn gæti allt eins merkt fyrirbærin ís og eld, eins og ástsjúka sum- arnóttina. Þetta er að mörgu leyti skemmtilegt verk, smellið hér og þar og var mjög vel flutt af Guð- rúnu Oskarsdóttur og Kolbeini Bjarnasyni. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.