Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samstaða MYJVDLIST Listaskálinn Hveragerði MYNDVERK 61 LISTAMAÐUR Opið daglega frá 13.-18. Til 1. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ VAR mikið um að vera í Hveragerði laugardaginn 17. júlí, og jafnframt íslenzkri myndlist, þá Listaskálinn opnaði dyr sínar aftur. I þetta skipti vegna sýning- ar um og yfir 60 íslenzkra listmál- ara sem vilja undirstrika tilveru- rétt skálans og málverksins um leið. Minna á tilvist sína í eigin landi, og jafnframt árétta að þetta frumkvæði Einars Hákonarsson- ar hafi verið á réttu nótunum, orðið til fyrir nauðsyn. Safaríkur vaxtarbroddur þess sem hvar- vetna er að ske í menningarlönd- um, þar sem ráðamenn hafa löngu meðtekið að um grunnþarfir lif- andi þjóðfélaga er að ræða, sem að auk skilar ómældum verðmæt- um hörðum sem mjúkum í þjóðar- búin. Víða í Evrópu og Bandaríkj- unum hafa undangengna áratugi risið upp, og rísa sem aldrei fyrr, listahallir og vegleg söfn. Jafn- framt eru borgir sem margur vissi ekki að væru til á menning- arkortinu skyndilega komnar í sviðsljósið með glæsileg hörg og sýningar á myndlist nútíðar sem fortíðar. Langar biðraðir við dyr listasafna, og verða menn í sum- um tilvikum að tryggja sér að- gang á einstakar sérsýningar inn- an þeirra með allt að 10 daga fyr- irvara. Hvaðanæva að úr heimin- um flykkjast áhugasamir á stað- ina, jafnt austri sem vestri, og þannig eru menn ekki búnir að vera ýkja lengi innan dyra fyrr er þeir rekast á fólk frá Japan og Taiwan sem eru mestu hámenn- ingarríki austursins, og hér er jafnvel Suður-Kórea í mikilli sókn. En það eru fleiri þjóðir og heimsálfur sem halda vöku sinni og ber að nefna Kanadamenn, en þar gjörbreyttist þjóðfélagið á aldarfjórðungi er upp risu menn- ingarmiðstöðvar í öllum stærstu borgum landsins og mulið var undir listaháskóla og sjónmenntir hvers konar. Einnig má nefna nokkur ríki Suður-Ameríku, helst Brasilíu og Argentínu og ekki skulum við gleyma Ástralíu, en þar átti bygging Danans Jörns Utzons, óperuhúsið í Sydney, ekki svo lítinn þátt í að opna augu manna. Þá er vert að upplýsa Is- lendinga, að við höfnina í Bilbaó, einmitt á kajanum sem íslenzk skip lögðust að á árum áður með saltfisk, er risið upp eitt glæsileg- asta listahörg Evrópu kennt við stjörnuarkitektinn ameríska Frank 0. Gehry, lifandi dæmi þess að ytra velja menn miðborg- irnar til slíkra athafna. I þessari áður einni ljótustu og leiðinleg- ustu borg Spánar, hafði lengi tíðkast keimlíkur hugsunarháttur og við sjávarsíðuna í landinu kæra við Dumbshaf, en nú þegar þyrp- ast þangað ferðalangar í tugþús- undatali. Verðgildi myndlistar hefur margfaldast þar sem slíkt gerist og hér er málverkið á rífandi upp- leið. Andróðurinn gegn málverk- inu eru póstmódemísk viðhorf fólks sem hefur lokað sig inni í fílabeinsturnum, viðurkennir ekki staðreyndir utan túngarðsins heima. Menntun þess byggist á miðstýrðum viðhorfum sem hafa þróast frá 1970, annað er ekki við- urkennt. Upplýsandi að fregna af skorti á þekkingu á list fortíðar er svo er komið, sem kemur glögg- lega fram í því að stóru söfnin eru í vandræðum með vel menntað starfsfólk