Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 51

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 51 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MAGNI og Máni frá Árgerði að loknum úrslitum, sáttir og glaðir með árangurinn. MÁNI fer vel á töltinu hjá Magna, rúmur og hágengur. Magni í Árgerði ennþá að Alltaf gaman að keppa með þeim yngri „ÞAÐ er alltaf gaman að vera með þessum ungu mönnum í keppni svona meðan þeir vilja hafa mig með,‘‘ segir Magni Kjartansson í Árgerði en liann hljóp í skarðið fyrir Stefán Birgi Stefánsson sem kom tveimur hestum í úrslit í B- flokknum á mótinu á Melgerðis- melum á sunnudag og reið öðr- um hestinum, Mána frá Ár- gerði, fyrir hann. „En ætli þeir vilji ekki fara að losna við svona gamla karla úr þessu,“ heldur Magni áfram og hlær. „En þetta er bráðefni- legur foli sem ég reið þarna í úrslitunum bara 6 vetra gamall. Hann er undan Kötlu frá Ár- gerði, Pennadóttur sem var al- systir Heklu frá Árgerði sem Matthías Eiðsson ræktar út af og faðir hans er Þokki frá Garði. Hann á eftir að bæta sig því hann er örviijugur og með prýðisgang, bæði tölt og brokk. Egill Agústsson á þennan hest en hann er fæddur í Árgerði,“ upplýsir Magni. Magni, sem á eitt ár eftir í sjötugt, segist alltaf fara tals- vert á bak og alltaf fæst hann eitthvað við tamningar. „Bú- skapurinn tekur sinn tíma og það þarf að sinna því en ég reyni alltaf að gefa mér smá tíma í tamningar og útreiðar. Eg var til dæmis með eina dótt- ur Bliku frá Árgerði og Þorra frá Þúfu í vetur en hún er fjög- urra vetra gömul og aðra jarpa hryssu undan Kraflari frá Mið- sitju og Brynju frá Árgerði. Þær komu nokkuð vel út báðar tvær en ég sýndi þar ekki að þessu sinni, þær voru ekki al- veg tilbúnar í það.“ En þegar Magni er spurður frétta af gæðahryssunni Bliku, sem sló svo eftirminnilega í gegn 1987 á Melgerðismelum, segir hann hana hafa verið gelda í vor. „Hún hafði verið hjá Gusti frá Hóli en það kom ekkert út úr því. Nú er til vetr- argömul hryssa undan henni og Orra sem mér líst býsna vel á. Sérstaklega er ég ánægður með hvað hann skilar prúðleikanum vel. Og núna er hún aftur hjá Orra og er ætlunin að Stefán Birgir tamningmaður fái það afkvæmi," segir Magni að end- ingu. Það er skemmst frá því að segja að Magni og Máni stóðu sig vel í úrslitunum og höfnuðu í fjórða sæti. Vekur athygli hversu vel Magni heldur sér í reiðmennskunni og óhætt að fullyrða að hann gefur þeim ungu lítið eftir. 0 FELICIA Bestu bílakaupin í f lokki nýrra bíla! Enn einu sinni hefur breska tímaritið Auto Express sæmt Skoda Felicia titlinum "Bestu bílakaupin" í flokki nýrra bíla. í tímaritinu er Skoda Felicia lofaður í bak og fyrir: "Hinn sterkbyggði Skoda eröllum þeim kostum búinn, sem unnt er að krefjast af ódýrum bíl." ‘ "Skoda Felicia skarar enn og aftur fram úr fyrir fallegt útlit og gæði miðað við verð." "Vinsældir og árangur þessar bifreiðar er reyndar dyggilega staðfestur með stórlega aukinni sölu um allan heim." ódýrasti fólksbfllinn á íslandi! *Skv. Verðlistar, apríl 1999, útg. af Samskipti. SKODA FEIICIA 1,3 kostar aóeins 865.000 m HEKLA ! Laugaveg s f m i h e i m a s f ö a w.hekla.is hekla@hekla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.