sem getur sinnt eldri deildum. Yfirleitt sækja sárafáir með fullnægjandi menntun um slíkar stöður en múgur og marg- menni um stöður í núlistum. Astæðan er sögð vera, samkvæmt nýjasta hefti listtímaritsins, art, í Hamborg, að mun auðveldara er að mennta sig í núlistum. Þannig er stutt stökk frá fjórðungs- menntun í Barrokk til meistara- gráðu í Joseph Beuys, en langt stökk frá Jleuys í meistaragráðu Barrokk! í Bandaríkjunum veðja steinríkir fjárfestar frekar á myndverk en gull, ekki síst nú- tímalistamanna og eru þar í hópi flestir þekktustu leikarar heims- ins frá Charles Heston (Ben Húr) til hasarmyndahetjunnar Sylvest- er Stallone. Jafnvel frá hinu fá- tæka Irlandi berast þær fréttir að fyrsta írska málverkið hafi komist yfir miljón punda á uppboði, raun- ar í London, málað 1947, af á okk- ar breiddargráðum gjörsamlega óþekktum listamanni. Og nokkrir málarar frá kengúrulandinu fjar- læga, sem maður hafði enga hug- mynd um að væru til né hvernig þeir hantéra pentskúfinn eru víst komnir í þennan verðflokk, en þetta gerist einungis fyrir það að ráðamenn virðast meta og mylja undir varanleg verðmæti. Af þessu og mörgu fleiru verður væntanlega vikið í vettvangsskrif- um með haustinu enda hefur skrifari nógar og traustar heim- ildir handa á millum. Einnig er vert að geta þess, að á aðal ferða- mannatímabilinu undanfarin ár hefur verið þvílík gnótt af aðskilj- anlegustu stórsýningum víðast hvar, að stórblöðin hafa átt fullt í fangi að fylgjast með og birta greinar um þær. Hér standa Dan- ir mjög framarlega og eiga marg- an fiman pennann í listrýnastétt, sem eru á stöðugum faraldsfæti með ferðatölvuna á hnjánum að segja má. Það sem af er sumri hef ég þegar lesið fjölda greina um sýningaviðburði, og á mig sækir svimi er ég renni augunum yfir framboðið, veit vart í hvorn fótinn eigi að stíga nú er ég hyggst leggja land undir fót og nálgast nokkra þeirra. Vísa til og minni á, að þeir eru margfalt fleiri sem fljúga á milli landa á móts við menningarviðburði en hand- og fótaleiki og tekjurnar af þeim ólíkt meiri og altækari. Allt þetta sem trauðla verður hrakið, er rétt að upplýsa á tímum er ein auðugasta þjóð í heimi að landsgæðum, finnur helstu björg- un sína í hernaði gegn ósnortnu hálendinu, einu mesta gersemi Evrópu, ásamt fegurð himisins með síaukna losun koltvísýrings í andrúmið. Bankar leita eftir lof- orðum um allt að 10 milljarða hlutafé vegna álvers sem meiri hluti landsmanna er andvígur, á sama tíma láta ráðamenn hugvit, skapandi atriði og sjónmenntir mæta afgangi, einkum af innlend- um toga. Hafa þó lofað lands- byggðinni sex menningarmið- stöðvum, væntanlega af rasspúða- og stimpilklukkugerðinni. Leita úrræða við að koma vinnunni til fólksins og reisa í því skyni skrif- stofubákn í stað þess að styrkja lifandi áhuga og örva fólk til að koma til vinnunnar eins og víða er að gerast í kringum okkur. Ekki úr vegi að spyrja, hver talar um að leita eftir hlutafé til byggingar lifandi menningarmiðstöðva í landsbyggðinni og efla þann mannauð sem fyrir er, skyldi sá peningur ekki skila sér aftur eins og annars staðar? Umfram allt lyfta myndarlega undir þann drjúga áhuga sem víða er fyrir hendi. Væntanlega væri hægt að tryggja rekstur Listaskálans og fleiri menningarhúsa með slíku framtaki ... Eftir að hafa í þrí- gang skoðað sýninguna, Samstaða - 61 listmálari, þannig að sem gildastri yfirsýn væri náð, hef ég sitthvað við hana að athuga. Mik- RÝNT í myndir í aðalsal Listaskálans. Kenna má málverk cftir Þórdísi Rögnvaldsdóttur, Önnu Jóa, Hlíf Ás- grímsdóttur, Elías B. Halldórsson, Einar G. Baldvinsson, Braga Ásgeirsson og Björgu Þorsteinsdóttur. ÞAÐ var létt yfir mönnum við opnun sýningarinnar í Listaskálanum. Á myndinni sér í kumpánlegan Daða Guðbjörnsson, glaðsinna þrenningu; Gunnar Öm, spúsu hans og Jóhann Axelsson prófessor, í bakgmnni má bera kennsl á Ófeig Björnsson. AKUREYRINGAR sýndu Listaskálanum einnig samstöðu, og mátti sjá nýtt verk eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson. ilvægast er þó að fólk kemur og skoðar vel og vandlega, hef ekki um langt skeið séð fólk á opnun- ardegi myndverkasýningar virða fyrir sér hluti af jafn miklum áhuga. Sjálf er sýningin frekar sundurlaus líkt og vænta mátti þá jafn mörgum er stefnt saman með aðeins eitt verk, en það er þó í sjálfu sér umtalsvert afrek að fá svona marga til að vera með á jafn knöppum undirbúningstíma. Stuðningurinn hefði mátt koma til muna fyrr og samtök listamanna hér samvinnuþýðari, sér grefur gröf þótt grafi sem fyrri daginn í íslenzkri myndlist. Hitt er svo þrautin þyngri að fá listamenn til að koma með sín frambærilegustu verk sem fallið gætu inn í sterka og svipmikla heild. Ekki viðhöfð myndskoðun af neinu tagi, allt hengt upp. Arangurinn sá að þó nokkur verkanna njóta sín ekki í öllu kraðakinu, og má álykta að sýningin hefði orðið snöggtum áhrifameiri ef einhverjir hlutlaus- ir aðilar hefðu annast uppheng- inguna og umfram allt sótt mynd- irnar til listamannanna og valið þær í samráði við þá. Slíkri fram- kvæmd er nefnilega afar lítill greiði gerður með undirmáls- myndum eftir ágæta listamenn, sem ýmist draga aðrar niður eða lyfta miðlungsverkum á stall. Samanburðarfræði og umfjöllum um einstök verk því í hæsta máta ósanngjörn og út í hött. Hitt er borðleggjandi að slík árviss upp- stokkun og úttekt á verkum starf- andi listamanna er lífsnauðsyn til yfirsýnar og samanburðar, en þá þarf lágmarksfjöldi mynda skil- yrðislaust að vera tvö verk, nema um júmbóstærðir sé að ræða. Öllu skiptir, að hér er um afar mikilsvert framtak að ræða og ljóst að framkvæmdaraðilar hafa gert sitt besta þótt þeir hafi skilj- anlega ekki ráðið að fullu við verk- efnið, eins og til þess var stofnað. Mestu skiptir að hinn almenni gestur sýni Listaskálanum og málverkinu samstöðu með því að fjölmenna á staðinn og ekki hefur hann látið sig vanta til þessa. Að- sókn hefur verið góð, jafnvel í hellirigningunni á fimmtudag voru þar samtímis 25 manns síðdegis, sem þætti afar gott á helstu sýn- ingarstöðum á höfuðborgarsvæð- inu. Og svo er að vona að hin mikla athafnagleði Einars Hákon- arsonar skili árangri, en hvernig sem allt veltur hefur hin hugum- stóra framkvæmdasemi mannsins nú þegar skrifað sig á spjöld ís- lenzkrar sögu. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.